Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 Dagur í lífl Sivjar Friðleifsdóttur: Tekið við hamingjuóskum Dagurinn hcfst mjög snemma þar sem Bylgjan haföi óskað eftir mér í beina útsendingu klukkan átta. Ég vaknaði klukkan hálfsjö og eftir venjuleg morgunverk læddist ég út og skildi eiginmann- inn, Þorstein Húnbogason, og syn- ina, Húnboga 10 ára og Hákon tæp- lega tveggja ára, eftir sofandi. Á Bylgjunni tóku Eiríkur og Þorgeir vel á móti mér og við lukum hressi- legu viðtali. Þá hélt ég aftur heim á leiö. Ég var nýkomin heim þegar gam- all vinur birtist óvænt í kaffi. Hann kom færandi hendi með stórt, heiðgult sólblóm í tilefni kosninga- sigursins. Um sama leyti vaknaði Hákon sem var heima þennan morgun þar sem dagmamman, Rannveig, er í fríi. Ég skipti á hon- um og gaf honum að borða. Hún- bogi, sá eldri, svaf ennþá vært enda kominn í páskaleyfi. Um hádegisbilið kom Kristín, en hún sér um strákana eftir hádegi þegar ég er upptekin. Klukkan eitt mætti ég á fyrsta þingflokksfund- inn í þingherbergi framsóknar- manna á Alþingi. Þar var geysigóð stemning enda vorum við að hittast í fyrsta sinn eftír góöan kosninga- sigur. Halldór Ásgrímsson afhenti mér blómvönd frá þingflokknum í tilefni af því að ný þingkona bætt- ist í hópinn. Þetta var hátíðleg stund og ég fann strax til mikillar samkenndar í þinghópnum. Ég hugsaði aö með þessu fólki ætti ég eftir að ganga í gegnum súrt og sætt á næstu árum. Þessi fundur verður mér minnisstæður og ég mun hugsa til hans í elhnni. Halldór fór yfir árangur flokksins í kosningabaráttunni og skýrði frá þeirri stöðu sem upp væri komin varðandi líkleg stjómarmynstur. Fundinum lauk síðan með mynda- tökum af hinum nýja þingflokki í Alþingisgarðiniun. Þá þurftí ég að ijúka suður í Siv Friðleifsdóttir var sigurvegari kosninganna i Reykjanesi. Hér er hún með sonum sínum Húnboga og Hákoni. DV-mynd GVA Hafnarfjörð á annan fund. Þar hitt- ist kosnhiganefndin í fyrsta sinn eftir glæsilegan kosningasigur. Það var létt yfir mannskapnum eins og venjulega og þá sérstaklega þegar tilkynnt var að kosningabarátta fyrir næstu þingkosningar væri þegar hafm. Samkennd og hóp- vinna hefur einkennt kosninga- vinnu okkar. Við náðum að virkja breiðan hóp manna síðustu mán- uðina fyrir kosningar enda getur fámennur hópur ekki lyft því Grettistaki og unnið slíkan kosn- ingasigur sem okkur tókst í þetta sinn. Klukkan var orðin sjö þegar ég komst loks heim og þá var eigin- maðurinn búinn að elda kjöt í karrí með hrísgrjónum. Eftir matínn, horfði ég á sjónvarpsfréttir á báð- um Stöövum því maður verður að fylgjast með því sem er að gerast. Síðan settíst ég við símann, hringdi í ættingja og vini og þakkaði stuðn- inginn í kosningabaráttunni. Gestkvæmt var um kvöldið enda kominn tími til að hitta vini og vandamenn sem vanræktir hafa verið síðustu vikumar. Heiður vin- kona mín kom í heimsókn, Ingunn systir mín og Sigurgeir mágur og Védís mágkona mín. Fjölskyldunni tókst síðan að skipuleggja páskafrí- ið og sumarfríið. Um páskana er meiningin að skreppa vestur í Dali aö hitta Margréti Oddsdóttur frá Jörva, langömmu sona minna, og ef til vill að skreppa í sumarbústað tengdafjölskyldunnar á Bifröst. Ekki veitir af hvíldinni. í sumar mun ég og synimir fara til Noregs í fimmtugsafmæh móðursystur minnar og síðan í veiðiferðir hér heima. Þá var kominn tími tíl að baða yngri strákinn, bursta tenn- urnar og koma honum í rúmið. Við lásum smávegis í bók áöur en hann datt út af. Stuttu síðar fóram við hin líka að sofa og viðburðaríkum mánudegi var þar með lokið. Finnur þú finrni breytingar? 305 Þú þartt að minnka vindlareykingarnar um helming og við byrjum strax. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. Nafn: Heimili:. ik Vinningshafar fyrir þrjú hundraðustu og þriðju get- raun reyndust vera: 1. Margrét Einarsdóttir 2. Katrin Valtýsdóttir Heiðarholti 28 Haukanesi 5 230 Keflavík 210 Garðabæ 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími, að verðmæti kr. 4.950, frá Htjómbæ, Hverflsgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækuraar, sem eru í verð- laun, heita: Líki ofaukiö og Bláhjálmur úr bókaflokknum Bróðir Cadfael að verð- mætí kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út af Fijálsri fjölmiðlun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagiö með lausninni: Finnur þú frnim breytingar? 305 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík =vll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.