Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Side 9
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 9 Utlönd Vatnsveður gerir Evrópubúum enn ffið leitt: Þúsundir á f lótta Þúsundir manna flúöu heimili sín undan flóðum í vatnsbólgnum ám í norðanverðri Evrópu í gær þar sem úrhellisrigning hélt áfram að gera mönnum lífið leitt. Tveir drukknuðu í Þýskalandi, einn í Lúxemborg og þrír létust í Belgíu um helgina í slys- um af völdum vatnsagans. Veðurspá gerir ráð fyrir áfram- haldandi rigningarveðri og búast embættismenn við að flóðin muni færast í aukana á næstu dögum. Vatnsborðið í Rín hækkaði enn frek- ar í Köln og voru hlutar gamla bæjar- ins, þar sem allir helstu skemmti- staöimir eru, undir tveggja metra djúpu vatni. Vatnsborðið í Köln komst í 10,4 metra síðdegis í gær en metið er 10,63 metrar frá jólunum 1993 þegar „flóð aldarinnar" varð á þessum slóöum. Til hvassra orðaskipta kom á göt- um Kölnar milli önugra borgarbúa og fólks sem kom til að taka myndir af vatninu sem flæddi yfir varnar- garða og skemmdum af þess völdum. „Þeir kunna ekki að skammast sín, þessir flóðatúristar," sagði einn íbú- anna. „Þeir klappa bara þegar vatns- yfirborðið hækkar." Áin Meuse heldur áfram að vaxa milli frönsku landamæranna og bæj- arins Anseremme í sunnanverðri Belgíu. Talið er að flóðið í ánni eigi eftir að verða meira en það sem varð í desember 1993. Á þriðja tug manna hefur farist af völdum vatnsveðursins í Evrópu síö- ustu vikuna, þar af sextán í Frakk- landieinu. Reuter Flugslysið við Thule á Grænlandi: Dönsk stjórnvöld létu afmá öll verksummerki eftir flugslysið við Thule á Grænlandi í janúar 1968 þegar bandarísk sprengjuvél með fjórar vetnissprengjur um borð hrapaöi til jarðar þrátt fyrir aö danskir og bandarískir kjamorku- sérfræðingar teldu það bæði ónauðsynlegt og hættulegt. Þetta kom fram i danska blaðinu Jótlandspóstinum í gær og var vís- að ti) bandarískra skjala í þvi sam- bandi. Þar sagði að með þessu hefðu dönsk stjómvöld lagt mörg hundr- uö starfsmenn herstöðvarinnar í Thule í hættu vegna geislamengun- ar. Tveir danskir vísindamenn, sem tóku þátt í verkinu, staðfestu upplýsingarnar. Ritzau Einstakt tækifæri fyrir handhafa ökutækjastyrks Tryggingastofnunar ríkisins Ekki er víst að undirfatnaður af þessu taginu henti vel á frostköldum vetrar- kvöldum uppi á íslandi en hann sómdi sér aftur á móti vel á nærfatasýning- unni sem haldin var í Paris um helgina. Símamynd Reuter Höfum til sölu eftirtalda notaða Fiatbíla sem falla undir skilmála Tryggingastofnunar: Tegund Uno Arctic 45S, 3ja dyra Uno Arctic 45,5 dyra Uno Arctic 45S, 3ja dyra Uno Arctic 45,5 dyra Uno Arctic 45,5 dyra Bílarnir eru sem nýir og í verksmiðjuábyrgð. Við tökum loforð um styrk sem útborgun strax og lánum eftirstöðvarnar til allt að 36 mánaða. Argerð Litur Ekinn Verð 1993 hvítur 13.000 670.000 1993 blár 17.000 650.000 1994 hvítur 17.000 720.000 1994 rauður 14.000 720.000 1994 rauður 21.000 720.000 ÍTALSKIR BILAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • Sími (91) 5887620 "NV-HD90 er nýjasta myndbandstækiS í langri röS fróbærra myndbandstækja frá Panasonic, þaS er ekki neinum blöSum um þaS aS fletta, þú einfaldlega kveikir á tækinu og gæSin koma í Ijós." WhatVideo Fjarstýringin gó&a sem virkar einnig á flest sjónvarpstæki í' 3° Cf' I' JU JU NiCAM HiFi Brautarholti & Kringlunni Sími 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.