Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Side 30
42 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 Afmæli Helgi Stefánsson Helgi Stefánsson vörubílstjóri, Vorsabæ H, Gaulverjabæjarhreppi, erfimmtugurídag. Starfsferill Helgi fæddist í Vorsabæ og hefur átt þar heima alla tíð. Hann stund- aði nám við Héraðsskólann á Laug- arvatni. Helgi hefur verið vörubílstjóri með eigin bifreið frá 1964. Þá hefur hann aðstoðað við búrekstur konu sinnarfrál988. Helgi var gjaldkeri ungmennafé- lagsins Samhygðar í Gaulverjabæ í þrjú ár, formaður þess í tuttugu og eitt ár, sat í stjóm FUF í Ámessýslu í tvö ár, hefur verið gjaldkeri slysa- vamadeildarinnar Gaulverjans frá 1963, formaður héraðssambandsins Skarphéðins í eitt ár og ritari þess í fjögur ár, formaður Vörubílstjóra- félagsins Mjölnis í Ámessýslu í þrettán ár og ritari þess, formaður Landsambands VörubOstjóra frá 1990, í stjórn Samtaka landflutn- ingamanna frá 1992 og situr í sýslu- nefndÁmessýslu. Fjölskylda Helgi kvæntist 12.4.1971 Ólafíu Ingólfsdóttur, f. 30.5.1952, bónda og skrifstofumanni. Hún er dóttir Ing- ólfs Eggertssonar, verkstjóraí Reykjavik, og Sveinsínu Guð- mundsdóttur, húsmóður á Stokks- eyri. Böm Helga og Ólafíu era Kristín Þóra, f. 25.6.1969, leikskólakennari í Kópavogi, gift Sveini Ragnarssyni viðskiptafræðingi; Stefán, f. 25.2. 1972, húsasmíðanemi í foreldrahús- um; Guðfinna, f. 26.1.1976, nemi við Fjölbrautaskóla Suðurlands, í for- eldrahúsum en unnusti hennar er Jón Gunnar Þórhallsson; Berglind, f. 6.5.1983, nemi í foreldrahúsum. Systkini Helga em Ragnheiður, f. 1.7.1946, íþróttakennari á Akureyri; Kristín, f. 18.9.1948, bóndi og handa- vinnukennari að Hurðarbaki í Flóa; Unnur, f. 18.1.1951, leikskólakenn- ari í Kópavogi; Sveinbjörg, f. 17.8. 1956, bankastarfsmaður í Borgar- nesi. Foreldrar Helga em Stefán Jason- arson, f. 19.9.1914, fyrrv. bóndi að Vorsabæ í Gaulveijabæjarhreppi, og k.h., Guðfinna Guðmundsdóttir, f. 3.9.1912, húsmóðir. Ætt Stefán er sonur Jasonar, b. í Vorsabæ, Steinþórssonar, b. á Am- arhóli, Eiríkssonar, b. þar, Frey- steinssonar, b. í Vorsabæ, Magnús- sonar, b. í Ásum, Freysteinssonar. Móðir Stefáns var Helga, dóttir ívars, b. í Vorsabæjarhjáleigu, Guð- mundssonar, b. í Vorsabæjarhjá- leigu, Gestssonar, b. í Vorsabæ, Guðnasonar. Móðir Guðmundar Gestssonar var Sigríður Sigurðar- dóttir, systir Bjarna Sívertsens ridd- ara. Guðfinna er dóttir Guðmundar, b. í Túni, Bjamasonar, b. í Túni, Eiríkssonar. Móðir Bjarna var Hólmfriður Gestsdóttir, systir Guð- mundar í Vorsabæjarhjáleigu. Móðir Guðfinnu var Ragnheiður, amma Svavars Sigmundssonar ís- lenskufræðings, Jónsdóttir, b. á Skeggjastöðum í Flóa, Guðmunds- sonar, b. á Skeggjastöðum, bróður Björns, langafa Agústs Þorvalds- sonar, alþm. á Brúnastöðum. Guð- mundur var sonur Þorvalds, b. í Auðsholti, Björnssonar, bróður Knúts, langafa Hannesar þjóð- skjalavarðar, Þorsteins hagstofu- stjóra og Jóhönnu, ömmu Ævars Kvarans, og Gísla Alfreössonar þjóðleikhússtjóra. Annar bróðir Þorvalds var Jón í Galtafelli. Móðir Ragnheiðar var Guðrún Bjarnhéðinsdóttir, b. í Þjóðólfshaga í Holtum, Einarssonar, og konu hans, Guðrúnar Helgadóttur, b. á Markaskarði, Þórðarsonar, bróður Tómasar, langafaTómasar, föður Þórðar, safnvarðar að Skógum. Móðir Guörúnar var Ragnheiður Árnadóttir, b. í Garðsauka, Egils- Helgi Stefánsson. sonar, prests í Útskálum, Eldjárns- sonar, bróður Hallgríms, langafa Jónasar Hallgrímssonar skálds og Þórarins, langafa Kristjáns Eld- járns. Helgi og fjölskylda taka á móti gestum í Félagslundi í Gaulveijabæ í kvöld frá kl. 20.00-23.00. 90 ára Gunnar Finnbogason, Höröalandi24, Reykjavík. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í sóknarsal Bústaðakirkj u í dagfrákl. 19.00. 85ára elGeysilaugar- dagskvöldið29.4. kl. 18.00. Bílferðverðurfrá BSÍ kl. 16.30 með viðkomuí Blómaborgí Hverageröiogí ÁrnestiáSel- fossi. Egill Einarsson, Hraunbæ 103, Reykjavík. 50ára 80 ára Kristin Helgadóttir, Laugamestanga60, Reykjavík. 75 ára Stefán Bjarnason, Raftahlið59, Sauðárkróki. Haraldur Sigurðsson, Lyngbergi 21, Haiharfirði. Sólrún Gunnarsdóttir, Hjallabrekku 36, Kópavogi. Siguijón Mýrdal, Ketilsstöðum I, Mýrdalshreppi. Stefón Sigurdórsson, Hæðargarði 29, Reykjavik. 70 ára Valgerður Bjarnadóttir húsmóð- ir, Hólabraut 11, Keflavik. Maður herniar er Karl G. Sigur- bergsson,fyrrv. skipstjóri. Þau em í útlöndum á afmælisdag- inn. Sigurður Briem Jónsson, Ásgarðsvegi 1, Húsavík. ÁsgeirÓlason, Hlífl, Torfnesi, ísafiröi. Haildóra Skúladóttir, Hjallabraut 5, Hafnarfirði. Dóra Þórðardóttir, Grímarsstöðum, Andakílshreppi. ÞórirPállGuð- jónsson kaupfé- lagsstjóri, Skúlagötu 21, Borgarbyggð. Hann er að heiman. 40ára 60 ára Bjarni Sigurðsson, Suðurgafli í Haukadal I, Biskups- tungnahreppi. Már Sigurðsson, hótelstjóriá GeysiíHaukadal, verðurfimmtug- urþann28.4.nk. Þeirbræður, BjarniogMár, takaáraótivin- um og vanda- mönnumaðHót- Ásmundur R. Richardsson, Hrísrima8, Reykjavík. Rey nir Helgason, Bakkavegi 3, ísafirði. Stefón Sveinsson, Fagradal 8, Vatnsleysustrandar- hreppi. Sveinbjörg Friðbjörnsdóttir, Fjarðarbakka8, Seyðisfirði. Guðrún Jóhanna Aðaisteinsdótt- ir, Melgerði 28, Kópavogi. KáriSveinsson, Víöihlíð 19, Sauðárkróki. Ilrafnhildur K. Kristjónsdóttir, Amarsmára 12, Kópavogi. Hún tekur á móti vinum og vanda- mönnum að heimili sínu laugar- daginn 29.4. milli kl.17.00og20.00. KarlHilmar Jó- hannesson verkamaður, Stakkholti3, Reykjavík. Andlát Valgerður Tryggvadóttir Valgerður Bjarnar Tryggvadóttir, fyrrv. skrifstofustjóri Þjóðleikhúss- ins, til heimilis að Laufási við Lauf- ásveg, lést aðfaranótt fóstudagsins langa, þann 14.4. sl. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn26.4., kl. 13.30. Starfsferill Valgerður fæddist að Hesti í Borg- arfirði21.l. I916enólstuppí Reykjavík. Hún lauk gagnfræða- prófi í Reykjavík og stundaði síðan nám í klausturskóla í Belgíu. Valgerður starfaði hjá Rikisút- varpinu 1933-51 og var þar auglýs- ingastjóri síðustu árin. Hún var skrifstofustjóri Þjóðleikhússins 1951-72 og bjó síðan ásamt manni sínum á nýbýlinu Vogi í Ölfushreppi á árunum 1973-89. Þá fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau áttu heima síðan. Valgerður sinnti ýmsum nefndar- og trúnaðarstörfum á vegum hreppsnefndar Ölfushrepps og Sam- bands sunnlenskra kvenna. Hún var formaður Kvenfélagsins Berg- þóru í Ölfusi og meðhjálpari í Kot- strandarkirkju. Fjölskylda Valgerður giftist 23.12.1960 Hall- grími Helgasyni, f. 3.11.1914, d. 1994, tónskáldi. Hann var sonur Helga Hallgrímssonar, fulltrúa í Reykja- vík, ogk.h., Ólafai' Sigurjónsdóttur kennara. Systkini Valgerðar eru Klemens, f. 1914, fyrrv. hagstofustjóri, kvænt- ur Guðrúnu Steingrímsdóttur; Þór- hallur, f. 1917, fyrrv. bankastjóri í Búnaðarbankanum, kvæntur Est- her Pétursdóttur; Agnar, f. 1919, fyrrv. framkvæmdastjóri útflutn- ingsdeildar SÍS, kvæntur Hildi Þor- bjarnardóttur; Þorbjörg, f. 1922, framkvæmdastjóri Fjölritunarstofu Daniels Halldórssonar, var gift ívari Daníelssyni apótekara; Bjöm, f. 1924, fyrrv. aðstoðarbankastjóri Seðlabanka íslands, var kvæntur Kristjönu Bjarnadóttur sem er látin; Anna Guðrún, f. 1927, kennari, gift Bjama Guðnasyni prófessor og fyrrv. alþm. Foreldrar Valgerðar vom Tryggvi Þórhallsson, f. 9.2.1889, d. 31.7.1935, forsætisráðherra og k.h., Anna Guð- rún Klemensdóttir, f. 19.6.1890, hús- móðir. Ætt Faðir Tryggva var Þórhallur bisk- up, bróðir Vilhjálms, afa Finnboga Guðmundssonar landsbókavarðar. Þórhallur var sonur Björns, próf- asts og skálds í Laufási, Halldórs- sonar, prófasts í Sauðanesi, Bjarn- arsonar, prests í Garði í Keldu- hverfi, Halldórssonar, bróöur Áma, prests á Tjörn, langafa Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi. Móðir Halldórs í Sauðanesi var Þóra Björnsdóttir Thorlacius, systir Kar- enar, formóður Buchættarinnar. Móðir Björns var Sigríður Vigfús- dóttir, systir Björns, langafa Þórar- ins, föður Kristjáns Eldjárns for- seta. Björn var einnig langafi Hall- dórs, föður Ragnars, stjórnarfor- manns ÍSALS. Móðir Tryggva var Valgerður, systir Halldórs, langafa Þórs White- heads prófessors. Valgerður var dóttir Jóns, b. á Bjarnarstöðum í Bárðardal, Halldórssonar, b. á Bjamarstöðum, Þorgrímssonar, af Valgerður T ryggvadóttir. Hraunkotsættinni, bróður Jóns, langafa Kristjáns Eldjárns. Móðir Valgerðar var Hólmfríður Hans- dóttir, b. í Neslöndum, Þorsteins- sonar, bróður Halldóm, langömmu Snæbjarnar, afa Arnljóts Bjöms- sonarprófessor. Anna var dóttir Klemensar, land- ritara og ráðherra, bróður Finns prófessors. Klemens var sonur Jóns, lögregluþjóns og fræðimanns í Rvík, Borgfirðings, og konu hans, Önnu Eiríksdóttur, b. á Vöglum í Eyja- firði, Sigurðssonar, b. í Engey, Jó- hannssonar, bróður Torfa í Ana- naustum, langafa Katrínar, ömmu Birgis Þorgilssonar ferðamálastjóra og langafa Ingibjargar, ömmu Sig- urjóns Rists vatnamælingamanns. Móðir Önnu var Þorbjörg Stefáns- dóttir, sýslumanns á Isafirði, Bjarn- arsonar. Móðir Stefáns var Þorbjörg Stefánsdóttir Scheving, langamma Björns, föður Ólafs, fyrrv. alþm. og prófessors. Víðtæk þjónusta fyrir lesendur og auglýsendur! Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. DV 99 •56*70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.