Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 Stuttar fréttir Útlönd Háttsettur maður 1 Æðsta sannleik viðurkennir í yfirheyrslum: Söf nuðurinn gerði tilraunir með eiturgas Meðlimur í Æðsta sannleik, sér- trúarsöfnuðinum sem grunaður er um að hafa staðið að eiturgastilræð- inu í neðanjaröarlestakerfi Tokyo í síðasta mánuði, hefur viðurkennt í yfirheyrslum hjá lögreglu að söfnuð- urinn gerði tilraunir með eiturgas. Maöurinn, sem er einn af æðstu mönnum í vísindahóp sértrúarsafn- aðarins og einn fárra sem treyst er einum inn í tilraunastofur hans, seg- ir að á síðasta ári hafi verið gerðar leynilegar tilraunir með eiturgas á leynilegum stað sem kallast Sann- leikur. Þeir sem framkvæmt hafi til- raunirnar hafi klæöst eins konar geimbúningum. Hann sagðist hafa brennt ótal minnisbækur til að eyða öllum sönnunargögnum um tilraun- irnar. Rannsókn lögreglunnar á eitur- gastilræðinu í neðanjarðarlestakerfi Tokyo, þar sem 12 manns létust og um 5 þúsund manns urðu fyrir eitur- áhrifum, hefur gengið frekar hægt fyrir sig en vonir eru bundnar við að þessi framburður flýti rannsókn- inni. Á umræddum leynistað hafa fundist fullkomin tæki til hvers kyns efnagerðar. Þá hefur lögreglan, í fjöldamörgum húsleitum hjá söfnuð- inum, fundiö efni sem nægja til að framleiða eiturgasið sarin, sem notað var í tilræðinu. Þá hafa einnig fund- ist ummerki um framleiðslu efnis sem ekki er hægt að framleiða nema sarin sé til staðar. Hingað til hafa safnaðarmeðhmir harðneitað öllum tilraunum með eit- urgas og engar beinar sannanir verið fyrir hendi sem sýndu að söfnuður- inn hafi staöið að tilræðinu í Tokyo. Flestir hinna 150 safnaðarmeðlima sem hafa verið handteknir hafa verið sakaðir um annað en gastilræðið; að halda fólki föngnu gegn vilja sínum eða framleiðslu vopna. Yfirmaður vísindahóps Æðsta sannleiks var myrtur af hægriöfga- manni fyrir utan höfuðstöðvar safn- aðarins á sunnudag. GjömingSmað- urinn sagöist óþohnmóður að bíða eftir sakfellingu meðhma hópsins. Reuter Jóhann Karl Spánarkonungur ræðir hér við Sonju, drottningu Noregs, sem er í þriggja daga opinberri heimsókn á Spáni ásamt Haraldi, manni sínum. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn norsku konungshjónanna til Spánar frá því að Haraldur tók við völdum fyrir þremur árum. Símamynd Reuter Nýjar ákærur vegna sprengingarinnar 1 Oklahoma: Ákærdi neitar að tala við yf irvöld - tala látinna komin 191 - búist við fleiri líkum Timothy McVeigh, maðurinn sem er í haldi, ákærður fyrir aðild að sprengingunni í Oklahoma fyrir viku, hefur verið ákærður fyrir sprengju- og vopnagerð í Michican- fylki ásamt bræðrunum tveimur sem þegar eru í haldi. Sú ákæra tengist ekki beint ákærunni fyrir tilræðið í Oklahoma. Ákærumar gera að verk- um að halda má mönnunum lengur í varöhaldi og gefa yfirvöldum þar með svigrúm til að finna út hvort sprengjutilræðið hafi verið skipulagt af herskáum hægriöfgasamtökum. Timothy McVeigh neitar að tala við yfirvöld. Hann telur sig vera póhtísk- an fanga og gefur einungis upp nafn, stöðu og hersveitamúmer þegar hann er spurður, á sama hátt og hann mundi svara sem fangi óvina- hers. Timothy McVeigh neitar að tala við yfirvöld. Sjónvarpsstöð fullyrti í gær að leif- ar af ammóníumnítrati heföu fundist á fötum McVeighs sem þykja tengja hann við köfnunarefnissprengjuna sem gjöreyðilagði stjórnsýslubygg- ingima í miðborg Oklahoma. Þá munu vitni hafa borið kennsl á mann sem yfirgaf sendibfi fyrir utan stjóm- sýslubygginguna sem Timothy McVeigh. Vitorðsmanns McVeighs er hins vegar enn leitað. Alls hefur 91 lík fundist í rústun- um. Björgunarmenn, sem margir em að niðurlotum komnir, bæði andlega og hkamlega, eiga enn dágóðan spöl eftir inn undir 250 tonna haug steypubrota þar sem búist er við aö allt aö 100 lík finnist, þar á meðal 20 börn. Reuter GingerRogers látin Leikkonan Gingcr Rogcrs Iést að heimili sínu í Suður- Kaliförniu í gær, á 84. ald- ursári. Flestir muna cftir Rogers ljóshærðu konunni sem dansaði sig inn i frægð og frama ásamt dansfélaga sínum, Fred Astaire. Nafh Ginger Rogers er órjúfan- lega tengt Fred Astaire. Saman dönsuðu þau sig inni í hjörtu kvikmyndaaðdáenda um allan heim á fjórða og fimmta áratugn- um. Þau liðu tígulega og áreynslulaust um dansgólfiö, hún í fögrum kjólum og hann vana- lega í smóking. En Rögers skart- aði einnig leikferli án Astaires. Þó fannst mörgum þau vera eins og tvíburar og þegar fólk hitti Rogers var viðkvæðið ávallt: „Hvar er Fred?“ Plataðiríreður- stækkun Vísindamenn í Las Vegas í Bandaríkjunum hafa framkvæmt rannsókn sem bendir til þess að einungis tvö prósent karla þurfi hugsanlega að fara í aögerö til að stækka getnaðarlim sinn. Niöurstöðurnar eru byggöar á mælingum á getnaðarlimum 60 heilbrigðra karla. Meðallengd getnaðarlims í fullu risi mældist 12,8 sm en ummáhð 12,2 sm. Mjög litlir hmir voru skilgreindir þeir limir sem ekki náðu 7 sm lengd í fullu risi og 8,8 sm ummáh. Ein- ungis tvö prósent karla lentu undir þessum stæröarmörkum. Vísindamenn segja marga lækna vestra þrífast á sálarflækj- um karlmanna vegna ranghug- mynda um reðurstærð og karl- mennsku. Þeir séu plataðir í óþarfar reðurstækkunaraðgerðir og rukkaðir óhóflega fyrir. Meirakynlvf Nýleg ramisókn á kynhfsverij- um 2500 rússneskra kvenna á þrítugsaldri í Moskvu og St. Pét- ursborg sýna að ein af hveijum tíu þeirra hafa sofið hjá fleiri en 26 karlmönnum og vflja meira. Nær helmingur þeirra sagði ánægjuna vera helsta kynlífs- hvatann og mikill meirihluti sagðist halda fram hjá. „Rúss- neskar konur eru orðnar meira kreljandi í rúrainu," segir rit- stjóri Russian Cosmopohtan og fagnar meira frjálsræöi hvað varðar kynlíf og konur í Rúss- landí. Reuter Dollarinn hækki á ný Fundur sjö stærstu iönríkja heims komst að þeirri niðurstööu að ekkert réttlætti fall dollarans og ályktaði að þróuninni yrði snúíð við. Hemaðihætt Boris Jeltsin Rússlandsfor- seti hyggst hætta hernað- araðgerðum í Tsjetsjeniu 27. apríl, áður leiðtogar heims koma Tólf Israelar drepnir Múshmskur sjálfsmorðsher- maður ók flutningabfi, hlöðnum sprengiefni, inn i ísraelska bfia- lest og drap þannig sjálfan sig og níu ísraelska hermenn. Mohamad sigraði Mahathir Mohamad, for- sætisráðhcrra Malasíu, trvggði áfram- haldandi völd sín í landinu fram yfir alda- mót en flokkur hans fékk meira en tvo þriðju atkvæöa í þíngkosningum. Hyggst Mohamad stjórna landinu í átt til iðnvæðingar. Offáirhermenn Sameinuðu þjóðirnar, sem sætt hafa mikilli gagnrýni vegna moröanna í flóttamannabúðun- um í Rúanda, segja friðarsveitir sínar of fámennar til að koma í veg fyrir slík ódæðisverk. Húfúar vifja tii Zaire Hútúar, sem hermenn af tútsí- ættbálki halda föngnum í Kibe- ho-fióttamannabúöunum í Rú- anda, standa fast á kröfum sínum um að fá að fara frjálsir ferða sinna til Zaire. Ráðstefnastopp Ráðstefha Sameinuöu þjóðanna um takraörkun kjamorkuvopna stöðvaöist vegna ágreinings um hvort greiða ætti atkvæöi um framhald samningsins í opinni eða leynilegri atkvæðagreiöslu. Skemmdir 09 ly starstoi Vísindamenn í London segj- ast hafa komist aö óeðlilegri heilastarfsemi í börnum með lystarstol sem tengja megi or- sökum sjúk- dórasins sem herjað hefur á frægt fólk eins og lafði Díönu og mág- konu hennar. Tólf árfráTsjernobyl í dag eru hðin tólf ár frá kjara- orkuslysinu í Tsjernobyl. Yfir- völd í Úkraínu þrýsta á vestræn ríki að afla flár svo loka megi verinu fyrir fuht og ahL Kjarnorkuskip i höfn Breskt flutningaskip fyllt kjamorkuúrgangi kom til hafnar í Japan í morgun eftir tveggja mánaöa umdeilda siglingu frá Frakklandi. SkógareWuriKina Þúsundir manna í suðvestur- hluta Kina beijast við skæða skógarelda sem orðið hafa 25 manns að bana. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.