Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 Fréttir Brúaáætlun upp á 250-350 milljónir í kjölfar ákvörðunar um jarðgöng: Nýjar brýr í Hvalf irði yf ir Laxá og Botnsá - gerð brúar og ræsis 1 Hvalfj arðarbotni 1 haust en ný Laxárbrú 1998 í kjölfar ákvörðunar um að gera jarðgöng undir Hvalfjörð, sem vænst er að hægt verði að taka í notkun árið 1998, hefur verið ákveðið að hefj- ast handa um smiöi nýrrar brúar við Botnsá, innst í firðinum. Einnig verður gert ræsi í stað einfaldrar brúar norðanmegin í firðinum, skammt vestan Botnsár. Rögnvaldur Jónsson, umdæmisverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, sagöi við DV í gær að auk þessa lægi fyrir að haf- ist yrði handa við að byggja nýja brú yfir Laxá í Kjós áriö 1998 og mun það standa yfir í tvö ár. „Það má segja aö brýrnar yfir Laxá og Botnsá séu ónýtar - með þeim þarf að hafa sérstakt eftirlit. Við vor- um í biðstöðu með framkvæmdir við Botnsá því það hefur ekki verið ákveðið endanlega fyrr en núna að það skyldi ráöast í göngin," sagði Rögnvaldur. „Ef það hefði ekki verið gert hefð- um við skoðað möguleika á að stytta leiðina við Þyril, yfir leirurnar á innsta voginum í Hvalfirði. Nú, þegar göngin eru ákveðin, munum við hins vegar smíða nýja brú í stað þeirrar gömlu á svipuðum stað eða innst í leirunum. Það verður vonandi gert núna í haust. Þannig mun vegurinn færast aðeins frá Botnsskála." Rögnvaldur sagði að 50 milljóna króna byrjunarfjárveiting væri fyrir hendi vegna nýrrar brúar yfir Laxá í Kjós. í upphaflegri fjárhagsáætlun um Laxárbrú, sem miðaðist við að göng yrðu ekki gerð undir Hvalfjörð, var gert ráð fyrir að byggingarkostn- aður yrði samtals 350 milljónir króna. Rögnvaldur sagði að vegna ganganna yrði ekki lagt í svo mikinn kostnað við brúna. Gert er ráð fyrir að brú yfir Botnsá muni kosta 60 milljónir króna. -Ótt Flugmáltíðir yfireina milljón í ár Ægir Már Kárason, DV, Sudumesjum; „Það er vaxtarbroddur hér inn- anlands og aukning á flugmáltíð- um er að meðaltali 12% þrjá fyrstu mánuði ársins. Eins og horfir nú munum við útbúa yfir milljón matarbakka á þessu ári en slíkt hefur ekki gerst áður," sagði Jón G. Sigurösson, yfirmað- ur Qugeldhúss Flugleiða á KeQa- víkurQugvelli, í samtali við DV. Aukingin er einkum vegna Qeiri leiguflugfélaga og einka- Qugvéla sem eiga leið um KeQa- víkurQugvöll og fá mat úr Qug- eldhúsinu. Mikil aukning hefur verið í þessari starfsemi Flug- leiða síöustu árin. 1991 voru framleiddar 600.000 máltiðir og í fyrra voru þær 951 þúsund. 813 þúsund þeirra voru fyrir vélar Flugleiða. Vorboð- arnir koma hveraf öðrum Öm Þóraimssan, DV, Fljótum; Þrátt fyrir að enn sé fátt sem minnir á að sumarið sé komið sam- kvæmt dagatalinu þá koma vorboð- arnir nú einn af öðrum. Farfuglarnir eru famir að láta sjá sig en eru ósköp hnípnir því auðu blettirnir eru fáir enn sem komið er og þvi síður vök á ísi lögðum vötnum. Nýtt líf er byijað að líta dagsins ljós. Víða eru fyrstu lömb vorsins fædd þótt sauðburður hefjist ekki almennt fyrr en um miðjan maí. Þá má á stöku stað sjá nýköstuð folöld skokka um, talsvert á undan áætlun. Heiða Guðbjörg Sigtryggsdóttir með fyrstu lömbin á Fyrir-Barði í Fljótum. DV-mynd örn Akranes: Stóraukin af- kösthjá fiskimjöls- verksmiðju HB Daniel Ólafsson, DV, Akranesi: Afköst í fiskimjölsverksmiðju HB og Co. á Akranesi jukust umtalsvert á loðnuvertíðinni sem nú er nýlokið. Meðalaíköst voru um 600 tonn á sólarhring og þegar best lét um 700 tonn. Á vertíðinni 1993-1994 voru meðalafköstin á sólarhring um 400 tonn. Þessi mikla breyting þýddi m.a. að verksmiðjan gat haft undan að vinna úr afla loðnuskipanna Víkings AK og Höfrungs AK með- an á hrognatöku stóð. Meginá- stæðan fyrir auknum aiköstum var sú að í fyrrasumar var ný heilfisksskilvinda tekin í notkuh ásamt lýsisskilvindu og við upp- haf þessarar loönuvertíðar var bætt við forhitara fyrir hráefniö. I dag mælir Dagfari Sparkað upp í forsetastól Eitt er það embætti á Islandi sem gengur framar flestum öðrum að virðingu og völdum. Það er emb- ætti forseta alþingis. Forseti al- þingis stjórnar helstu lýðræðis- stofnun lýðveldisins. Þar eru lögin sett, þar eru fjárveitingar ákveðn- ar, þar eru ríkisstjómir myndaðar í samræmi við þingmeirihluta hveiju sinni. Forseti þingsins stýr- ir fundum alþingis, segir þing- flokkunum fyrir verkum, hefur það í valdi sínu hverjir tala og for- seti þingsins getur stýrt ráðherrun- um eins og strengjabrúðum ef hann svo vill. í stórum dráttum má segja að forseti alþingis sé æöri ríkisstjóm- um enda verða þær aö sitja og standa éins og þingið og forseti þess ákveða. Allt er þetta bundið í stjómarskrá og verður ekki frá for- setanum tekið nema þjóðin sjálf samþykki það í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þá má heldur ekki gleyma þvi að forseti alþingis er einn af þremur handhöfum forsetavalds þjóðar- innar þegar forseti íslands er vant við látinn. Varla er hægt að komast lengra í virðingar- og tignarstöðu. Svo var það að Davíð Oddsson, formaöur Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ákvað að bjóða Ólafi G. Einarssyni að verða forseti þingsins. Það sæti var autt eftir að kjósendur Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi höfnuðu Salome Þor- kelsdóttir, fyrrverandi forseta, í prófkjöri. Það er ekki á hveijum degi sem menn fá tilboð um að fá að vera forsetar alþingis en samt fór það svo að Ólafur brást hinn versti við og trúði ekki sínum eigin eyrum. Formaöur Sjálfstæðisflokksins var að misbjóða honum. Ólafur lagöist veikur af tilhugsuninni einni sam- an og það var ekki fyrr en Davíð hafði kúgað hann til hlýöni sem Ólafur féllst á það meö semingi að hann gæti svo sem gert þetta fyrir Davíð. Reyknesingar, bandamenn Ólafs og kjósendur, brugðust hins vegar ókvæða við. Þeir héldu mótmæla- fundi og lögðu fram bókanir á þing- flokksfundi og hóta nú hefndum - þótt síðar verði. Reyknesingar hafa nefnilega slæma reynslu af þing- mönnum sínum á forsetastóli, minnugir þeirra örlaga sem biðu Salome eftir forsetatíð hennar. Reyknesingum þykir að þeir taki niður fyrir sig með því að fá sinn mann í forsetastól. Það er búið að sparka í okkar mann, lítflsvirða hann og kjördæmið, segja þeir og ganga nú með veggjum af skömm og niðurlægingu. Af þessu mega menn sjá að það er ekki allt fengið með forsetatign á alþingi. Menn eru niðurlægðir þegar þeir eru gerðir að forsetum. Þeim er bolað frá og út í ystu myrk- ur. Forsetastóllinn er eins raf- magnsstóllinn vestur í Bandaríkj- unum og menn verða skelflngu lostnir þegar formaöur flokksins kallar til sín þingmenn úr þing- flokknum til að tilkynna þeim um þá refsingu sem fylgir því að setj- ast í forsetastól! Eftir þessi viðbrögð Ólafs og Reyknesinganna hafa menn keppst við að segja að nú verði að sýna forsetatigninni á alþingi meiri virð- ingu. Það verður að borga forsetan- um hærri laun svo að hann sætti sig við hlutskipti sitt. Það verður að gera allt til að sætta Ólaf við þá hræðilegu lítilsvirðingu að þurfa að taka að sér að vera forseti al- þingis. Hér verður að hafa í huga að Ólaf- ur G. Einarsson hefur verið menntamálaráðherra í fjögur ár og það eru þung og sársaukafull spor sem hann verður að stíga þegar hann hættir sem ráðherra án þess að vilja hætta sem ráöherra. Menn sem lenda í þeirri hræðilegu lífs- reynslu að þurfa að hætta sem ráö- herrar nauðugir viljugir þurfa á áfallahjálp að halda og þá dugar enginn forsetastóll á alþingi nema allir beygi sig í lotningu fyrir þessu starfi og þeim manni sem tekur aö sér nauðugur viljugur að gegna forsetastarfinu. Það er þungbær raun og hvilir sem helsi á öflum Reyknesingum að horfa upp á Ólaf taka við þessu embætti. Þjóðin tekur þátt í þessum raun- um sjálfstæðismanna og Ólafs G. Einarssonar og þeirra Reyknesinga sem horfa upp á smánina sem fylg- ir breyttum embættisverkum hjá fyrsta þingmanni kjördæmisins. Þjóðin er sammála um að það séu takmörk fyrir því hvað hægt er að svívirða þá menn sem fá ekki leng- ur að vera ráðherrar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.