Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995
Fréttir____________________________________etv
Skýrsla Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna:
Niðurskurður á öllum
tegundum nema þorski
- þorskaflinn upp í 200 þúsund tonn eftir 3 ár, segir Jakob Jakobsson. forstióri Hafrannsóknastofhunar
DV
Sjórinn fyrir Norður-
landi jökulkaldur
Jakob Jakobsson, forstjóri Ha-
frannsóknastofnunar, sagði að vor-
leiðangri stofnunarinnar um
ástand sjávar í kringum landið
væri ekki lokið. Því fylgdu upplýs-
ingar um ástandið ekki skýrslunni
um nytjastofnana. Hins vegar sagði
hann að mælingar á hafmu fyrir
Norðurlandi sýndu að sjórinn þar
hefur ekki verið jafn kaidur síðan
1979. Nú mæhst sjávarhitinn um 1
gráða sem er með því kaldasta sem
gerist á þessum árstíma.
Þetta boðar ekki gott þar sem á
þessu hafsvæði eru uppeldisstöðv-
ar þorsksins.
Nagladekkin undir
hjá Norðlendingum
Hafrannsóknastofnun leggur til að
kvóti verði minnkaður á öllum fisk-
tegundum hér við land nema þorski
á næsta fiskveiðiári. Fiskveiðiárið er
frá 1. september 1995 til 31. ágúst
1996. Þetta kom fram á fréttamanna-
fundi sem haldinn í gær vegna út-
komu hinnar árlegu skýrslu Hafró
um ástand nytjastofna hér við land.
Öfugt við mörg undanfarin ár legg-
ur Hafrannsóknastofnun ekki til
minni þorskafla í ár en árið á undan.
í fyrra lagði stofnunin til að ekki
yrðu veiddar nema 130 þúsund lestir
af þorski á veiðiárinu 1994/1995. Leyft
var að veiða 155 þúsund lestir og er
gert ráð fyrir að afiinn verði 165 þús-
Reynir Tiauslaaon, DV, Tiomsö:
„Við munum leita allra leiða til að
stöðva veiðar íslenskra skipa í Smug-
unni í sumar. Við munum þrýsta á
þingmenn og stjómvöld að leysa
þetta vandamál og ef það dugar ekki
verður gripið til annarra ráða,“ sagði
Arvid Ahlkvist, einn leiötoga
norskra sjómanna og framkvæmda-
stjóri Troms fiskarfylking, í samtali
vdð DV í gær.
Hann segir að sjómenn og útgerð-
armenn í Norður-Noregi séu þessa
dagana að ráða ráðum sínum og
meðal þeirra sé mikil reiði vegna
yfirvofandi veiöa íslendinga í Bar-
entshafi.
„Menn em ævareiðir vegna inn-
rásar þessara frænda okkar í vestri
í þorskstofn okkar. Við höfum lagt
und lestir á almanaksárinu 1995. Nú
leggur Hafrannsóknastofnun til að
leyfðar verði veiðar á 155 þúsund
lestum af þorski á veiðiárinu
1995/1996.
Það kom fram á fréttamannafund-
inum að nýliðun þorsks á ámnum
1989 og 1990, sem talin var vera slök,
er betri en ætlað var í fyrstu og eyk-
ur bjartsýni manna. Það var og enda
mun léttara yfir fiskifræðingunum á
þessum fréttamannafundi um
skýrslu þeirra en verið hefur mörg
ár.
Stjórnvöld hafa ákveöið að ekki
skuli leyfðar veiðar á meira en 25
prósentum af veiðistofninum.
mikiö á okkur til að byggja stofninn
upp eftir hrunið 1989. Allir hafa þurft
að taka á sig niðurskurð á kvóta og
það hefur verið þung raun. Krafan
nú er einfóld; komið verði böndum á
veiðar í Smugunni og á Svalbarða-
svæöinu," segir Arvid.
Hann segir ýmsar leiðir vera til aö
stöðva veiðar íslendinganna ef ekki
finnist pólitískar lausnir.
„Þaö kemur til greina aö skipin
taki Barentshafskvóta sína í Smug-
unni og geri þannig veiðar óarðbær-
ar á þessum slóðum. Þá er inni i
myndinni sá möguleiki að taka fiski-
skip sem búið er aö leggja, draga þau
í Smuguna og sökkva þeim þar. Með
því gæti náðst tvíþættur árangur;
ekki yrði hægt að stunda veiðar
þama lengur og flökin yrðu uppeld-
isstöðvar fyrir fisk.
Ökumenn á Norðurlandi eru orðn-
ir langeygir eftir betri tíð enda snjó-
aöi þar víða í gær. Þannig fengust
þær upplýsingar hjá lögreglunni á
Siglufiröi að ökumenn væra famir
að setja nagladekk undir bílana eftir
aö hafa ekið á sumardekkjum
nokkra daga. Að sögn lögreglu verða
engar athugasemdir gerðar við þetta
þótt lögboðinn tími sumardekkjanna
sé genginn í garð.
-PP
„Þessi ákvörðun stjómvalda brýt-
ur blaö í fiskveiðisögu okkar og er
mikiö fagnaðarefni," sagöi Jakob
Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar í gær.
Hann sagði að með þessu móti ætti
að vera hægt aö byggja þorskstofninn
þannig upp að á fiskveiðiárinu
1996/1997 mætti veiða 170 þúsund lest-
ir og eftir þrjú ár 200 þúsund lestir.
Enda þótt Hafró leggi til minni afla
á öllum fisktegundum á næsta fisk-
veiðiári er hvergi um stórvægilegan
samdrátt að ræða eins og sést á með-
fylgjandi grafi. Og hvergi í skýrsl-
unni er talað um að einhver fiskstofn
sé í alvarlegri hættu.
Stuttarfréttir
Innritunargjökláfram
Háskóli íslands ætlar ekki að
lækka skráningargjöld fyrir
næsta námsár þótt umboösmað-
ur Alþingis telji aö hækkun
þeirra hafi ekki verið byggð á'lög-
mætum sjónarmiðum. RÚV
greindi frá þessu.
íslendingar lögðu i gær lárvið-
arsveig fyrir neðan minningar-
töflu um Jónas Hallgrímsson í
Kaupmannahöfn í tilefni þess að
150 ár era síðan hann lést. ÓMur
Egilsson sendiherra flutti. ávarp
viö athöfnina.
Rúturstöðvaðar
Nokkuð var um verkfallsbrot í
verkfalli Sleipnismanna í gær.
Verkfallsverðir fóra meðal ann-
ars norður og stöðvuðu rútur.
Bylgjan greindi frá þessu.
Aukiitn spamaður
Þjóöhagslegur sparnaöur fer
vaxandi hér á landi, Sparnaður
þjóðarinnar stefnir í aö verða 14
milijörðum meiri í ár en áriö 1991.
Haraidur í Andra hættur
Haraldur Haraldsson í Andra
hefur sagt af sér sem stjórnar-
forraaður Loðnuvinnslunnar hf.
á Eáskrúðsfirði og ætlar að draga
hlutafé sitt ut úr fyrirtækinu.
RÚVgreindifrá. -kaa
Norðmenn undirbúa aðgerðir gegn íslendingum:
Hyggjast veiða í
Smugunni og
sökkva úreltum
skipum þar
- segir talsmaður norsku sjómannanna
Breiðholtsstöð lögreglunnar 1 Reykjavík aftur í fyrra horf:
Af brotatíðni jókst eftir breytingarnar
Ákveðið hefur verið að leggja
Breiðholtsstöð lögreglunnar í
Reykjavík niður í núverandi mynd
og færa hana í þaö horf sem var allt
þar til á síöasta ári. Frá þeim tíma
hafa 6 til 7 lögreglumenn starfað á
stööinni á þremur vöktum auk stöðv-
armanns. Vaktatíminn hefur veriö
frá klukkan 6 að morgni tii miðnætt-
is alla daga og einnig hefur verið
unnið aðfaranótt laugardags og
sunnudags. Með þessu vaktakerfi
hafa menn talið að lögregluvakt væri
í Breiðholtinu mestu álagstímana.
Að sögn Ómars Smára Ármanns-
sonar, aðstoöaryfirlögregluþjóns hjá
forvamadeild lögreglunnar, er það
ætlun lögeglustjóra að færa fyrir-
komulag löggæslunnar í Breiðholti
nær því horfi sem var og sníða þá
Grenndarlöggæslan I Breiðholti skilaði miklum árangri. Fjölda bruggverksmiðja var lokað en hér má sjð lögreglu-
mennina Amþór Bjarnason og Einar Ásbjörnsson með viðurkenningu (rá templurum fyrir vel unnin störf en einn-
ig starfaði Pétur Sveinsson varðstjóri á lögreglustööinni. Með Arnþóri og Elnari á myndinni er hópur barna úr
Breiðholti og Böðvar Bragason lögreglustjóri og Ómar Smðri. DV-mynd S
vankanta cif því sem vora. í Ijós hefur
komið að afbrotatíðni í Breiðholtinu
hefur hækkað eftir breytinguna og
forvarnastarfinu var ekki sinnt jafn
vel og var í tíð þeirra þriggja lög-
reglumanna sem þar störfuðu. Ætl-
unin er aö hafa þar 3 lögreglumenn
á ný sem leggja munu áherslu á for-
vamastarf og grenndarlöggæslu.
Þeir munu hafa samvinnu viö íbúa
°g aöra hagsmunaðila í hverfunum
sem reiðubúnir era til samvinnu um
forvarnir afbrota og þannig reyna að
koma í veg fyrir að vandamál skapist
í staö þess að bregðast við þeim eftir
á. Sérstakur útkallsbíll verður eftir
sem áður í Breiðholtinu og löggæslu
þar eftir sem áöur sinnt allan sólar-
hringinn. .pp