Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 15 Dæmigerðir fjölmiðlamenn? Laugardaginn 22.4. sl. heyrði ég að Sigurður Valgeirsson (þessi búralegi úr Dagsljósþáttunum í Sjónvarpinu) var að kalla mig „sér- vitring" á Rás eitt hjá Ríkisútvarp- inu. Hánn rökstuddi þetta með því að visa til fréttar í DV þar sem fram hafði komið, að ég þykist sjálfur vita hvað ég heiti. Þvíhk „sér- viska“ á væntanlega ekki eftir að henda Sigurð, enda mundi hann þá strax missa vinnuna. Höfundur þessarar tilvitnuðu fréttar í DV heitir Ari, og vill ber- sýnilega ekki láta bendla sig viö neina „sérvisku" heldur. í frétt hans stóð m.a. þessi setning ...Þorgeir, sem enn á ný er kom- inn upp á kant við kerfið... neitar að skrifa fóðurnafn sitt í eignar- falh eins og talið er rétt samkvæmt íslenskri málhefð". Naumast mundi Ari þó segja um mann, sem vill forða sér og öðrum frá bifreiðaslysum, að hann væri „enn á ný kominn upp á kant við umferðina"? Ekki nema Ari væri þá sérlegur talsmaður umferðar- slysa. Og varla notar hann orðalag- ið: „neitar að skrifa fóðurnafn sitt eins og talið er rétt“ nema hann vilji gefa það til kynna, að embætt- ismenn ríkisins eigi að stjórna rit- hætti einkanafna í trássi við hags- muni þeirra persóna sem þurfa að bera nöfnin. Sjáifhverfari fjölmiðlabúrar Af þessu er nokkuð ljóst að tveim af þrem fjölmiölamönnum, sem um þetta mál hafa fjallað, þykir mest um vert að koma því á framfæri, KjaHarinn Þorgeir Þorgeirson rithöfundur að þeir sjálfir hirði ekki hót um það að vita hvað þeir heita, ef „kerfið" heimtar annað. Fréttamenn og fjölmiðlabúrar hafa á seinustu árum orðið sjálf- hverfari en áður. En það er eins og vanti allt stolt og allan metnað í þá sjálfhverfni. Nú hef ég ekki neitað að hlýða neinu, sem mér ber að hlýða, held- ur einungis tekið sjálfstæða ákvörðun um málefni, sem mér ber að ákvarða sjálfur. Það er „kerf- ið“, sem hefur neitað að hlýða rétt- mætum lýðræðisreglum. Það er „kerfið" sem kann ekki skil nema á einum þætti íslenskrar málhefðar (eignarfallsamsetningu) og bannar aðra fullgilda þætti hennar (stofn- samsetningu, þolfallsamsetningu) í „Nú hef ég ekki heitað að hlýða neinu, sem mér ber að hlýða, heldur einungis tekið sjálfstæða ákvörðun um málefni, sem mér ber að ákvarða sjálfur. Það er „kerfið“, sem hefur neitað að hlýða réttmætum lýðræðisreglum.“ „I alræðisríkjum tíðka blöö það lika að segja um hvern þann sem viðr- ar grundvallarsjónarmið lýðræðis að hann sé „enn á ný kominn upp á kant við kerfið" og „neiti að skrifa eins og talið er rétt“. 9. grein svokallaðra Mannanafna- laga nr. 37/1991. Og Hagstofustjóri framfylgir banninu af miskunnar- lausri hörku. Þetta bann er málskemmd og for- ræðishyggja í anda verstu alræðis- ríkja. Skítugt tyggigúmmí í alræðisríkjum tíðka blöð það líka að segja um hvern þann sem viðrar grundvallarsjónarmið lýð- ræðis að hann sé „enn á ný kominn upp á kant við kerfið" og „neiti að skrifa eins og tahð er rétt“. Þar fá blaðamenn laun fyrir að skrifa ein- mitt svona setningar og sjónvarps- mönnum er borgað fyrir aö jórtra á fullyrðingum hinna eins og gömlu skítugu tyggigúmmíi. Þar mega starfsmenn fjölmiðla helst ekki vita hvað þeir heita. Þar eru kröfur um tjáningarfrelsi kallaðar „sérviska". Eins og Blaðamannafélag íslands líka gerði hér um árið. Lýðræðisríki hafa aðrar og strangari kröfur. Þar verða blaða- menn helst að nota höfuðið á sér til að skilja hlutina fyrst og byggja síðan skrif sín á þeim skilningi. Hugsunarlausir fordómar og em- elti er þar kallað sorpblaða- mennska. Líklega eiga þeir þó báðir, Sigurð- ur og Ari, mikinn „frama" fyrir höndum í fjölmiðluninni hér. Þeim mætti vel óska til hamingju með það, alveg persónulega. En okkur hinum er það minna fagnaðarefni. Þessir piltar hafa í rauninni ekkert að segja okkur nema þá sorglegu staðreynd, að þeir séu engir „sér- vitringar", enda virðist markmið þeirra vera það eitt að tolla á launa- skrá einhvers „kerfisins“. Þorgeir Þorgeirson Fjölf lokkurinn fjölþjóðlegi segja að Stór-Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur allra flokka. Annað gildir líklega um fjarlæg- ari lönd. T.d. átti ég móður frá Bandaríkjunum, og gæti því talist „Ef líkja mætti stjórnmálaflokkum okkar viö starfsgreinar væri ekki fjarri lagi að líkja Sjálfstæðisflokknum við viðskiptafræðinginn í þjóðarfjölskyld- unni, Alþýðubandalaginu við félags- ráðgjafann, Alþýðuflokknum við heim- ilislækninn, Framsóknarflokknum við dýralækninn, Kvennalista við uppeld- isfræðinginn og Þjóðvaka við geðlækn- inn.“ Alþingiskosningunum lauk með því að Sjálfstæðisflokkurinn hélt naumlega velli. Hann ætti því að geta framlengt aðhaldsstjórn sína um enn annað kjörtímabil, ef hann hefur nenningu til. En hvað segir þetta um kjósend- urna? Af hveiju kjósa menn íhaldið enn, þrátt fyrir vinstri sveiflu í borgarmálum, aukna nýjungagirni hjá unga fólkinu og aukið svigrúm til kjarabóta? Einkarekstursins er framtíðin Kannski er skýringin sú að búið er að festa velferðarþjóðfélagið nægilega vel í sessi. Hins vegar kallar tækniþróunin í umheimin- um á stórstíga grósku í einka- rekstrinum. Og þeir spottar eru flestir í höndum sjálfstæðismanna. Ef líkja mætti stjómmálafiokk- um okkar við starfsgreinar væri ekki fiarri lagi að líkja Sjálfstæðis- flokknum við viðskiptafræðinginn í þjóðarfiölskyldunni, Alþýðu- bandalaginu viö félagsráðgjafann, Alþýðuflokknum við heimihs- lækninn, Framsóknarflokknum við dýralækninn, Kvennalista við uppeldisfræðinginn og Þjóðvaka við geðlækninn. „Sjálfstæðir“ íslendingar Það er undarlegt hvað Sjálfstæð- isflokkurinn er stór og stöðugur. í nágrannalöndunum eru það fleiri en einn flokkur sem eru í hlutverki viðskiptafræðingsins í þjóðarfiöl- skyldunni. Það styður þá tilgátu mína að í raun séu flestir Islending- ar sjálfstæðismenn: Ýmist flokks- KjaUaiinn Tryggvi V. Líndal bundnir sjálfstæðismenn, reikuhr hægrisinnar, vonsviknir íhalds- menn eða villuráfandi sínhyggju- menn. Kannski líka nokkrir tæki- færissinnaðir einstakhngshyggju- menn og sjálfhverfir draumóra- menn. Síðan raða þeir sér í flokka eftir því hvað þeir hafa nenningu th að búa með flokksbundnum sjálfstæðismönnum. Þetta er þó ekki einhlítt því eftir er að nefna annars vegar ríku íhaldsmennina; þá sem hafa mesta peningana og völdin, en þeir eru htih hópur sem er einkum innan Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar eru þaö leiðtogar flokkanna. Geng- ur hvort tveggja nokkuð í arf. Áður fyrr var sagt að Sjálfstæðis- flokkurinn væri flokkur ahra stétta. Réttara væri kannski nú að Fjölþjóðleiki og þingmennska I ljós hefur komið að nokkrir af nýrri alþingismönnum okkar eru „hálf-útlenskir“, þ.e. að þeir eiga foreldri erlendis frá. Er þá einkum um að ræða foreldri frá Noregi. En þaö er dijúgt umhugsunarefni hvers vegna ekki er um að ræða einhver allt önnur lönd. Ég held að hér spili inn í hversu nærri hin ýmsu útlönd standa okkur menn- ingarlega. Þannig ættu eftirfarandi ættemi að vera frambjóðendum th Alþingis hthl fiötur um fót, og jafn- vel að þykja bara htrík: Noregur, Færeyjar, Svíþjóð, Finnland og Danmörk. Þó þætti Finnland ögn framandlegra sakir óskylds tungu- máls, og Danmörk særir enn sjálf- stæðiskennd sumra. „hálf-amerískur“, þótt ég hafi ahð allan minn aldur á íslandi (aö und- anskhdum námsárunum mínum í mannfræði, í Kanada). Mitt mat er að áhrif svo ólíks uppeldis skapi persónugerð sem er svo ólík þeirri rammíslensku að það yrði til veru- legra trafala í póhtík. Líkt væri ástatt um þá sem ættu foreldri frá t.d. Þýskalandi, Frakklandi eða Spáni. Sami vandi væri þá væntanlega hjá þeim íslendingum sem hefðu alist upp að mestu erlendis. Hins vegar er ekki ástæða th að ætla annað en að fósturbörnin, sem nú eru að koma th íslands bamung víðs vegar frá suðrænum löndum, eigi eftir að verða foringjaefni í Sjálfstæðisflokki framtíðarinnar. Tryggvi V. Líndal UaA am raeo Sumarlokanir sjúkrahúsa Vantar peninga til að halda óbreyttri starfsemi Sighvalur BjÖrgvinsson, fyrrverandi heilbrigðis- ráðhorra. „Það er al- veg rétt. að menn urðu aö grípa til sum- arlokana sjúkrahúsa en það þýðir ekki að menn telji að sum- arlokanir séu æskilegar. Rökin með sumarlokunum eru þau aö það hafa ekki verið til peningar th þess að halda starfsemi sjúkra- húsanna óbreyttri yfir sumarið. Stjómendur sjúkrahúsanna hafa einir fundið þessa leiö. Þeir eiga ekki peninga til að borga afleys- ingar og hvað eiga þeir að gera? Draga úr aðgerðum eða loka dehdum í heht ár? Hvað eiga þeir að gera? Eiga þeir að prenta pen- ingaseðla? Það hefur enginn það á sinni stefnuskrá að það skuh loka sjúkrahúsum á sumrin en staðreyndin er einfaldlega sú að ef stjórnendur sjúkrahúsa fá ekki peninga th að hafá fullan rekstui’ aht árið um kring verða þeir aö bregðast við með einhverjum hætti. Þeir geta brugðist við með því aö loka alfariö einhverjum dehdum en þeir hafa ekki gert það. Þeir hafa heldur brugðist viö með því aö ráða ekki í sumar- afleysingar. Sumarlokanir sjúkrahúsa em ekki á stefnuskrá nokkurs manns en hvað eiga stjórnendur sjúkrahúsanna að gera annað?" Alltof gengið í niður- skurði „S'úmariok- anir eru fyrst og fremst vegna fiárs- korts. Það er búið aö ganga alltof langt í því að skera niður innan Hanna l. BlrgladAttlr, hehbrigði- IramkvœmcUutiArl Fé- skerfisins '■#« l«lenskra hlúkrtin. Það verður artr,Bðlnaa- ekki gengiö lengra. Biðhstar em ahtaf aö lengjast og sumarlokan- irnar bæta ekki úr skák. Sjúkra- húsin ná að sinna öllum sjúkling- um sem á annað borð eru teknir inn yfir sumarið en það eru alls ekki ahir sem þurfa sem komast á sjúkrahús. Þaö liggur í augum uppi að á sumrin veröur mikiö rask á starfsemi sjúkrahúsanna. Sjúklingar eru fluttir milh dehda og jafnvel mhh stofnana vegna sumarlokana og í sumum tilvik- um koma lokanirnar ihður á að- standendum sjúklinganna því þeir eru beðnir um að taka gara- alt og veikt fólk heim þó að stofii- animar séu kannski orðnar heimih sjúklinganna. Þaö er bara hreinlega lokað á þetta fólk og það kemur mun verr á sig komið aftur til endurhæfingar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.