Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Side 18
18 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Fréttir Ólafs^arðarvegur: Fjögur hross drápust í árekstri Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: Pjögur hross drápust ogþrjú slös- uðust mikið þegar þau uröu fyrir bifreið á Ólafsfjarðarvegi á laugar- dagsmorgun. Bifreiðinni var ekið í átt th Akur- eyrar þegar hrossahópur birtist skyndhega á veginum. Ökumanni bifreiöarinnar tókst aö komast fram hjá fremstu hrossunum en lenti síðan inn í hóp hrossanna. Tvö lágu dauð eftir á veginum en tveir menn í bifreiðinni, en þeir voru bílbeltalausir, meiddust Util- lega, annar á enni. Þegar birti skömmu síðar fund- ust önnur tvö hross dauð inni á túni skammt frá og þrjú til viðbótar slösuð. Hrossin höfðu komist úr hólfl sem þau voru höfö í og girð- ingar við veginn voru engin hindr- un fyrir þau þar sem þær era á kafi í snjó. Eigendur lirossanna munu hafa verið að leita þeirra þegar óhappiö átti sér stað. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Dalaland 14, hluti, þingl. eig. Heimir Þ. Sverrisson, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 3. febrúar 1995 kl. 11.00. Geitland 7, þingl. eig. Þóraiinn Frið- jónsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 3. febrúar 1995 kl. 10.30. Hrísateigur 22, kjallaraíbúð, þingl. eig. Pétur Gissurarson, jgerðarbeið- endur Búnaðarbanki Islands og Gjaldheimtan í Reykjavík, 3. febrúar 1995 kl. 15.30. Austurberg 36, 2. hæð 02-03, þingl. eig. RannveigRafnsdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík og Vá- tryggingafélag íslands hf„ 3. febrúar 1995 kl. 11.30. Barónsstígur 27, norðurendi rishæðar, þingl. eig. Walter Marteirisson, gerð- arbeiðendur Hitaveita Reykjavíkur og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, 3. fe- brúar 1995 kl. 14.30. Stórholt 20, 2. hæð t.h. 0202, þingl. eig. Jóna Þórdís Magnúsdóttir, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður verka- manna og Lífeyrissjóður starfsfólks í veitingahúsum, 3. febrúar 1995 kl. 15.00. Borgartún 31, hluti, þingl. eig. Sindra- Stál hf., gerðarbeiðendur Gjaldheimt- an í Reykjavík og Iðnlánasjóður, 3. febrúar 1995 kl. 16.30. Öldugata 59, 3. hæð m.m„ þingl. eig. Óskar Guðmundsson og Kristín A. Ólaísdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóðm' ríkisins, Sparisjóður Rvíkur og nágrennis og íslandsbanki hf., 3. febrúar 1995 kl. 13.30. Bragagata 33A, hluti, þingl. eig. Sig- urgeir Eyvindsson, gerðarbeiðendur Landsbanki íslands, Lífeyrissjóður Austurlands, Lífeyrissjóður starís- manna ríkisins og Lífeyrissjóður verslunarmanna, 3. febrúar 1995 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK n UTBOÐ F.h. Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í 13.500-16.300 tonn af asfalti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23. mars 1995, kl. 11.00. mal 14/5 F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í kaup á gangstéttarhellum. Magn: 40 x 40 x 5 cm 7.000 stk. 40 x 40 x 6 (7) cm 24.000 stk. Afhendingu skal lokið fyrir 1. júlí næstkomandi. Útboðsgögn verða afhent á Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar, Fríkirkjuvegi 3, gegn 1.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. febrúar 1995, kl. 15.00. gat 15/5 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir til- boðum í jarðvinnu leikskóla við Laufrima. Fielstu magntölur: Uppgröftur 990 m3 Fylling 360 m3 Lagnir 24 m Verkinu á að vera lokið 10. mars 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 15. fe- brúar 1995, kl. 11.00. bgd 16/5 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnl iikim.■<|, 3 • Sinii 2 58 00 Sölumál Útgerðarfélags Akureyringa hf.: Vaxandi fylgi við samstarf við ÍS Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ekki er nokkur vafi á því að þeirri hugmynd að Útgerðarfélag Akur- eyringa gangi til samstarfs um sölu- mál við íslenskar sjávarafurðir hf. hefur vaxið mjög fylgi á Akureyri. Ýmsir „þungaviktarmenn" í at- hafnalífi bæjarins hafa t.d. lýst þeirri skoðun sinni að það að fá höfuðstööv- ar íslenskra sjávarafurða til bæjar- ins sé eins og himnasending fyrir atvinnulífið í bænum. „Það er mín skoðun að flutningur höfuðstöðva íslenskra sjávarafurða til Akureyrar með öllu sem því til- heyrir sé langbesti kosturinn. Ég get líka sagt að langflestir þeirra manna sem eru í einhverjum umsvifum hér í bænum og ég hef rætt við um þessi mál eru þeirrar skoðunar aö tilboð ÍS gefi okkur mun meira í atvinnu- legu tilliti en tilboð Sölumiðstöðvar- innar,“ segir Skúli Ágústsson fram- kvæmdastjóri og einn af eigendum Bílaleigu Ákureyrar og Höldurs hf. Sú yfirlýsing Gísla Konráðssonar, fyrrum framkvæmdastjóra ÚA í um 3 áratugi og stjómarmanns í SH í nær jafnlangan tíma, að taka eigi til- boði ÍS, hefur vakið mikla athygli. Þá hefur Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, lýst þvi yfir að í þessu máli jafnist ekkert á við það í atvinnulegu tilliti að fá höfuðstöðvar ÍS til bæjarins. Á það hefur m.a. verið bent að um 600 manns, þar af mjög margir er- lendir, eigi erindi í höfuðstöðvar ís- lenskra sjávarafuröa á ári. Um sé að ræða erlenda kaupendur sjávaraf- urða og sölumenn svo einhverjir séu nefndir, og þetta telja margir Akur- eyringar að vegi þungt, því þetta eitt og sér skapi mikla atvinnu í þjón- ustu. Þá er á það bent að Samskip hafi lýst yfir vilja sínum að byggja frystigeymslu á Akureyri, tryggt verði að útflutningur þaðan aukist mjög og ÍS hafi lýst yfir áhuga á sam- starfi við Háskólann á sömu forsend- um og SH hefur boöist til. Loks hefur stjórnarmaður hjá Málningu hf. í Reykjavík lýst því yfir að áhugi fyrir- tækisins á kaupum hlutabréfa Landsbankans í Slippstöðinni Odda sé alls ekki háður því að SH fái viö- skiptin við ÚA. Allt þetta hefur orðiö til þess að almenningsálitiö og álit margra af þeim sem fremstir standa í atvinnurékstri á Akureyri hefur snúist mjög ÍS í hag. Baráttan um sölumálin fyrir Útgerðarfélag Akureyringa: Talsmenn SH og ÍS ákaf lega bjartsýnir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Við fengum drög að skýrslunum til lestrar og gerðum örfáar athuga- semdir við skýrslu Andra Teitsson- ar. Það mætti reyndar allt eins kalla það leiðréttingar og við höfnuöum skýrslunum alls ekki,“ segir Bene- dikt Sveinsson, framkvæmdastjóri íslenskra sjávarafurða hf. Benedikt segir að ÍS hafi komið sín- um málum á framfæri og ÍS-menn bíði nú einungis niðurstöðu heima- manna á Akureyri. „Ég hef alltaf verið vongóður um aö lok þessa máls verði þau að ÍS flytji höfuð- stöðvar sínar norður og ég er það auðvitað ennþá. Ég tel það ótvírætt betri kost fyrir Akureyringa að ganga að tilboði okkar,“ sagöi Bene- dikt. Um tímafrest þann sem rætt hefur verið um segir Benedikt að ÍS-menn haldi stjómarfund á miðvikudag og þá vilji þeir hafa niðurstöðuna á borðinu. Um það hvort ÍS gæfi máhð frá sér á þeim tímapunkti hefðu bæj- aryfirvöld ekki tekið afstöðu til til- boða ÍS og SH sagðist hann ekki geta svarað því, það væri stjórnar fyrir- tækisins að ákveöa það. „Ég er ákaflega bjartsýnn," segir Jón fngvarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. „Eftir að hafa kynnt mér skýrsludrög þeirra aðila sem hafa unnið að mál- inu að undanförnu get ég ekki sagt annað en að þær staðfesta það sem ég hélt, að við erum á réttu róli. í mínum huga er ekki spuming um að við höldum viðskiptunum við ÚA ef menn eru að hta th þess sem máli skiptir," segir stjórnarformaður SH. Sölumál Útgerðarfélags Akureyringa: Endanlegar skýrslur lagðar fram í dag Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Eftir að ég hafði lesið skýrsludrög- in er það ekki spuming í mínum huga að skýra þarf betur ýmis grandvallaratriði. Þar er bæði um að ræða atriði sem ráða hreinlega hver afstaða mín verður í þessu máh og hitt er að það voru hlutir í skýrslu- drögunum sem stönguðust á,“ segir Gísh Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Akureyri. Nýsir hf. og Andri Teitsson ráð- gjafi skiluðu skýrsludrögum sínum fyrir helgi um áhrif þess að flytja viðskipti Útgerðarfélags Akur- eyringa frá Sölumiöstöðinni til ís- lenskra sjávarafurða hf. Eins og þau skýrsludrög hafa veriö túlkuð var ekki gert upp á milli SH og ÍS sem söluaðila afurða ÚA í skýrsludrögum Nýsis en í skýrslu Andra munu hafa verið hlutir sem taldir vora SH í vil og snúa aðallega að öflugri stöðu SH á markaði í Bandaríkjunum. Alhr aöilar málsins fengu tækifæri tíl að gera athugasemdir við skýrsl- umar og leita nánari skýringa og munu hafa gert það óspart. Um helg- ina hafa ráðgjafarfyrirtækin unnið hörðum höndum aö endanlegri gerð skýrslna sinna sem leggja á fyrir vinnuhóp bæjarstjómar Akureyrar í dag. Ökumenn íbúöarhverfum Gerum ávallt ráö fyrir börnunum K 563 2700 - skila árangri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.