Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Síða 27
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 39 Merming Caput með cé dé Tónlistarhópurinn Caput hefur sent frá sér geisla- plötu á ítalska merkinu Stradivarius. Á plötunni eru verk eftir tvö ítölsk tónskáld, Aldo Clementi og Ricc- ardo Nova. Aldo Clementi er fæddur árið 1925 og eru hér kynnt fimm verk eftir hann; Adagio, Berceuse, Impromtu, Scherzo og Triplum. Utan að síðasttalda verkinu, Triplum, sem virðist samið með raðtækni, eru hug- myndir þær sem liggja að baki verkunum svipaðar, þar sem hreyfmg, litir og tónar eru settir af stað og haldið fjörugum um stund án sterkar stefnu eða breyt- inga á henni. Þessu mætti e.t.v. líkja við flöktandi norðurljós sem biika á himni í fegurð sinni, án fyrirhe- its. Verkin eru öll vel leikin af meölimum Caput-hópsins og fara þar saman öguð vinnubrögð og tilfmning fyrir viðfangsefnunum. Riccardo Nova fæddist í Mílano árið 1960 og er hann því á 35. aldursári. Þetta unga tónskáld hefur vakið nokkra athygli fyrir tónsmíðar sínar og víst er að hann býr yfir góðri handverkstækni. Það eru fjögur verk eftir hann á þessari plötu; Sex Nova Organa, Sequentia Super Beata Viscera og Sequentia Super Sex Nova Organa, ásamt Carved Out. Þau þrjú fyrsttöldu, eru greinilega náskyld og þaö síðasttalda og elsta Tónlist Askell Másson þeirra, Carved Out, eins og leiðir að þeim þrem, í stíi og tækni. Þetta er sterkrytmísk tónlist á köflum og skiptir ört um takttegundir. Hún er örugglega þrælerf- ið í flutningi og sýnir Caput-hópurinn hér mjög góöan leik, bæði nákvæman og dansandi og auk þess skemmtilega htaðan. Upptökurnar voru gerðar í Víðistaðakirkju af þeim Vigfúsi Ingvarssyni og Hauki Tómassyni. Eru þær opnar í hljóm og vel af hendi unnar en í öðru verk- inu, Berceuse eftir Clementi, virðist bassaklarinettið vera full nærri míkrófóninum, að öðru leyti er jafn- vægiö gott. Þetta er athyglisverð plata með vel leik- inni, nýrri ítalskri tónlist. Líf og dauði Út er komin geislaplata frá sænska fyrirtækin BIS þar sem strengjakvartettinn Yggdrasill leikur alla þrjá kvartetta Jóns Leifs, Mors et vita, op. 21, Vita et mors, op. 36 og E1 Greco, op. 64. Að vísu skrifaði Jón Variacione pastorale, op. 8, einn- ig fyrir strengjakvartett en það er umritun á verki sem hann samdi á hundraö ára dánarafmæh Beethovens árið 1927 og er það verk því nokkurs annars eðlis af þeim sökum. Kvartettunum þremur er raöað í rétta röð á plöt- unni eins og þeir eru taldir upp hér að ofan. Sá fyrsti, Mors et vita, op. 21, er þeirra stystur og telst vera í einum þætti þótt greinilega megi þó heyra kaflaskipti innan hans. Bakgrunnur verksins er síðari heimsstyrj- öldin haustið 1939 og er verkið því málað dökkum tón- um. Strengjakvartettinn Yggdrasih er sænskur og hafa þeir félagar lagt áherslu á flutning norrænnar tónlistar. Kvartettinn var stofnaður 1990 og hefur hann nú þegar vakið verulega athygh fyrir leik sinn, enda er og verk Jóns geysivel leikið hér á þessari plötu. Tórúist Jóns Leifs er viðkvæm í flutningi, tónbil eru opin og hljómar berir í hreinleika sínum, lítið er um sólóstrófur, en því meiri áhersla lögð á samhljóm og áhrifamátt hans. Yggdrasill leikur verkið af miklu tæknilegu öryggi, góðri inntónun og sterkum skilningi. Annár kvartettinn, Vita et mors, op. 36 er í þremur þáttum: I. Bernska, II. Æska, og III. Sálumessa, Eilífð. Segja má, að tveir fyrstu þættirnir, sem lýsa sakleysi bernskunnar og gáska æskunnar, myndi samfelldan óð sem snögglega er klippt á með angistarveini fyrir sálumessuna og eilífðina sem mynda þriðja þáttinn. Ásamt hinu vel þekkta og fagra Requem fyrir kór er þetta verk samið til minningar um dóttur Jóns sem hét Líf. Eins og fyrri kvartettinn er verkið mjög vel Tónlist Askell Másson leikið og er lífið og gáskinn og andstaða þess, dauð- inn, mjög skýrt fram sett í tón og túlkun Yggdrasils. Síðasti kvartettinn, E1 Greco, var saminn á íslandi út frá hughrifum Jóns frá málverkum spánska málar- ans E1 Greco. Lýsir hann í tónum fimm málverkum hans á mjög dramatískan hátt, þar sem m.a. krossfest- ing og upprisa Jesú Krists koma við sögu. Leikur Ygg- drasill þetta verk í einu orði sagt frábærlega og er flutningurinn geysiáhrifamikhl auk þess að vera tæknhega nákvæmur. Verður forvitnhegt að fylgjast með tónleikum og upptökum þessa markverða kvart- etts í framtíðinni. Sænski tónlistarfræðingurinn Carl-Gunnar Ahlén ritar ágæta grein í bæklingi umslagsins en athygh vekur að hún er einungis á ensku, þýsku og frönsku en engu Norðurlandamáli. Upptökur eru bæöi hljómmiklar og fallegar og útlit umslags er lýtalaust. Þessa geislaplötu ættu allir unn- endur fagurtónlistar að eiga. Bridge Bridgefélagið Muninn, Sandgerði Miðvikudagana 11. og 18. janúar var sphað einmenningsmót th minning- ar um Sigurbjöm Jónsson, verk- stjóra og bridgespilara. Sphað var í tveimur riðlum og besta samanlögð- um árangri náöu eftirtaldir spharar: 1. Kristján Kristjánsson 203 2. Karl G. Karlsson 202 3. Sumarliði Lárusson 199 4. Ingimar Sumarliðason 197 5. Valur Símonarson 195 6. Trausti Þórðarson/Björn Dúason 194 Næsta keppni félagsins er hrað- sveitakeppni. Spilamennska hefst klukkan 19.55. Bridgefélag Breiðfirðinga Síðasta fimmtudagskvöld var sph- aður eins kvölds tvímenningur hjá Bridgefélagi Breiðfiröinga og mættu þar 26 pör th leiks. Sphaður var tölvureiknaður Mitchell og mikh barátta var um efsta sætið í NS: 1. Bergþór Bjamason -Sævar Helgason 306 1. Baldur Bjartmarsson-Halldór Þor- valdsson 306 3. Helgi Nielsen-Marinó Kristinsson 295 4. Einar Guðmundsson-Óskar Þráinsson 288 - í AV vom Sævin Bjarnason og Bogi Sigurbjörnsson hins vegar ör- uggir sigurvegarar með um 70% skor: 1. Bogi Sigurbjömsson-Sævin Bjamason 376 2. Unnur Sveinsdóttir-Inga Lára Guð- mundsdóttir 285 3. Gróa Guðnadóttir-Guðrún Jóhannes- dóttir 284 4. Ragnar Bjömsson-Skarphéðinn Lýðs- son 280 Næsta keppni félagsins er Kauphall- artvímenningur með forgefnum spil- um sem áætlað er að spha fjögur næstu kvöld. Skráning í þá keppni er þegar hafin og hægt aö skrá sig í síma 632820 (ísak) eöa 5879360 (BSÍ). Námskeið Vinsælu vornámskeiðin okkar eru að hefjast. Skráið ykkur tímanlega. Grænlenskur perlusaumur Leiðbeinandi: Salvör Jósefsdóttir Dagar; 8. og 22. febrúar 1. og 15. mars. Klæða Mackintosh-dósir Leiðbeinandi: Silja Ósvaldsdóttir Dagur: 15. febrúar. Klæðaramma Leiðbeinandi: Silja Ósvaldsdóttir Dagur: 8. mars. Keramik- og gifsmálun Leiðbeinandi: Margrét Káradóttir Dagar: 14. og 28. febrúar 14. og 28. mars. Moppudúkkugerð Leiðbeinandi: Silja Ósvaldsdóttir Dagar: 22. og 29. mars. Silkimálun Leiðbeinandi: Hrönn, Textílkjallar- anum Dagar: 21., 23. og28. febrúarog 2. mars. Ath.: Eitt 4ra kvölda námskeið. Staður: Textílkjallarinn, Barónsstíg 59 Öll námskeiðin hefjast kl. 20. Verðkr. 1.000 + efni Öll námskeiðin nema silkimálun fara fram í Völusteini. Staðfestingargjald, kr. 500, greiðist við skráningu. Völusteinn hf. Faxafeni 14, s. 588 9505 Sérverslun með saumavélar og föndurvörur Víðtæk þjónusta fyrir lesendur isðæí aoosswE. og auglýsendur! Aðeins 25 kr. min. Sama verð fyrir alla landsmenn. 99*56*70 AUGLYSINGA R 0 563 2700 OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga hl. 16-22 þær skila arangn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.