Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995
Menning____________________________________
Stjömubíó - Á köldum klaka: ★★ lA
í leit að friði í sálinni
DV
Masatoshi Nagase i hlutverki íslandsfarans í kvikmynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar, Á köldum klaka.
Hugmyndin að baki sögunni sem
Friðrik Þór Friðriksson segir okk-
ur í nýjustu myndinni sinni, Á
köldum klaka, er falleg og
skemmtileg: Ungur, japanskur
maður gefur upp á bátinn það sem
mörgum nútíma Japananum er
hvað heilagast, golffrí á Hawaii, til
að feröast alla leið til íslands að
heiðra minningu foreldra sinna
sem létust þar af slysfórum sjö
árum áður, drukknuðu í á uppi í
óbyggðum. Og við þessa á ætlar
ungi maðurinn að fremja hefð-
bundna japanska helgiathöfn til
þess að sálir hinna látnu fái frið
og sáhn í honum líka.
Aðalpersóna Friðriks leggur því
enn einu sinni í ferðalag, rétt eins
og gömlu skötuhjúin í Börnum
náttúrunnar, fyrst yfir hálfan
hnöttinn og svo yfir þvert ísland,
ferðalag með skýru markmiði.
En til hvers eru persónur í kvik-
myndum sendar í ferðalag? Vænt-
anlega til þess aö þær öðlist nýja
sýn á tilveruna og sjálfar sig, verði
þroskaðri einstaklingar og kannski
betri í lok ferðar en þær voru í
upphafi. Það er hins vegar erfitt
að átta sig á því með hinn japanska
Hirata þar sem áhorfendur fá svo
lítið að kynnast honum, hvað hann
hugsar, hverjir draumar hans eru.
Að vísu leggur hann upp í ferðalag-
ið með hálfum huga, nútímamaður
sem hirðir lítt um forna siði, en
þegar af staö var komið lætur hann
ekkert afvegaleiða sig og er það
kannski ótvírætt þroskamerki, auk
þess sem hann öðlaðist innri frið
og hreinsun sálarinnar í ákaflega
fallegu lokaatriði. Frelsunin byrjar
raunar um leið og hann yfirgefur
Japan þegar breiðtjaldsformið tek-
ur við af gamaldags kassaformi á
myndinni.
Eins og allar hetjur á leið til frels-
unarinnar lendir hinn ungi Hirata
Kvikmyndir
Guðlaugur Bergmundsson
í margvíslegum ævintýrum, það
má jafnvel kalla þau þrautir. Hver
meðalmaður heföi jú fyrir löngu
verið búinn að fá nóg af þeim
furðufuglum sem Hirata hittir á
leiöinni, að ekki sé talað um hríðar-
bylji, og alltaf skal hann vera á
lakkskónum meö ferðatöskuna í
eftirdragi. En hann lætur sér nægja
aö segja: „En furðulegt land!“ Það
eru þessi ævintýri á leið að mark-
miðinu sem eru veiki punktur
myndarinnar því þau eru í raun
lítið annað en listi yfir allt það í
fari okkar íslendinga sem við höld-
um að greini okkur frá öðrum þjóð-
um og við raupum gjarnan af: Við
erum rosalega skyggnir, viö trúum
á álfa og drauga, viö drekkum eins
og svín, etum sviðahausa, sneiðum
hjá álfasteinum við vegagerð, við
eigum syngjandi kúreka norður á
hjara veraldar, Bláa lónið, íslensku
glímuna, við höldum hrútasýning-
ar á þorrablótum og svo framvegis.
Er furða þótt Hiratá segi bara enn
og aftur: „En furðulegt land!“
Vandséð er hins vegar hvaða til-
gangi allt þetta þjónar, öðrum en
þeim aö skemmta útlendingum og
skrattanum í sjálfum okkur.
Furðulegast af öllu er þó atriði
þar sem Japaninn hittir tvö vopnuð
bandarísk ungmenni uppi á regin-
fjöllum sem ræna bíl, og kannski
einni með öllu líka. Aldrei fæst
botn í hvað þau eru að gera hér en
það bætir úr skák að þetta er
hressilegasti kafli myndarinnar.
Mörg önnur atriði eru sosum
skondin en það dugar ekki til að
gera úr þeim heilsteypt og eftir-
minnilegt verk.
Eins og svo oft áður er það nátt-
úra landsins og kvikmyndatakan
sem hér eru stjörnurnar. Það var
hárrétt ákvörðun hjá Friöriki Þór
að láta söguna gerast að vetrarlagi
þegar landið tekur á sig enn hrika-
legri myndir en á sólríkum sumar-
dögum. Fegurðin og hrikaleikinn
njóta sín með eindæmum vel í
myndatöku Ara Kristinssonar. Þar
skal sérstaklega nefna atriði þegar
Hirata gengur út í tunglbjarta nótt-
ina uppi á fjöllum, það er eins og
hann hafi stigið inn í heim and-
anna.
Masatoshi Nagase fer meö hlut-
verk pílagrímsins Hiratas og skilar
því af mikilli prýði. Sömu sögu er
reyndar aö segja af öllum sem eitt-
hvað kveöur að, hvort sem það eru
íslensku leikararnir sem tala ensk-
una aðdáunarlega vel eða hinn
ameríski Fisher Stevens sem er
fullkominn stereótýpískur, há-
vaðasamur og óþolandi Ameríkani.
Tæknilega vel gerð mynd en sál-
ina vantar í hana og hún stendur
langt aö baki stórmynd Friðriks
Þórs, Börnum náttúrunnar.
Á köldum klaka.
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson.
Handrit: Friðrik Þór og Jim Stark.
Kvikmyndataka: Ari Kristinsson.
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson.
Hljóö: Kjartan Kjartansson.
Leikendur: Masatoshi Nagase, Fis-
her Stevens, Lili Taylor, Laura
Hughes, Gísli Halldórsson, Rúrik
Haraldsson, Flosi Ólafsson, Magn-
ús Ólafsson, Álfrún Örnólfsdóttir,
Bríet Héðinsdóttir.
Verðbréfasjóðir Landsbréfa
Mikið og fjölbreytt úrval við hœfi allra
Raunávöxtun innlendra verðbréfasjóða 1991-1994
Raunávöxtun á
Vaxtarsjóðir
Eignarskattsfrjálsir
vaxtarsjóðir
Skammtímasjóðir
Langtímasjóðir
KÞ= Kaupþing hf., LBR > Landsbréf hf., VÍB > Vcrðbréfamarluður íslandsbanka hf. Ekki fcngust upplýsingar frá Fjárfestingarfélaginu Skandia
'Ávöxtun Launabréfa miðast við 3 ár. Heimild: Peningasíða Morgunblaðsins, Kaupþing hf., VÍB hf.
Ábending frá Landsbréfum: Yfirlitinu cr einungis ætlað að sýna samanburð á sögulegri ávöxtun verðbréfasjóða og á
ekki að skoða sem vísbcndingu um ávöxtun f framtíðinni. Munið, að gengi verðbréfa getur jafnt Izkkað scm hækkað.
1991 1992 1993 1994 arsgrunavem sl. 4 ár* Röð
KÞ Einingabréf 1 6,90% 6,90% 5,10% 3,30% 5,54% 3
LBR íslandsbréf 7,90% 7,30% 7,80% 5,70% 7,17% 11
VlB Sjóður 1 6,70% 6,80% 5,40% 5,30% 6,05% 2
I.BR Fjórðungsbréf 8,00% 7,90% 8,30% 8,60% ni
LBR Launabréf - 8,40% 13,60% 5,80% 9,22% 11
VÍB Sjóður 2 7,00% 7,70% 8,30% 8,10% 7,77% '3 r
KÞ Einingabréf 2 5,10% 8,00% 10,90% 2,90% 6,68% .'3
ri.BR öndvegisbréf 7,10% 8,60% 14,60% 5,60% 8,92% ri |
VÍB Sjóður 5 5,50% 8,80% 8,70% 9,30% 8,06% Í2
KÞ Skammtímabréf 6,20% 6,50% 9,40% 3,70% 6,43% 1
ij.BR Reiðubréf 6,50% 6,70% 7,60% 3,50% 6,06% 2|
KÞ Einingabréf 3 6,90% 6,40% 5,70% 0,70% 4,90% 3
LBR Þingbréf 7,70% 8,10% 21,70% 8,10% 11,25% 1
LBR Sýslubréf 8,90% 1,40% -2,00% 20,40% 6,84% 2
VÍB Sjóður 6 -7,00% -51,10% 59,40% 21,60% -3,10% 4
SUDURLANDSBRAUT 2
08 REYKJAVIK
Raunávöxtun verðbréfasjóða á ársgrundvelli
1991-1994
Allir innlendir sjóðir Nr. Sjóður Fyrirtæki Raunávöxtun á ársgrundvelli 1991-1994
1. Þingbréf Landsbréf 11,25% 9
2. Launabréf* Landsbréf 9,22%
3. öndvegisbréf Landsbréf 8,92%
* Fjórðungsbréf. Lanjsbréf 8,20%
5. Sjóður 5 VÍB 8,06%
6. Sjóður 2 VÍB' 7,77%
7. íslandsbréf Landsbréf 7,17%' I
8. Sýslubréf Lanðjsbréf 6,84% 3
9. Einingabréf 2 Kaupþing 6,68%
10. Skammtímabréf Kaupþing 6,43%
11. Reiðubréf Landsbréf 6,06%
12. Sjóður 1 vIb 6,05%
13. Einingabréf 1 Kaupþing 5,54%
14. Einingabréf 3 Kaupþing 4,90%
15. Sjóður 6 VÍB -3,10%
LANPSBRÉF HF.
LANDSBANKINN STENDUR MEÐ OKKUR
Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.
588 9200, BRÉFASIMI 588 8598