Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Verkfallsvopnið er tvíbent Þegar þetta er skrifað vofir enn yfir verkfall flugffeyja fyrstu dagana 1 maí. Það yrði annað verkfall þessarar stéttar á stuttum tíma og er skæruhemaður gegn Flug- leiðum sem kemur sér afar illa. Flugfélag sem ekki getur haldið uppi reglubundnum ferðum og þar sem viðskipta- vinirnir geta ekki treyst flugi vegna endurtekinnar rösk- unar er illa sett í samkeppni við önnur flugfélög. Hvað sem hður ágreiningi Flugleiða og flugfreyjanna hlýtur það að vera forsenda fyrir rekstri fyrirtækisins að óvæntar stöðvanir og upphlaup af þessu tagi eigi sér ekki stað. Flugleiðamenn geta að einhverju leyti sjálfum sér um kennt, ef það er rétt sem flugfreyjur staðhæfa að forsvarsmenn félagsins hafi ekki virt þær viðhts í marga mánuði. Flugleiðaforstjóramir tóku þess í stað það til bragðs að þjóna til borðs í síðasta verkfalh og ganga þannig í störf þeirra starfsmanna sinna sem em ráðnir og lærðir á þeim vettvangi. Þau viðbrögð em vafa- söm, svo ekki sé meira sagt. Undarlegt má einnig teljast að fyrirtækið skuh ekki fyrir löngu hafa gert það að skilyrði í samningum eða við ráðningar að einstakir hópar, jafnvel örfáir einstakl- ingar, geti ekki stöðvað allt flug með einhhða aðgerðum. Ef til átaka og ágreinings kemur um launakjör á það að minnsta kosti að vera heildarstarfsmannafélags, með aha innanborðs, að standa að verkfahsboðun í stað þess að hver og ein starfsgrein hafi verkfahsréttinn í sínum höndum. Þetta mál sýnir í hnotskum hversu úrelt og algjörlega fráleit vinnulöggjöfin er. Umhverfi íslenskra fyrirtækja og launþega er ekki lengur afmarkað af aðstæðum hér heima. Hagsmunir okkar ná langt út fyrir landsteinana og ghdir það líka um hagsmuni launafólksins og þá ekki síður fýrirtækjanna og vinnuveitendanna sem em í al- þjóðlegri samkeppni. Sjaldan hefur það komið jafn berlega í ljós og nú. Flugfreyjur kusu að velja þá daga th verkfahsaðgerða sem gátu hindrað komu þeirra útlendinga sem hingað ætla og verða að koma vegna heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. HM ’95 er stærsti íþróttaviðburður sem hér hefur verið haldinn, atburður sem beinir kastljósinu að íslandi. Ekki bara íþróttum og handknattleik, heldur sem ferðamannaland og aðdráttarafl fyrir þær mihjónir sem fylgjast með keppni í beinni útsendingu. Fyrir hggur að sýnt verði beint th þrjátíu landa og fimmtíu mihjóna áhorfenda. Ef og þegar flug leggst niður dagana fyrir keppnina kemst sjónvarpsfólkið ekki th landsins í tæka tíð. Hvað þá keppendur, starfsmenn og forráðamenn. Ekki þeir áhorfendur sem hafa pantað sér far þessa thteknu daga. Aht skipulag fer í vaskinn, ef einhver keppni fer þá fram. Verkföh undir slíkum kringumstæðum sem þessum, þegar sómi íslensku þjóðarinnar er að veði, geta ekki skoðast öðruvísi en skipuleg skemmdarstarfsemi. Ef keppninni verður aflýst kostar það hundruð mihjóna tjón fyrir ferðamannaiðnaðinn, íþróttahreyfinguna, fyrir utan hneisu og áhtshnekki fyrir þjóðina alla. Vonandi bera Flugleiðir og flugffeyjur gæfu th að setja niður dehu sína strax. Óvissan ein er skaðleg. Verkfahs- rétturinn er hehagur og háleitur en þá kröfu verður að gera á móti að hann sé nýttur af ábyrgð og það er löngu kominn tími th að stjómvöld komi böndum á þá misnotk- un sem veður uppi sí og æ af litlum thefnum. í stjómarsáttmála ríkisstjómarinnar er kveðið á um endurskoðun á vinnulöggjöfinni. Nú er ekki aðeins þörf, nú er nauðsyn. Ehert B. Schram „Þessir tveir fiokkar sem nú mynda ríkisstjórn hafa líkar áhersiur í sjávarutvegsmalum, landbunaöarmalum og Evrópumálum og ekki mikill áherslumunur í öðrum málum.“ Jöf nuður eða misrétti? Ný ríkisstjóm er tekin við völd- um og það er því tímabært að spá í spilin sem hún leggur á borðiö fyrir landsmenn. Það er alveg ljóst að Davið Oddsson hefur styrkt stöðu sína. Davið er klókur stjóm- málamaður, klókari en hann var fyrir 4 ámm. Við stjómarmyndun fyrir 4 ámm hafði Jón Baldvin greinilega yfirburði og náði sterk- ari stöðu fyrir sinn 10 manna þing- flokk. Halldór Ásgrímsson nær ekki svipaðri stöðu nú fyrir sinn 15 manna þingflokk. Framsókn fær aðeins eitt ráðuneyti til viðbótar því sem Alþýðuflokkurinn hafði. Það getur ekki talist sérlega mikill ávinningur. Þessir tveir flokkar sem nú mynda ríkissljóm hafa lík- ar áherslur í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og Evrópu- málum og ekki mikill áherslumun- ur í öðrum málum. Sýnilegt er að ekkert breytist í sjávarútvegsmál- um, þó mikil áhersla hafi verið á það lögð fyrir kosningar. Einararn- ir tveir að vestan geta engu breytt. Þessi ríkisstjóm ætti því að geta orðið heilsteyptari en sú síðasta, þar sem menn voru ósammála í flestum höfuðmálum. En mun hún leiðrétta misréttið í kjaramálum og skattamálum? Um þaö spyrja menn nú. Grímulaust misrétti milli kynja Ekki hafa konur í Sjálfstæðis- flokknum fengið mikið í sinn hlut á næsta kjörtímabih. Þar er um afturfór að ræða. Þær áttu þó konu í forsetastól Alþingis, en nú var það embætti skiptimynt og sárabót fyr- ir Ólaf G. Einarsson. Engan ráð- herra fá þær frekar en fyrri dag- inn. Af 26 þingmönnum Sjálfsta^ð- isflokksins eru 4 konur, nákvæm- lega það sama og síðast. Hvar eru nú hinar sjálfstæðu konur í sjálf- stæðisflokknum? Eru þær ánægð- ar? Voru þær að berjast fyrir þessu fyrir kosningar, þegar þær héldu því fram að konur hefðu sömu möguleika í sjálfstæðisflokknum og karlar í að hafa áhrif. Þær fjórar Kjallariiin Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrverandi þingkona Kvennalistans konur sem sitja á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn éru allar góðra gjalda verðar. Þrjár þeirra sátu á Alþingi síðasta kjörtímabil og sýndu verulegan dugnað og sam- viskusemi í störfum. Ef Sjálfstæð- isflokknum er í mun að sanna sig sem jafnréttisflokkur, sem stuðlaði að þvi að jafna stöðu kvenna, þá átti hann að setja konu sem ráð- herra. Úr því að Ólafi var ekki ætl- að að vera menntamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn, hvers vegna þá ekki Sigríður Anna Þórðardóttir, sem var formaður menntamála- nefndar á síðasta kjörtímbili? Hún er líka úr Reykjaneskjördæmi og þá var þeirri hefö haldiö á lofti að þaðan væri ráðherra. Það skyldi þó ekki vera að aörir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi, karlamir, hafi ekki getað sætt sig við aö kona tæki sætiö? Kjarajöfnun Eftir allar þær umræður sem fram fóru fyrir kosningar um kjaramál átti ég von á því að sjá meira í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjómarinnar um það. Það er væg- ast sagt rýrt sem þar stendur. Talað er um að VINNA gegn launamis- rétti, STUÐLA að JAFNARI mögu- leikum kvenna og karla. Það er ekki talað um AFNÁM launamis- réttis, eða að JAFNA eigi mögu- leika karla og kvenna. Og það mis- rétti eftir búsetu sem felst í mis- munandi húshitunarkostnaði er afgreitt með einni setningu: Unnið verður að lækkun húshitunar- kostnaðar. Það virðist vera enn máttlausara en hjá síðustu ríkis- stjórn, sem setti sér það markmiö að jafna húshitunarkostnað í land- inu. Hitt er svo annað mál að því markmiði var ekki fylgt nægilega eftir. Því mega þeir sem búa á hin- um svokölluöu köldu svæðum enn greiöa tvöfaldan húshitunarkostn- að, og þurfa að afla um 100 þúsund krónum meiri tekna á ári til að standa straum af kyndingu 100 fer- metra íbúðar en sá sem býr við Reykjavíkurverðið. Við lands- byggðarfólk erum orðin langþreytt á þessu misrétti og krefjumst jöfn- uðar. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir „Af 26 þingmönnum Sjálfstæöisflokks- ins eru 4 konur, nákvæmlega það sama og síðast. Hvar eru nú hinar sjálfstæðu konur í sjálfstæðisflokknum? Eru þær ánægðar?“ Skoðanir annarra Augljós mótsögn „Ríkisstjómin ætlar að lækka skattana, lengja húsnæðisstjómarlánin, minnka erlendar lántökur og færa niður ríkissjóðshallann. Þetta hafa allar rík- isstjórnir ætlað sér en ekki tekist þar sem augljós mótsögn er í þessum loforðum. Reynslan segir okkur að það eina sem þeim muni takast sé að lengja lánin þar sem engin hindrun er fyrir slíku. Það kostar bara meira þegar til langs tíma er litið.“ Leiöari Mánudagspóstsins 24. april Margvísleg gagnrýni „Ólafur G. Einarsson hefur legið undir margvís- legri gagnrýni fyrir störf sín í menntamálaráðuneyt- inu. Þó er hægt að vísa til þess, að hann hafi náð fram mörgum mikilvægum málum og verið afkasta- meiri í þeim efnum, en sumir forverar hans. Engin spurning er um, að Þjóðarbókhlaðan væri ekki kom- in í notkun nema vegna þeirrar forystu, sem hann tók um að ljúka þeirri framkvæmd. Menntamála- ráðuneytið er hins vegar erfitt ráöuneyti og miklar kröfur m.a. gerðar til ráðherra um viðtöl við ýmsa þá aðila, sem heyra undir ráðuneytið." Leiðari Mbl. 25. apríl Ný sukkstofnun „Enginn dregur í efa, að sérhver ný ríkisstjóm leggur af staö með það fyrir augum að vinna landi og þjóð sem best gagn. En í upphafi skyldi endinn skoða, og sá vegvísir inn í framtíöina sem felst í sátt- mála stjómarinnar er ekki beysinn. Þar er jafnvel um hreina afturför að ræða á ýmsum sviðum; nefna má þá fráleitu ákvöröun að ætla að hverfa áratugi aftur í tímann með því að gera nýja sukkstofnun úr Byggðastofnun, sem Davíð Oddsson hafði sjálfur kallað tímaskekkju." Leiðari Alþýðublaösins 25. april

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.