Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 15 Það sem sameinar Jón Baldvin og Jóhönnu „Staðreyndin er sú að stórauka þarf framlög til skólamála á næstu árum.“ Hver ætli hafi skrifað þessa setn- ingu í blaðagrein fyrir nokkrum dögum? Forseti íslands? Formaður Kennarasambands íslands? Svavar Gestsson? Hver? Svar: Össur Skarphéðinsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins. Allt þetta studdi Alþýðuflokkurinn A árunum 1988 til 1991 sat hér ríkisstjórn sem jók framlög til skólamála. Hún tvöfaldaði raun- framlög tii menningarmála og hún jók framlög til rannsóknar og þró- unarstarfsemi um 20%. Þá tók við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Rík- isstjórn Davíðs Oddssonar: 1. Lét skera niður framlög til grunnskólans. 2. Stöðvaði framþróun í framhalds- skólanum. 3. Lagði á skólagjöld í framhalds- skólum. 4. Lagði á skólagjöld í háskólum. 5. Stóð ekki við stefnumótun ríkis- stjórnarinnar í raunnsóknar- og þróunarmálum. 6. Henti stefnumótun þeirri sem unnin hafði verið til nýrrar ald- ar í menntamálum. 7. Lagði skatta á menningarstarf- semi. 8. Þeir hafa skorið niður framlög til Lánasjóðs íslenskra náms- manna þannig að sjóðurinn er ekki lengur besti námsmanna- sjóður á Norðurlöndum. Langt í KjaHarinn Svavar Gestsson fyrrv. menntamálaráðherra og efsti maður G-listans í Reykjavík frá. Allt þetta studdi Alþýðuflokkur- inn, bæði Jón Baldvin og Jóhanna. Hvað sameinar Jón Baldvin ogJóhönnu? En þó segir þetta ekki allt. Allan starfstíma síðustu ríkis- stjórnar reyndu alþýðuflokksmenn allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir þær framfarir í skólamálum sem menntamálaráðuneytið beitti sér þá fyrir með skeleggum stuðn- ingi allra aðila skólamála á íslandi. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, reyndi allt sem hann gat til að stöðva grunn- skólaumbætur í ríkisstjórninni. Hann stóð eins lengi og hann gat gegn þvi að ríkisstjórnin féllist á að leggja frumvarp til grunnskóla- laga fram sem stjórnarfrumvarp. Hann stöðvaði framlagningu frum- varps um Listaháskóla. Jóhanna Sigurðardóttir, vara- formaður Alþýðuflokksins, gerði allt sem í hennar valdi stóð til að koma í veg fyrir að frumvarp til leikskólalaga, það fyrsta í sögunni, yrði lagt fyrir Alþingi. Bæði Jón Baldvin og Jóhanna náðu sérstak- lega saman í því að heimta innan ríkisstjórnarinnar ítrekaðan niður- skurð á Lánasjóði íslenskra náms- manna. Þó að þau væru eins og hundur og köttur i fjölda mála gekk ekki hnífurinn á milli þeirra í skiln- ingsleysi og fjandskap andspænis Lánasjóði íslenskra námsmanna. Mér er einnig kunnugt um það að í núverandi ríkisstjórn hefur Jón Baldvin staðið gegn öllum hug- myndum um lagfæringar í mennta- málum af hvaða toga sem þær hafa verið. Má heita að litið leggist fyrir kappann því það hafa vissulega ekki veriö stór framfarasporin sem Ólafur G. Einarsson hefur gert til- lögur um í núverandi ríkisstjórn. Góð grein fyrir endurhæfingartímabilið Alþýðubandalagið er eini stjórn- málaflokkurinn sem hefur sett menntamál og menningarmál fremst málaflokka í orði og í verki. Um það var meðal annars íjallað í grein eftir undirritaðan í Morgun- blaðinu 17. janúar sl. Össur segir í lok sinnar greinar: „Forgangsröð- un Alþýðuflokksins er skýr í þess- um efnum.“ Það er því miður ekki rétt. Skammt mun Alþýðuflokknum duga grein Össurar til að þvo af Alþýðuflokknum samfelldan fjand- skap við allt sem heitir menntun - og menningarmál, sérstaklega frá því að Alþýðuflokkurinn fór að ráða einhverju, 1987. Nú er valda- tími Alþýðuflokksins senn á enda. Grein Össurar er góð fyrir endur- hæfingartímabilið sem í hönd fer. Svavar Gestsson „Allan starfstíma síðustu ríkisstjórnar reyndu alþýðuflokksmenn allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir þær fram- farir í skólamálum sem menntamála- ráðuneytið beitti sér fyrir með skelegg- um stuðningi allra aðila skólamála á íslandi.“ Læknisráð með raðgreiðslu Um áratugaskeið hefur verið um það þjóðarsátt í landi okkar að hér sé rekið gott heilbrigðiskerfi þar sem allir - ríkir sem fátækir - geti notið sama réttar til allrar þeirrar læknishjálpar sem kostur er á hverju sinni. Stór skref voru stigin i ráðherratíð Magnúsar Kjartans- sonar áriö 1971, heilsugæslukerfi var byggt upp um land allt og kjör öryrkja og ellilífeyrisþega gjör- breyttust. Síðar voru unnin stóraf- rek í málefnum fatlaðra, ekki síst í ráðherratíð Svavars Gestssonar á árunum 1979-82. Víst þótti aftur- haldsöflunum í landinu mikið í lagt en enginn barðist af hörku gegn þessum sjálfsögðu réttindum. Hervirki með lagasetningum Alþýðuflokkurinn hefur jafnan stært sig af sínum þætti í almanna- tryggingakerflnu og með nokkrum rétti. En það er orðið æði langt síðan sá þáttur var umtalsverður og þær rósir löngu visnaðar. Og á þessu raunalega kjörtímabili, sem nú er að renna sitt skeiö, hafa ráðherrar Alþýðuflokksins stundað þá iðju helst að rífa almannatrygginga- og heilbrigðiskerfið í tætlur. Og með aðstoð hinnar „nýju" vonar í ís- lenskum stjórnmálum, Jóhönnu Sigurðardóttur, og eftirmanns hennar, Rannveigar Guðmunds- dóttur, og bræðranna Guðmundar Áma Stefánssonar og Sighvats Björgvinssonar er svo komið að fólk hefur ekki efni á að leita læknis. Þetta hervirki hefur ýmist verið unnið með lagasetningu eöa reglu- Kjal]aiinn Guðrún Helgadóttir alþingismaður gerðum. Og það eru reglugerðirnar sem fara fram hjá fólki vegna þess að um þær er ekki fjallað í þinginu. Ég hef gert á því nokkra athugun hvernig þessar síauknu greiðslur fólks fyrir heilbrigðisþjónustu birt- ast því og sú athugun varð mér nokkurt áfall. Sá siður hefur nú verið upptekinn, þegar fólk á ekki fyrir nauðsynlegri rannsókn lækn- is, að bjóða raðgreiðslur á korta- reikningum! í viötölum við starfs- fólk, sem innheimtir þessar greiðslur, kom í ljós að því er mesta raun að þessum innheimtum því að hver getur sagt sér sjálfur hver niðurlæging það er aö þurfa að biðja um lán fyrir eigin læknisþjón- ustu eða barna sinna. En fólk gríp- ur þetta fyrirkomulag fegins hendi fremur en að verða af þjónustunni. Hitt er svo ef til vill alvarlegra að áreiðanlega eru þeir margir sem fresta eða sleppa alveg nauðsynleg- um rannsóknum vegna þessara háu gjalda. Alveg eins og tann- læknar verða mjög varir við að for- eldrar koma nú síður með ung börn til eftirlits vegna gjaldsins sem tek- in mótmæli þessu niöurrifi á vel- ferðarkerfinu? Jú, það heitir ein- faldlega pólitískt sinnuleysi. Fram undan eru kosningar til Alþingis og pólitískt sinnuleysi er hættulegt. Það er réttur hvers ein- staklings sem orðinn er átján ára að mótmæla nú. Nú hljóta menn að svara því hvort þeir treysta þeim sem þannig hafa haldið á málum, hvort sem þeir hanga í sama flokki — „Og á þessu raunalega kjörtímabili, sem nú er að renna sitt skeið, hafa ráð- herrar Alþýðuflokksins stundað þá iðju helst að rífa almannatrygginga- og heilbrigðiskerfið í tætlur.“ ið hefur verið upp. Tannlæknir, sem ég ræddi við, sagði hispurs- laust að þessi lánlausa ríkisstjórn heföi fært tannhirðu í landinu aftur um tuttugu ár. Pólitískt sinnuleysi Nú liggur næst við að spyrja: Vill einhver í raun og veru að það sé háð efnahag fólks hvort þaö nýtur bestu hugsanlegrar heilbrigðis- þjónustu? Vfll einhver að sum börn fái betri tannhirðu en önnur? Ég held ekki. íslenska þjóðin hefur sýnt það í verki þessa döpru daga að við viljum vernda og styðja hvert annað. Hvernig má þá annað eins og þetta gerast án þess að þjóð- eða stofna nýjan. Menn verða að svara því hvort þeir vflja reka gott og öflugt heilbrigðiskerfi, þar sem allir njóta sömu þjónustu, eða ekki. Um það mun kosningabaráttan ekki síst snúast. Kostirnir eru jafn- rétti allra landsmanna til að halda heilsu eða forréttindi hinna efna- meiri til læknisþjónustu. Er einhver í þessu landi sem þyk- ir eðlflegt að efnalítið fólk greiði læknisþjónustu með raðgreiðslum? Því verður fólk að svara. Það kem- ur okkur öllum við. Guðrún Helgadóttir Meðog ámóti Hækkun gjaldtöku á bíia- stæðum í miðborginni Slæm nýting skuldastaða Slefán Haraldsson, framkvæmdostjóri Bíla- stæðasjóðs j „Við eigum við tvihliða vandamál að glíma, slæma nýtingu á stæðum í hliðargötum og bílahúsum og erfiða skuidastöðu Bflastæða- sjóðs. Með hærri gjaldskyldu og takmörkun á hámarksstöðutíma búum viðtfl skammtímastæði fyrir viðskipta- vini miðbæjarins um leið og not- endur þjónustunnar bera kostn- aðinn sem af henni hlýst, til dæmis við- eftirlit með bifreiða- stöðum. Bílastæöasjóður er með 300-400 mjög eftirsótt bílastæði i hjarta bæjarins, við dyrnar á verslun- um á Laugaveginum og í Kvos- inni, og er eftirspumin langt umfram framboðið, Síðan eru 2.800 bílastæði í hliðargötum og 1.100 stæði í bílahúsum. Öll stæð- in liggja vel við og mættu vera betur nýtt. Til að leysa nýtinguna beitum við gjaldskyldu til að stýra eftirspurninni og beína fólki út í hliðargötur, á miðastæði og i bflahús. Þar verður áfram jafnódýrt að leggja. Um leið og við leysum þennan vanda leysum við lika skulda- stöðu Bílastæðasjóðs. Hún er til komin vegna þess að sjóðurinn hefur verið látinn byggja töluvert mikið á siðustu áram án þess að menn hafi gætt þess nógu vel að haga byggingarhraðanum eftir tekjum sjóðsins. Við vonumst til þess að skuldir upp á 830 mifljón- ir núna lækki i 800 mifljónir um áramót." Berjumst til síðasta manns „Þetta kem- ur ekki til greina. Við kaupmenn við Laugaveg erum alveg rosalega á móti þessu og ætlum að berjast til síð- asta manns. JónSlgur)ónBson,gull- Við erum að smléu'-vióLaugaveg. byggja upp verslun og atvinnulíf fyrir 1.500 til 2.000 manns á Laugaveginum. Við getum ekki látið það hrypja. Ef gjöld fyrir bílastæði hækka hættir fólk að koma til okkar og þetta hrynur allt. Fyrir hverja eru stöðumælarn- ir? Þeir eru fyrir kaupmenn viö Laugaveg. Ef engar verslanir væru við Laugaveg væru ekki heldur neinir stöðumælar. Stöðu- mælarnir eiga ekki aö vera tekju- lind fyrir Reykjavíkurborg. Við erum að reyna að glæða miðbæ- inn lífi. Ef við neyðumst til að flytja verslanirnar þaðan deyr allt líf í miðborginni og þá þarf enga stöðumæla lengur. Bilahús- in eru vitlaust staðsett. Við- skiptavinirnir nenna ekki að labba og þess vegna er nýtingin á húsunum svona slæm. Borgaryfn-völd hafa byggt þessi bílahýsi fyrir 800 milljónir. Það er vonlaust mál að neytendur borgi þessa fjárfestingu niður. Þaö gengur ekki upp.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.