Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 41 dv_______________________ Merming Studio Granda á Kjarvalsstöðum Fyrir rúmu ári var stofnuö sérstök byggingarlistadeild viö Listasafn Reykjavíkur er hefur þaö m.a. aö markmiði að kynna byggingarlist sem listræna sköpun. Þessu markmiði er nú fylgt eftir með þvi aö hleypa af stokkunum sýningum á verkum arkitekta á Kjarvalsstöðum og hefur Studio Granda valist til aö ríða á vaðið. Líkt og Guðrún Jónsdóttir bendir á í inngangsorðum sýningarskrár hefur byggingarlistin ekki notið sam- bærilegs skilnings hér á landi og t.a.m. bókmenntir og tónlist. Eiginleg íslensk myndhst varð ekki til fyrr en á þessari öld og sama má segja um byggingarlistina, því húsagerð hefur ekki veriö varanleg hér á landi fyrr en á síðustu áratugum. Því er það sannarlega kærkomin viðbót við sýn- ingahald á Kjarvalsstöðum að þar skuli nú kynnt byggingarhst. Skortur á þróunarferli frá hugmynd til framkvæmdar Sýningin á verkum Studio Granda, sem þau Margrét Harðardóttir og Steve Christer stofnuðu eftir að hafa unnið samkeppnina um hönnun Ráðhúss Reykjavíkur, er hins vegar ekki nægilega aðgengileg til að al- menningur fái haldgóða mynd af starfi arkitektsins og hugmyndavinnu. Sýningarskráin bætir þar litlu við; þar er þróunarferlinu ekki gerð skil og teikningar svo færðar í stílinn og blandaðar óviðkomandi grafískum tiktúrum að vonlítið er að fá einhvern botn í hugmyndirnar. Þær eru Byggingarlist Ólafur J. Engilbertsson aftur á móti útskýrðar snaggaralega á Ijóðrænu máh sem má yfirleitt skilja á þann veg að verið sé að samræma bygginguna umhveríi sínu, jafnt jarðsögunni sem menningarsögunni. Þar í hggur ugglaust helsti styrkur þeirra hjá Studio Granda að flétta saman umhverfi og byggingu. Brúarstöplar í sýningarrýminu Það er vissulega fengur að því að sjá hér vel og haganlega útfærð hkön og ber þar likanið af Höföabakkabrúnni af, steypt stál. Stöplar undir . brúnni eru síðan útfærðir af hugvit'ssemi inni í vegg í sýningarrýminu sem annars þjónar því hlutverki að geyma teikningar og uppdrætti. Þær teikningar eru hfns vegar ekki fremur til þess fallnar að skýra ferlið frá hugmynd til framkvæmdar en þær sem eru í skránni. í skránni iná aftur á móti finna greinargóða úttekt arkitektanna Sheilu O’Donnells og Johns Tuomeys á starfi Margrétar og Christers, auk margra góðra ljósmynda af byggingum Studio Granda eins og Ráðhúsi Reykjavíkur, nýstárlegu íbúðarhúsi í Wiesbaden, milhbyggingu Evu og Companys við Frakkastíg- inn, líkani húss Hæstaréttar og hálfsúrrealísku samvinnuverkefni með Þorvaldi Þorsteinssyni, sem fer því miður fyrir ofan garð og neðan líkt og alltof margt annað á sýningunni. Er vonandi að skilmerkilegar verði staðið að næstu byggingarhstasýningu á Kjarvalsstöðum. Fréttir Sigurvegarar í fyrstu veiðiprufu fyrir standandi fuglahunda. Keppnin bygg- ist á því að hundar eru iátnir leita uppi fugla og finna. Hundarnir verða að standa kyrrir þegar þeir hafa fundið bráð og mega ekki reka fuglinn upp nema að fá um það skipun. Sigurvegarinn var irski setinn Snegla sem er lengst til hægri ásamt eiganda sínum, Erlendi Jónssyni. Aðrir á mynd- inni eru sigurvegarar í yngri flokkum ásamt dómurum og mótsstjóra. DV-mynd RaSi Sjávarútvegsráðuneytið: Bannar allar veið- ar í Stöðvarf irði Sjávarútvegsráðuneytið hefur gef- ið út reglugerð sem bannar ahar veiðar í Stöðvarfirði. Reglugerðin tekur gildi 1. maí og gildir í eitt ár. Þá er reiknað með framlengingu bannsins í ár í viðbót þegar því tíma- bih lýkur. Bannið er tilkomið vegna þeirra tilrauna sem staðið hafa yfir á vegum Hafrannsóknastofnunar með fóðrun á vihtum þorski. Stofnunin hefur í þessu skyni gert ítarlega rannsókn- aráætlun sem á að standa í þrjú ár. -rt Eskifjörður: Eldur í loðnubræðslu Eldur kom upp í loðnubræðslunni á Eskifirði í nótt. Eldurinn kviknaði í mjöli eftir að járnstöng lenti í kvörn í bræðslunni. Þaðan barst hann í mjölkæh en starfsmönnum tókst aö ráða niður- lögum hans áður en stórtjón hlaust af. 'fjón af völdum eldsins er óverulegt og stöðvaðist framleiðsla einungis í 4 tíma vegna atviksins. -pp Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSID Sími 11200 Stóra sviðið FRUMSÝNING STAKKASKIPTI Frumsýn. föd. 5/5 kl. 20.00.2. sýn. sud. 7/5, 3. sýn. mvd. 10/5,4. sýn. fid. 11/5,5. sýn. sud. 14/5. FÁVITINN eftir Fjodor Dostojevski Kl. 20.00. Á morgun, örfá sæti laus, siðasta sýning. Aukasýning sud. 30/4. Söngleikurinn WEST SIDE STORY eftir Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bern- steins Kl. 20.00. föd. 28/4, nokkur sæti laus, Id. 29/4, örfá sæti laus, Id. 6/5, nokkur sæti laus, föd. 12/5, uppselt, Id. 13/5, nokkur sæti laus. Ósóttar pantanir seldar daglega. SNÆDROTTNINGIN eftir Évgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersens Sud. 30/4 kl. 14.00, siðasta sýning. Smíðaverkstæðið TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Kl. 20.00. Á morgun, uppselt, föd. 28/4, uppselt, Id. 29/4, uppselt, Id. 6/5, uppselt, þri 9/5, nokkur sæti laus, föd. 12/5, uppselt, Id. 13/5, upp- selt, mvd. 27/5, næstsíðasta sýning, föd. 19/5, siðasta sýning. Ósóttar pantanir seldar dag- lega. Ðarnaleikritið LOFTHRÆDDIÖRNINN HANN ÖRVAR eftir Stalle Arreman og Peter Engkvist Ld. 29/4 kl. 15.00. Miðaverð kr. 600. Gjafakort í leikhus - sigild og skemmtileg gjöf. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alia daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekiö á móti simapöntunum virka daga frá kl. 10. Græna línan 99 61 60. Bréfsími 6112 00. Sími 1 12 00 - Greiöslukortaþjónusta. Hjónaband Þann 25. mars sl. voru gefin saman í hjónaband í Bústaðakirkju af séra Pálma Matthíassyni Elísabet Unnur Jóns- dóttir og Ármann Rögnvaldsson. Heimili þeirra er aö Krummahólum 10, Reykjavík. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið kl. 20. DÖKKU FIÐRILDIN eftir Leenu Lander i kvöld, fáein sæti laus, laugard. 29/4, föd. 5/5 sýningum fer fækkandi. VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Á morgun, fáein sæti laus, föstud. 28/4, sunnud. 30/4, laud. 6/5. Litlasviðkl. 20.30. Leikhópurinn Erlendur sýnir: KERTALOG eftir Jökul Jakobsson Sund. 30/4, fimd. 4/5, föd. 5/5. Miðaverð1200 kr. Munid gjafakortin okkar. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarieikhús ÍSLENSKA ÓPERAN =f" Sími 91-11475 Tónlist: Giuseppe Verdí Föst. 28/4, sund. 30/4. Sýningum fer fækkandi. Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningardag. Munið gjafakortin. Miðasalan er opin kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20. SÍM111475, bréfasími 27384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Leikfélag Akureyrar DJÖFLAEYJAN Föd. 28/4 kl. 20.30, örfá sæti laus, laud. 29/4 kl. 20.30, nokkur sæti laus, sunnud. 30/4 kl. 20.30, föd. 5/5 kl. 20.30, laud. 6/6 kl. 20.30. • • • • J.V.J. Dagsljós Miðasalan i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga ki. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Simi 24073. Simsvari tekur við miðapöntunum utan opnunartima. Greiðslukortaþjónusta. NEMENDALEIKHÚSIÐ LINDARBÆ-SÍMI21971 MARÍUSÖGUR i leikstjórn ÞórsTulinius Nýtt íslenskt leikrit eftir Þorvald Þorsteinsson Frumsýnlng i kvöld, kl. 20.00, 2. sýn. laugd. 29/4, uppselt 3. sýn sund. 30/4, uppselt. Miðapantanir allan sólarhringinn. Tapað fundið Páfagaukur tapaðist úr Kópavogi Lítill grænn páfagaukur týndist frá Brekkutúni 23, Kópavogi, 24. apríl sl. Ef einhver veit um ferðir gauksins eða hvar hann er niðurkominn þá vinsamlegast hringið í sima 641661. r7A///////////////A/A/i Áskriftarsíminn er 563 2700 Grænt númer er: 99-6270 $ / Sinfóníuhljómsveit Islands sími 562 2255 Tónleikar Háskólabíói fwuntudaginn 27. apríl, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Owain Arwel Hughes Einsöngvari: Ingibjörg Guðjónsdóttir Efnisskrá Vinsælar óperuaríur, forleikir ofl. Miðasala á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortaþjónusta. PÍlIft *£«'*“{*■* «■» iifin IHCTI 9 9*1 7*00 Verö aöeins 39,90 mín lj Fótbolti 2 Handbolti 3 | Körfubolti 41 Enski boltinn 5 j ítalski boltinn 6] Þýski boltinn 71 Önnur úrslit 8 NBA-deildin 1! Vikutilboð stórmarkaðanna _2j Uppskriftir ll Læknavaktin 2J Apótek 31 Gengi 4WWMMl 1[ Dagskrá Sjónv. [2j Dagskrá St. 2 3 j Dagskrá rásar 1 4 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5 [ Myndbandagagnrýni 6 j ísl. listinn -topp 40 7 j Tónlistargagnrýni 8j Nýjustu myndböndin 5H 1} Krár 2 j Dansstaðir 3 Leikhús 4 [ Leikhúsgagnrýni 5J Bíó j6J Kvikmgagnrýni 6 yJ/j/jjÁ lj Lottó 2[ Víkingalottó 31 Getraunir gsnumer HH lj Dagskrá líkamsræktar- stöðvanna AIKI Ífii DV w 9 9*1 7*00 Vórð aöeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.