Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 Fréttir Bæjarráð sendi kjörstjóm í Helgafellssveit skammarbréf: Framkoma á kjörstað var ósæmandi stjórnarmönnum -fólkierhótað „í Stykkishólmi eru menn farnir að hóta unghngum og fullorðnu fólki uppsögnum. Það var gert í stórum stíl fyrir kosningar og er gert í dag. Það hefur veriö sagt við krakkana að þeir fái ekki vinnu í sumar ef sveitarfélögin verði ekki sameinuö. Ég veit um sjómann sem flutti lög- heimihð sitt úr Helgafehssveit í Stykkishólm því að honum var til- kynnt að ef hann ætlaði að halda plássinu yrði hann að eiga lögheimil- uppsögnum, segir Bjami Guðmundsson, kjörstjómarmaður í ið þar. Þetta er leiðinlegasta og versta mál sem ég hef komið nálægt," segir Bjami Guðmundsson, kjörstjómar- maður í Helgafehssveit. Kjörstjórn vegna alþingiskosninga í Helgafellssveit ætlar að rita sýslu- manni í Stykkishólmi bréf th að fá upplýsingar um það hvaða mistök kjörstjórnin hafi gert viö undirbún- ing alþingiskosninganna 8. apríl í félagsheimihnu Skhdi í Helgafehs- sveit en bæjarráð Stykkishólmsbæj- ar sendi kjörstjóminni bréf að kvöldi kjördags þar sem sagt var að fram- koma kjörstjórnarmannanna á kjör- stað fostudagskvöldið 7. aprh hefði verið ósæmheg og ekki sæmandi skyldum kjörstjórnarmanna. Kjör- stjórnarmenn hefðu bmgðist trausti bæjarstjómar. „Það kom ekki fram hvað við hefð- um gert af okkur og ekkert rætt við okkur heldur var okkur hótað og sagt að afleiðingar vegna óþarfa af- skipta af gólfi félagsheimhisins áöur en tjónmat vegna vatnsflóðs á park- etinu hefði farið fram yrði kannað síðar. Við tókum lausa spýtu til að fólk dytti ekki um hana og lögðum spónaplötu yfir, útbjuggum kjörklefa í eldhúsinu og þvoðum stóla og borð og sópuðum eins og við höfum alltaf gert. Svo fengum við bara skammar- bréf eftir að við höfðum lokið störf- um,“ segir hann. „Hin kjörstjórnin var búin að koma Helgafellssveit sér fyrir í salnum og við vorum óhressir með að þeir skyldu taka nið- ur það sem hún hafði gert og færa það úr stað án þess að hafa samband við hana þannig að hún varð að finna sér nýjan stað en það á ekki við rök að styðjast að menn séu famir að hóta uppsögnum," segir Bæring Guðmundsson, bæjarráðsmaður í Stykkishólmi. -GHS Viðræður stj ómarflokkanna hófust í gær: Eykur erf iðleik- ana að hafa bara 32 þingmenn - sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra „Ef málefnavandamálin eru erfið þá eykur það erfiðleikana að stjóm- arflokkarnir hafa bara 32 þingmenn samanlagt. Ef flokkarnir hefðu ríf- legan þingmeirihluta væru vanda- málin ekki eins erfið viðureignar. En þegar ekkert má út af bera í þing- inu þá þarf að vera ljósari og skýrari málefnaafstaða í erfiðum málum. En það er vilji fyrir því að skoða þetta aht með jákvæöum hætti,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eft- ir fund hans, Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráöherra og Sighvats Björgvinssonar, heh- brigðis- og tryggingaráðherra, um framhald stjómarsamstarfsins í gær. „Þetta var ágætur fundur. Við fór- um yfir þau mál sem við teljum að þurfi að hggja skýrar fyrir milh stjómarflokkanna áður en ákveðið verður um framhald samstarfsins, bæði málefnalega og efnisatriði, eins og hugsanlega skiptingu ráðuneyta og fleira. Ákveðið var að kortleggja þessi atriði nákvæmlega og safna öh- um gögnum sem þarf varðandi atriði eins og GATT og önnur ágreinings- mál. Síðan ætlum við að hittast í lok vikunnar eða byrjun þeirrar næstu," sagði Davíö. Hann sagði að fariö hefði veriö yfir ágreiningsmál eins og GATT-máhð, stjórnun fiskveiðanna og Evrópu- máhn og landbúnaðarmálin og rík- isfjármál. Á næsta fundi æth menn að mæta með öh gögn hvað þetta varðar. Davíð sagði aö þeir Jón Bald- vin væru sammála um að gefa við- ræðunum ekki langan tíma. Þeir vhdu ekki hlaupa th verksins en heldur ekki tefja þaö um of. Vika eða tíu dagar ættu að vera hámark. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra: Gerlegt að leggja upp með knappan meirihluta „Ég er sannfærður um að það er gerlegt að leggja upp með eins at- kvæðis meirihluta á Alþingi. Það getur hugsanlega verið einhver áhætta í því fólgin," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, eftir fund hans og Davíðs Oddssonar í gær, aðspurður hvort hægt væri að leggja upp með jafn knappan þing- meirihluta og raun ber vitni hjá stjómarflokkunum. Hann sagði varðandi þennan fund ráðherranna að það væri svo sem ekkert nýtt í stöðumatinu. „Við hittumst hér sem forystu- menn flokka sem hafa átt samstarf í ríkisstjóm á hðnu kjörtímabih og niðurstaða kosninganna er sú að þessir flokkar halda þingmeirihluta. Verkefni þessa fundar var að kort- leggja komandi viðræður um fram- hald samstarfsins. Við fómm yfir þau mál sem við ætlum að láta kort- leggja og vinna úr á næstu dögum,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þeir Davíð væm sammála um að hefja nú þegar viimu á thteknum málasviðum þannig að ahar upplýsingar og thlögur verði við höndina þegar næsti fundur verður haldinn. Þar í flokki væm ríkisfjármál, fiskveiðisljómun, framkvæmd GATT-samningsins og önnur mál tengd landbúnaðinum og afstöðunni til Evrópusambandsins á kjörtímabihnu. Líka jöfnun atkvæð- isréttar í landinu. Þá nefndi Jón Baldvin eitt af þeim málum sem bar mjög á góma í kosningabaráttunni en það eru of háir jaðarskattar. Menn væm sammála um að það þurfi að leiðrétta. Jón Baldvin var spurður hvort rætt hefði verið um að bjóða Kvenna- listanum aðhd að ríkisstjóminni? „Ekki öðravísi en aö það var rætt um það sem menn hafa kallað hinn tæpa meirihluta. Við skiptumst á skoðunum um það og mat okkar á því hvort hann væri traustur. Auð- vitað var farið um það nokkrum orð- um sem möguleika að ræða við Kvennalistann. En raunverulega bíða allar shkar umræður eftir því að við ljúkum þessari heimavinnu sem við voram að skipuleggja,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. „Nei, ég er ekki alveg hætt störfum. Það er ekki fyrr en ný rikisstjórn hefur verið mynduð og nýr forseti Alþingis hefur verið kjörinn að ég læt formlega af störfum. Þetta er vegna þess að forseti Alþingis er einn af handhöfum forsetavalds í forföllum forseta íslands. En ég er svona að taka saman minar einkaeigur hér á skrifstofunni," sagði Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, er tíðindamenn DV hittu hana á skrifstofu forseta Alþingis í Alþing- ishúsinu. Hún hafði þá sett ýmsa smáhluti niður i kassa og var að Ijúka við að ganga fré skrifstofunni fyrir nýja þingforseta. DV-mynd ÞÖK Stuttar fréttir Útgjöld ríkissjóðs umfram heimhdir íjárlaga nema um 1 'A inihjaröi króna. Seðlabankinn tclur það óviðunandi að halli rík- ; issjóðs verði meiri á þessu ári en því síðasta. íslenskur fiskur kom í lögreglu- fylgd ih Boulogne í Frákklahdi I gær vegna mótmælaaðgeröa franskra sjómanna. Enn koma kippir Hvergerðingar fundu snarpan jarösKjálfta undir fótum sér um kvöldmatarleytiö í gær. Kapphlaup er hafið um hluta- bréf í SÍF, Sölusambandi Ss- lenskra fiskft-amleiðenda, sem hagnaðist um 164 miUjónir á síö- asta ári aö sögn Morgunblaðsins. Rafveitanílax Rafmagnsveita Reykjavikur hefur fengið heimhd borgarráös th að taka þátt í uppkaupum á laxveiöiréttindum í sjó fyrir 1,5 milljánir, samkvæmt Mbl. ivræKimgura^Kaganrt Afkastamikh kræklingaverk- smiðja tekur til starfa á Akranesi í hausL Að sögn Stöðvar 2 mun hún skapa 40-60 ný störf. Kæra á þrotabú EG Sýslumaðurinn í Bolungarvík hefur th meðferöar kæru á þrotabú Einars Guðfinnssonar hf, fyrir að hafa ekki greitt 5 mhlj- óna króna skyldusparnað. Ríkis- sjónvarpiö greindi frá þessu. Landinn eykur bjórkaup . Fyrstu þrjá mánuði ársins seldi ATVR áfengi og tóbak fyrir 2,7 milljarða. Bjórsala var 45% meiri en á sama tima 1993. Jón Baldvin Hannibalsson: Óskaembættið landbúnaðarráðherra - vandséð af hverju við ættum að sleppa utanríkisráðuneytinu Jón Baldvin Hanmbalsson var spurður að því að loknum ráðherra- fundi í gær hvort hann sæi fyrir sér uppstokkun á ráðherraembættum og ráðuneytum milli flokkanna ef stjómarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks heldur áfram. „Það er ótímabært að segja neitt um það. Við munum ræða um verka- skiptingu ráöuneyta mhh flokka að nýju en við munum ekki fara í þær viðræður að gagni fyrr en niðurstaöa um málefnalegar lausnir hggur fyrir. - Ljærð þú máls á að skipta á utan- ríkisráðuneytinu og einhveiju öðra ráðuneyti fyrir sjálfan þig? „Við eram ekkert famir að ræða þá hluti umfram það sem fram hefur komið í íjölmiölum. Það er nú svo í samstarfi flokka að það eru þrjú þungavigtarráðuneyti. Það er auðvit- aö forsætisráðuneytið, síðan kemur utanríkisráðuneytið venjulega núm- er tvö og fj ármálaráöuneytið númer þijú. Fyrir þessu er ákveðin hefð. Við höfum ekki gert neinar kröfur um að fá fjármálaráöuneytið í okkar hlut. Satt að segja er það svo að mínu mati að það er eðlhegast að forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra séu úr sama flokki vegna þess að samstarfið þama á milh þarf að vera mjög náið. Það er því vandséð með hvaða rökum í tveggja flokka samstarfi ætti aö fara fram með kröfur um að Alþýðuflokk- urinn léti af hendi utanríkisráðu- neytið. - Gætir þú hugsað þér að fara í sjáv- arútvegsráðuneytiö? „Eins og menn vita hefur hfs- draumur minn snúist um að verða landbúnaöarráðherra," sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.