Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 Viðskipti Seljendur farsíma ósáttir við nýja reglugerð um Póst og síma: Klúður hjá stjórnvöldum - óskað eftir afstöðu Samkeppnisstofnunar Samtök seljenda fjarskiptabúnaðar hafa sent Samkeppnisstofnun erindi þar sem óskað er eftir afstöðu stofnunarinnar á verkaskiptingu innan Pósts og sima með tilkomu nýrrar reglugerðar. DV-mynd ÞÖK Landsbankinn hristiruppí útibússtjórum Nokkrar breytingar hafa verið geröar á stöðum útibússtjóra og svæðisstjóra hjá Landsbankan- um. Ráðningar í stööu sveeöís- stjóra fóru í fyrsta sinn fram fyr- ir tveimur árum. í Reykjavík er gerð breyting á elnni af Qórum stöðum svæðisstjóra. Þorkell Magnússon hættir vegna aldurs sem svæðisstjóri í austurbænum og arftaki hans er Sigurður ÓIi Sigurðsson sem hefur verið úti- bússtjóri í Múlaútibúi. í stað Sigurðar í Múlaútibúi verður Guðmundur Vilhjálms- son útibússtjóri en hann hefur verið svæðissfjóri á Akranesi fyr- ir Vesturland. í stað Guðmundar á Akranesi hefur veriö ráðinn Birgir B. Jónsson sem hefur verið svæðisstjóri bankans á ísafiröi fyrir Vestfiröi. Staöa svæðisstjóra á Vestfjörðum hefur verið auglýst á meðal bankamanna og veröur ráðið í þá stöðu í sumarbyrjun. Handbókuin höfnina Haiharstjórinn í Reykjavík hef- ur gefið út veglega handbók um Reykjavíkurhöfn. Bókin er í 5 þúsund eintökum og aðeins gefm út á ensku. Hún er ætluð til dreií- ingar erlendis til að veita upplýs- ingar um höfnina og starfsemi á hafnarsvæðum Reykjavíkur. Að sögn Hannesar Valdimars- sonar hafnarstjóra er vonast eftir að bókin korai að góðum notum við að kynna Reykjavíkurhöfh sem góðan kost fyrir þá sem hyggja á viðskipti við island. Sfrengurog Eimskipstofna Skyggni Verk- og kerfisfræöistofan Strengur og Eimskip hafa til helminga stofnað hugbúnaðar- fyrirtækið Skyggni hf. Hlutafé er 10 mifijónir og er markmiöiö meö stofnun Skyggnis aö þróa og markaðssetja hugbúnaö á inn- lendum og erlendum markaöi. Samtök seljenda fjarskiptabúnað- ar, SSF, hafa sent Samkeppnisstofn- un bréf þar sem óskað er eftir afstöðu stofnunarinnar til verkaskiptingar Pósts og síma samkvæmt nýrri reglugerð. Samtökin gera einkum athugasemd við skilgreiningu á einkaréttarstarfsemi annars vegar og samkeppnisstarfsemi hins vegar sem er aö finna í einni málsgrein reglugerðarinnar. Þegar reglugerðin tók gildi var sett á stofn svokallað fiarskiptasvið inn- an Pósts og síma sem ætlað er að standa í samkeppni við aðra aöila á fiarskiptamarkaðnum. Reglugerðin kom í kjölfar tilmæla Samkeppnis- stofnunar um að Póstur og sími aö- skildi fiárhagslegan rekstur einka- réttarstarfsemi og samkeppnisstarf- semi. Þetta nýja fiarskiptasvið Pósts og síma fær m.a. umsjón með rekstri farsímakerfanna NMT og GSM og eru Samtök seljenda fiarskiptabún- aðar einna ósáttust við það, telja að þessi deild Pósts og síma fái óeölilegt forskot á fiarskiptamarkaðnum. Því sé ekki eðlilegt að tala um samkeppni heldur fákeppni. „Við hjá samtökunum teljum að það sé ekki við forráðamenn Pósts og síma að sakast. Að minnsta kosti viljum við ekki trúa því að þeir hafi viljað sjá hlutina gerast svona. Viö teljum þetta vera klúður af hálfu stjómvalda og að þar hggi ábyrgð- in,“ sagði Þórður Guðmundsson í samtali við DV en hann fer fyrir SSF. Málsgrein reglugerðarinnar sem SSF vísa tfi fiallar um „samkeppnis- starfsemi" í fiarskiptum. Starfsemin skiptist í deildir eins og notendabún- aðardeild, farsímadeild og gagna- flutningsþjónustudeild. Helstu verk- efni verði rekstur farsímakerfa, NMT og GSM, og boðkerfa auk fleiri verkefna. Þórður sagði að eftir að fiarskipta- deild Pósts og síma tók til starfa þurfi seljendur fiarskiptabúnaðar á al- mennum markaði að leita til deildar- innar með ýmis mál, t.d. þurfi að til- kynna allt sem einkaaðilar selja til samkeppnisaðila, í þessu tilviki til Pósts og síma. „Aðalatriðiö er að Póstur og sími hefur allar upplýsingar um okkur en við engar um þá. Ég er ekki að segja að Póstur og sími misnoti þessar upplýsingar heldur gengur þetta form ekki upp. Þarna kemur upp mjög ójöfn samkeppnisaöstaða. Deildin virðist fá t.d. farsímakerfin í heimanmund." Aðspurður um lausnir sagði Þórö- ur að útboð á rekstri farsímakerf- anna hefði getað farið fram. Fjöl- margir aöilar á einkamarkaðnum gætu séð um þessi kerfi. SSF gagnrýna sömuleiðis sam- gönguráðuneytið fyrir að hafa ekki afgreitt umsókn frá fyrirtækinu NAT, sem legið hefur í ráðuneytinu í hiarga mánuöi, þess efnis að sækja um leyfi fyrir rekstur farsímakerfis á íslandi. Togararall í Þýskalandi HPáíslandi breytistíOpin kerfihf. , Fyrirtækið Hewlett Paekard á Islandi, HP, hefur ákveöið að fjár- festa í fyrirtækjum sem selur vörur aðrar en frá HP. Af þvx til- efni hefur nafni fyrirtækisins verið breytt i Opin kerfi hf. Engar, aðrar breytingar hafa verið gerð- ar á rekstrinum. Frosti Bergsson er áfram framkvæmdastjóri, Birgir Sigurðsson fiármálastjóri, Ragnar Martemsson þjónustu- stjóri og Agnar Már Jónsson, Þorvaldur Jacobsen og Heinnr Sigurðsson áfram yfir sölusviði. Eurosemurvið ríki og borg Kf-editkort lif., sem er umboös- aðili fyrir Eurocard/MasterCard kreditkort og Maestro debetkort, hefur undirritaö samstai'fssamn- inga við ríkissjóö annars vegar og Reykjavíkurborg hins vegar. Samningarnir ná til allra ríkis- fyrirtækja og borgarfyrirtækja sem gera eða hafa gert samning við Kreditkort. Ríkisfyrirtæki, sem hér um ræðir, eru einkum innheimtu- embætti auk fyrirtækja og stofn- ana sem heyra undir mennta- málaráðuneytiö, heilbrigðis- og try ggingamálaráöuneytið og fé- lagsmálaráðuneytið. Fyrirtækií Frakklandi Nýlega hefur íslenskur aðih, Unnur Orradóttir Ramette, stofn- að fiarvimislufyrirtæki, Adomia, 1 Frakklandi ásamt frönskum samstarfsaðila. í tilkynningu frá verslunardeild franska sendi- ráðsins í Reykjavík kemur fram aö Adomia henti íslenskum aðil- um sem vilja eöa hafa stundað útflutning til Frakklands en Adomia mun tengjast gagnaneti Pósts og síma. Samskipflytur kókogsement Innanlandsdeild Samskipa hef- ur gert samninga viö Vífilfell og Sementsverksmiöju ríkisins um innanlandsflutninga fyrir þessi fyrirtæki á kóki og öörum gos- drykkjum og sementi. Samanlagt verðmæti þessara samninga er um 60 milljónir króna, að því er fram kemur í fréttabréfi Sam- skipa. Hvorki fleiri né færri en sjö ís- lenskir togarar seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku fyrir um 130 milljónir króna. Sökum dymbil- viku er mikh eftirspurn eftir fiski í Evrópu. Um leið eykst framboöið enn meir þannig að fiskverðið hækkaði ekki svo mikið í síðustu viku. Breki meö bestu söluna Hæsta meðalverðinu, um 140 krón- um khóið, náði Breki VE þegar hann seldi 144 tonn fyrir rúmar 20 mhljón- ir. Næst kom Hegranes SK með 135 króna meðalverö fyrir 184 tonn. Söluverðmætið var tæpar 25 milljón- ir. Þriðju bestu sölunni náði annar togari Skagfiröinga, sjálfur Skagfirö- ingur SK, með 127 króna meðalverð. Ahs fengust rúmar 20 mihjónir fyrir 159 tonn. Aörir togarar sem lönduðu í Þýskalandi voru Ottó N. Þorláksson RE, Björgúlfur EA, Már SH og Klakk- ur SH. í gámasölu í Englandi seldust tæplega 500 tonn í síðustu viku fyrir um 70 mihjónir. 75 milljóna viðskipti Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku voru upp á tæpar 70 milljónir króna og sl. mánudag bættust við 5 milljóna viðskipti. Þetta .eru helmingi meiri viöskipti en í vikunni á undan. Lang- mesta salan var í bréfum íslenska hlutabréfasjóðsins eða fyrir 27,5 milljónir. Næstmesta salan var með bréf KEA eða fyrir rúmar 10 milljón- ir. Þar á eftir kom salan með hluta- bréf SÍF fyrir 9 mihjónir. Verö hlutabréfa hefur að meðaltah lækkað ef marka má þingvísitöluna. Mestu réð lækkun hlutabréfa Ohufé- lagsins þegar gengi þeirra fór úr 6,40 í 5,50. Gengi annarra helstu hluta- bréfa hefur að mestu staðið í stað. Gengi jensins virðist vera á mikhh uppleiö. Sölugengið var 0,76 krónur í gærmorgun sem er um 6% hækkun mhli vikna. Áframhaldandi stöðugleiki er á ál- markaðinum þótt verðið sé eihtið lægra en fyrir viku. Ellosopnaðhér álandi Ein stærsta póstverslun Norð- urlanda, Ehos, hefur opnað af- greiðslu á íslandi í samstarfi við HBD pöntunarfélag. Ellos er að- allega í eigu stærstu kaupmanna- samtekanna í Svíþjóð, ICA. Starf- semin hér á landi er opnuð í tengslum við stækkun þjónustu- sviðs Ehos til ahra Noröurlanda, að sögn Hólmgeirs Baldurssonar hjá HBD sem nýlega hefur tekiö við umboði Sears-vörulistans á íslandi. HBD hefur sömuleiðís tekið að sér sölu á vörum frá Mothercare. Stykkishóimur markaðssettur Amheióur Ólafedóttír, DV, Styklöshólrru: Ferðamálanefnd Stykkishólms- bæjar hélt nýlega opinn fund á Hótel Stykkishólmi um markaðs- setningu Stykkishólms og um ráðningu markaösfuhtrúa. Verk- efni hans yrði aö markaðssefia m.a. ferðamáiin, kirkjuna, prent- smiðjuna, trésmiðjuna, sjúkra- húsið, íþróttamiðstöðina og fiöl- brautaskólann. 2500 2000 USD/ t tonn J Eimskip 4,35 J F M A Skipasölur Gámaþorskur i 200 150( 115,58 \A Skeljungur [H Þingvísit. hlutabr. [B| Þingvísit. iiúsbr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.