Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 25 DV Meirihlutinn vildi Keflavík Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Nafnið Keflavík fékk rúm 1.700 atkvæði og Keflavík-Njarðvik fékk rúm 1.100 atkvæði í kosn- ingu um nafn á sameinað sveitar- félag Keflavíkur, Njarövíkur og Hafna um helgina þó að aðeins ætti að greiða atkvæði um nöfnin Suðurnesbær og Reykjanesbær. 5.232 íbúar í sameinaða sveitar- félaginu á Suðumesjum greiddu atkvæði í kosningunni og voru 3.385 atkvæði ógild, eða 65 pró- sent kjörseðla, og auöir seðlar voru 333. 832 studdu nafhið Reykjanesbær og 682 Suðurnes- bær. Samkvæmt samþykkt bæj- arstjórnar frá 9. mars verður því nafn sveitarfélagsins Reykjanes- bær. „Miðað við þaö sem á undan er gengið kemur ekkert á óvart að Keilavíkurnafnið hafi fengið langflest atkvæðísegir Ellert Eiríksson bæjarstjórí. Nafnakosningin verður tekin fyrir í bæjarráði í dag og segir Ellert að endanleg ákvörðun í nafnamábnu verði tekin á bæjar- stjórnarfundi eftir páska. Enskumælandi útlendingur hefur frá því í fyrradag prangað verðlausum frönskum þúsund franka seðlum frá stríðsárunum inn á íslendinga. Maðurinn hefur skipt 8 þúsund frönkum, jafnviröi rúmlega 100 þúsund íslenskra króna, 3 þúsund frönkum í banka og samtals 5 þúsund frönkum á tveimur hótelum. Þá hefur mað- urinn reynt að leika sama leik á fleiri stöðum en án árangurs. Þar sem engin lýsing liggur fyr- ir á manninum vill Rannsóknar- lögregla rikisins biðja fólk að sýna aðgát i gjaldeyrisviðskipt- um með gjaldmiðil af þessu tagi. Þær upplýsingar fengust hjá RLR að svik sem þessi væru sjaldgæf. Hins vegar má vera ljóst af frétta- fiutningi að öllu algengara er að íslenskum krónum, frá því fyrir gjaldmiðifsbreytingu, sé skipt er- lendis. -PP Rafveita Hafnarfjarðar tilsölu? Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Við höfum heyrt aö þeir í Hafharfirði hafi hug á að selja rafveitu sína. Að mínu mati kem- ur til greina að fylgjast vel með þróun mála þar i bæ,“ sagði Júl- íus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðumesja, í samtali viö DV og bætti við.„ Við munum sjálfsagt skoöa þau mál ef niðurstaðan veröur að þeir vilji selja.“ Um það hefur verið rætt í Hafh- arfirði að selja rafveituna til að grynnka á skuldum bæjarins og frést hefur aö fleiri en hitaveitu- menn á Suðumesjum haii áhuga á að kaupa. RARIK og Rafmagn- sveita Reykjavíkur em þar á meðal. Leið- rétting Þau leiðu mistök urðu á neytenda- síðunni í gær að með umfjöllun um gæðakönnun á páskaeggjum fyrir sykursjúka og án mjólkur birtist graf úr fyrri gæðakönnun þar sem venju- leg egg vom bragðprófuö. Við birtum því rétta grafið hér á síðunni og biðj- umst um leið velvirðingar. Fréttir ovj ^ v V 23 ® 3rv 1 ^ V 2 . v 3°3 3°^ > Horfur á föstudaginn langa 2» S 2°(* i m' r v 'W 4y* 3°^ v • / v 3°® V * "(3 V 4°^ y O Horfur á laugardag i ♦ '• 4 7* t * •« 1 .-3 * ®J Horfur á páskadag / / -2°m * , *• *J Horfur annan í páskum Norðanátt á páskadag - frost og él norðanlands en mildara veður sunnanlands Föstudagur Á fóstudaginn verður vestlæg átt á landinu. Strekkingur og slydduél verða um landið vestanvert en hæg- ari og léttskýjað austanlands. Hiti verður nálægt frostmarki. Laugardagur Á laugardaginn eru horfur á vest- lægri átt, víðast kalda. Skúrir eða slydduél verða um landið vestanvert en léttskýjað austan til. Hiti verður á bilinu 1 til 5 stig. Sunnudagur Gert er ráð fyrir norðlægri átt á sunnudaginn, nokkuð hvassri aust- an til á landinu en hægari vestan til. Norðanlands verður hiti nálægt frostmarki og él. Um landið sunnan- vert verður hiti 1 til 4 stig og skýjað með köflum. LANDIÐ ALU - ÚRSLÍT Atkvæði Greidd atkvæði: 167.745 Auð og ógild: 2.705 Breyting % frá '91 Þing- menn ———————T- A 18.845 11,4 -4,1 7(10) B 38.484 23,3 +4,4 15(13) D 61.183 37,1 -1,5 25(26) G 23.596 14,3 0,1 9(9) J 11.806 7,2 - 4 (-) K 316 0,2 - O(-) M 717 0,4 — O(-) N 957 0,6 - O(-) S 1.105 0,7 - O(-) V 8.031 4,9 -3,4 3(5) -.......—-......... Við talningu atkvæða á Suðurlandi gleymdist að telja 161 utankjörfundarat- kvæði. Þegar mistökin komu i Ijós á sunnudaginn voru atkvæðin talin með samþykki umboðsmanna framboðslistanna. Við þetta breyttust heildarat- kvæðatölur framboðslista lítils háttar án þess þó að það hefði áhrif á þing- mannaskiptingu. Að ofan má sjá niðurstöðutölur kosninganna. Hvaða páskaegg bragðast best? IMSilMMMjRMMIIMSMIMMIiaMMMMIIHIMMIIHHMMWMMMIIMBinSSittnsnMlllálMMIMMWSaniM Ú = Úlfar D = Dröfn S = Sigmar Án mjólkur Fyrir sykursjúka Mánudagur lands verður léttskýjað. Frost verður Á mánudaginn er gert ráð fyrir á bilinu 0 til 5 stig, kaldast um landið norðaustlægri átt. Um landið norðan- norðanvert. og austanvert verða él en vestan- Sumartilboö (natural (^^)collecti6^) Hreinsir, andlitsvatn og dagnœring allt á kr. 509,- Boots hefur 150 ára reynslu á lækningarmætti jurta og ávaxta. Boots prófar ekki vörurnar á dýrum. Hágæða rannsóknar- stofur rannsaka vöruna lengi á sjálfboðaliðum áður en hún er sett á markað. Jafnvel í dag eru til sölu allt að því heimalagaðar snyrtivörur án alls eftirlits, varist að kaupa slíkar vörur því þær geta valdið skaða. Boots gætir fyllsta öryggis við val á sérhverju innihaldi. Nat- ural Collection línan inniheldur ávexti og jurtir, eins og t.d. jasmínu sem róar húð og ilmur- inn hjálpar gegn þunglyndi. Mangó inniheldur mikið af A-, B-, B2-, C- og E-vítamínum. Kók- oshnetur mýkja húð og laga slitna hárenda. Rósmarín er ilmlæknandi og styrkir einnig húð og hársvörð. Svona mætti lengi telja. Hvort sem þú vilt slappa af í nærandi freyöibaði eða nota frískadi sturtusápu, lækna þurra húð og djúpnæra illa farið hár, þá er Natural Collection svarið. Gæðavara á góðu verði. Fæst í: Apótek: Árbæjar - Blönduóss - Borgarness - Dal- víkur - Djúpavogs - Egilsstaða - Grafarvogs - Hellu - Hvolsvallar - Hafnar - Kópavogs - Ólafsfiarð- ar - Ólafsvíkur - Patreksfjarðar - Sauðárkróks - Siglufjarðar. Eyjakaup - Fjarðarkaup - Hag- kaup - Heilsug. Kirkjubæjar- klaustri - Lyfsalan Vík - Mangó Keflavík - Venus Sandgerði - Vöruhús KÁ, Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.