Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995
Fréttir
Fjóla Hlíðdal flýgur farþegaþotum fyrir SwissAir:
Var þriðja konan sem fékk
f lugmannsréttindi í Sviss
„Þaö eru bara sex eöa sjö ár síðan
konur fengu að starfa sem flugmenn
í Sviss. Ég var þriöji kvenflugstjórinn
í farþegaíluginu og nú erum við
orðnar tólf af 2.000. Það er ekki mik-
ið en þó bætast alltaf tvær til þrjár
við á hverju ári. Ég var sú eina sem
flaug fyrir BelAir og verð eini kven-
flugstjórinn hjá SwissAir. Hinar
konumar fljúga flestar fyrir SAS og
em yfirleitt sænskar,“ segir Erla
Fjóla Einarsdóttir Hlíðdal, 28 ára
hálfíslenskur flugstjóri á DC 9 þotum
svissneska flugfélagsins BelAir.
Hópur svissneskra ferðamanna
kom til íslands á mánudagskvöld til
að kynnast landinu á einum degi og
flaug til baka á þriðjudagskvöld und-
ir stjóm Fjólu. Hún var þá í sínu síð-
asta flugi fyrir BelAir, dótturfyrir-
tæki SwissAir, en í næstu viku byij-
ar hún að fljúga fyrir SwissAir. Fað-
ir Fiólu, Einar Guðmundsson Hlíð-
dal, fór fyrir nokkrum áratugum í
verkfræðingsnám í Sviss og stofnaði
þar fjölskyldu með svissneskri
stúlku. Fjóla á tvær systur í Sviss
og bróður á HvolsveUi en faðir henn-
ar ólst upp undir Eyjafjöllum.
„Ég hef eytt sumarfríum minum
með fjölskyldu minni hér. Bróðir
minn býr á Hvolsvelli og amma mín
bjó í Reykjavík en hún dó fyrir
Fjóla er íslensk i aðra ættina en faðir hennar, Einar Guðmundsson Hiið-
dal, fór i verkfræðinám til Sviss fyrir nokkrum áratugum og stofnaði þar
fjölskyldu. Systurnar Lovísa og Ólöf Jónsdætur gættu Fjólu og systra henn-
ar árin 1966-1968 og hafa þær alltaf haldið sambandinu. DV-myndir BG
nokkrum ámm,“ segir Fjóla. Hún
gisti hjá gömlu barnapíunni sinni,
Ólöfu Jónsdóttur, meðan á dvölinni
á íslandi stóð. Ólöf og systir hennar,
Lovísa Jónsdóttir, voru au pair hjá
fjölskyldu Fiólu í Ziirich í Sviss til
skiptis árin 1966 til 1968.
„Við höfum haldið sambandi viö
fjölskylduna eftir að við fómm út
gegnum vinafólk foður hennar hérna
á sínum tíma og við fylgjumst með
þeim. Systumar hafa verið duglegar
að koma hingað til íslands. Ein
þeirra er læknir og önnur ritari og
þeim hefur öllum gengið mjög vel.
Fjóla var að læra arkitektúr og var
búin með þrjú ár þegar henni bauðst
að læra flugið," segir Ólöf Jónsdóttir.
-GHS
Fjóla Hliödal er 28 ára þotuflugmaður hjá SwissAir og var hún þriðja kon
an sem fékk flugréttindi i Sviss.
Stuttar fréttir
Nagladekkinólögleg
Samkvæmt reglugerð varð
óheimilt að aka um á nagladekkj-
um frá og með 16. apríl síðastliðn-
um. Lögreglan segist ætla að
beita viöurlögum fljótlega.
Svavar formadur
Svavar Gestsson var f gær kjör-
inn formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins. Kristinn H. Gunn-
arsson verður varaformaður
þingflokksins og Bryndís Hlöð-
versdóttir ritari.
Borgarvevfcódýrast
Borgarverk hf. átti lægsta til-
boðið í lagningu sUtlags á Norð-
urlandi vestra. Tilboöið hijóöaði
upp á 20,3 miUjónir.
Meingen kortlagt
Meingen arfgengs augnsjúk-
dóms hefur verið kortlagt á rann-
sóknardeild Blóðbankans. Ura er
að ræða sjónu- og æðuvisnun í
augnbotni. Skv. Mbl, hefur sjúk-
dómurinn greinst hjá um 100
manns í ættum sem upprunnar
eru á Langanesi og í Eyjafirði.
Ólina úr Þjóðvaka
Ólína Þorvarðardóttir hefur
sagt skiUð við Þjóðvaka. Skv.
RUV er ástaeðan óánægja með
skipulag og starfshætti samtak-
anna.
Sfýóflóða vamir efldar
Ríkisstjómin ákvað í gær að
ráða sérfræðinga til Veðurstof-
unnar til að sinna snjóflóöavöm-
um. Að auki verður einn maður
ráöinn timabundið til að safha
gögnura.
Valgerðurformaður
Valgerður Sverrisdóttir var í
gær fyrst kvenna kíörin þing-
flokksformaður Framsóknar-
flokksins. Siv Friðleifsdóttir var
kjörin varaformaður og Ólafur
Öra Haraldsson ritari.
Sparnaður í hótelvist
Lækka má sjúkrahúskostnað
sjúklinga um helraíng með því að
flytja þá á sjúkrahótel. RÚV hafði
þetta eftir sænskum sjúkrahús-
forstjóra. -kaa
Sáttmálinn um sjávarútvegsmálin:
Á réttri leið hvað varð-
ar krókabáta
- segir Sveinbjöm Jónsson, sjómaður á Suðureyii
„Menn em á réttri leið hvað varðar
krókabátana. Það er þó spurning
með dagafjöldann. Ég held að 100 til
130 sóknardagar eigi að duga flestum.
Það er margt í þessum sáttmála sem
lofar góðu,“ segir Sveinbjörn Jóns-
son, trillukarl á Suðureyri, vegna
sáttmála stjómarflokkanna í sjávar-
útvegsmálum þar sem gert er ráð
fyrir að horfið verði frá banndaga-
kerfi krókabáta en tekið í staðinn
upp róðrardagakerfi.
Sveinbjöm segist binda ákveðnar
vonir við að úttekt sú sem áformaö
er að gera á kostum og göllum fisk-
veiðistjómunarkerfa verði til aö
opna augu þeirra sem ekkert hafa
viljaö nema kvótakerfið.
„Ég vona að í samanburði á þessum
kerfum sjái menn að kerfi sem leiðir
til þess að fiski er kastað er ónýtt,“
segir Sveinbjöm.
Hann segist vilja bíða og sjá hvað
verði úr þeim stefnumiðum sem sett
era fram í sáttmálanum.
„Maður bíður bara og vonar að það
komi eitthvaö út úr þessu og af því
aö Halldór Ásgrímsson er alltaf að
tala um nauðsyn þess að festa sé í
sjávarútveginum þá vona ég bara að
Einari Oddi takist að losa íslenskan
sjávarútveg úr þeirri festu sem hann
er kominn í,“ segir Sveinbjöm. -rt
Akureyri:
Þrenntáslysa-
deild eftir
árekstur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri
Mjög harður árekstur tveggja
bifreiða varð á mótum Byggöa-
vegs og Þingvallastrætis á Akur-
eyri í gær. Ökumaður bifreiðar
sem kom eftir Byggöavegi virti
ekki stöðvunarskyldu og ók í hlið
hinnar sem endastakkst og valt
síðan.
Ökumenn beggja bifreiðanna
vora fluttir á slysadeild og þriggja
ára barn úr annarri bifreiðinni.
Ökumennimir vora ekki mikið
slasaðir en bamiö meíra og var
m.a. meö höfuðmeiðsli.
Þrir bakarar dæmdir fyrir innflutning, sölu og vörslu á kókaíni:
Ætlaði að bæta fjárhags-
stöðuna með innflutningnum
innflytjandinn fékk hálfs þriöja árs fangelsi, söluaðili tveggja ára en sá þriðji sekt
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
í gær Sverri Hólm Reynisson, 27 ára
Reykvíking, í hálfs þriðja árs fang-
elsi fyrir kókaíninnflutning og Sigur-
jón Sigurðsson, þrítugan Reykvík-
ing, í tveggja ára fangelsi fyrir kóka-
ínsölu. Þriðji maðurinn, 32 ára Hafn-
firðingur, var dæmdur til að greiða
300 þúsund króna sekt fyrir að hafa
haft 15 grömm af kókaíni undir hönd-
um. Allir starfa mennimir sem bak-
arar og fannst hluti af efninu á
vinnustað þeirra.
Sverrir viðurkenndi við yfirheyrsl-
ur að hafa farið til Costa Rica í febrú-
ar 1994 til að heimsækja þar kunn-
ingja en þar hafði hann dvalið sem
skiptinemi nokkrum árum áður.
„Kveðst hann hafa velt því fyrir sér
áður en hann fór utan að kaupa þar
fíkniefni og selja er heim væri komið
þar sem hann var mjög skuldugur."
Hann færði þetta í tal við vinnufélaga
sinn, Sigurjón, sem hann vissi að
hafði tengsl við menn í fíkniefna-
heiminum.
Gleypti smokka sem láku
Sverrir lét mann sem hann þekkti
í Costa Rica útvega sér efnið og borg-
aöi 2.800 dollara fyrir það. Efnið, 280
grömm af kókaíni, sem Sverrir taldi
sig fá hálfa aöra milljón fyrir hér
heima, lét hann í 100 til 120 smokka
og gleypti þá. Um 2 grömm voru í
hverjum smokki en tveir þeirra láku
á leiðinni heim.
Þegar heim var komið tók Sigurjón
við mestum hluta af efninu til sölu.
Sverrir átti að fá sjö til átta þúsund
krónur fyrir hvert selt gramm en
Sigurjón eitt þúsund. Hluta af efninu
hafði Sverrir þegar selt og fengið
hluta af því greitt en annað var „upp
á krít“. Meðal annars hafði Hafnfirð-
ingurinn fengið 15 grömm sem hann
átti að greiða 100 þúsund krónur fyr-
ir.
í niðurstöðu dómsins segir að
Sverrir Hólm hafi flutt til landsins
mikið magn af hættulegum fíkniefn-
um í söluskyni og að brot hans væri
skipulagt og brotaviljinn einarður.
Siguijón, sem þorði ekki að segja til
mannanna sem hann þekkti til í
fíkniefnaheiminum, hafi hins vegar
tekið við miklu magni framan-
greindra fíkniefna í því skyni að selja
það. „Hins vegar játuðu báðir brot
sín greiðlega og þeir hafa bætt lífemi
sitt. Þegar þetta er virt svo og það
að nokkur dráttur hefur orðiö á mál-
inu viö meðferð þess hjá ríkissak-
sóknara sem ákærðu eiga enga sök
á,“ þótti refsing þeirra hæfilega
ákveðin tvö ár og hálft þriðja ár.
Hafnfirðingurinn haiði hins vegar
áður komið við sögu fíkniefnamála
og var dæmdur til greiðslu sektar.
Kókaínið var gert upptækt, einnig
peningar sem hald var lagt á, 80 þús-
und krónur, og gramm af hassi sem
fannst við rannsókn málsins.
Ingibjörg Benediktsdóttir héraðs-
dómari kvað upp dóminn.
-PP