Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 9 Utlönd DV Ný skoðanakönnun fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna: Chirac hef ur 10 pró- senta forskot á Jospin - margir vilja fá Alain Juppe sem forsætisráðherra Hægri maðurinn Jacques Chirac, borgarstjóri í París, mun sigra sósíal- istann Lionel Jospin með 55 prósent- um atkvæða á móti 45 samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í morgun. Könnunin var gerð fyrir nokkra franska flölmiðla daginn eftir að úrsbt lágu fyrir í fyrri umferðinni en þá fékk Jospin 23,3 prósent en Chirac 20,8 prósent. Óákveðnum hefur fækkað mjög samkvæmt könnuninni. Nokkrum dögum fyrir fyrri umferöina var um 1/3 kjósenda óákveðinn en í þessari könnun höfðu 80 prósent gert upp hug sinn. Seinni umferð kosning- anna, þar sem verður einungis kosið um þessa tvo menn, fer fram þann 7. maí. Fólk var einnig spurt í könn- uninni hver það héldi að myndi verða næsti forseti Frakklands, óháð því hvað það sjálft ætlaði að kjósa, og sögðust 76 prósent aðspurðra halda að það yrði Chirac. Könnunin sýnir enn fremur að 42 prósent vilja að Chirac velji Alain Juppe, núverandi utanríkisráðherra, sem forsætisráðherra nái Chirac kjöri. 32 prósent vildu hins vegar að hann veldi Philippe Seguin, forseta þingsins, í stöðuna. Ef Jospin vinnur hins vegar vilja 53 prósent að hann velji Jacques Delors, fyrrum forseta framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sem forsætisráðherra. 21 prósent vill að Jospin velji Martine Aubry, dóttur Delors. Delors hefur alfarið hafnað því að til greina komi að hann gerist forsætisráðherra. Chirac og Jospin beijast nú hat- rammlega um þau 40 prósent at- kvæöa sem féllu á aðra en þá tvo og Edouard Balladur forsætisráðherra í fyrstu umferðinni. Balladur, sem fékk rúmlega 19 prósent atkvæða í fyrri umferðinni, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Chirac, samflokks- mann sinn úr röðum gaullista, þrátt Jacques Chirac fengi samkvæmt skoðanakönnun 55 prósent at- kvæða. fyrir að þeir séu litlir vinir og hafi ekki talað saman svo mánuðum skiptir. Chirac hefur nú haft fnun- kvæði að því að boða til sáttafunda milli þeirra tveggja og er talið að hann verði á næstu dögum. Bæði Jospin og Chirac hafa alfarið hafnað nokkru samkomulagi við hægri öfgamanninn Jean-Marie Le Pen en hann hlaut 15 prósent at- kvæða í fyrri umferðinni og þau at- kvæði eru talin skipta mjög miklu máli. Þó Chirac neiti öllum samskipt- um við Le Pen og fylkingu hans þyk- ir þó augljóst að hann hafi sveigt stefnu sína aðeins meira til hægri sjpustu dagana til að koma til móts við þá sem kusu Le Pen. Það hefur Jospin reyndar líka gert með því að taka vel í hugmynd um hlutfalls- kosningu í þingkosningum en það hefur lengi verið baráttumál Le Pens. Þúsundir mótmæltu flutningi á kjarnorkuúrgangi sem veriö var að fara með til geymslu i borginni Gorleben í Þýskalandi í gær. Fólkið náði að stöðva flutningalestina nokkra stund en þá kom óeirðalögreglan með vatnsbyss- urnar. Simamynd Reuter Niðurskurður til velferðarmála í Svíþjóð Slátrunin 1 Rúanda: Friðargæslu- liðarS.Þ. horfðuað- gerðalausirá Ástralskir og sambískir friðar- gæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem urðu vitni að því þegar hermenn Rúanda-hers drápu nokkur þúsund hútúa í flóttamannabúðum í norðvestur- hluta landsins um síðustu helgi, segjast vera alveg miður sín yfir því að hafa ekkert getað gert til að stöðva blóðbaðið. Sveitir frið- argæsluhðanna höföu þó bæki- stöðvar í búðunum en hleyptu ekki af einu einasta skoti þegar stjórnarherinn réðst að fólkinu. Ástæðuna segja þeir vera þá að þeir ráði ekki yfir nægilega góð- um vopnum og hafi verið of fálið- aðir. ' Mikilvægustu ástæðuna telja þeir þó vera að þeir geti ekk- ert gert án skipana frá Samein- uðu þjóðunum og þær hafi vant- að. Um 5000 friðargæsluliðar eru á vegum S.Þ. í Rúanda. 168 menn voru staðsettir í búðunum en í innrásarliði stjómarhersins voru um 2000 manns. „Ég skammast mín. Skammast mín vegna þess að við stóðum hjá og fylgdumst bara með á meðan stjórriarherinn brytjaði niður hútúana á hrottalegan hátt, bæði í búðunum og einnig á flótta í næsta nágrenni búðanna. Þetta er niðurlæging sem mun fylgja mér um ókomna tíð,“ sagði ástr- alskurliðsforingi. Reuter Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Sví- þjóð minnkaði nokkuð framlög til velferðarmála í nýjasta fjárlaga- frumvarpi sínu og einnig er dregið úr framlögum til sveitarfélaga ásamt fleiri aðgerðum en sérfræðingar á fjárlagamarkaði segja að fjárlaga- pakki stjómarinnar dugi ekki til að vinna traust fjárfesta að nýju. Miklu lengra hefði þurft að ganga. Göran Peterson íjármálaráðherra lækkaði bætur vegna atvinnuleysis, veikinda og fæðinga niður í 75% af launum. Hagfræðingar telja að það sé hærra en þjóðin hafi efni á. Skuld- ir þjóðarinnar séu allt of miklar og fjárlagahallinn of mikill. Peterson kynnti einnig aðgerðir til að auka atvinnu og þær eru taldar kosta nokkuð þannig að sparnaöur verðiminnienáætlaðvar. Reuter Bllstólar Margar gerðir barnabílstóla. Til nota frá fæðingu til 5 ára. Vandaðir og viðurkenndir. Margir litir. Mjög gott verð. Öryggishjálmar fyrir börn. í hjólreiðatúrinn, skíðaferðina, skautana, útreiðatúrinn o.fl. Bílsessur Sessur fyrir eldri börnin. Notaðar með venjulegum bílbeltum. Eykur útsýni og þægindi barnsins. Einnig til með bakpúða (sjá mynd að neðan). Bflbeld fyrir böm og fúllorðna. 2ja, 3ja og 4ra punkta. Boigartúni 26, Rv. Sími 562 2262 Bfldshöfða 14, Rv. Sími 567 2900 Skeifúnni 5A, Rv. Sími 5814788 Bæjarhrauni 6, Hafn. Sími 565 5510 Undirborbsofn Cl m2-w MeS bleestri.Undirog yfirhiti,grill.Grill og blósturjímoklukka. Helluborb IP04R2W Án rofa.Fjóror hellur, þar of ein hraðsuðuhella. Vifta Hl 162 Tveggja mótora þrjór hraSa- sti11ingar,kolafiIter fylgir. Allt þetta fypip índesil aOeins 582521 afborgunarverð 59,213 Heimilistæki í stöðugri sókn! R Æ Ð U R N I R ORMSSONHF Lágmúla 8, S. 553 8820 Umbobsmenn um land allt INDESÍT INDESIT INDEStT INDESIT iNDESIT INDESIT INDESiT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESÍT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT iNDESÍT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.