Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995
27
Fréttir
Austurbæjarskóli:
Mál skóla-
stjórans
ráðast á
næstunni
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra segir að á næstu dögum eða
vikum ráðist hvort skólastjóri Aust-
urbæjarskóla fer aftur til starfa í
skólanum eða ekki. Vegna skipulags
skólastarfsins þurfi aö segja af eða á
um það hvort hann kemur aftur til
starfa eða ekki.
„Það hafa farið fram fundir með
skólastjóranum og lögfræðingi hans.
Maðurinn hefur verið í veikindafríi
en nú líður að því að það verði að
taka ákvörðun um þetta. Ég geri fast-
lega ráð fyrir því aö ganga frá þessu
áður en hugsanleg stjómarskigti eða
ráðherraskipti verða,“ segir Ólafur
G. Einarsson menntamálaráðherra.
-GHS
Treggáfaður maður dæmdur í tíu mánaða fangelsi:
Haf ði kynferðismök við
son sambýliskonu sinnar
- geðlæknir mælti gegn fangelsisrefsingu sem hugsanlega gæti skaðað manninn
Rúmlega tvítugur Austfirðingur hef-
ur verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi
fyrir kynferðismök önnur en samræði
við dreng á fimmta aldursári.
Atvikið átti sér stað árið 1992 þegar
maðurinn var 19 ára. Bjó hann þá
með sér eldri konu og syni hennar.
Drengurinn sagði móður sinni frá
atvikinu sem átti sér stað eftir að
hann og maðurinn höfðu farið saman
í sturtu. Sendi hún drenginn til foður
síns í framhaldi af því. Faðirinn til-
kynnti svo um atburðinn til barna-
verndamefndar.
Á meðan á rannsókn málsins stóð
var maöurinn sendur í greindarpróf. í
vottorði sálfræðings, sem framkvæmdi
prófið, kemur fram að greindarvisitala
mannsins sé 71 stig, „eða á mörkum
treggreindar sem miðast við 70 stig.“
Meö tilliti til þessa var geðlæknir beð-
inn að meta sakhæfi mannsins.
Þar kemur fram að persónuleika-
þroski mannsins sé truflaður, „bæði
vegna lágrar greindar og svo af ytri
aðstæðum." Vísað er til þess að and-
félagslegur persónuleiki einkenni
manninn og hann sé einnig mjög
háður öðrum og áhrifagjam. Þar
kemur einnig fram að verkjalyf, sem
maðurinn neytti daginn sem atburð-
urinn átti sér stað, „geti truflað
hvatastjóm, dómgreind og áttun“
hans eins og það er orðað í dómnum.
Þar segir einnig að hugsanlega geti
karlmenn með þessi persónuleika-
einkenni leitað „í sambönd þar sem
þeir þurfa ekki að upplifa vanmátt
sinn, eins og sambönd við veikgeðja
fólk eða böm.“
Geðlæknirinn segir jafnframt að
refsing í formi fangelsisvistar muni
ein og sér geta leitt til verulegs skaða
fyrir manninn. „Búast má við að
ýmsir óæskilegir þættir í hans per-
sónuleika muni styrkjast, svo sem
harðneskja, hömluleysi og ábyrgðar-
leysi. Það er því mat undirritaðs að
maðurinn þurfi virkan stuðning fag-
aðila til að hjálpa honum að þroska
veikbyggða þætti í persónuleika sín-
um,“ segir geðlæknirinn.
Með þessu segir hann að draga
megi úr líkum á „óæskilegri og hvat-
vísri hegðun og auðvelda manninum
ábyrgð á eigin lífi.“ brotið var framið og ákærði var ein- í 10 mánaða fangelsi. Einnig var litið brot af hálfu sambýlismanns móður
í ljósi þess að nokkuð var síðan ungis 19 ára þótti rétt að dæma hann til þess að hér var um gróft trúnaðar- drengsins að ræða. -pp
QC Dolby Pro Logic
Kannast þú við þaÖ að sitja í kvikmyndahús,i þar sem hljóðið leikur um þig
og þú hefur það ó tilfinningunni að þú sért staddur inn í myndinni?
Þessa tilfinningu getur þú nú fengið heim í stofu með Dolby Pro Logic
útvarpsmagnaranum frá...
r 1
SONY — MJXV'/Cia COfíiH ■V%.
i'; se o
o ; - : ''t -'i
* '
T 1 L B O Ð « m m S V E R Ð
SONY S T R - D 5 1 5
Þeir sem kaupa Dolby Pro Logic magnara er boðiS
sértilboð á 70W miðjuhátalara og pari af 50W
bakhátölurum á frábæru verði aðeins...
SONY S S - C R 1 0
JAPIS
BRAUTARHOLTI 2 OG KRINGLUNNI
SIMI 562 5200
aö sjálfsögðu
fylgir fjarstýring
magnaranum