Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 Viðskipti _________________________________________________ ______________dv Frá fundi Finns Ingólfssonar viðskiptaráóherra með stjórnendum Seðlabankans í húsakynnum bankans í gær. Talið frá vinstri eru Yngvi Örn Kristinsson, yfirmaður peningamálasviðs, Ingimundur Friðriksson aðstoðarbanka- stjóri, Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri, Finnur, Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri og Finnur Sveinbjörnsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu. DV-mynd ÞÖK Nýr viðskiptaráðherra fundar með seðlabankastjórum: Vaxtahækkun yrði í minni óþökk - segir Finnur Ingólfsson um viðskiptabankana Erlend fjárfest- ingáaðalfundi Útflutningsráðs Aðalfundur Útflutningsráðs fer fram nk. þriðjudag á Hótel Sögu. Þar mun nýr utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, flytja ávarp meðal annarra. Auk heföbund- inna aðalfundarstarfa verður síð- ari hluti fundarins helgaður er- lendri fjárfestingu og samkeppn- isstöðu íslands á komandi árum. Erindi þar um munu flytja Hall- dór J. Krisfjánsson, formaður verkefnisstjórnar Fjárfestingar- skrifstofu viöskiptaráðuneytis og Útflutningsráös, og Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB. Sigurður er formaður starfs- hóps sem Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra skipaöi til að kanna samkeppnisstöðu íslands fram til ársins 2010. Til að kynna fundarmönnum viðhörf og vinnubrögð erlendra aöila mun Daniel G. McBrennan, framkvæmdastjóri Nova Scotia Marketing Agency, greina frá hvernig Kanadamönnum hefur tekist að skapa atvinnutækifæri á austurströnd Kanada þar sem atvinnuleysi hefur verið gríðar- mikið. Lyfjaverslunin seldi fyrir 520 milljónir króna Eins og kom fram í DV í gær fer fram fyrsti aöalfundur Lyfja- verslunar íslands hf., áður Lyfja- verslunar ríkisins, nk. laugardag. Þar verður m.a. tilkynnt um af- komu síöasta árs. Síðari helming ársins, þegar Lyfjaverslun ís- lands var starfandi, nam vöm- sala fyrirtækisins 520 milljónum króna. Heildareignir í árslok voru 818 milljónir, þar af voru veltuflármunir 434 milfjónir og fastaflármunir 384 milflónir. HeOdarskuldir voru 370 milljón- ir, skammtímaskuldir þar af 194 milfjónir. Eigið fé í árslok nam 448 millj- ónum og eiginflárhlutfailið var 54,8%. Á aöalfundinum mun stjórn félagsins leggja til 4% arð- greiðslur til hluthafa vegna seinni hluta ársins. Lyflaversiun- in er búin aö greiða arö til fyrri eiganda, ríkissjóös, upp á 13,5 milljónir fyrir fyrir hluta ársins. Álverð á heimsmarkaöi er hátt um þessar mundir. Ástæða er að birgðir hafa mikið minnkað þar sem eftir- spum hefur aukist hratt. Nú er svo komiö að staðgreiðsluverð er hærra en þriggja mánaða verð en yfirleitt er það öfugt. Staðgreiðsluverð nálg- ast núna 1900 dollara tonnið og búist er við stöðugleika næstu vikur. Lík- ur eru á að samkomulag helstu ál- Finnur Ingólfsson, nýr viðskipta- og iðnaðarráðherra, fundaði í gær með stjórnendum Seðlabankans. Þar voru vaxtamálin rædd í þaula auk þess sem farið var yfir flármála- markaðinn í heild sinni. í samtali við DV eftir fundinn sagöi Finnur að útboðs Lánasýslu ríkisins í dag á rík- ispappírum væri beðið með eftir- væntingu. í framhaldi af því yrði staöan metin á ný en sem kunnugt er hækkaði Seölabankinn sl. fóstu- dag ávöxtunarkröfu spariskírteina um 0,55 prósentustig. Vegna vaxtahækkunar Seðlabank- ans er búist við því að viðskiptabank- amir hækki sína útlánsvexti 1. maí. Finnur sagði við DV að slíkar hækk- anir yrðu í óþökk hans þar sem hann teldi ekki efnahagslegar forsendur fyrir vaxtahækkunum. Hann gæti hins vegar ekkert gert, þetta væru ákvarðanir bankanna. Vaxtahækk- framleiðenda heims um minni fram- leiðslu haldi þar til það rennur út í september nk. Þar sem aðeins þrír virkir dagar voru í síðustu viku vora viðskipti meö hlutabréf minni en gerist og gengur. Heildarviðskipti námu 17,8 milljónum króna og sl. mánudag bættust við 2,3 milljóna viðskipti. Verð hefur haldist svipað ef mið er anir gætu verið réttlætanlegar til að bæta afkomu bankanna en forsendur til sliks væru ekki til staðar. „Stjórnendur Seðlabankans full- vissuðu mig um að vaxtahækkunin sl. fostudag hefði veriö tímabundin, þess heldur væri enn minni ástæða fyrir viðskiptabankana að hækka óverðtryggða vexti sína. Ávöxtunar- krafan hefur lækkað aftur síðan á fostudag. Það gefur mönnum tilefni til að ætla að menn hafi meiri trú á markaðnum," sagði Finnur. Aðspurður um ástæðu fyrir hækk- un Seðlabankans á vöxtum spari- skírteina sagði Birgir ísleifur Gunn- arsson seðlabankastjóri við DV að eftirmarkaður með spariskírteini síðustu mánuði hefði verið dauður. Ekkert hefði selst af spariskírteinum í gegnum Veröbréfaþingið eftir aö bankinn fór út af markaðnum sl. sumar. Sömuleiðis heföi ríkissjóður tekið af þingvísitölu hlutabréfa. Mest var höndlað með hlutabréf íslands- banka eða fyrir 6,6 milljónir. Næst komu bréf Flugleiða, Eimskips og Skagstrendings með um 3 milljóna króna viðskipti hver. Athygli vekur að viðskipti með bréf olíufélaganna eru sama sem engin þessar vikumar. Einn togari landaöi afla sínum í Þýskalandi í síðustu viku. Akurey ekkert selt af spariskírteinum vegna 5% vaxtamarksins. „Menn hafa ekki viljaö kaupa skír- teinin á þessu verði þar sem önnur verðbréf á markaðnum hafa smátt og smátt hækkað. Húsbréfin eru t.d. komin með hátt í 6 prósenta vexti. Sömuleiðis hafa sveitarfélög og flár- festingarlánasjóðir boðið ávöxtun vel yfir 6 prósentum. Þetta er okkar aðferö til að hleypa lífi í eftirmarkað- inn og ryðja brautina fyrir ríkissjóð svo hann geti komiö inn á innlenda lánamarkaðinn aftur,“ sagði Birgir. Um vaxtamál viðskiptabankanna sagði Birgir að Seðlabankinn gæti lítil áhrif haft þar á, það væri ákvörð- un hvers banka fyrir sig að hækka eða lækka vexti. „Þetta er mismun- andi eftir bönkum og fer eftir afkomu þeirra." RE seldi 217 tonn fyrir rúmar 27 milljónir króna. Meðalverð um 125 krónur kílóið sem telst þokkalegt. í gámasölu í Englandi fengust um 65 milljónir króna fyrir 526 tonn. Gengi helstu gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni hefur haldist svipað eftir páskana. 35 milljónatap hjáArnesi Afkoma útgerðarfyrirtækisins Árness hf. í Þorlákshöfn batnaði um tæpar 250 milljónir króna á síðasta ári. Þá varð 35 milljóna króna tap en árið 1993 varð 282 milljóna tap af rekstrinum. Þétta kom m.a. fram á aðalfundi Ár- ness sl. fóstudag. Jafnframt kom fram að á þessu ári væri búist við rekstrarhagnaði. Rekstrartekjur síðasta árs námu 1,3 milljörðum. Hagnaður án afskrifta og flármagnskostn- aðar var um 220 milljónir sem er 60% aukning milli ára. Heildar- skuldir félagsins i árslok voru 1,1 milljarður og lækkuðu um 520 milljónir á árinu. Nettóskuldir voru um 800 milljónir og lækkuðu um 480 milljónir. Lækkun skulda skýrist fyrst og fremst af sölu tog- arans Jóhanns Gíslasonar. Þriðja mynd- bandaleigan Daníel Ólafsson, DV, Akranesi: Myndbandaleigan Stjörnuvídeó var opnuð á Akranesi nýlega og er þetta þriðja leigan á staðnum. Eigendur eru Hjörleifur Jónsson trésmíðameistari og flölskylda hans. í sama húsnæði, sem er í eigu Hjörleifs, verða opnuð sólbaðs- stofa, hljómtækjaverslun og myndlistargallerí. Eigendur Stjömuvídeós sögðust við DV ekki óttast samkeppni, hún væri bara af því góða. Hækkandi launavísitala Hagstofan hefur reiknað launa- vísitölu miðaö við meðallaun í mars 1995. Er vísitalan 136,6 stig, 1,3% hærri en í fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána, er 2987 stig í maí 1995. Endurskoðuð verðbólguspá Seðlabankinn hefur birt endur- skoðaöa verðbólguspá eftir aö neysluvísitalan lækkaði um 0,1% í apríl, öllum að óvörum. í spánni er gert ráð fyrir heldur meiri framleiðniaukningu á þessu ári en áður, eða um 1,5%, og fullt til- lit er tekiö til áhrifa lækkunar visitölunnar síðustu mánuði. Samkvæmt nýrri spá mun neysluvísitalan hækka um 1,5% milli áranna 1994 og 1995 og yfir árið 1995. Verðbólguhraðinn, mældur með þriggja mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á ársgrundvelh, verður mestur í júlí nk., eða um 2,7%, en lækkar síðan niður fyrir 2% á haustmán- uðum. Áhyggjur í Seðlabankanum vegna Ivfeyris- sjóðanna í ræðu Birgis ísleifs á ársfundi Seðlabankans kom fram að bank- inn hefur áhyggjur af verðbréfa- kaupum lífeyrissjóðanna á er- lendum vettvangi. Væm flögurra milljarða króna fjárfestingar gerðar upp núna og skuldabréfin metin á markaösvirði kæmi í Ijós mikið tap lífeyrissjóðanna en bókhaldsfyrirkomulag þeirra leiddi tapið ekki í ljós. Því væri nauðsynlegt að veita sjóðunum aöhald. í því sambandi benti Birgir ísleifur á að lífeyrissjóöir væru einu flármálastofnanir í landinu sem ekki byggju við sér- staka löggjöf. DV Hátt álverð á heimsmarkaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.