Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Spumingin Gefur þú blóm? Anna Karlsson húsmóðir: Já, ég gef blóm á bóndadaginn, jólum og af- mælum. Ólöf Björnsdóttir þolfimikennari: Já, að sjálfsögðu þegar tilefni gefst til. Grettir Sigurðarson húsmóðir: Já, ég er alltaf aö gefa blóm. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir nemi: Já, við góð tækifæri. Eva Ingadóttir húsmóðir: Já, við öll góð tækifæri. Ágústa Jóhannsdóttir mamma: Já, ég gef blóm af og til. Lesendur Þingmaður út úr f orneskju Þorgeir Baldursson, útsölustj. hjá ÁTVR, skrifar: Miðvikudaginn 11. janúar sl. birtist kjallaragrein í DV meö yfirskriftinni „Áfengisviðskipti út úr forneskju" eftir Vilhjálm Egilsson, alþm. og framkvæmdastjóra Verslunarráðs íslands. Hver er tilgangurinn hjá Vilhjálmi með skrifum þessum? - Einkavæða ÁTVR? Gott og vel. Sé þaö skoðun hans þá ber að virða hana. En til þess að vinna ákveðnum skoðunum brautargengi þarf að rökstyðja og koma með málefnalegar tillögur um breytingar. - Rangfærslur, dylgjur og þaðan af verri málflutningur í garð ÁTVR og starfsfólks þess er ekki vænleg leið til að láta taka mark á sér. Ég frábið mér sem starfsmaður ÁTVR að vinnubrögö Vilhjálms, eins og þau birtast í grein hans, verði til þess að einkavæðing ÁTVR nái fram að ganga. Ég minni á að enn þá er Vilhjálmur einn af þingmönnum Al- þingis og það er á valdi Alþingis að taka ákvarðanir um framtíð ÁTVR. Hvað er áfengi? - Til að ég viti hvað áfengi er þarf ég að fá fræðslu. Hvernig fæ ég hana? Fræðslu fæ ég t.d. með kynningum, fyrirlestrum og smökkun. Hvort slík fræðsla fer fram í Reykjavík, Viðey, Akureyri eða í Frakklandi (á öllum þessum stöðum hef ég fræðst um þá vöru sem ég sel) skiptir ekki máli (frekar en fræösluferðir Vilhjálms víðs vegar Það er á valdi Alþingis að taka ákvarðanir um framtíð ÁTVR, segir bréfrit- ari m.a. um heimsbyggðina, og nú síðast til Kína). Það sem skiptir máli er að all- ir einstaklingar, í hvaða stöðu sem þeir eru, þekki sitt starf sem allra best svo þeir geti gegnt því með heiðri og sóma. Vilhjálmur skuldar starfsfólki, fjöl- skyldum og viðskiptavinum ÁTVR afsökunarbeiðni fyrir þá röngu full- yrðingu sína að það hafi í fyrsta sinn í sögu ÁTVR verið opið þar fram eft- ir eins og í öðrum verslunum á Þor- láksmessu sl. Fjölskyldan spyr mig: Hvar hefurðu verið á Þorláksmessu sl. 25 ár fyrst ekki var opið hjá þér þann dag? - Ætli fjármálaráðherra sé sáttur við að hafa dælt úr ríkis- kassanum a.m.k. sl. 45 ár, sem opið hefur verið fram eftir hjá ÁTVR, launakostnaöi til þess fólks sem sam- kvæmt fullyrðingu Vilhjálms var ekki að vinna þessa daga? Vilhjálmur, komdu út úr forneskj- unni, kynntu þér nútíðina og þá er hægt að byrja að ræða framtíðina. DHL-deildin á Stöð 2 Helgi Gisli Eyjólfsson skrifar: Sem einn af unnendum körfuknatt- leiks hugði ég gott til glóðarinnar þegar fram kom í fjölmiðlum að Körfuknattleikssamband íslands hefði gert samning við Stöð 2 um að sýna frá leikjum úr DHL-deildinni. Fannst mér það gott mál og ég og aðrir landsmenn myndu sjá meira af íslenskum körfuknattleik í sjón- varpi. - Þó skal tekið fram að mér fannst RÚV standa sig allvel í þess- um efnum. En hver hefur reyndin orðið? Von- brigði og aftur vonbrigði. - Svo slæ- lega hefur Stöö 2 staðið að þessum málum að þegar 24 umferðum er lok- ið af 32, þ.e.a.s. deildarkeppninni brátt lokið, hefur Stöð 2 einungis sýnt frá þremur leikjum, auk þess sem sýndar hafa verið upptökur frá leikjum á afar slæmum útsendingar- tíma sem er sunnudagseftirmiðdag- arnir. Meö samningi við sjónvarpsstöð hlýtur KKÍ að hafa það að markmiði aö sem mest og best sé sýnt frá leikj- um deildarinnar. En í dag er því al- veg öfugt farið. - Það er von min og fjölda annarra að betur sé gert í framtíöinni og forysta KKÍ semji við þá sjónvarpsstöðina sem treystir sér til að gera betur. Timburmenn og harðnandi lífsskilyrði Jóhann Ólafsson skrifar: Það er kominn beygur í marga hér á landi. Ekki vegna þess að árferðið í augnabhkinu sé svo yfirþyrmandi, heldur vegna þess að lífsskilyrðin í landinu virðast óvenju dökk fram undan. Það hefur ekki verið mikil fiskveiði það sem af er árinu og fisk- vinnsla því lítil sem engin. Vestfirðir hafa orðið illa úti að þessu leyti auk \\MMMþjónusta 9915 00 -lytir neytendur allan sólarhrínginn Timburmenn og harðnandi lífsskil- yrði einkenna þjóðfélagið, segir í bréfinu. hinna hörmulegu atburða sem snerta líka alla þjóðina og ekki sýni- legt að mikiU sjávarafli berist á land á allra næstu vikum a.m.k. - Útséð er einnig um sjávarfang frá Rússum sem hefur þó bjargað mörgum stöð- um á landsbyggðinni hingað til og eyösla hins opinbera hefur verið með mesta móti nokkur síðustu árin. Fjármál ríkisins og skuldabyrði hins opinbera eru stærstu vandamál þjóðarinnar um þessar mundir. Lán eru tekin. erlendis jafnt sem innan- lands til að greiða af lánum sem kom- in eru í gjalddaga og heimilin og landsmenn allir hafa fylgt fordæm- inu. Þótt viðskiptajöfnuður við um- heiminn hafi talist jákvæður er er- lend skuldasöfnun svo gegndarlaus að lengra verður ekki gengið á næstu misserum. Skattheimta verður því aukin verulega þótt öðru sé haldið fram rétt fyrir kosningar. Niðurskurður í þjóðfélaginu verður því orðinn staðreynd innan mjög skamms tíma. Það hefur verið rætt í alvöru að segja þurfi upp u.þ.b. 5000- 6000 manns í opinbera geiranum á allra næstu mánuöum. Hvar þeir eiga að fá störf er ekki ljóst. - Það eitt er jafn öruggt og nótt fylgir degi að timbur- mennimir eru orðnir einkenni alls þjóðfélagsins og harðnandi lífsskilyrði eiga eftir að setja mark sitt á búsetu manna og afkomu í þessu landi. Nágrannalöndin: Ekki umfram heldurnálgun Birgir Guðmimdsson hringdi: í grein, sem Sveinn Hannesson skrifar í Mbl. sl. fimmtudag, segir að kauphækkanir hér umfram það sem gengur og gerist í ná- grannalöndum okkar muni veikja stöðu okkar og raska því jafnvægi sem sé forsenda hag- vaxtar og atvinnuuppbyggingar. - Þetta er rétt hjá Sveini, svo langt sem það nær. Hann tekur hins vegar ekki rétta viðmiðun. Laun í nágrannalöndum okkar eru miklu hærrí en hér á landi. Það er því ekki veriö að fara fram á hærri laun hér en þar gerist og þar af leiðir að kauphækkanir umfram það sem gengur og gerist i þeim löndum eru ekki á borðinu. Stjórnarskrár- málístað kjördæmamáls Trausti Sigurðsson hringdi: Nú hefur Alþingi af slóttugheit- um ákveðið að taka stjórnar- skrármálið fram yfir kjördæma- málið. Það þykir skárra að leyfa þjóðinni að karpa um stjórnar- skrána en vægi atkvæðanna. Því vill í raun enginn alþingismaður breyta. En stjórnarskrármálið fellur um sjálft sig eins og oftast áður. Og nú hjálpa verkalýðsfé- lögin til með því leggja til að fresta frekari umræðu þar til þar inni verði ákvæði um skylduaðild launafólks að stéttarfélögum. - Niðurstaðan: Hvorki stjórnar- skrármál né kjördæmamál í um- ræðunni á Alþingi af neinu viti nema sem uppfyllingarefni fyrir þinglok. Novræn samvinna-reið- arslag Þórhallur skrifar: Þá er komið að þvi sem alltaf lá ljóst fyrir að norræn samvinna gliðnaði þegar leiðir skildu með inngöngu í Evrópusambandið. En þurfum við íslendingar nokkuð að syrgja samstarfið? Við ættum að gleðjast ef eitthvað ér. Að minu mati hefur norræn samvinna verið okkur þungbær kvöð og því fyrr sem við losnum við sam- skiptin þeim mun betra. Ég segi bara: Þökk sé Svíum að riða á vaðið og draga saman seglin í íjárútlátum til þessa málaflokks. Og líka íGarðinum! Ragnar skrifar: í fréttum segir að í Garði á Suð- urnesjum hafi atvinnuástand skyndilega breyst þannig að nú séu tæplega 50 manns atvinnu- lausir, Þetta er há tala atvinnu- lausra í ekki stærra bæjarfélagi, En á sama tíma berst frétt um að stefni í langt verkfall hjá leikskó- lanumn í Garði. Þeim virðistekki blöskra atvinnuleysið, dömunum á leikskólanum! - Það er af sem áður var í þessu fyrirmyndar- samfélagi. Hestatamningar Gunnsteinn hringdi: Ég er eiginlega alltaf að bíða eftn að einhver svari lesenda- bréfum sem birtust í DV fyrir allnokkru um hvemig tamninga- menn hesta notuðu svokallaðar þyngingar til að fá sem mest út úr skepnunum fyrir sölu. Ég trúi varla að tamtiingamenn láti þessu ósvarað. Ég hef þó heyrt kvartanir frá kaupendum um að hestar tapi smám saman eigin- leikum þeim sem þessar þynging- ar kalla fram við tamningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.