Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 25 DV Meirihlutinn vildi Keflavík Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Nafnið Keflavík fékk rúm 1.700 atkvæði og Keflavík-Njarðvik fékk rúm 1.100 atkvæði í kosn- ingu um nafn á sameinað sveitar- félag Keflavíkur, Njarövíkur og Hafna um helgina þó að aðeins ætti að greiða atkvæði um nöfnin Suðurnesbær og Reykjanesbær. 5.232 íbúar í sameinaða sveitar- félaginu á Suðumesjum greiddu atkvæði í kosningunni og voru 3.385 atkvæði ógild, eða 65 pró- sent kjörseðla, og auöir seðlar voru 333. 832 studdu nafhið Reykjanesbær og 682 Suðurnes- bær. Samkvæmt samþykkt bæj- arstjórnar frá 9. mars verður því nafn sveitarfélagsins Reykjanes- bær. „Miðað við þaö sem á undan er gengið kemur ekkert á óvart að Keilavíkurnafnið hafi fengið langflest atkvæðísegir Ellert Eiríksson bæjarstjórí. Nafnakosningin verður tekin fyrir í bæjarráði í dag og segir Ellert að endanleg ákvörðun í nafnamábnu verði tekin á bæjar- stjórnarfundi eftir páska. Enskumælandi útlendingur hefur frá því í fyrradag prangað verðlausum frönskum þúsund franka seðlum frá stríðsárunum inn á íslendinga. Maðurinn hefur skipt 8 þúsund frönkum, jafnviröi rúmlega 100 þúsund íslenskra króna, 3 þúsund frönkum í banka og samtals 5 þúsund frönkum á tveimur hótelum. Þá hefur mað- urinn reynt að leika sama leik á fleiri stöðum en án árangurs. Þar sem engin lýsing liggur fyr- ir á manninum vill Rannsóknar- lögregla rikisins biðja fólk að sýna aðgát i gjaldeyrisviðskipt- um með gjaldmiðil af þessu tagi. Þær upplýsingar fengust hjá RLR að svik sem þessi væru sjaldgæf. Hins vegar má vera ljóst af frétta- fiutningi að öllu algengara er að íslenskum krónum, frá því fyrir gjaldmiðifsbreytingu, sé skipt er- lendis. -PP Rafveita Hafnarfjarðar tilsölu? Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Við höfum heyrt aö þeir í Hafharfirði hafi hug á að selja rafveitu sína. Að mínu mati kem- ur til greina að fylgjast vel með þróun mála þar i bæ,“ sagði Júl- íus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðumesja, í samtali viö DV og bætti við.„ Við munum sjálfsagt skoöa þau mál ef niðurstaðan veröur að þeir vilji selja.“ Um það hefur verið rætt í Hafh- arfirði að selja rafveituna til að grynnka á skuldum bæjarins og frést hefur aö fleiri en hitaveitu- menn á Suðumesjum haii áhuga á að kaupa. RARIK og Rafmagn- sveita Reykjavíkur em þar á meðal. Leið- rétting Þau leiðu mistök urðu á neytenda- síðunni í gær að með umfjöllun um gæðakönnun á páskaeggjum fyrir sykursjúka og án mjólkur birtist graf úr fyrri gæðakönnun þar sem venju- leg egg vom bragðprófuö. Við birtum því rétta grafið hér á síðunni og biðj- umst um leið velvirðingar. Fréttir ovj ^ v V 23 ® 3rv 1 ^ V 2 . v 3°3 3°^ > Horfur á föstudaginn langa 2» S 2°(* i m' r v 'W 4y* 3°^ v • / v 3°® V * "(3 V 4°^ y O Horfur á laugardag i ♦ '• 4 7* t * •« 1 .-3 * ®J Horfur á páskadag / / -2°m * , *• *J Horfur annan í páskum Norðanátt á páskadag - frost og él norðanlands en mildara veður sunnanlands Föstudagur Á fóstudaginn verður vestlæg átt á landinu. Strekkingur og slydduél verða um landið vestanvert en hæg- ari og léttskýjað austanlands. Hiti verður nálægt frostmarki. Laugardagur Á laugardaginn eru horfur á vest- lægri átt, víðast kalda. Skúrir eða slydduél verða um landið vestanvert en léttskýjað austan til. Hiti verður á bilinu 1 til 5 stig. Sunnudagur Gert er ráð fyrir norðlægri átt á sunnudaginn, nokkuð hvassri aust- an til á landinu en hægari vestan til. Norðanlands verður hiti nálægt frostmarki og él. Um landið sunnan- vert verður hiti 1 til 4 stig og skýjað með köflum. LANDIÐ ALU - ÚRSLÍT Atkvæði Greidd atkvæði: 167.745 Auð og ógild: 2.705 Breyting % frá '91 Þing- menn ———————T- A 18.845 11,4 -4,1 7(10) B 38.484 23,3 +4,4 15(13) D 61.183 37,1 -1,5 25(26) G 23.596 14,3 0,1 9(9) J 11.806 7,2 - 4 (-) K 316 0,2 - O(-) M 717 0,4 — O(-) N 957 0,6 - O(-) S 1.105 0,7 - O(-) V 8.031 4,9 -3,4 3(5) -.......—-......... Við talningu atkvæða á Suðurlandi gleymdist að telja 161 utankjörfundarat- kvæði. Þegar mistökin komu i Ijós á sunnudaginn voru atkvæðin talin með samþykki umboðsmanna framboðslistanna. Við þetta breyttust heildarat- kvæðatölur framboðslista lítils háttar án þess þó að það hefði áhrif á þing- mannaskiptingu. Að ofan má sjá niðurstöðutölur kosninganna. Hvaða páskaegg bragðast best? IMSilMMMjRMMIIMSMIMMIiaMMMMIIHIMMIIHHMMWMMMIIMBinSSittnsnMlllálMMIMMWSaniM Ú = Úlfar D = Dröfn S = Sigmar Án mjólkur Fyrir sykursjúka Mánudagur lands verður léttskýjað. Frost verður Á mánudaginn er gert ráð fyrir á bilinu 0 til 5 stig, kaldast um landið norðaustlægri átt. Um landið norðan- norðanvert. og austanvert verða él en vestan- Sumartilboö (natural (^^)collecti6^) Hreinsir, andlitsvatn og dagnœring allt á kr. 509,- Boots hefur 150 ára reynslu á lækningarmætti jurta og ávaxta. Boots prófar ekki vörurnar á dýrum. Hágæða rannsóknar- stofur rannsaka vöruna lengi á sjálfboðaliðum áður en hún er sett á markað. Jafnvel í dag eru til sölu allt að því heimalagaðar snyrtivörur án alls eftirlits, varist að kaupa slíkar vörur því þær geta valdið skaða. Boots gætir fyllsta öryggis við val á sérhverju innihaldi. Nat- ural Collection línan inniheldur ávexti og jurtir, eins og t.d. jasmínu sem róar húð og ilmur- inn hjálpar gegn þunglyndi. Mangó inniheldur mikið af A-, B-, B2-, C- og E-vítamínum. Kók- oshnetur mýkja húð og laga slitna hárenda. Rósmarín er ilmlæknandi og styrkir einnig húð og hársvörð. Svona mætti lengi telja. Hvort sem þú vilt slappa af í nærandi freyöibaði eða nota frískadi sturtusápu, lækna þurra húð og djúpnæra illa farið hár, þá er Natural Collection svarið. Gæðavara á góðu verði. Fæst í: Apótek: Árbæjar - Blönduóss - Borgarness - Dal- víkur - Djúpavogs - Egilsstaða - Grafarvogs - Hellu - Hvolsvallar - Hafnar - Kópavogs - Ólafsfiarð- ar - Ólafsvíkur - Patreksfjarðar - Sauðárkróks - Siglufjarðar. Eyjakaup - Fjarðarkaup - Hag- kaup - Heilsug. Kirkjubæjar- klaustri - Lyfsalan Vík - Mangó Keflavík - Venus Sandgerði - Vöruhús KÁ, Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.