Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 ■ • ■ bO Elena, þriggja óra dóttir Sams Neills og japanskrar konu hans, Noriko, hefðl vakið alhygli á tlskusýningu fyrlr börn sem haldin var I Sydney. Ágóða af sýningunni var variö til hjálpar börnum i vanda. Er eitthvert líf eftir Dallas? Engir þættir hafa slegið við hinum heimsfrægu Dallasþáttum sem vin- sælastir voru í lok áttunda áratugar- ins og upphafi þess niunda. Skúrkur- inn JR fékk að halda sínu striki í þrettán ár. Þegar best lét fylgdust 330 milljónir manna í 95 löndum reglu- lega með Dallas-íjölskyldunni. í Bret- landi voru aðdáendur Dallas-þátt- anna 27 milljónir árið 1980 þegar þátturinn Hver skaut JR? var sendur út. Þó að margir vilji ekki viður- kenna það nú að þeir hafi fylgst með þessari endalausu sápuóperu er það samt staðreynd að þættirnir voru afar vinsælt sjónvarpsefni. Fólk vill horfa á glamúr þar sem peningar og lúxus eru allsráðandi. Reyndar er það svo að mörg lönd eru farin að endursýna Dallasþættina, meira að segja ein bresk sjónvarpsstöð. Herragaröurinn Southfork, þar sem Ewing-fjölskyldan bjó í þáttun- um, halar nú inn milljónir á feröa- mönnum sem koma þangað og fá að skoða herlegheitin. Þar hefur verið opnuð minjagripaverslun þar sem hægt er að kaupa eitt og annað er tengist JR Ewing og öðrum í þeirri fjölskyldu. Meira en hálf milljón manna heim- sækir Southfork á hveiju ári til að sjá staðinn þar sem JR bjó með hinni áfengissjúku eiginkonu sinni, Sue Ellen. Það kostar 3,75 dali að sjá her- legheitin. Þeir sem vilja eiga nótt á staðnum þurfa að reiða fram um 22 þúsund krónur og fá þá að upplifa smá-Dallaslúxus í skrautlegum her- bergjum JR, Bobbys eða Miss Ellie. Hlutverkið um JR Ewing gerði leikarann Larry Hagman að hæst launuðu sjónvarpsstjörnu heimsins. Dallas-fjölskyldan upp á sitt besta: Steve Kanaly, Patrick Duffy, Victoria Principal, Barbara Bel Geddes, Jim Davis, Charlene Tilton, Larry Hagman og Linda Grey. Þessi ógleymanlegi karakter sem fólk annaðhvort elskaði eða hataði færði leikaranum mikil auðæfi. Larry Hagman fékk 175 þúsund dah fyrir hvern þátt. Larry er nú 64 ára gamall og hefur verið kvæntur sömu konunni, Maj, í meira en fjörutíu ár sem þykir mjög sérstakt þegar bandarískir leikarar eiga í hlut. Þau búa í Kaliforníu. Eftir Dallas-ævin- týrið brann Larry Hagman út en nú hefur Ohver Stone veðjað á hann í næstu kvikmynd sinni - um fyrrum Bandaríkjaforseta, Richard M. Nix- on. Steve Kanaly, 49 ára, sem lék Ray Krepps, hinn ljúfa og góða bústjóra í Dallasþáttunum, býr ásamt eigin- konu sinni og dóttur á táningsaldri á búgarði í Kaliforníu. Hann er mik- ill veiðiáhugamaður. Steven leikur um þessar mundir í sápuóperunni All My Chhdren. Patrick Duffy, sem lék Bobby, er 46 ára. Hann var drepinn í einum þættinum en kom síðan endurfædd- ur nokkrum þáttum síðar þegar áhorfendum hafði fækkað og þætt- irnir féllu mikið í vinsældum. Patrick er mikhl vinnuþjarkur og vel auðugur. Hann er kvæntur Carlyn Duffy, fyrrum baherínu. Victoria Principal, sem lék hina glæshegu eiginkonu Bobbys, Pam, hætti að leika í Dallas fjórum árum áður en hætt var gerð þáttanna til að gerast öflugri leikkona eins og hún sagði. Hún hefur þó ekki slegið í gegn í neinum öðrum myndum og er enn að leika í sjónvarpsmyndum. Victoria er 44 ára og gift lýtalækni. Barbara Bel Geddés er núna 72 ára. Barbara lék húsmóðurina, Miss Ehie. Hún var ein af fáum kvenper- sónum í Dahas sem breyttist ekkert í útliti eða framkomu í þáttunum. Hennar stærsta hlutverk fyrir utan Dahas var í hinni klassísku Hitc- hcock kvikmynd, Vertigo. Hún hefur staðið í málaferlum gegn fyrrum vinnuveitanda. Charlene Tilton, hin litla Lucy Ewing, er 36 ára gömul og það hefur ekki aht gengið í haginn hjá henni þrátt fyrir að hún þénaði mikið á Dahas-tímabhinu. Henni hefur ekki gengið vel að fá hlutverk. Ef hún hefur fengið eitthvað að gera eru það hlutverk í lélegum myndum. Linda Grey mun sjálfsagt ahtaf bera þann kross að vera kennd við Sue Ellen, hina drykkfehdu eigin- konu JR. Linda, sem er 52 ára, hætti í Dallas eftir að systir hennar lést úr brjóstakrabbameini. Linda skildi við eiginmann sinn eftir 21 árs hjóna- band. Hún hefur leikið í sjónvarps- myndum. Ken Kercheval, 59 ára, sem lék Cliff Barnes, mág JR, skildi við eiginkonu sína stuttu eftir að hún fæddi honum son og flutti inn til vinkonu sinnar sem átti dóttur með honum. Larry Hagman, sem er mjög fanatískur á reykingar, gat fengiö alla reykinga- menn sem léku í Dallas til að láta af þeim ósið nema Ken. Hann hélt áfram og fór í uppskurð fyrir ári vegna lungnakrabbameins. Hann vonast þó til að geta náð sér aftur. Steve Kanaiy leikur í Patrick Duffy dó og lifnaði Victoria Principal hefur Barbara Bel Geddes hefur Charlene Tilton — lífið hefur Lindu Grey er ávallt minnst sápuóperunni All My Chil- við aftur I Dallasþáttunum. ekki tengið stór hlutverk staðið í málaferlum. ekki leikið við hana. sem hinnar drykkfelldu Sue Ellen. dren. siðan hún hætti í Dallas. "W eini lífiö að Jauna" '' ^.n„, r^. Sviðsljós Hvað varð um Ewing-fjölskylduna eftir að Dallas-sápan hætti að freyða? Ólyginn ... að Michael Bolton og kær- asta hans, Nicollette Sheridan, virtust enn ákafiega ástfangin. Þau voru nýlega i fríi í Malibu þar sem þau nutu iifsíns. ... að súperfyrirsætan Naomi Campbell hefði beðið um sér- staka tegund af pyisum þegar hún kom til Vínarborgar í tilefni opnunar stærsta spilavítis Evr- ópu. Þar sem pylsurnar var ekki að fá á hótelinu var leitað til slátrara sem opnaði búðina sína til að seðja hungur fyrirsætunn- ar. ... að Donald Sutherland kviði svolítið fyrir næsta afmælisdegi sínum. Kappinn verður nefnilega sextugur i júli. Donald bíður nú eftir tækifæri að leika með syni sínum, Kiefer, sem er orðinn 28 ára. ... að Cliff Richard hefði sveifiað gitamum sínum á skiðum í Ausl- urríki á dögunum. Cliff var í Lech á sama tima og Diana prinsessa af Wales og synír hennar tveir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.