Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. APRlL 1995 Fréttir DV Stöndum við loforð um að aðstoða unga fólkið Páll Pétursson félagsmálaráðherra: - við að eignast sína fyrstu íbúð „Og það að hér er ekki vinstri stjórn má skrifa fyrst og fremst á reikning Ólafs Ragnars Grimssonar," segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra. DV-mynd BG Nýjar tölur sýna að atvinnuleysið hefur ekki verið meira en nú í heilt ár og er meira en spáð var. Hvern- ing ætlar nýr félagsmálaráðherra að bregðast við? „Það er mikið áhyggjuefni hvað atvinnuleysið er mikið og að það skuli hafa vaxið. Það er eitt af meg- instefnumálum ríkissljórnarinnar að bæta þar úr og reyna að efla atvinnu. Við höfum sjálfsagt engar allsherjarlausnir á því hér í ráðu- neytinu en við viljum gera okkar besta og taka á málinu. Það er ýmislegt í stjómarsáttmálanum sem ætti að verða til atvinnuupp- byggingar í landinu. Og það er vilji okkar að reysa við þær atvinnu- greinar sem fyrir eru. Það hefur veriö tekin ákvörðun um að við- halda núverandi fiskveiðisfjórnun að mestu óbreyttri. Þannig geta fyrirtæki í sjávarútvegi gert ráð fyrir að hafa frið fyrir stjórnvöld- um næstu árin og geta þá ráðist í fjárfestingar og framkvæmdir. Þá eru uþpi hugmyndir um átak í málefnum landbúnaðarins. Sér- staklega þarf að leysa vanda sauðíj- árbænda." Fullar atvinnuleysisbætur eru ekki nema 40 þúsund krónur á mánuði. Muntu beita þér fyrir þvi að þær verði hækkaðar? „Ég held að það þurfi að fara ofan í allt þetta atvinnuleysistrygginga- kerfi. Ég er ekki viss um að við séum með hagkvæmasta eða skil- virkasta skipulagið. Ég held að viö eigum að stefna að því að fara ofan í skráninguna. Við erum með ann- að skráningarkerfi en er víðast hvar annars staðar. Ég vil stefna að því að þeir sem eru raunveru- lega atvinnulausir fái bætur sem hægt er að lifa af. Hins vegar þarf að sporna við því að atvinnuleysis- bætur séu misnotaðar og fylgjast vel með að svo sé ekki gert.“ Fólk í fyrirrúmi var kosninga- slagorð ykkar. Hvernig ætlar fé- lagsmálaráðherra að framfylgja því? „Þaö sem gerir það ef til vill mest spennandi við að fá þetta ráðuneyti er að ég fæ tækifæri til að takast á við aö uppfylla mörg þau kosninga- loforð sem við gáfum. í stjómar- sáttmálanum er klásúla um leng- ingu húsnæðislána og strax að þessu viðtali loknu mun ég hitta menn til að hefja undirbúning þess verkefnis. Ég bind miklar vonir við aö það geti létt mikið fyrir fólki sem er í vandræðum og við höfum verið með hugmyndir um greiðsluaðlög- un. En allt krefst þetta nokkurrar undirbúningsvinnu. Þess vegna koma fmmvörp þessu tengd ekki á vorþingi. Þau munu bíða hausts- ins.“ Þið framsóknarmenn lofuðuð að létta skatta á ungu fólki og barna- fólki. Verður það gert? „í stjómarsáttmálanum er tekið á skattamálum og þar er ákvæði um skattkerfið og þar segir að jafn- ræði innan þess skuli aukið. í þeirri setningu að auka jafnræðið innan skattakerfisins tel ég að felist það að þeir beri fyrst og fremsrt skatt- ana sem breiðust hafa bökin." í stjórnarsáttmálanum er lofað að hjálpa ungu fólki til að eignast sína fyrstu ibúð. Hvernig verður það gert? „Það er rétt aö sérstök áhersla verður lögð á að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð og við það loforð verður staöið." Þú hefur alltaf verið talinn heldur til vinstri í Framsóknarflokknum. Nú ertu orðinn háseti á skútu Dav- íðs Oddssonar sem hefur verið kenndur við fijálshyggjuna. Muntu standa vörð um sjónarmið félags- hyggjufólks í þessari ríkisstjórn? „Það er alveg klárt að ég mun reyna það. Ég vil nú reyndar benda á það að í stjórnarsáttmálanum og í þeim viðræðum sem vora undan- fari hans vom fijálshyggjumenn ekki mjög áberandi og það er ekki mikil frjálshyggja í þessum stjóm- arsáttmála. Háseti hjá Davíð, segir þú. Ég fékk vísu frá vini mínum í morgun. Hún er svona: Braut þín verði blómum stráð, bjart á vegi og götum. Ekki er verri íhalds náð, en upphefð styrkt af krötum. Þú ert bóndi og hefur verið einn helsti talsmaður þeirra á þingi í rúm 20 ár. Hefði ekki verið eðlilegra að þú yrði landbúnaðarráðherra? „Vissulega sóttist ég eftir land- búnaðarráðuneytinu og hefði kosið mér það hlutskipti hefði ég fengið einn að ráða. Þegar fyrir lá að við fengjum eitt af þeim ráðuneytum sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði lagði ég eindregið til að það yrði landbúnaðarráöuneytið. Þaö varð svo niðurstaðan í þingflokknum að leggja það til og síðan niðurstaðan í viðræöum flokkanna. Og það er mér fyrir mestu að Framsóknar- flokkurinn skuli hafa það ráðu- neyti. Það varð úr að Guömundur Bjamason, varaformaður flokks- ins, fékk landbúnaðarráðuneytið. Y&rheyrsla Ég geri mér grein fyrir því að sum- ar þær áherslur sem ég hef í land- búnaðarmálum samræmist ekki skoðunum allrar bændaforystunn- ar. Og ég varð var við það að sum- ir þeirra höfðu meiri áhuga á að Guðmundur tæki það heldur en ég. Gamall samheiji minn og vinur sagði það bara gott að ég fékk ekki landbúnaðarráöuneytið. Hann sagöi að ég hefði orðið alltof frek- ur.“ Sumir segja að það sé bæði aldur þinn og ekki síður það að þú ert bóndi sem varð þess valdandi að þingflokkurinn samþykkti þig ekki sem landbúnaðarráðherra. Það hefði skaðað hið nýja andlit Fram- sóknarflokksins. Hvað segir þú um þetta? „Ég hef nú ekki nokkra minnstu minnimáttarkennd fyrir aldri mín- um. Ég er 58 ára gamall. Ég á von- andi mörg ár eftir ólifuð og er óbil- aður maður. Ég hef aflaö mér meiri reynslu en þorri núverandi þing- manna. Ég hef setiö á þingi í rúm 20 ár. Þar hef ég unniö aö mjög mörgum verkefnum sem nefndar- maður, nefndarformaður og sem formaður þingflokks. Þar að auki tel ég eðlilegt að bóndi sé í ráðherr- aliði Framsóknarflokksins. Sveita- fólk styður flokkinn mjög vel og því eðlilegt að einn úr þeirra hópi eigi sæti í 10 manna ríkisstjóm. Þar að auki unnum við mikinn kosn- ingasigur í Norðurlandi vestra. Við bættum við okkur meira fylgi en flokkurinn gerði annars staðar nema á Reykjanesi. En varðandi andlit flokksins þá hef ég nú út af fyrir sig, þér að segja, enga sérstaka ánægju af því að horfa í spegil. Ég verö hins vegar að búa við þetta andlit sem á mig var sett í upphafi og hefur að vísu veðrast nokkuð í gegnum árin en ég ætla að búa með það áfram. Hið unga og glæsilega fólk sem bættist í þingflokk okkar framsóknarmanna í síðustu kosn- ingum á framtíðina fyrir sér og fær sín tækifæri. Ég tel það hafa gott af því að öðlast reynslu í þingstörf- um. Við vitum átakanleg dæmi þess á liðnum kjörtímabilum hvemig nýkjörnir þingmenn lentu í vandræðum sem ráðherrar. Næg- ir þar að nefna öll mistökin sem lærdómsmaðurinn Jón Sigurðsson gerði. Davíð Oddsson var langan tíma að finna fjölina sína og allir vita hvemig fór fyrir ungum glæsi- legum og frægum sveitarstjórnar- manni af Reykjanesi í ráðherra- stóli. Borgarlögmaður var spurður hvort þú værir ekki vanhæfur sem félagsmálaráðherra ef kærumál tengd borgarstjórn Reykjavíkur kæmu til þinna kasta þar sem eigin- kona þín situr i borgarstjórn. Hann taldi að svo gæti farið. Ertu þessu sammála? „Þegar ég átti val á ráðuneytum hafði ég orð á því sjálfur að það gætu skapast erfiðleikar ef ég yrði félagsmálaráðherra ef ég þyrfti að úrskurða í málefni sem varðaði Reykjavíkurborg og kona mín hefði átt aðild að í borgarráði eða borgar- stjórn. Við því er að vísu það ráð; ef að til þéss kæmi að félagsmála- ráðherra þyrfti að úrskurða í slíku máli, þá er það einfaldasta mál í heimi að ég víki sæti tímabundið og seturáðherra verði látinn úr- skurða. Ég get einnig upplýst að ég á marga frændur sem em hreppsnefndar- eða bæjarstjórnar- menn vítt og breitt um landið. Ég þarf að hafa vakandi auga á þessu svo maður bijóti nú ekki stjóm- sýslulög." Sérðu fyrir þér kyrrð og frið milli stjórnarflokkanna og ríkisstjórnar- samstarf fram á næstu öld? „Ég vona að það verði gott sam- starf. Það var mjög góður andi í stjórnarmyndunarviðræðunum og viö vitum ekki um ágreiningsmál í farteskinu. Varðandi ríkisstjóm- arsamstarf fram á næstu öld skul- um við fyrst ljúka því sem nú er að hefjast." Þið framsóknarmenn töluðuð um félagshyggjustjórn fyrir kosningar en fóruð svo beint til Sjálfstæðis- flokksins eftir kosningar? „Við fórum í kosningar með það að markmiði að fella þá ríkisstjórn sem sat síðustu 4 ár og að mynda ríkisstjóm fyrrverandi stjórnar- andstöðuflokka. Þetta varð auðvit- að flóknara eftir að Jóhanna Sig- uröardóttir klauf Alþýðuflokkinn og fór að fiska í graggugu vatni, meðal annars Alþýðubandalagsins. Það var því ekki gefið að stjórnar- andstöðuflokkamir næðu meiri- hluta en það var okkar vilji að reyna fyrst stjómarmyndun með Alþýðubandalaginu og Kvennalist- anum. Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í þessum kosning- um en Alþýðubandalagið og þá sér- staklega formaður þess klúðraði kosningabaráttu sinni. Útkoma Al- þýðubandalagsins var því ekki í neinu samræmi við það sem maður hefði getaö búist við að hún yrði. Ég tel að Ólafur Ragnar hafi gert hveija skyssuna eftir aðra alveg frá hyijun. Óg engu var líkara undir lok hennar en að hann væri með óráði þegar hann var farinn að skrifa stjómarsáttmála einn og sér fyrir aðra flokka. Það varð til þess að hugmyndin aö stjórnarmyndun fyrrverandi stjórnarandstöðu- flokka varð ekki sérlega traust- vekjandi fyrir kjósendur. Og það að hér er ekki vinstri stjórn má skrifa fyrst og fremst á reikning Ólafs Ragnars Grímssonar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.