Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 Spumingin Hvað ætlar þú að gera í sumar? Anna Vilborg Rúnarsdóttir nemi: Ég ætla að vinna í frystihúsi og síðan ætla ég að ferðast um ísland. Lilja Rut Rúnarsdóttir nemi: Ég ætla að vinna í hreppsvinnunni á Bíldudal og fara síðan í sumarbústað. Jóhanna Ólafsdóttir nemi: Ég ætla að vinna í humri í Þorlákshöfn í sum- ar. Harpa Hauksdóttir nemi: Ég ætla að vinna í humri og fara til Svíþjóðar í sumar. Þórunn Benný Birgisdóttir nemi: Ég ætla að vinna hjá pabba í Hafnarfiröi og líka í unglingavinnunni. Síðan fer ég í Kerlingarfjöll. Pétur Markan nemi: Ég ætla að spila fótbolta og vinna í unglingavinn- unni. Lesendur Hvað er maður- inn að hugsa? Bréfritari kennir Guðmundi Árna um fylgishrun Alþýðuflokksins í Reykjanes- kjördæmi. HTS skrifar: í íjölmiðlum dagana eftir kosning- ar hafði Guðmundur Árni Stefáns- son uppi vægast sagt furðuleg um- mæli. Hinn brottrekni ráðherra botnaði bara aUs ekkert í tæplega 700 útstrikunaratkvæðum á sitt nafn og taldi þessar útstrikanir ekki tengjast sínum fyrri verkum á nokkurn hátt! Ennfremur sagði hann að „ef til vill hefðu einhverjir eitthvað á móti sér“. Hvað er maðurinn að hugsa? Ég hef ekki hitt einn einasta kjósanda Alþýðuflokksins sem ekki hefur eitt- hvað út á Guðmund Árna að setja. Hins vegar hef ég hitt þó nokkra sem ekki treystu sér til að kjósa Alþýðu- flokkinn í Reykjaneskjördæmi vegna veru þingmannsins á lista þar. Og lái þeim hver sem vill. Eftir manninn liggur einn lengsti listi spillingarmála sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum. Hér er ekki nokkurt pláss til að rekja öll þau dæmi spillingar, dómgreindarleysis og misbeitingar valds sem Guö- mundur kom nálægt sem bæjarstjóri og síðar sem ráðherra. Enda held ég að þjóðin þekki þessi mál orðið nokk- uð vel. Ég vil þó minna á tvö alvarleg dæmi. Ráðherrann fyrrverandi réð mág sinn sem formann stjómar Ríkisspít- alanna hálfum sólarhring áður en slíkt hefði orðið ólöglegt samkvæmt nýju stjómsýslulögunum, sem þing- maðurinn tók reyndar sjálfur þátt í að samþykkja. Kannski löglegt en ansi hreint siðlaust. Annað dæmi um vanhæfi Guðmundar til stjórnunar- starfa er fjármálasukkið í Hafnar- firði og skrípaleikurinn allur í kring- um Listahátíöina hafnfirsku. Mín skoðun er sú aö Guðmundur Árni eigi stærstan hlut í fylgishruni Alþýðuflokksins í hans sterkasta kjördæmi. Mér er það raunar undr- unarefni að maðurinn skyldi ekki draga sig í hlé eftir svo misheppnað- an stjómmálaferil, a.m.k. tímabund- ið. Ég er einn hinna 700 kjósenda sem strikuðu yfir nafn þingmannsins í kjörklefanum. Ég er sammála Al- þýðuflokknum í Evrópumálum, landbúnaðar(niðurskurðar)málum, sjávarútvegsmálum og mörgum öðr- um málum. En er Guðmundur Árni Stefáns- son, holdgervingur spillingar og mis- taka í íslenskum stjórnmálum, rétti maðurinn til að koma þessum mál- um í gegn? Hefur hann tiltrú kjós- enda til að vinna af heilindum á Al- þingi íslendinga með hagsmuni heildarinnar að leiöarljósi? Eg held ekki. Aukinn kostnaður Jóhannes Guðmundsson skrifar: Þeir voru glaðir, ráðherrarnir í nýju ríkisstjórninni á forsíðu DV á mánudaginn var. Sumir gátu meira að segja brosað á tröppunum á Bessastöðum að loknum ríkisráðs- fundinum. Þaö er þó hætt við að brosið fari af þeim um leið og farið veröur að glíma við þau fjölmörgu erfiðu viðfangsefni sem bíða úr- lausnar í þjóðfélaginu. Ekki ætla ég samt að skammast út í þá fyrir að leyfa sér að brosa við þetta tækifæri. Hver myndi ekki gera nákvæmlega það sama í þessum sporum. Nefnilega þaö að vera með nokkur hundruð þúsund krónur á Guðný skrifar: Mildð óskaplega þykir mér leiðin- legt að þátturinn hans Hermanns Gunnarssonar, Á tali hjá Hemma Gunn, skuli nú vera hættur. Ég er alveg klár á því að ég er ekki ein um þessa skoðun mína. Hermann er ör- ugglega einn vinsælasti ef ekki vin- sælasti sjónvarpsmaður þjóðarinn- ar. Ég tel aö Sjónvarpið sé að gera mikið glappaskot meö þessari ákvörðun sinni. Þeir segja kannski að þaö komi maður í manns stað en mér finnst bara enginn geta farið í fötin hans Hermanns. Mér þykir þetta líka skrýtin ákvörðun í ljósi þess að þátturinn Á tali hjá Hemma Gunn er langvinsæl- mánuði í laun, getað ráðið sér aðstoð- armann til halds og trausts og ekið svo um „áhyggjulaus" á ráðherrabíl. Nei, það eru sko örugglega margir sem vilja vera í þessari aðstöðu. Að ekki sé nú minnst á öll fríðindin eins og utanlandsferðir og dagpeninga. Við, almúginn í landinu, getum bara látið okkur dreyma um svona lífs- gæði. Hitt verð ég þó að segja aö byrjun þessara háu herra lofar þó ekki góöu. Foringjamir tala sífellt um að takast þurfi á við erfið mál og svo haga þeir sér svona eins og raun ber vitni. Hér á ég að sjálfsögðu við þá stað- reynd að við þessi ríkisstjórnarskipti asta sjónvarpsefnið sem upp á er boðið. Fjölmargar skoðanakannanir staðfesta það. Þjóðin er sátt við Hemma og vill hafa hann áfram. Halda forráðamenn Sjónvarpsins að áhorfendur hefðu nennt að horfa á þáttinn árum saman ef hann hefði verið lélegur? Nei, auðvitað ekki. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki lengur horft á þennan þátt á miðvikudagskvöldum næstu árin. Þetta var eitt af því fáa sem horfandi var á í dagskránni. Svo má heldur ekki minnka innlent efni. Það er nógu lítið fyrir. Ég skora á forráða- menn Sjónvarpsins að endurskoöa þessa ákvörðun. hefur fjölgað í ráðherraliðinu um einn. Kratarnir voru bara með fjóra ráðherra, Jón Baldvin, Sighvat, Rannveigu og Össur. Þetta þýðir aukinn kostnað.fyrir okkur kjósendur sem jafnframt er- um skattgreiðendur þessa lands. Jafnframt því að bæta við einum ráðherra þarf sá hinn sami væntan- lega að fá sér aðstoðarmann til að vera eins og hinir. Og auðvitað má þjóðin borga brúsann. Viö svona framkomu líður mér eins og hafa fengið hníf í bakið. Var virkilega þörf á að fjölga ráðherrum? Vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðar- innar að mati bréfritara. Saknar Hemma Gunn Manngreinarálit ásjúkrahúsum? MS skrifar: Lífeyrisþega með mikinn hita og bullandi lungnabólgu, sem hann fékk upp úr flensu, var neit- að um spítalavist. Þetta gerðist í dymbilvikunni og eini möguleik- inn til læknisskoðunar var á Heilsuvemdarstöðinni við Bar- ónsstíg. Þar fékk hann þann úr- skurö að auk flensu væri hann með lungnabólgu. í heimilis- lækninn náðist ekki fyrr en dag- inn eftir. Var þá beðið um að koma manninum á spítala. Það gekk ekki. Enginn spítali hafði pláss. Tveimur dögum seinna veiktist menntamálaráðherra, Ólafur Garðar Einarsson, og reyndist vera með lungnabólgu. Þá stóð ekki á spítalaplássi, allar dyr opnar. Er það þetta sem þjóðin á eftir að búa við? Blekking í Hveragerði Sjöfn hríngdi: Fyrir nokkrum dögum var efnt til mikillar garðyrkjusýningar í Hveragerði og var uppákoman raeðal annars auglýst vel og rækilega í þætti hjá Hemma Gunn á sxðasta degi vetrar. Ég fór á þessu sýrúngu og er alveg ofsalega óánægð. Það var bara verið að blekkja fólk og þetta er skólastjóranum og nemendum hans, sem að sýmngunni stóðu, til skammar. Það var nánast ekk- ert fallegt á þessari sýningu. Bæði banana- og blómaskáli voru til skammar, þar var allt illa hirt. Druslugangurinn var alger og það má vel segja að ekkert hafi verið sýningarhæft. Það er ekki fallegt að blekkja fólk svona en fjölmenni var á sýningunni og sem dæmi um þaö tók mig 10 mínútur að ganga frá bílastæðinu að sýningunni. GloppótteHirlit Borgari hringdi: Ég hef veitt því nokkra athygli að tölverður misbrestur virðist á eftirliti með þeim sem leggja ólög- lega í mínu hverfi en ég er búsett- ur í Þingholtunum. Tvxvegis hef ég réttilega verið sektaöur fyrir að leggja í stæði merkt fötluöum ökumaxmi. Sektina hef ég reynd- ar fengið endurgreidda enda á konan mín stæðið. Aðrir ökumenn hafa nokkuð gert aö því að leggja í umrætt stæði en iðulega sýnt tillitssenú þegar við höfum bent á rétt okk- ar. Hins vegar finnst mér að eftir- litinu í þessu hverfi sé nokkuð ábótavant. Ég sé t.d. sömu bílun- um lagt ólöglega dag eftir dag og engin kemur sektin. Þetta vekur spurningu um hvernig eftirhtinu sé háttað. Háarsektir Sigurður Sveinsson hringdi: Eg vil taka undir með skatt- greiðanda sem hringdi til DV um daginn og lagði til að illa búnir ferðalangar, sem týndust á há- lendinu, væru beittir sektum. Ég legg jafnframt til að þessar sektir séu hafóar það háar að þær komi að einhverju gagni og fái menn virkilega til að hugsa alvarlega um þessi mál. Það þýðir því mið- ur ekkert annað en að taka á þessu með hörku. Menn skilja oft ekki hlutina fyrr en þeir eru fai’n- ir að snúast um „pyngjuna". Þá hugsa þeir sig örugglega tvisvar xim. Sökudólgar Jón hringdi: í kjölfar kosrúngaúrsUtanna og stjómarmyndunarviöræöna hafa falUð mörg stór orð og er gjarnan talaö um sökudólga. Menn ættu hins vegar að minnast þeirra sem felldu vinstri stjómina 1979. Það eru raunverulegir sökudólgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.