Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Qupperneq 20
32
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995
Iþróttir unglinga
íslandsmótið 1 handbolta - 2. flokkur karla:
Valsmenn með yf irburðalið
- sigruðu tvöfalt og Haukamir létt bráð 1 úrshtaleik íslandsmótsins
Valsstrákamir í 2. ílokki hafa stað-
ið sig meö afbrigðum á nýliðnum
vetri. Þeir urðu íslands- og bikar-
meistarar í handknattleik og sýndu
svo sannarlega að þeir eru bestir. í
úrslitaleik bikarkeppni HSÍ fyrir
skömmu vann Valur FH með nokkr-
um yfirburðum í Laugardalshöll.
Úrslitaleikurinn í Islandsmótinu
fór fram í íþróttahúsinu á Seltjarnar-
nesi 9. apríl og mætti Valur Haukum
og lauk þeirri viðureign með örugg-
um sigri Vals, 19-10, og var staðan í
hálfleik, 8-4, fyrir Val.
Þeirra bíöur verkefni
Valshðið hefur leikið mjög vel í vetur
undir góðri handleiðslu Þorbjörns
Jenssonar sem einnig þjálfar ís-
landsmeistara Vals í meistaraflokki
karla. Ljóst er að Þorbjörn er að
byggja hér upp sterka spilara til þess
að taka við hlutverkum þeirra sem
hætta hjá Val fyrir næsta keppnis-
tímabil. Þessara stráka bíður því
mikilvægt verkefni í náinni framtíð.
Eftir öllum sólarmerkjum aö dæma
ætti Valur því ekki að vera í neinu
leikmannahallæri á næstu leiktíma-
bilum.
Umsjón
Halldór Halldórsson
Þessir skoruðu
Fyrir Val skoruðu þessir: A. Jó-
hannsson 4 mörk, A. Allansson 4,
E. Jónsson 4, S. Sigurðsson 3, K. M.
Guðmundsson 2 og V. S. Thors 2
mörk.
Mörk Hauka: Valur Valgeirsson 4
mörk, Leon Pálsson 3 og Einar Gunn-
arsson 3 mörk. Þjálfari Hauka er
Aron Kristjánsson.
Þessi staða kom oft upp í leik Vals gegn Haukum. Línumaður Vals í mark-
tækifæri, sem i þessu tilfelli er E. Jónsson, en hann skoraði 4 mörk í úr-
slitaleiknum gegn Haukum.
DV-myndir Hson
Islands- og bikarmeistarar Vals i handbolta 2. flokks 1995. Liðið er þannig
skipað: Ö. Rúdolfsson (1), S. Baldursson (12), H. Blöndal (3), V. S. Thors,
fyrirliöi (4), B. Ófeigsson (5), E. Jónsson (6), A. Allansson (8), K. M. Guð-
mundsson (9), S. Sigurðsson (10), A. Jóhannsson (11), S. L. Sigurþórsson
(13), J. Hvannberg (14) og I. Jónsson (7). - Þjálfari er Þorbjörn Jensson.
Brynjar Harðarson, formaður handknattleiksdeildar Vals, er lengst til vinstri.
Unghngasundmót Ægis:
Geta krakkanna eykst
sagði Petteri Laine, þjálfari Ægis
Unglingasundmót Ægis fór fram
fyrir skömmu og var þátttaka mjög
góð og árangur eftir því góður.
Ekkert met var slegið, enda ekki
rétti tíminn til þess.
Nýtt keppnisfyrirkomulag
Sú breyting var gerð á keppnisfyr-
irkomulagi í flokki hnokka og tátna
að útdeilt er verölaunum ekki bara
fyrir hraða heldur og líka tækni,
þannig að 3 fljótustu fá verðlaun
eins og áöur og síðan eru gefm stig
fyrir tækni, frá 0 upp í 5 stig sem
síðan eru margfölduð meö 20. Tök-
um dæmi: Sundmaður fær tímann
1:29,50 í 100 m skriðsundi sem gefur
225 stig samkvæmt stigatöflu.
Hann fær síðan 4 stig fyrir tækni,
sem þýðir 4x20 = 80 stig sem leggj-
ast við 225 stigin og fær því í heild-
ina 305 stig. Þetta á að fá krakkana
til að leggja sig betur fram við að
bæta tæknilegu hliöina. Á ungl-
ingamóti KR var þetta á dagskrá
og fékk þessi nýbreytni góðar und-
irtektir.
Getan eykst
í samtali við Petteri Laine, þjálfara
Ægis, kemur fram að krakkarnir
hafa bætt sig mjög með aukinni
æfingu:
„Á innanhússmeistaramótinu
1995 náðist langbesti árangur til
þessa. Framfarir eru örari nú en
áður vegna aukinna æfinga. Ægir
er ekki eina félagið sem hefur auk-
iö við æfingarnar því það eru önn-
ur félög sem hafa bætt árangurinn
umtalsvert að undanfórnu vegna
þess.
Keflavík hefur náð athyglisverð-
um árangri og er sömu sögu að
segja af ÍA því þar er unnið mjög
vel að uppbyggingarstarfinu og
mikill metnaður lagður í framfarir
hjá yngra sundfólki - og það besta
er að þjálfari ÍA er íslendingur.
Að komast í úrslit í ár er miklu
erfiðara en í fyrra því framfarir
hafa orðið miklar og keppnin miklu
harðari. Svo má að lokum geta þess
aö Logi og Arnar Freyr hafa sett
svolitinn alþjóðlegan svip á mótin
að undanfórnu. Þessir tveir frá-
bæru strákar eru því mikil og góð
hvatning fyrir sundfólk hér á
landi," sagði Petteri.
Sund:
Unglingamót
Um 400 skráningar voru á ungl-
ingasundmóti Ægis. Helstu úrslit
urðu sem hér segir.
400 m skriðsund sveina:
Stéfán Björnsson, UMFN ...5:26,15
Ólafur Bergsteinss., Stj.5:53,30
Andri Árnason, Ægi.....5:56,81
400 m skriðsund sveina:
Lárus Sölvason, Ægi......5:10,74
Eyþór Jónsson, Ægi.......5:20,63
400 m skriðsund meyja:
Dagmar Birgisd., Ægi.....5:22,98
Louisa ísaksen, Ægi......5:25,81
MarenKarlsdóttir, ÍA.....5:27,68
400 m skriðsund telpna:
Lára Hrund Bjargard., Ægi5:01,60
Anna Ármannsdóttir, ÍA... .5:14,57
Berglind Valgeirsd., Árm ...5:14,64
100 m skriðsund hnokka:
(Gefið fyrir tækni)
Jóhann Árnason, UMFN ....1:19,39
Hermann Unnarss., UMFN1:27,08
BirgirBjarnason, UMFN....1:37,08
(Sama röð fyrir tækni)
100 m skriðsund lrnátna:
(Gefið fyrir tækni)
Harpa Viöarsd., Ægi ....1:14,71
Hafdís Hafsteinsd., Ægi 1:18,51
Elva Margeirsd., Kéflavík ..1:34,18
Bestar tæknilega:
1. Harpa Viðarsdóttir......Ægi
2. Hafdís Hafsteinsdóttir..Ægi
3. SunnaMaría Jóhannsdóttir
Keflavík
100 m bringusund sveina:
Guðm. Unnarsson, UMFN .1:29,46
Garðar Svavarsson.Ægi ..,.1:34,98
Stefán Björnsson, UMFN ...1:35,12
100 m bringusund drengja:
Jakob Jónsson, Ægi.......1:20,61
Lárus Sölvason, Ægi......1:21,79
Einar Gylfason, Árm......1:23,40
100 m bringusund meyja:
Louisa ísaksen, Ægi......1:28,87
KolbrúnKristjánsd., ÍA...1:31,92
AxmaHallgrímsd., Stj.......1:33,75
100 m bringusund telpna:
HaIldóraÞorgeirsd.,Ægi ...1:20,46
Anna Guömundsd., UMFN 1:22,31
Berglind Valgeirsd.,Árm ...1:26,16
50 m bringusund hnokka:
(Gefið fyrir tækni)
Jóhann Árnason, UMFN......49,84
HermannUnnarss., UMFN.,.53,36
Birgir Bjarnason, UMFN....53,36
(Sama röð tæknilega)
50 m bringusund hnátna:
(Gefið fyrir tækni)
Hafgdís Hafsteinsd., Ægi..46,02
Harpa Viðarsd., Ægi.......46,37
Sunna Jóhannsd., Árm......50,78
(Sama röð tæknilega)
100 m flugsund sveina:
Guðm. Unnarsson, UMFN .1:16.49
Stefan Björnsson, UMFN ...1:20,84
Pétur Hermannss., Ægi....1:29,61
100 m fjórsund drengir:
Lárus Sölvason, Ægi......1:14,39
Jakob Sveinsson, Ægi.....1:16,65
Eyþór Jónsson, Ægi 1:20,26
100 m fjórsund telpna:
Lára Hrund Bjargard., Ægil:09,42
HalldóraÞorgeirsd.,Ægi ...1:13,99
Anna Guðmundss.,UMFN.l:17,63
4x50 m skriðsund:
1. A-sveitÆgis...........2:05,18
2. A-sveit UMFN.........2:18,62
3. A-sveitÁrmanns.......2:20,93
4x50 m skriðsund meyja:
1. A-sveitÆgis.........2:06,97
2. A-sveitÍA............2:11,18
3. A-sveitStjörnunnar..2:12,81
Lára Hrund Bjargardóttir og
Halldora Þorgeirsdóttir, báðar í
Ægi, voru verðlaunaðar fyrir
góðan árangur á Norðurlanda-
móti unglinga. DV-mynd Hson