Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Qupperneq 32
44 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 nn Garmurinn hann Ólafur „Búiö er aö koma Ólaíi garminum Ein- arssyni í raf- magnsstólinn hennar Salome." Hraln Jökulsson í Alþýðublaöinu. Mikið áfall „Það er ákveðiö áfall aö til skuli vera forystumenn hjá víðsýnu verkalýösfélagi sem hafa látiö það fara fram hjá sér aö heims- meistaramót í handknattleik fari fram á íslandi.“ Ólafur B. Schram í DV. Kýlakarfinn „Menn fussuöu og sveiuöu þegar þetta kom á land og kölluöu þetta kýlakarfa." Jakob Jakobsson um úthafskarfa á árum áöur í DV. Ummæli Ekki ég heldur hann „Þaö voru ekki viö sem byrjuðum eins og krakkarnir segja. Þaö var hann sem byijaði." Sigurður Björnsson sérfræöingur um Sighvat í Timanum. Mengunarráðuneytið „Mér skilst að gera eigi umhverf- isráöuneytið aö einhverju meng- unarráðuneyti." Össur Skarphéðinsson í DV. Hef svo gaman af að stjórna „Eg hef svo gaman af að stjórna og sleppi engu tækifæri til þess.“ Valgeröur Sverrisdóttir í Alþýðublað- inu. John F. Kennedy er sá sem mest er spurt um. Um hverja er oftast spurt? Encyclopaedia Britannica rek- ur þjónustu þar sem hægt er aö fá svör um allt þaö sem birt er í hinu viðamikla riti. Þessi þjón- usta, sem staðsett er í Chicago, fær frá almenningi yfir 170.000 fyrirspurnir á ári. Áriö 1992 var tekið saman hvaða einstaklingar það væru sem mest var spurt um. Þar sem þessi þjónusta er í Blessuð veröldin Bandaríkjunum kemur ekki á óvart að efstur á blaði er John F. Kennedy og oftast var spurt um morðið á honum og Warren- skýrsluna og Kúbudeiluna. í öðru sæti var svo William Shake- speare og er greinilegt að fólk er mjög forvitið um Shakespeare því ekki var aðeins spurt um leikrit- in, heldur lífsskoðanir hans, trú hans og margt fleira persónulegt. í þriðja sæti var Sigmund Freud og var vinsælt að spyija um álit hans á konum og draumakenn- inguna. I næstu fimm sætum voru ein- tómir Bandaríkjamenn: Ernest Hemingway rithöfundur, Martin Luther King jr„ trúarleiðtogi og friðarsinni, Robert Frost ljóð- skáld, Edgar Allan Poe rithöfund- ur og Mark Twain rithöfundur. í níunda sæti var svo Charles Dic- kens rithöfundur og í því tíunda ljóðskáldið Emily Dickinson. Hætt við slydduéljum í dag verður norðaustlæg átt, gola eða kaldi en stinningskaldi norðvest- anlands. Skýjað en að mestu þurrt Veðrið í dag vestanlands en dálítið slydduél eða snjóél annars staðar. Veður fer held- ur kólnandi. Á höfuöborgarsvæðinu verður í.orðaust ngola eða kaldi. Skýjað með köflun. og þurrt í dag en hætt við dáhtlum slydduéljum í kvöld og nótt. Hiti 3 .fi 6 stig í dag en nálægt frostmarki í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 21.35 Sólarupprás á morgun: a.li Síðdegisflóð í Reykjavik: 16.43 Árdegisflóð á morgun: 5.02 Heimild: Almanak Hásko'ans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað -1 Akurnes skýjað 0 Bergsstaöir skýjað -1 Bolungarvík léttskýjað 0 Kefla víkiuflugvöllur skýjað 2 Kirkjubæjarklaustur snjókoma 0 Rauíarhöfn skýjað -1 Reykjavík skýjað 1 Stórhöföi skúr 2 Bergen léttskýjað 6 Helsinki skýjað 3 Kaupmannahöfn hálfskýjaö 8 Ósló snjókoma -1 Stokkhólmur skýjað 5 Þórshöfn úrkóma 1 Amsterdam léttskýjað 11 Barcelona skýjað 11 Chicago skúr 9 Feneyjar þokumóða 10 Frankfurt skýjað 13 Glasgow skýjað 4 Hamborg skúr 8 London rigning 9 LosAngeles léttskýjað 14 Lúxemborg þokumóða 11 Madrid léttskýjað 1 Malaga reykur 12 Mallorca léttskýjað 7 New York léttskýjað 13 Nuuk þoka -1 Orlando alskýjað 17 París rigning 10 Róm skýjað 11 Valencia skýjað 8 Vín rigning 10 -1 m jkM m M ~\ 0°|___ Veðriö kl. 6 í morgun Þorkell Freyr Sigurösson, íslandsmeistari barþjóna: „Það kom mér rosalega á óvart að ég skyldi vinna keppnina. Ég er nýgenginn í félagsskap barþjóna og fyrirfram byggöist þátttaka mín í keppninni eingöngu á því að vera meö og hafa gaman af. Sigur var ekki einu sinni fjarlægur draumur og ég haföi aldrei hugsað út i þaö að ég hefði nokkra möguleika á að vinna,“ segir Þorkell Freyr Sigurð- son barþjónn sem sigraði óvænt á Maður dagsins íslandsmeistaramóti barþjóna í kokkteilgerð fyrir 1995 sem haldíð var á Hótel íslandi þar sem Þorkeil er starfandi barþjónn. Þorkell er fæddur og uppalinn á Akureyri, nýorðinn tvítugur og býr í Reykja- vík. Hann lærði til þjóns á Hótel Óðinsvéum og útskrifaðist frá Hót- el- og veitingaskólanum í fyrravor. Eftir útskrift hóf hann störf á Hótel Þorkell Freyr Sigurðsson Islandi og segist ætla að starfa þar áfram fyrst um sinn: „Kokkteilinn sem ég blandaði skírði ég í höfuðið á mér og kalla hann Frey. Það fylgir titlinum að fara á heimsmeistarakeppni bar- þjóna i Japan á næsta ári og mun Þorkell Freyr að sjálfsögöu fara: „Ég fer fljótlega að búa mig undir þá keppni Ég fæ leiðsögn hjá Herði Siguijónssyni, formanni barþjóna- klúbbsins, og barþjónum sem hafa áður farið í þessa képpni. Það er ýmislegt sem ég þarf að vita og læra. Þetta er örugglega mjög spennandi, allavega er ég strax orð- inn spenntur." Þorkell sagði að helsta áhugamál hans væri bílar en nú væri áhuginn allur á heimsmeistaramótinu i Jap- an. Þorkell er ókvæntur, segist vera laus og liðugur. í lokin fylgir hér uppskrift að verðlaunakokk- teilnum Frey: 3 cl Finlandia Cran- berry vodka, 2 cl Parfait Araour, De Kyper og 1 cl Banana, De Kyper. Myndgátan Þrautalending Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Fjórða sögu- kvöidið í kvöld kl. 21 verður fjóröa sögukvöldiö í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Sögukvöld er samvinnuverkefni Kaffileikhúss- ins og Rithöfundasambands ís- lands. Tilgangurinn er að fá fólk til að koma saman og segja og hlýða á góðar sögur og rækta um leið þá sagnahefó sem býr með Menning þessari þjóð. Sögumenn í kvöld eru Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Guð- rún Ásmundsdóttir leikkona, Lflja Valdimarsdóttir homleik- ari, Margrét Ákadóttir leikkona, Sigurður A. Magnússon rithöf- undur og Þór Vigfússon skóla- stjóri. Sögukvöldin eru annað hvert miövikudagskvöld fram á sumar og er það næsta í röðinni 10. maí. Skák Garrí Kasparov færði sér timahrak andstæðinganna óspart í nyt á minning- armótinu um Mikhail Tal í Riga. Þessi staða er úr skák hans við Artur Jusupov, sem virtist vera að gæla við kóngssóknar- möguleika með síðasta leik sínum, 36. Hdl-hl, sem var afar slakur: 8 7 6 5 4 3 2 1 Eftir 36. - Db7! skynjaði Jusupov enn ekki hættuna og lék 37. Bf3 en þá kom 37 - Ha8 og nú varð Jusupov að gefast upp. Drottning hans má.sig hvergi hræra og ef 38. e5 Dxf3 +! 39. Kxf3 Hxe8 Og svartur hefur unnið mann. í stað 37. Bf3, hefði 37. Hdl bjargað drottningunni en ekki breytt úrslitunum því að eftir 37. - Dxe4 + 38. Bf3 De5 á svartur vinningsstöðu. K í ié m 7i..,ö A A A & A 1 A A B & cA A B CDEF GH Bridge Um það bil 800 spilarar frá 31 landi tóku þátt í Philip Morris Evrópumótinu í tví- menningi í Róm í síðasta mánuði. Pól- veijar stóðu uppi sem ótvíræðir sigur- vegarar því þeir unnu allar fjórar stærstu keppnirnar, opna flokkinn, B-keppnina fyrir pör sem ekki komust í úrsht, keppni eldri spilara og sérstaka keppni fyrir stórmeistara (Grand Master Event). Sig- urvegarar í opna flokknum voru Piotr Gawrys og Krzysztof Lasocki en þeir þykja vera mjög sagnharðir. Hér er eitt spil úr keppninni sem gaf vel af sér fyrir þá félaga. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og allir á hættu: ♦ Á10 V D865 ♦ G97 + ÁK93 * 874 V ÁK32 ♦ D842 + 65 ♦ KD9632 V 74 ♦ K + G1087 Norður Austur Suður Vestur Lasocki Salama Gawrys Cronier 1+ Pass 14 Pass 1 G Pass 24 Pass 2 G Pass 44 p/h Opnun Pólveijanna á laufi er margræð en lýsti 12-14 punkta jafnskiptri hendi eftir að hann sagði eitt grand. Tvö lauf voru spurnarsögn en tvö grönd lýstu hámarkshendi með 2 spilum í spaða. Gawrys var í bjartsýnisskapi og stökk beint í fjóra spaða og fljótt á litiö virðist sem samningurinn byggist á því að gefa ekki slag á lauf. En smá aukamöguleiki fólst í spilinu, þ.e.a.s. nákvæmlega þessi hjartalega sem var í spilinu. Útspil vest- urs var hjartaás og Gawrys gat hent tveimur laufum niöur í D8 í hjarta og slapp viö að taka laufsvíninguna. Ef vest- ur spilar út laufi í upphafi getur sagn- hafi ennþá unnið spihð ef hann hittir á að spila tígulkóng í öðrum slag. Pólverj- arnir fengu 33 af 45 stigum mögulegum fyrir þetta spil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.