Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995
Útlönd
Kúbanar bregðast við frumvarpi um hert viðskiptabann:
Hóta nýni bylgju flótta-
manna til Bandaríkjanna
Yfirmenn medfleiri
sæðisfrumur
Yfirmenn á skrifstofum geta
státað af fleiri sæðisfrumum en
lægra settir eins og verkamenn í
verksmiðju. Það þarf hins vegar
ekki að þýöa aö þeir séu frjórri.
Þessar niðurstöður koma fram í
nýlegri rannsókn háskólans og
aðalsjúkrahússins í Singapúr.
Kom fram að mikill hiti sem
verkamenn vinni oft í geti orsak-
að færri sæöisfrumur en hjá yfir-
mönnunum. Aöstandendur rann-
sóknarinar benda þó á að lítlð
þýði fyrir yfirmenn að belgja sig
og óþarfi sé fyrir verkamenn að
örvænta. Eftir sem áður þurfi
einungis eina sæðisfrumu til að
getnaður eigi sér staö. Reuter
Stjórnvöld á Kúbu hóta að koma
af stað nýrri bylgju flóttamanna
áleiðis til Bandaríkjanna ef banda-
ríska þingið samþykkir lög sem
herða þriggja áratuga gamalt viö-
skiptabann gagnvart landinu.
Stjómvöld á Kúbu hafa komið þeim
skilaboðum áleiðis til bandarískra
diplómata að erfitt verði að hafa
hemil á straumi flóttamanna þaðan
ef repúblikaninn Jesse Helms kemur
frumvarpi sínu um að beita erlend
fyrirtæki sem eiga viðskipti við Kúbu
þvingunum í gegn um þingið. Verði
lagafrumvarpið samþykkt segjast
Kúbumenn eiga erfitt með að fram-
fylgja samningum um straum flótta-
manna sem gerðir voru í fyrra og
fólk muni halda áleiðis yfir hafið til
Bandaríkjanna á bátum, prömmum
og nánast hverju sem flýtur.
Eftir að 32 þúsund kúbanskir
flóttamenn streymdu til Bandaríkj-
anna í fyrra og ollu öngþveiti hjá
strandgæslu og tollyfirvöldum í
Flórída var gerður samningur um
að heimila 20 þúsund Kúbverjum að
flytjast til Bandaríkjanna á ári
hveriu. Óvíst er um viðbrögð banda-
rískra þingmanna við hótunum Kúb-
veija en lagafrumvarp Helms á fylg-
ismenn bæði í fulltrúadeild og öld-
ungadeildþingsins. Reuter
Við óskum öllum íslendingum
gleðilegra páska og þökkum góðan
stuðning í kosningunum 8. april.
Við þökkum sjáljboðaliðum <
öllum öðrum velvildarmönn
kœrlega fýrir hjálpina.
Stuttarfréttir
Rússarfálán
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
samþykkti 6,8 milljarða dollara
lán til Rússa svo að þeir geti end-
urreist efnahagslífiö.
Spennan
jókst milli
sveita PLO og
herskárra mú-
siima á Gaza-
lyæðinúPíYíjgsí::;
ir Arafat herti
sókn sína gegn
herskáum mú-
; slímum eftir að þeir hótuðu að
beina vopnum sínum gegn PLO.
Rússneskar hersveitir halda
áfrarn að uppræta uppreisnar-
meim í Tsjetsjeníu og mæta nú
litiUi andstööu.
Tiiraun til fridar
Alþjóðlegar sendinefndir eru á
leið til Zagreb og Sarajevo í til-
raun til að lcoma á friöi í Bosníu
þar sem átök geisa þrátt fyrir
vopnahlé.
Sölustopp ósanngjarnt
Clinton
Bandaríkjafor-
iSéfijii'þágðijVöí;:;
sanngjarnt að
Bandaríkja-
menn hafi neit-
að að fullnægja
1,4 milljarða
dollara vopna-
sölusamningi við Pakistan. Tjáði
hann Benazir Bhutto að óskað
yröi eftir lausn málsins af liálfu
þingsins.
Handtakaí Japan
Japanska lögreglan handtók í
morgun yfirmann í sértrúarsöfn-
uðinum Æðsta sannleika, sem
tahð er að hafi staðið að gasárás-
unmn í neðanjarðarlestum
Tokyoborgar. Hann er sakaður
um að hafa rænt ungri konu sem
vildi yfirgefa söfnuðinn.
Hættar kjötáti
Um fiórðungur ungra breskra
kvenna eru hættar að borða kjöt,
aðallega af heilsufarsástæðum.
Bretarhörfa
í dag verður tilkynnt um flutn-
ing 400 breskra hermanna frá
Noröur-írlandi.
Sendiherraúrlandi
Stjornvöld í Singapore féliust á
þá kröfu filippseyskra stjórn-
valda að sendiherra eyríkisins
yrði kallaður heim frá Manila.
Stirt er milli ríkjanna eftir að
filippseyska barnfóstran var
hengd i fangelsi í Smgapore í
mars.
Rushdie ekki náðaður
íranar neita
að verða við
beiðni Evrópu-
sambandsrikja
um að aftur-
kalla dauða-
dóm yfir rithöf-
undinum Sai-
man Rushdie.
Útvarpið í Teheran sagði það
skyldu hvers músiíma að drepa
Rushdie.
Hertöryggiáferjum
Breskir haffærissérfræðingar
lögðu til auknar öryggiskröfur
um borð í bílferium. Kröfumar
gætu stöðvað siglingu margra
feria.
Voðaverk rannsökuð
Forseti Haití segist ætla að láta
fara fram rannsókn á þeim pólit-
ísku voðaverkum sem unnin
voru á valdatíma herforingja-
stjórnarinnar, Reuter