Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 Fréttir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra: Ríkisstjórn er ekki nein rokkhljómsveit DV-mynd Brynjar Gauti Eftir kosningarnar hófust ekki formlegar viðræður um myndun vinstri stjórnar eins og margir töldu þig hafa gefið fyrirheit um. „Ég lýsti því aldrei yfir að ég mundi reyna myndun vinstri stjórnar. Olafur Ragnar hefur reynt að sannfæra menn um þetta. Hins vegar sagði ég að það fyrsta sem ég gerði yrði að ræða við stjórnarandstöðuna og freista þess að mynda rikisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins. Kosning- arnar fóru þannig að ríkisstjómin hélt velli og stjórnarandstaðan fékk ekki meirihluta. Alþýðuflokk- urinn var ekki í stjómarandstöðu nema þá í óbeinni merkingu. Engu að síður taldi ég rétt að ræða við Alþýðuflokkinn vegna þess vilja sem ég viðraði fyrir kosningar en það var mitt mat að loknum þeim samtölum að það væri ekki grund- völlur fyrir myndun slíkrar stjórn- ar.“ Útilokar þú vinstra samstarf? „Vinstri stjórn með þeim hætti sem Ólafur Ragnar skilgreindi í sínum fræga stjórnarsáttmála er ekkert inni í myndinni. Það var enginn sem hjálpaði Sjálfstæðis- flokknum betur í kosningabarátt- unni en Alþýðubandalagið. Ég full- yrði aö ef Alþýðubandalagið hefði ekki komið með þetta fáránlega útspil í lok kosningabaráttunnar hefði ríkisstjórnin misst meirihluta sinn.“ Samdir þú um þingrofsréttinn við Davíð Oddsson? „Það var ekki samið um þingrofs- réttinn enda er hann ákveðinn með stjómarskrá. En undir öllum venjulegum kringumstæðum er ekki hægt að rjúfa þing nema með samþykki þeirra flokka sem að rík- isstjórn standa. Þetta ræddu for- menn flokkanna og það er fullur skilningur á málinu milli okkar." Var samið um einhverjar ráð- herrabreytingar á kjörtímabilinu? „Nei. Um það var ekkert rætt.“ Á fyrsta starfsdegi stjórnarinnar kom upp ágreiningur milli stjórnar- flokkanna um formennsku í fjár- laganefnd. Hvað olli þessu? „Það er enginn ágreiningur en það hefur ekki verið gengið frá málinu." Fullyrt er að þú hafir gert sam- komulag við Davið Oddsson í stj órnarmyndunar viðræðunum um að enginn þingmaður Reykja- ness yrði ráðherra og í raun hafir þú fórnað Siv Friðleifsdóttur til að gera Davíð auðveldara að kippa Olafi G. Einarssyni út: „Þetta er algjör tilbúningur. Það var aldrei minnst á þetta mál milli formanna flokkanna enda væri það siðlaust af okkar hálfu að gera slíkt samkomulag." Sá orðrómur er einnig í gangi að rikisstjórn Sjólfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi verið mynduð að kröfu útgerðarmanna til að festa núverandi aflamarks- kerfi í sessi. Verður þetta ríkis- stjórn sægreifa og stóru fyrirtækja- klasanna? „Við mig ræddi enginn útgerðar- maður út af myndun þessarar rík- isstjórnar. Ég tel að mínar skoðan- ir í sjávarútvegsmálum séu flestum ljósar og ég var ekki undir nokkr- um þrýstingi í þessu samhengi." í margra augum ert þú hold- gervingur kvótakerfisins. í sam- komulagi stjórnarflokkanna er gert ráð fyrir að aflamarkskerfið verði áfram og að krókaleyfiskerfið verði fest i sessi. Hugnast þér þessi niðurstaða? „Þessi niðurstaða er í samræmi við þann málflutning sem bæði ég og fleiri vorum með fyrir kosning- ar: að það þyrfti að rétta hlut þeirra sem verst hafa fariö út úr skerð- ingu undanfarinna ára og breyta krókakerfinu, sem er jú sóknar- kerfi. Ég er þeirrar skoðunar að það sé vondur kostur að hafa kvóta á allra minnstu bátunum en hins vegar höfum við hvað eftir annað misst þetta úr böndum. Nú er svo komið að menn ráða ekki lengur við þetta.“ Er raunhæft að tala um sátt um kvótakerfið? Er ekki eðlilegt að það myndist togstreita á milli þeirra sem telja sig eiga kvótans og þeirra sem vilja eiga kvótann? „Það á enginn flskinn í sjónum nema þjóðin. Hins vegar hafa alltaf einhverjir haft afnotarétt af auð- lindinni." Frambjóðendur Framsóknar- flokksins á Reykjanesi komu fram með tillögur að breytingum ó kvótakerfinu. Brá þér þegar þú sást þessar tillögur? „Nei, mér brá ekki nokkurn skapaðan hlut. í Framsóknar- flokknum er einhugur um afla- markskerfið. Þaö er eðlilegt að það séu ólíkar áherslur um þetta mál í öllum flokkum." Fyrir kosningar lofuðu framsókn- armenn víðtækum úrræðum til að bæta fjárhagsstöðu heimilanna. Hver er áætlunin núna? „Fyrir kosningar töluðum við um slæma skuldastöðu heimilanna. Varðandi skattana töldum við að Yfírheyrsla Kristján Ari Arason Reynir Traustason hægt væri að skapa svigrúm á seinni hluta kjörtímabilsins til að lækka skatta um 2 til 3 milljarða. í stjómarsáttmálanum var gengið frá því aö hafinn yrði undirbúning- ur að þessu í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við væntanlega kjarasamninga 1997. í sáttmálanum kemur fram að þess- ari vinnu á að vera lokið á næsta ári.“ En hvað um húsnæðiskerfið? „Það verður nú þegar hafinn undirbúningur að lengingu á lán- um og breytingum á reglum varð- andi þá sem eru að kaupa i fyrsta sinn. Ég reikna með að þessar breytingar liggi fyrir þegar í haust." Fráfarandi ríkisstjórn var gagn- rýnd fyrir pólitiskar stöðuveiting- ar. Hver er afstaða Framsóknar- - flokksins? „Ráðherrar hafa þá skyldu að skipa fólk til starfa. Ef það er hæft fólk í mínum flokki þá nota ég það ekki gegn því enda væri ég þá að gefa þau skilaboð aö fólk ætti alls ekki að vera í stjómmálaflokkum. Ég man ekki eftir því að hafa orðið fyrir verulegri gagnrýni vegna stöðuveitinga og ætla að halda þeim siðum áfram sem ég hef ástundað í stjómmálum. En það er náttúrlega alveg ljóst að ég hlýt að líta til fólks sem er í Framsóknar- flokknum ekkert síður en í öðrum flokkum. En ég geri þá kröfu að um hæfa einstaklinga sé að ræða.“ Framsóknarmenn gagnrýndu sjálfstæðismenn harðlega fyrir af- skipti af málefnum Ríkisútvarps- ins. Munuð þið líða aðra eins uppá- komu? „Við leggjum mikið upp úr því að það traust sem er á milli stjórn- arflokkanna haldist. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur völd í sínum málefnum og við í okkar. Ég legg á það áherslu að við ræðum viðkvæm mál þannig að viö getum á framstigi þess komið aö athuga- semdum.“ Mun þessi ríkisstjórn fara frá komi upp trúnaðarbrestur? „Efþaö kemur upp algjör trúnað- arbrestur milli flokkanna tel ég að þeir eigi ekki að starfa lengur sam- an. Komi upp slíkur trúnaðarbrest- ur er stjómin ekki lengur hæf til að leiða þjóðina í alvarlegum mál- um. í þessu sambandi er grandvall- aratriði aö trúnaöur ríki mifli formanna flokkanna og að þeir njóti trausts í sínum flokkum." Hver verður pólitískur aðstoðar- maður þinn í utanríkisróðuneyt- inu? „Það hefur ekki verið ákveðið en það er ljóst að ég þarf að hafa fólk til að hjálpa mér að rækta sam- skiptin við aðra, bæði innan ráðu- neytisins og á sviði stjómmál- anna.“ Eru miklar breytingar fram und- an í starfsmannahaldi utanríkis- ráðuneytisins? „Að sjálfsögðu verða einhverjar breytingar en það er ekkert sem ég er farinn að ákveða." Hvaða lausn sérð þú fyrir þér í deilu Islendinga, Norðmanna og Rússa varðandi veiðar i Smugunni og á Svalbarðasvæðinu? „Því miður get ég ekki talað um neina lausn á þessu stigi málsins enda eru samningaviðræður rétt að hefjast." Hver er afstaða þín til veiða ís- lenskra skipa í Smugunni og á Sval- barðasvæðinu? „Skipin hafa stundað þessar veið- ar og það verður ekki komið stjórn á þær nema með samningum. Norðmenn verða aö gera sér ljóst að við getum ekki komið stjórn á veiðarnar nema við náum saman við samningaborðið." Útilokar þú með öllu að íslending- ar heíji könnunarviðræður um ESB-aðild? „í stjórnarsáttmálanum kemur þaö skýrt fram að við ætlum að fylgjast með því sem er að gerast hjá ESB og kynna okkar málstað. Við teljum það tímaeyðslu að eyða kröftunum í það að ræða um aðild. Norðmenn fóra að vísu út í könn- unarviðræöur áður en þeir ákváöu að sækja um aðild en ég tel slíkar könnunarviðræður óþarfar. Ég úti- loka aðildarumsókn á kjörtímabil- inu en ég ætla ekki að fara að spá fyrir um það hvað geti gerst hér í lengri framtíð." Þú hefur lýst því yfir að þú munir sinna Norðurlandasamstarfinu með öðrum hætti en forveri þinni i utanríkisráðuneytinu. Hvað áttu við? „Ég er búinn að vinna viö Norð- urlandasamstarfið í 20 ár. Það geröi forveri minn ekki. Ég hyggst nýta mér þessa reynslu og þá þekkingu sem ég hef á þessum málaflokki. Nýverið varð sú breyting á að Svíar og Finnar gengu í ESB. í samstarfi Norðurlandanna hef ég lagt á það áherslu aö sá vettvangur verði not- aður sem samstarfsvettvangur þjóðanna í Evrópumálum. Nú fæ ég tækifæri til að leggja enn meiri áherslu á þetta. Almennt tel ég að Norðurlandasamstarfið sé ákjós- anlegur vettvangur til samráðs og skoðanaskipta um Evrópumálin og gefi íslendingum tækifæri til að hafa óbein áhrif í þessum mála- flokki." Þessi ríkisstjórn er að margra mati þunglamaleg og muni litt þoka hlutum áfram í þjóðfélaginu. Hvað segir þú um þetta? „Ríkisstjórn er náttúrlega engin rokkhljómsveit. Ég tel að það sé oft á tíðum kostur að menn séu þunglamalegir og að ljóst sé hvað þeir ætlast fyrir. Það er ekki þar með sagt að það boði einhverja kyrrstöðu." -kaa/rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.