Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 63 í.":: ■,i . Kynlífsfíkn? Hvað er nú það? Nökkvi læknir fékk á dögunum bréf frá manni sem sagðist vera kallaður kynlífsflkill. „Geturþú ekki, Nökkvi, skilgreintþetta ástand fyrir mig?“ Dæmisaga Grámann er heildsali í Reykja- vík, kvæntur, þriggja barna faðir. Allt hans líf virðist í ágætum skorð- um; skrifstofan gengur vel og Grá- mann er ágætlega efnum húinn. En hann á viö alvarlegt vandamál að stríða. Hann er kynlífsfikill. Allt frá kynþroskaskeiöi hefur hann haft óseðjandi áhuga á öllu sem lýtur að kynlífi. Ungur fór hann að fróa sér reglulega með klámblöð í hönd. Með árunum hefur áhugi hans á klámi og kynlífi aukist. Hann á óteljandi blöð og bækur um kynlíf og fróar sér tvisvar til þrisv- ar á dag yfir blárri mynd eða bók. Hann ferðast mikið til útlanda og nýtur þá ásta meö vændiskonum. Á hðnum árum hefur Grámann átt margar ástkonur sem hann hefur sofið hjá og yfirgefið eftir skamma hríð. Þegar farið er að gera ein- hverjar kröfur til hans fjarlægist hann og lætur sig hverfa. Grámann hefur lent í ýmsum vandamálum. Hann hefur sýkst í tvígang af klamýdíu sem skapaði mikil vandamál í hjónabandinu. Toll- verðir fundu eitt sinn viö leit í ferðatöskum nokkra tugi klámrita og 30 bláar spólur. Hann hefur margsinnis lofað sjálfum sér því að hætta „þessari vitleysu" og oftar en einu sinni hefur hann fleygt öhu klámsafninu á haugana. En hann byrjar alltaf aftur. I seinni tíð hefur hann orðið æ djarfari. Einhverju sinni hringdi hann í vinstúlku dótt- ur sinnar og klæmdist í síma uns hún skellti á hann. Hann hefur haldið fram hjá konu sinni með vinkonu hennar og náinni frænku. „Kannski vil ég nást,“ sagði hann eitt sinn við Nökkva lækni. „Þetta er orðið óþolandi ástand!“ Samanburður við aðra fíkn Þegar um alkóhóhsma er að ræða skiptir drykkjan meira máU en nokkuð annað í lífinu. AlkóhóUst- inn er stjórnlaus gagnvart fíkn sinni og góð áform og fyrirætlanir fara forgörðum. Fjölskyldan þjáist og sveiflast með dyntum alkans sem stjómar Uðan allra. Sama máU gegnir um kynlífsfíkn. Kynlíf verður að sUkri þráhyggju að allt annað mætir afgangi. A sama tíma beita menn alls kyns varnarháttum sjálfsins til að réttlæta, veija og skýra út vandræði sín. Ferli fíkilsins Kynlífsfíkn einkennist af ákveð- inni þróun. Fyrsta stigið er venju- lega þráhyggja þar sem öll hugsun snýst um kynlíf og kynlífsathafnir af ýmsum gerðum. Kynæsing og fullnæging einstaklingsins tengist hugmyndum eða draumórum um ákveðna kynferðislega hegðun. Á öðru stigi lætur fíkilUnn drauminn rætast og fer að framkvæma og skipuleggja eitthvað af því sem Á laéknavaktíniii hann áður lét sig dreyma um. Hann smíðar sér ramma í kringum þessa hugmynd sína og fylgir oft ákveðnu ferh og skipulagi. Grámann kom sér upp ákveðinni atburðarás þar sem utanlandsferðir tengdust inn- kaupum á klámspólum sem hann skoðaði á skrifstofunni um helgar eða milU funda. Á þriðja stigi verð- ur hugsun og framkvæmd að ár- áttuhegðun þar sem einstakhngur- inn hefur ekki lengur neina stjóm á gjörðum sínum. Grámann vissi oft ekki fyrr en hann var búinn að eyöa stórfé í vændiskonur eða klám, missa af mikilvægum fund- um eða viðskiptavinum vegna þess að hann var aö njóta kynlífs á af- viknum stað. Fíórða stigið ein- kennist af örvæntingu, kvíða, spennu og mikilU sektarkennd. FíkilUnn fylUst örvinglun og dap- urleika sem tengist afleiðingum fíknarinnar. Mönnum ofbýður peningaeyðsla, og tímasóun og ótt- ast afskipti lögreglu eða uppgötv- anir eiginkvenna/manna. Margir era farnir að lenda í miklum vandamálum sem tengjast lögbrot- um. Meðferð vegna kynlífsfíknar Þeir einstakUngar sem hér um ræðir leita sér sjaldnast lækms- hjálpar og minna oft á vimuefna- neytendur sem vita glögglega hvað áframhaldandi neysla hefur í för með sér en halda áfram. Það er erfitt að gefa þeim mönnum ráð sem ekki kæra sig um neina hjálp eða meðferð en þeir sem leita eftir aðstoð gera það vegna vandræða sem þeir eru farnir að lenda í: lög- regluafskipti, hjónabandseijur, fé- lagslegir erfiðleikar. Ymiss konar meðferð hefur verið reynd við afbrigðilegri kynhegðun og kynlífsfíkn: 1) Mótvægismeðferð. 2) Kvíðameðferð. 3) Félagsleg meðferð eða hjóna- meðferð. 4) Lyf: Þau lyf sem reynd hafa verið era mótandrogen, eða efni sem vinna gegn karlkynshormón- inuog draga þannig úr kynhvöt- inni í körlum. Þá getur maðurinn stýrt hugsun sinni og hvötum bet- ur. Ýmis þunglyndislyf (Fontex, Cipramil, Seroxate) koma að góðu haldi gegn alvarlegri kynlífsfíkn enda era um þráhyggju eða áráttu að ræða sem þessi lyf duga ágæt- legaá. Sjálfshjálp Víða erlendis hafa hópar þessara einstaklinga komið saman og stofn- að eigin samtök. Sums staðar vinna þau í anda AA-samtakanna og kall- ast þá sexoholics anonymous S.A. og starfa á svipuðum grandvelli og þau. Batahorfur era þó yfirleitt frem- ur klénar og markast af þeim sárs- auka og þeim vandræðum sem fík- illinn lendir í sakir fíknar sinnar. Fæstir vilja neina hjálp fyrr en al- varlega er tekið að slá í harðbakk- ann. Vitundarvígsla manns og sólar Dulfraeöi fyrir þ>á sem leita. Bókin fæst í Bókahúsinu, Skeifunni 8 Erlendar bækur urn heimspeki og skyld efni. Námskeið og leshringar. Áhxigamenn um þróvinarheimspeki Box 4124, 124 Rvk., Fax 587 9777 Sími 557 9763 (AIÉ BÓHEM 'j Vitastíg 3 - Sími 626290 Opid miðvikudagskvöld 22-3 og annan í páskum. Skemmtilegt páskastrípp bæði kvöldin. Aðgangseyrir kr. 1.000. Drykkur innifalinn. Frítt inn fyrir konur. r SMAAUGLYSINGADEILD VÆIIÆIÆÆÆIIIÆÆÆÆÆIÆIÆIIÆÆÆÆÆÆÆI. verdur opin um páskana sem hér segir: miðvikudaginn 12. apríl kl. 9-18 mánudaginn 17. apríl, annan í páskum, kl. 16-22 Lokað: skírdag, föstudaginn langa, laugardaginn 15. apríl og páskadag. Athugið! Síðasta blað fyrir páska kemur út miðvikudaginn 12. apríl. Fyrsta blað eftir páska kemur út eld- snemma að morgni þriðjudaginn 18. apríl smáauglýsingadeild Þverholti 11 - sími 563 2700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.