Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995
Garðar Jökulsson við eitt mál-
verka sinna i Café Mílanó.
Lands-
lags-
myndir
Garðar Jökulsson opnaði ný-
verið málverkasýningu í Café
Mílanó. Á sýningu hans eru
fimmtán landslagsmálverk sem
öll eru máluð á síðustu árum. Um
er að ræða bæði olíu- og vatnslita-
Sýningar
myndir.
Þetta er sjöunda einkasýning
Garðars en hann hefur einnig
tekið þátt í samsýningum. Sýn-
ingin er opin á opnunartíma veit-
ingahússins næstu fjórar til fimm
vikumar.
Telemark-
námskeið
Námskeið í Telemarki verður
haldið í Bláfjöllum í dag og á
morgun. leiðbeinandi er Peter
Istad. Námskeiöið hefst kl. 17.30
báða dagana.
iTC Melkorka
heldur opinn fund í Gerðubergi í
kvöld kl. 20.
Skemmtiganga með
höfninni
Fyrsta kvöldganga sumarsins á
vegum HGH verður um hafnar-
svæði gömlu hafharinnar. Farið
verður kl. 20 frá Hafnarhúss-
portinu.
Sainkomiir
Heiður og hefnd
Sjötti fundur Visindafélags Is-
lendinga á þessu starfsári verður
í Norræna húsinu í dag kl. 20.30.
Helgi Þorláksson flytur erindi
sem hann nefnir Heiður og hefhd.
Kynníngarfundur
Sænskur sendikennari, Ylva
Hellerud, heldur kynningarfund
í fundarsal Norræna hússins kl.
20 um námskeið í sænsku fyrir
íslendinga í Stokkhólmi.
Hollustuvemd ríkisins og
Heiibrigðiseftirlit
er yfirskrift fundar sem Verslun-
arráð býður félagsmönnum sin-
um til í Húsi verslunarinnar á 7.
hæö kl. 14 í dag.
Ólafur Stephensen á Kringlukránni:
í kvöld leikur Tríó Ólafs Stephen-
sens á Kringlukránni. Tríóið sem
skipað er þungavigtarmönnum úr
djassinum liefur gefiö út eina
geislaplötu sem fékk góðar viðtök-
Skemmtanir
ur hjá hinum almenna hlustanda
og gagnrýnendum.
Ólafur heldur sig að miklu leyti
við bebob tímabiliö í djasssögunni
ásamt þvi aö slá á létta strengi og
djassa upp íslensk dægurlög. Með
Olafi í tríói hans leika Tómas R.
Einarsson bassaleikari og Guð-
mundur R. Einarsson trommuleik-
ari
Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og
er aðgangur ókeypis.
Tríó Ólafs Stephensens skemmtir gestum Krlnglukrárinnar í kvöld.
Aurbleyta farin
að gera
vartvið sig
Flestar aðalleiðir á landinu eru
færar. Aurbleyta er farin að gera
vart við sig á Vestur- og Austurlandi
og eru þeir vegir merktir með til-
heyrandi merkjum. Á mörgum leið-
Færð á vegum
um sem liggja hátt er enn nokkur
snjór og veriö er að ryðja aðrar, má
nefna að stefnt er að því að opna
Steingrímsfjarðarheiði í dag, einnig
Gjábakkaveg, þá eru nokkrir vegir
ófærir vegna snjóa, til að mynda
Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði
á Vestfjörðum og Öxarfjarðarheiði á
Norðausturlandi.
Litli drengurinn sem á myndinni
setur upp uppáhaldsbrosið sitt
fæddist á fæðingardeild Landspít-
alans 11. mars og var þá 14 merkur
og 53 sentímetrar. Hann var skírð-
ur 8. apríl og hlaut nafnið Daði.
Foreldrar hans eru Bima Sigfús-
dóttir og Nikulás Róbertsson.
dags^gjý
Haldnar eru veislur barninu til
dýróar.
Bamið frá Macon
Barnið frá Macon (Baby of Ma-
con) er nýjasta kvikmynd Peters
Greenaway og sýnir Háskólabíó
hana um þessar mundir. Myndin
gerist fyrr á öldum þegar allt er
í niðurlægingu og viðbjóðurinn
og spilhngin slík að annað eins
hefur ekki þekkst. Allt í einu fæð-
ist inn í þennan heim lítiö barn
sem er svo hreint og fallegt að
eftir því er tekið. Barnið fær að
Kvikmyndir
sjálfsögðu ekki að þroskast eðli-
lega og það er ekki bara systir
hans sem telur sig geta grætt á
barninu, heldur telur kirkjan sig
geta haft hagnað af að kynna
barniö.
í aðalhlutverkum eru Julia
Ormond og Ralph Fiennes, leik-
arar sem eru á mikilli uppleið
þessa stundina. Ormond leikur
systur barnsins og Fiennes bisk-
upsson sem er sannfærður um
að hann eigi að sitja á háum stalli
innan kirkjunnar.
Peter Greenaway hóf lista-
mannsferil sinn sem málari en
réðst 1965 sem klippari hjá ríkis-
reknu fyrirtæki og starfaði þar í
ellefu ár, auk þess sem hann geröi
eigin myndir, skrifaði skáldsögur
og myndskreytti bækur.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Orðlaus
Laugarásbíó: Heimskur, heimskari
Saga-bió: Rikki riki
Bióhöllin: i bráóri hættu
Bíóborgin: Cobb
Regnboginn: Pret-a-Porler
Stjörnubió: Bardagamaðurinn
Gengið
Almenn gengisskráning LÍ nr. 98.
26. apríl 1995 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 62.740 62,920 64,050
Pund 101,100 101,400 102,560
Kan. dollar 46,000 46,180 45,740
Dönsk kr. 11,5990 11,6460 11,5070
Norskkr. 10,1230 10,1640 10,2730
Sænskkr. 8,5470 8,5810 8,7860
Fi. mark 14.7610 14,8200 14,5830
Fra. franki 12,9310 12,9830 12,9790
Belg. franki 2,2177 2,2265 2,2226
Sviss. franki 55,3000 55,5200 55,5100
Holl. gyllini 40,7700 40,9300 40,8500
Þýskt mark 45,7000 45,8400 45,7600
it. lira 0,03667 0,03685 0,03769
Aust. sch. 6,4850 6,5170 6,5050
Port. escudo 0,4310 0,4332 0,4349
Spá. peseti 0,5083 0,5109 0,4984
Jap. yen 0,75870 0,76100 0,71890
irsktpund 102,710 103,230 103,080
SDR 99,18000 99,67000 98,99000
ECU 83,4700 83,8000 83,6900
Slmsvari vegna gengisskráningar 623270.
Krossgátan
T~ r~ T~ */■
8 \ r rr
W
nr !T“ l
w~
1TT 'M *
T9 20
Lárétt: hrella, 5 viðmót, 8 blómi, 9 eign-
ast, 10 sterkar, 12 kjarkaöir, 14 ólagin, 16
spíra, 18 sáði, 19 dæld, 20 óð.
Lóörétt: 1 fisk, 2 dínamór, 3 bátur, 4
hvíldu, 5 beitiland, 6 lánlaus, 7 nes, 11
veldi, 13 mjöl, 15 huggun, 17 tvíhljóði.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 gæsla, 6 vá, 8 erti, 9 fel, 10 séö-
ur, 12 gleikka, 15 dáin, 17 uss, 19 át, 20
raska, 21 staut, 22 ýr.
Lóðrétt: 1 gengd, 2 ærsl, 3 sté, 4 liðina,
5 af, 6 verk, 7 álm, 11 ukust, 13 eira, 14
asar, 16 átt, 18 ský, 19 ás.