Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 25. MARS 1995
Poppstjörnurnar í dag - Emiliana Torrini og Páll Rósinkrans. Hér kíkja þau í gegnum sérstakt listaverk eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá sem sýnt er á Kjarvalsstöðum
skóla þar sem hún tók þátt í kór-
starfl. Hún lærði síðan að syngja hjá
Þuríði Pálsdóttur um tveggja ára
skeið. Draumur hennar er að fara út
í frekara óperunám og þá jafnvel í
útlöndum. „Mig langar líka til aö
syngja blues, ég er minna fyrir
popp,“ segir hún. Páll hefur farið í
nokkra söngtima hjá Guðmundu El-
íasdóttur en segist hafa hætt og það
hafi verið sín mistök.
Emiliana er mikið fyrir furðufót
og segist oft eiga eríitt með að finna
fót á sig í verslunum. Þegar hún var
yngri vildi hún einungis ganga svart-
klædd en nú er hún farin að nota hti.
Emiliana var uppreisnargjarn ungl-
Lngur eins og Páll Rósinkrans. „Ég
gerði náttúrlega aht það sem var
bannað,“ segir hún.
Þegar Páll var spurður hvort for-
eldrar hans væru ekki bara stoltir
af honum í dag svaraði hann: „Jú,
ég held það. Móðir mín, Hrefna
Guðnadóttir, var stöðugt að biðja mig
að klippa mig en nú er hún hætt
því.“ Þess má geta að Páll á tveggja
ára son, Helga Val.
Emiliana Torrini er hálfítölsk.
Hennar sérstaka nafn er komið úr
nöfnunum á ömmum hennar, Emilíu
og Önnu. Faðir hennar er ítalskur,
Salvadore Torrini, en móðirin ís-
lensk, Anna Stella Snorradóttir.
Emiliana segir að móðir hennar sé
mikil listakona og sé sérlega sniðug
að hanna heimih. „Við erum að flytja
úr Kópavoginum og mér finnst
mamma rosalega klár að finna út
hvemig hlutirnir passa best. Emil-
iana svarar því játandi þegar hún er
spurð hvort hennar foreldrar séu
ekki stoltir af henni. „Mamma æsir
sig kannski svolítið yfir klæðaburð-
inum á mér.“
Kynntust á Akureyri
- En hvenær kynntust þau PáU og
EmiUana?
„Ég man eftir því þegar Jet Black
Joe sphaði hjá okkur í tíunda bekk
á árshátíð. Mér fannst þeir rosalegir
töffarar.“ PáU segist muna eftir þess-
um dansleik og þegar hann er spurð-
ur hvort hann hafi ekki tekið eftir
henni á þessu kvöldi segir hann: „Jú,
örugglega, ég er mjög glöggur á kven-
lega fegurð." Rétt fyrir síðustu jól
kynntust þau á Akureyri en þá voru
báðar hljómsveitirnar veðurtepptar.
„Við röbbuðum saman um kvöldið
og það var mjög skemmtilegt. Síðan
fórum við í partí.“
Þau segja að samband miUi tónUst-
armanna sé annars ekki mikið. „Það
er helst þegar menn hittast að þeir
tali saman. Það eru mjög ólíkar
manneskjur í tónUstarheiminum og
enginn virðist eins.“
- Hvernig taka eldri tónUstarmenn
ykkur?
„Mjög vel. Þeir eru alveg sáttir við
að yngri kynslóð taki við.“
PáU og EmiUana eru svo ung að
árum að þau muna ekki eftir því
þegar Stjömumessa var haldin en
það var aðalhátíð tónlistarmanna á
seinni hluta áttunda áratugarins.
Þegar Bubbi Morthens gerði aUt vit-
laust með Utangarðsmönnum í
kringum 1980 var Páll Rósinkrans
sex ára gamaU og Emiliana þriggja
ára. „Við misstum af Bubba ogpönk-
inu,“ segja þau.
„Ég á frænda sem var í pönkinu
og var í hljómsveitinni Sjálfsfróun.
Ég fylgdist með honum," segir Emil-
iana.
PáU segist hafa hlustað talsvert á
þungarokkhljómsveitina AC/DC
þegar hann var á þrettánda ári. Bæði
hafa þau hlustað á hljómsveitina
Cult. íslenskar hljómsveitir hafa
ekki komist á kortið hjá þeim.
Skrítin áfengisstefna
Tónhstarmenn geta verið misjafn-
lega upplagðir eins og aðrir og Emil-
iana segir að það sé hræðUegt þegar
röddin sé í ólagi og tónleikar á dag-
skrá. Páll bætir við að röddin geti
farið vegna þess að þau kunni ekki
að beita henni rétt. „Maður þarf
nauðsynlega að læra raddbeitingu.
Það er ekki hægt að fara í tónleika-
ferðalag án þess að kunna hana.“
Þau PáU og EmUiana eru hissa á
áfengisstefnu íslendinga. „í útlönd-
um fá menn sér einn bjór þegar þeim
dettur í hug. Hér er bara drukkið um _
helgar og þá þannig að fólk verður
útúrdrukkið. Ef fólk fær sér einn bjór
á þriðjudegi, t.d. með mat, þá
hneykslast fólk og segir: „Þessi hlýt-
ur að vera alkóhólisti." Þetta er
slæmt, segja þau.
Emiliana segist vera heimakær.
Páll Rósinkrans segir að það hafi
verið erfitt að fara út að skemmta sér
fyrst eftir að Jet Black Joe urðu vin-
sæhr en undanfarið hefur hann verið
látinn í friði. „Það hefur enginn
áhuga á að tala við mig lengur," seg-
ir hann og brosir.
Það kostar talsvert að hefja tónlist-
arferU, mikUr peningar fara í kynn-
ingarstarfsemi. „Ég seldi mótorhjólið
mitt,“ segir PáU. „Eg lék í kvikmynd
tU að borga skuldir en ég ætla sko
ekki að segja hvaða mynd það er,“
segir EmUiana. „Ég er versta leik-
kona í heimi.“
„Ég lék einu sinni í Malt-auglýs-
ingu en hún var bönnuð eftir eina
sýningu. Það var texti í henni sem
fór fyrir brjóstið á fólki,“ segir Páll.
„Ég sat einu sinni fyrir á bókarkápu
og fannst það hræðUegt," segir hún.
- En hver eru ykkar áhugamál fyrir
utan tónlistina?
„Mér finnst gaman að föndra,“ seg-
ir EmiUana en Pál dreymir um að
fara í fallhlífarstökk. „Mig langar að
sigla niður Hvítá,“ segir EmiUana.
„Það er alltaf gaman að gera eitthvað
spennandi."
Framtíðin ókunn
- Hver er ykkar framtíðarsýn?
„Maður reynir að þroskast með
músíkinni og móta hana. Maður
horfir á lífið öðrum augum en áður
en ég er mjög sáttur við það sem við
erum að gera,“ segir hann. EmiUana
segist enn vera svo ung í tónUstinni
og ómótuð. „Ég er bara rétt að byrja
- það kemur svo bara í ljós hvert
framhaldið verður. Þetta hefur allt
gerst mjög hratt þannig að maður
hefur varla áttað sig. En þetta er
skemmtilegt."
Á John Lennon-sýningu á Kjarvalsstöðum. Þau vilja nýtt hippatimabil. DV-myndir GVA
\