Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Chambar. 2. Judith McNaught: Until You. 3. T. Clancy & S. Piaczenik: Tom Clancy's Op-Center. 4. Danielle Steel: Accident. 5. Dick Francis: Decider. 6. Clive Cussler: Inca Gold. 7. Amanda Quick: Mistress. 8. Allan Folsom: The Ðay after tomorrow. 9. Belva Plain: Daybreak. 10. Barbara Taylor Bradford: Angel. 11. E. Annie Proulx: The Shipping News. 12. Margaret Atwood: The Robber Bride. 13. Michael Crichton: Congo. 14. Margaret Truman: Mudrer on the Potomac. 15. Phíllip Margolin: Heartstone. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Thomas Moore: Care of the Soul. 3. Elizabeth M. Thomas: The Hidden Life of Dogs. 4. Dannion Brinkley&Paul Perry: Saved by the Light. 5. Sherwin B. Nuland: How We Die. 6. Thomas Moore: Soul Mates. 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 8. Delany, Detany & Hearth: Having Our Say. 9. Mary Pipher: Reviving Opheiia. 10. Jerry Seinfeld: Seinlanguage. 11. Nathan McCali: Makes Me Wanna Holler. 12. Maya Angelou: Wouldn't Take Nothing fðr My Journey now. 13. Karen Armstrong: A History of Qod. 14. Maya Angelau: I KnowwhytheCaged Bird Síngs. 16. M. Hammer & J. Champy: Reengineering the Corporation. (Byggt á New York Times Book RBView) Shakespeare og Elísabet Þótt fjöldi bóka um líf stórskáldsins Williams Shakespeares hafi litið dagsins ljós um aldimar er í reynd óskaplega fátt vitað um ævi þessa mikla meistara leikhússins. Og þrátt fyrir andlitsmyndir sem eiga að vera af skáldinu veit heldur enginn hvernig hann leit út í raun og veru. Nú hefur verið sýnt fram á að ein þekktasta andhtsmyndin af skáldinu og sú sem prentuð var með fyrstu heildarútgáfu leikrita hans er ekki Umsjón Elías Snæland Jónsson byggð á eldri myndum af rithöfund- inum heldur dregin eftir mynd af Elísabetu fyrstu Englandsdrottn- ingu. Það er tölvutækni nútímans sem hefur gert sérfræðingum kleift aö átta sig á þessu. Liliian Schwartz, sem er kunn fyrir yflrgripsmikla þekkingu sína á tölvugraflk, hefur ggrt athuganir á mörgum frægum hstaverkum með aðstoð tölvuforrita og birtir nokkrar niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði bandaríska tíma- ritsins Scientific American. Það var árið 1990 sem Lillian fór fyrst að bera fyrirliggjandi andhts- myndir af Shakespeare saman við hhðstæðar myndir af ýmsum sam- tímamönnum hans til að komast að því hvort þar væri um einhvem skyldleika að ræða. í þessu skyni fór hún m.a. til Englands. Elisabet fyrsta. William Shakespeare. - samanburður i tölvu leiddi í Ijós að myndin af Shakespeare er i meginat- riðum byggð á drottningarmyndinni. Sömu augun Margir fræðimenn hafa talið að upprunalegasta andhtsmyndin af Shakespeare sé sú sem fylgdi fyrstu „Foho“-útgáfunni á verkum hans árið 1623. Sú málmrista var gerð af ungum listamanni, Martin Droeshout. Schwartz bar þessa mynd saman við andlitsmyndir af kunnum samtima- mönnum Shakespeares, þeirra á meðal mynd járlsins af Oxford sem sumir hsdda fast við að telja höfund leikritanna. „Ég komst ekkert áfram. Engar myndanna virtust passa saman," segir Schwartz í grein sinni. „En á síðasta degi mínum í Englandi fór ég aftur í National Portrait Gallery. Og þar sá ég nákvæmlega sömu aug- un og ég hafði verið að kanna í tölv- unni vikum saman stara á móti mér frá andlitsmynd af Elísabetu fyrstu Englandsdrottningu. Nákvæmur samanburður í tölvunni leiddi síðan í ljós að flestar línumar í mynd Droe- shouts og andlitsmynd drottningar- ínnar, sem er eftir George Gower, eru þær sömu.“ Hún lýsir síðan í smáatriöum þess- um samanburði og skýrir þær með þeim hætti að Droeshout hafi aug- ljóslega dregið línumar í andliti Shakespeares eftir myndinni af drottningunni - enda ekki haft neina fyrirmynd til að byggja á. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Catheriné Cookson: Justice Is a Woman. 2. Stephen Fry: The Hippopotamus. 3. Frederick Forsyth: The Fist of God. 4. Hilary Mantel: A Change of Climate. 5. Caroline Harvey: Parson Harding’s Daughter. 6. Elizabeth George: Playing for the Aslies. 7. Jonathan Coe: What a Carve Up! 8. Mary Wesley: An Imaginative Experience. 9. Joanna Troliope: The Choir. 10. Peter Hoeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. Rit almenns eðlis: 1. Margaret Thatcher: The Downing Street Years. 2. Jung Chang: WiTd Swans. 3. Stella Tillyard: Aristocrats. 4. Andy McNab: Bravo Two Zero. 6. W.H. Auden: Tell MetheTruth about Love. 6. Julian Benyon: We Just Clicked. 7. Jean P. Sasson: Daughters of Arabia. 8. Konrad Spindler: The Man in the lce. 9. R. Bauval & A. Gilbert: The Orion Mystery. 10. Quentin Tarantino: Pulp Fiction. (Syggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Jung Chang: Vilde svaner. 2. Mary Wesley: Kærlighed og kogekunst. 3. Josteín Gaarder: Sofies verden. 4. Rosie Thomas: Den hvide due. 5. Paul Orum: Syndebuk. 6. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 7. Jorn Riel; En arktisk safari og andre skroner. (Byggt á Politiken Sondag) Vísindi Fljúgandi furðuhlutir eru bara í draumheimi Hvort þessi fljúgandi furðuhlutur er draumsýn eður ei skal ósagt látiö. hlöður Vísindamenn í Japan hafa náð mikilsverðum árangri í leidmni að nýjum og léttari rafhlöðum en þeim sem við eigum aö venjast. Rafskautin í þessum nýju raf- hlöðum eru úr lífrænu plasti. Rafhlöðumar sem við brúkum daglega eru byggöar á rúmlega 100 ára gamalli tækni. Málmefni eru notuð sem jákvæð og nei- kvæð rafskaut og flæðir orka um hlaöinn vökva sem kallaður er rafvaki. Slíkar rafhlöður eru' þungar, geyma ekki mikia orku og endast stutt. Nýja rafskautið er búið til úr tveimur Qölliðum og virkar það í liþíum raíhlööum. Ekki sam- málaum svefnstöðu Tvær nýlegar rannsóknir kom- ast að mismunandi niðurstöðu um hvort tilfellum af svokölluö- um vöggudauða fækki með því að láta ungbörn sofa á bakinu eða hliöinni í stað þess að soia á mag- anum. Þetta dularfulla fyrirbæri, sem sérfræðingar segja ekki hægt að rekpa til neinnar einnar ástæðu, er helsta dánarorsök barna á aldrinum eins mánaðar til eins árs í Bandaríkjunum. Umsjón Guötaugur Bergmundsson Fjórir kanadískir sálfræðingar telja að ósköp jarðbundnar skýringar séu á fljúgandi furðuhlutum og ver- um frá öðram hnöttum: Þetta era bara draumar sem fólk hefur dreymt í meira eða minna vakandi eða hálf- sofandi ástandi. Fjórmenningamir ræddu við 176 karla og konur á öllum aldri um FFH og skylda hluti. Fjöratíu og níu úr þessum hópi fullyrtu að þeir hefðu haft kynni af FFH einu sinni eða oft- ar. Aðrar rannsóknir sýna að meiri- hluti Bandaríkjamanna trúir á tilvist fljúgandi furðuhluta. Þessum 49 var síðan skipt í tvo hópa. í „veikari" hópnum voru þeir sem höfðu upplifað furðuhlutina veikt en í „sterka" hópnum voru aft- ur á móti þeir sem ekki voru í nokkr- um vafa og höfðu upplifað gestina utan úr geimnum á sterkan hátt. Nokkrir úr þeim hópi héldu því einn- ig fram aö þeir hefðu sjáifir ferðast til ókunnra hnatta um borð í FFH. Allir þeir 179 sem tóku þátt í rann- sókninni voru látnir gangast undir persónuleikapróf af ýmsum toga en ekki fannst neinn merkjanlegur munur sem gæti skýrt hvers vegna 49 þeirra höfðu hitt fyrir FFH en hin- ir rúmlega eitt hundrað könnuðust ekkert við slíkt. Það var ekki fyrr en farið var að kanna á hvaða tíma þátttakendumir uppliíðu furðuhlutina fljúgandi að eitt og annað skemmtilegt kom í ljós. í veika hópnum var engin upplifun tengd svefni á nokkum hátt, svo sem að viðkomandi hefði verið vakinn af FFH eða hefði séð FFH skömmu eftir að hann vaknaöi. i sterka hópnum reyndist miklu meira en helmingur tilfellanna hafa gerst í nánum tengslum við svefninn. Viðkomandi vaknaði t.d. við skært ljós fyrir utan gluggann sinn og það reyndist síðan vera geimskip með fullt af htlum köllum allt í kring. Þessi sláandi munur á aðstæðun- um, sem hópamir tveir lýsa, hefur leitt til þess að sálfræðingarnir fjórir telja að sterk upplifun á fljúgandi furðuhlutum sé í mörgum tilvikum draumaupplifanir sem viðkomandi heldur í svefnrofunum aö séu raun- veralegar. Það sem styður þessa kenningu er að margir í sterka hópnum sögðu frá því að þeir hefðu verið eins og lamað- ir þegar þeir urðu fyrir þessari reynslu. Það sama var nær aldrei uppi á teningnum í hinum hópnum. Nú er vitað að vöðvar okkar era í raun lamaðir á meðan okkur dreym- ir. Dúkkur gegn löngun í böm Margir nýbakaðir ungir for- eldrar gera sér ekki grein fyrir þvi að litlu sætu börnin geta tekið á taugarnar meö gráti sínum nótt sem nýtan dag. Raunveruleikinn getur því komið þeim á óvart. Hér eftir á slíkt að vera óþarfi þvi til eru grátdúkkur sem líkja ótrúlega vel eftir kornabömum og geta undirbúið veröandi for- eldra. Tilgangurinn með fram- leiðsiu dúkknanna var hins vegar sá að letja mjög ungt fólk til barn- eigna. Dúkkan, sem vegur um íjögur kiló, er útbúin rafeindabúnaði sem lætur hana gráta hátt og snjallt með 80 mínútna til fjög- urra klukkustunda hléi. Eina leiðin til að fa dúkkuna til að hætta óhijóðunum er að taka hana upp og hugga liana. En eftir einhverja stund byrjar balliö aft- ur. Reykur linar sársauka Reykingar eiga sér formælend- ur fáa. Samt eru til sjúklingar sem geta linað þjáningar sínar meö því að fá sér reyk, sam- kvæmt læknisráði. Og það á iíka við þá sem ekki eru vanir að reykja. Þetta era þeir sem þjást af þarmasjúkdómi sem á latínu heitir því ágæta nafni colitis ulce- rosa. Rannsóknir benda til að sjúkl- ingar meö sjúkdóm þennan hafi það mun betra ef þeir taka bæði lyf og reykja með eða fá nikótín meö tyggigúmmíi eða nikótín- plástrum í sex vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.