Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 17 Fréttir Þörf á aukinni áherslu á ávana- og fíkniefnamál í stjómsýslunni: Endurskoða ber fjárf ram löq til málaf lokksins - segir 1 skýrslu samstarfsnefndar ráðuneyta Samstarfsnefnd ráðuneytanna, sem sett var á laggimar til að gera úttekt á meðferð ávana- og fíkniefna- mála hér á landi, telur að leggja verði aukna áherslu á ávana- og fíkniefna- mál í stjórnsýslunni. Leggur sam- starfsnefndin til að komið verði á fót ávana- og fíkniefnaráði sem verði stjómvöldum til ráðuneytis um þennan málaflokk. Telur nefndin að ráðið fái víötækt umboð og geti m.a. hlutast til um rannsóknir tengdar þessum málum og verið umsagnar- aðih um málefni er varða ávana- og fíkniefni. Þá segir í skýrslu, sem nefndin lét frá sér fara, að taka beri opinber fjár- framlög til þessa málaflokks til end- urskoðunar frá grunni, með það fyr- ir augum að þeim verði sem best varið. „Opinberum framlögum til ávana- og fíkniefnamála er nú dreift víða og skortir því aUa yfirsýn. Lagt er til að á fjárlögum verði sérstaklega veitt fé til ávana- og fíkniefnamála. Fé af þeim lið verði ekki ráðstafað nema að fenginni umsögn ávana- og fíkniefnaráðs." Meiri peningar, aukinn mannafli Enn fremur segir að styðja þurfi „samstíga forvarnir" og þeim tilmæl- um verði beint til sveitarfélaga að þau efli skipulagt forvarnarstarf meðal barna og ungmenna. Þá segir að brýnt sé að gera úttekt á skipulagi og framkvæmd á verkefnum leitar- hunda við embætti lögreglu- og tolla- yfirvalda, gera megi yfirstjórn fíkni- efnamála við Lögreglustjóraembætt- ið í Reykjavík skilvirkara og stytta boðleiðir, gera eigi fíkniefnadeildina sjálfstæðari og efla hana með íjár- framlögum. Nefndín er því fylgjandi að fíkni- efnadeild lögreglunnar fari einnig með rannsókn bruggmála. Hins veg- ar þurfi að gæta þess að þau hafi ekki forgang á kostnað erfiðari fíkni- efnamála. í ljósi þessa þurfi aö fjölga lögreglumönnum í deildinni vegna þessara auknu umsvifa. Þá segir að koma þurfi á formleg- um samskiptum þeirra embætta sem fari með rannsókn fíkniefnamála en Pólitískt Ivf stjórnmála foringja breytist það eru Lögreglustjóraembættið í Reykjavík, fíkniefnadeild, rannsókn- ardeild Ríkistollstjóra, sem sagt er að þurfi að efla, og tollgæslan á Kefla- víkurflugvelli. Með þessu megi auð- velda samskipti, stytta boðleiðir og gera rannsóknir mála skilvirkari. Nú þegar hafí verið hafin samning lagafrumvarps með þessi markmið að leiðarljósi og það að „auðveldara sé að ná til þeirra sem flytja inn efni og selja þau.“ -PP nínit 9 9*17*0 0 Verö aöeins 39,90 mín. Allmiklar breytingar virðast vera fram undan í póbtísku lífi þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrr- verandi utanríkisráðherra og for- manns Alþýðuflokksins, sem verið befur ráðherra síðastliðin átta ár, og Ólafs Ragnars Grímssonar, for- manns Alþýðubandalagsins, sem lætur af þeirri formennsku sam- kvæmt lögum ílokksins á landsfundi hans í haust. Jón Baldvin sagði þegar hann felldi Kjartan Jóhannsson við formanns- kjör í Alþýöuflokknum á sinni tíð að karlinn í brúnni ætti að víkja ef hann fiskaði ekki. Á þeim tíma sem Jón Baldvin hefur verið „karlinn í brúnni“ hjá Alþýðuflokknum hefur hann bæði aflað mjög vel en líka illa, ekki síst í alþingiskosningunum á dögunum. Það er því eðhlegt að spurt sé hvort einhverjar breytingar séu fram und- an hjá Jóni Baldvin? Hvort hann ætli að sitja næstu fjögur árin sem óbreyttur þingmaður eða hvort hann sé með eitthvað annað í sigtinu? „Ég fór í fermingarveislu í gær. í Einu sinni voru þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Olafur Ragnar Grímsson samráðherrar i rikisstjórn Steingrims Hermannssonar og er þessi mynd frá þeim tíma. morgun fór ég í sund og síðan í góða gönguferð. Nú hgg ég uppi í sófa og er að lesa bókina Strendur íslands, eftir Guðmund Ólafsson, mér til óblandinnar ánægju. Og mér hður yndislega vel og leiði ekki hugann að neinu öðru um þessar mundir," sagði Jón Baldvin þegar DV sló á þráðinn til hans í gær og spurði hann um framtíðaráformin. Þingmaður fyrir mitt kjördæmi ,;Það er rétt að ég læt af for- mennsku í Alþýðubandalaginu í haust og það er samkvæmt lögum flokksins, sem takmarka það hve lengi menn mega sitja sem formenn. Þetta breytir engu fyrir mig sem þingmann. Ég mun að sjálfsögðu sitja áfram sem þingmaður fyrir mitt kjördæmi," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Hann var spurður hvort hann hygðist taka aftur upp kennslu við Háskóla íslands meðfram þing- mennskunni og var svarið stutt og laggott nei. Þú færð verðlaunin hjá okkur Siðumúla 17 simi 588 3244 Olöglegt að fjarlægja bíl um miðja nótt Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur ákveðiö að hætta lögreglurann- sókn á hrottflutningi bifreiðar eftir að eigandi bilsins kærði kranabíla- þjónustu fyrir að hafa tekið bifreiö- ina, sem stóöfyrir utan heímili eig- andans I Breiðholti, nótt eina í lok janúar á ólögmætan hátt. Lög- mannastofan haíði fengið krana- þjónustuna til að tjarlægja bílinn og koma honum x sína vörslu vegna skuldar víð Bílastæðasjóð og notaði eigandi kranabílsins tækifærið að- faranótt 23. janúar. í bréfi frá Boga Nilssyni rarm- sóknarlögreglumanni til málsaöila. segir að um svokallaö gertæki virð- ist vera að ræða þar sem kranablla- þjónustan hafi ekki beitt réttum aðferðum viö að taka bílinn í sína vörslu og því tekið sér rétt sem beri að leita atbeina sýslumanns um. Gertæki varði við lög. Ekki skuh höfða opinbera málsókn út af máli af þessu tagi en bíleigand- inn geti höfðað mál til refsingar. í bréfinu kemur einnig fram að bíleigandanum hafi verið Ijóst að taka bifreiðarinnar hafi verið liður i innheimtuaðgeröum lögmanna- stofunnar fyrir hönd Bílastæða- sjóðs enda hafi sýslumaðurinn í Reykjavík áritað beiðni stofunnar um nauðungarsölu á bifreiöinni. Eigandi bílsins hefur náö sam- komulagi við lögmannastofuna um greiðslu skuldarinnar við Bíla- stæðasjóð og hyggst ekki höfða mál á hendur eiganda kranabílsins. -GHS Dagskrá líkamsræktarsto 9 9*1 7*0 0 hagnýtar upplýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.