Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Meruiing Veggteppi vanmet- ins listamanns - sýning á verkum Óskars Magnússonar í Hveragerði í tilefni af opnun dvalaríbúöar listamanna í Hvera- geröi var Gylfi Gíslason fenginn til setja upp sýningu á veggteppum hins um margt vanmetna listamanns, Óskars Magnússonar. Óskar, sem lést fyrir rúmu ári, bjó lengi ásamt Blómeyju Stefánsdóttur, konu sinni, í allsérstæðu húsi í Blesugrófinni í Reykjavík. Þegar umferðarþungi fór aö aukast þar fluttu þau hjón sig upp á Hellisheiði meö vefstóla sína og tíndu til afgangs- timbur í nýtt hús þar efra. í svefnherbergi dvalarhúss- ins hefur verið komið fyrir ljósmyndum eftir Leif Þor- steinsson og Jóhönnu Ólafsdóttur af sérstæðum híbýl- um þeirra hjóna og af þeim sjálfum í húsi sínu á heið- inni. í bernskumanda Myndverk Óskars eru mörg hver innblásin af heilög- um eldmóði kommúnismans þar sem Stálmaðurinn með yfirskeggið er besti vinur barnanna. Vinnubrögð- in og nálgunin er í bernskum anda eins og hann er einlægastur og sannastur. Athyglisverð eru hér einnig Myndlist Ólafur J. Engilbertsson portrett af íslenskum skáldum eins og Jóhanni Sigur- jónssyni og Einari Benediktssyni. Það er mikill fengur í slíkri sýningu á verkum einlægs alþýðulistamanns sem fór aldrei troðnar slóðir og flutti meira að segja upp í óbyggðir til áréttingar þeim ásetningi sínum. Er vonandi að nú verði farið að huga að stofnun safns um verk íslenskra naívista. Verk sem þessi kalla bein- línis á slíka framkvæmd. Veggteppi eftir Óskar Magnússon, „vefarann á fjallinu". Áskrifendur DV fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum jmm | Kmm m.': « 'Hj iOÍ AUGLYSINGAR —,--------- ÍM BWfc. JsSlL trM 1 llk / V . m wsmr JMSœ*. Æmm Þverholti 11 -105 Reykjavík Sírni 563 2700 - Bréfasími 563 2727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. Dvalarhús listamanna og rithöfunda i grennd við Hótel Ljósbrá, nefnt Auð- brekka. DV-myndir ÓE Dvalaríbúð listamanna opnuð í Hveragerði Á laugardag var stór dagur í menn- ingarlífinu í Hveragerði því að auk þorrablóts voru þar opnaðar dvalar- íbúð og vinnustofa listamanna. Mót- taka var á Hótel Örk þar sem forseti bæjarstjórnar, Knútur Bruun, gerði grein fyrir tildrögum þeirrar ákvörð- unar að opna dvalaríbúð í húsi er Guðmundur Sólmundarson byggði árið 1929 nálægt gamla hótelinu Ljós- brá. Fyrstu áætlanir um viðgerð á húsinu voru þess eðlis að menn fóru að kalla húsið Auðbrekku og varð hár kostnaður nokkurt bitbein í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum. Menn voru hins vegar nokkuð ein- huga um nauðsyn framkvæmdar- innar þótt mismunandi áætlanir hafi verið uppi um rekstrarformið og út- hlutunarreglur. Til myndlistarmanna og rithöfunda A endanum var sæst á að myndlist- armenn skyldu fá húsið til afnota þrisvar sinnum tvo mánuði á ári og rithöfundar tvisvar sinnum tvo mán- uði. Tveir mánuðir skyldu svo vera til úthlutunar aukalega til lista- manna sem stjómin teldi þess mak- lega að fá inni í íbúðinni. Þá skyldi einkum hugsað til tónskálda eða annarra þeirra listamanna sem ekki teldust myndlistarmenn eða rithöf- undar. Stjóm dvalaríbúðarinnar verður skipuð einum fuUtrúa frá Hveragerðisbæ, einum fulltrúa frá Sambandi íslenskra myndlistar- manna og einum fulltrúa frá Rithöf- undasambandi íslands. Vandað til frágangs Vinnustofa listamanna er í sér húsi nokkuð frá íbúðarhúsinu. í vinnu- stofuhúsinu voru áður geymd garð- yrkjuáhöld. Þar er um að ræða u.þ.b. þijátíu fermetra skúr með stórum skáhallandi suðurgluggum, vöskum og snyrtingu. Dvalaríbúðin sjálf hef- ur hins vegar að geyma eitt svefnher- bergi, rúmgóða stofu, eldhús og snyrtingu. Húsið er allt panelklætt aö innan í gömlum anda og vel vand- að til frágangs. Indriði G. Þorsteinsson rithöfund- ur, sem um langt skeiö hefur búiö í Hveragerði, flutti ítarlega tölu á Hót- el Örk um þau skáld er búið hafa í Hveragerði og gert garðinn frægan. Þar má frægastan telja Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson og Kristján frá Djúpalæk. Af seinni tíma skáldmæringum Hvergerðinga nefndi Indriði sérstaklega Gunnar Dal heimspeking. Knútur Bruun klykkti síöan út með því að bæta Veggteppi eftir Óskar Magnússon. Björn Pálsson héraðsskjalavörður hélt erindi i dvalarhúsinu. Meðal gesta voru Garðar Hannes- son og Gisli H. Brynjólfsson er mál- aði hiö nýja dvalarhús. Meðal gesta voru Flosi Ólafsson og Sólveig Eggertsdóttir. Jónasi Svafár við upptalninguna og fara með eitt hans kunnu atómljóða. Og málarar líka I dvalaríbúðinni tók Björn Pálsson héraðsskjalavöröur svo upp þráðinn og nefndi til sögu þekkta myndlistar- menn sem í gegnum tíðina hafa dval- ist um lengri eða skemmri tíma í Hveragerði, þ.á m. Ríkharð Jónsson og Gunnlaug Scheving. „Höskuldur Bjömsson mun þó vafalaust koma fyrst upp í huga margra Hvergerð- inga þegar spurt er um myndlistar- menn frá Hveragerði. Kristinn Pét- ursson er annar slíkur listamaður sem hér bjó lengi og má segja aö hafi samsamast staðnum/ sagði Björn Pálsson. Án endurgjalds Hugmyndin hjá bæjaryfirvöldum í Hveragerði er að þeir listamenn sem fái inni í dvalaríbúðinni dvelji þar endurgjaldslaust. Ekki er ætlast til þess að þeir sýni eða eftirláti bænum verk en skólayfirvöld munu þó hafa áhuga á að fá viðkomandi til að halda fyrirlestra, námskeið eða annað í! þeim dúr. Áhugasömum listamönn- um er bent á að hafa samband við. félög sín. Ólafur J. Engilbertsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.