Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 Fréttir____________________________________etv Skýrsla Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna: Niðurskurður á öllum tegundum nema þorski - þorskaflinn upp í 200 þúsund tonn eftir 3 ár, segir Jakob Jakobsson. forstióri Hafrannsóknastofhunar DV Sjórinn fyrir Norður- landi jökulkaldur Jakob Jakobsson, forstjóri Ha- frannsóknastofnunar, sagði að vor- leiðangri stofnunarinnar um ástand sjávar í kringum landið væri ekki lokið. Því fylgdu upplýs- ingar um ástandið ekki skýrslunni um nytjastofnana. Hins vegar sagði hann að mælingar á hafmu fyrir Norðurlandi sýndu að sjórinn þar hefur ekki verið jafn kaidur síðan 1979. Nú mæhst sjávarhitinn um 1 gráða sem er með því kaldasta sem gerist á þessum árstíma. Þetta boðar ekki gott þar sem á þessu hafsvæði eru uppeldisstöðv- ar þorsksins. Nagladekkin undir hjá Norðlendingum Hafrannsóknastofnun leggur til að kvóti verði minnkaður á öllum fisk- tegundum hér við land nema þorski á næsta fiskveiðiári. Fiskveiðiárið er frá 1. september 1995 til 31. ágúst 1996. Þetta kom fram á fréttamanna- fundi sem haldinn í gær vegna út- komu hinnar árlegu skýrslu Hafró um ástand nytjastofna hér við land. Öfugt við mörg undanfarin ár legg- ur Hafrannsóknastofnun ekki til minni þorskafla í ár en árið á undan. í fyrra lagði stofnunin til að ekki yrðu veiddar nema 130 þúsund lestir af þorski á veiðiárinu 1994/1995. Leyft var að veiða 155 þúsund lestir og er gert ráð fyrir að afiinn verði 165 þús- Reynir Tiauslaaon, DV, Tiomsö: „Við munum leita allra leiða til að stöðva veiðar íslenskra skipa í Smug- unni í sumar. Við munum þrýsta á þingmenn og stjómvöld að leysa þetta vandamál og ef það dugar ekki verður gripið til annarra ráða,“ sagði Arvid Ahlkvist, einn leiötoga norskra sjómanna og framkvæmda- stjóri Troms fiskarfylking, í samtali vdð DV í gær. Hann segir að sjómenn og útgerð- armenn í Norður-Noregi séu þessa dagana að ráða ráðum sínum og meðal þeirra sé mikil reiði vegna yfirvofandi veiöa íslendinga í Bar- entshafi. „Menn em ævareiðir vegna inn- rásar þessara frænda okkar í vestri í þorskstofn okkar. Við höfum lagt und lestir á almanaksárinu 1995. Nú leggur Hafrannsóknastofnun til að leyfðar verði veiðar á 155 þúsund lestum af þorski á veiðiárinu 1995/1996. Það kom fram á fréttamannafund- inum að nýliðun þorsks á ámnum 1989 og 1990, sem talin var vera slök, er betri en ætlað var í fyrstu og eyk- ur bjartsýni manna. Það var og enda mun léttara yfir fiskifræðingunum á þessum fréttamannafundi um skýrslu þeirra en verið hefur mörg ár. Stjórnvöld hafa ákveöið að ekki skuli leyfðar veiðar á meira en 25 prósentum af veiðistofninum. mikiö á okkur til að byggja stofninn upp eftir hrunið 1989. Allir hafa þurft að taka á sig niðurskurð á kvóta og það hefur verið þung raun. Krafan nú er einfóld; komið verði böndum á veiðar í Smugunni og á Svalbarða- svæöinu," segir Arvid. Hann segir ýmsar leiðir vera til aö stöðva veiðar íslendinganna ef ekki finnist pólitískar lausnir. „Þaö kemur til greina aö skipin taki Barentshafskvóta sína í Smug- unni og geri þannig veiðar óarðbær- ar á þessum slóðum. Þá er inni i myndinni sá möguleiki að taka fiski- skip sem búið er aö leggja, draga þau í Smuguna og sökkva þeim þar. Með því gæti náðst tvíþættur árangur; ekki yrði hægt að stunda veiðar þama lengur og flökin yrðu uppeld- isstöðvar fyrir fisk. Ökumenn á Norðurlandi eru orðn- ir langeygir eftir betri tíð enda snjó- aöi þar víða í gær. Þannig fengust þær upplýsingar hjá lögreglunni á Siglufiröi að ökumenn væra famir að setja nagladekk undir bílana eftir aö hafa ekið á sumardekkjum nokkra daga. Að sögn lögreglu verða engar athugasemdir gerðar við þetta þótt lögboðinn tími sumardekkjanna sé genginn í garð. -PP „Þessi ákvörðun stjómvalda brýt- ur blaö í fiskveiðisögu okkar og er mikiö fagnaðarefni," sagöi Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar í gær. Hann sagði að með þessu móti ætti að vera hægt aö byggja þorskstofninn þannig upp að á fiskveiðiárinu 1996/1997 mætti veiða 170 þúsund lest- ir og eftir þrjú ár 200 þúsund lestir. Enda þótt Hafró leggi til minni afla á öllum fisktegundum á næsta fisk- veiðiári er hvergi um stórvægilegan samdrátt að ræða eins og sést á með- fylgjandi grafi. Og hvergi í skýrsl- unni er talað um að einhver fiskstofn sé í alvarlegri hættu. Stuttarfréttir Innritunargjökláfram Háskóli íslands ætlar ekki að lækka skráningargjöld fyrir næsta námsár þótt umboösmað- ur Alþingis telji aö hækkun þeirra hafi ekki verið byggð á'lög- mætum sjónarmiðum. RÚV greindi frá þessu. íslendingar lögðu i gær lárvið- arsveig fyrir neðan minningar- töflu um Jónas Hallgrímsson í Kaupmannahöfn í tilefni þess að 150 ár era síðan hann lést. ÓMur Egilsson sendiherra flutti. ávarp viö athöfnina. Rúturstöðvaðar Nokkuð var um verkfallsbrot í verkfalli Sleipnismanna í gær. Verkfallsverðir fóra meðal ann- ars norður og stöðvuðu rútur. Bylgjan greindi frá þessu. Aukiitn spamaður Þjóöhagslegur sparnaöur fer vaxandi hér á landi, Sparnaður þjóðarinnar stefnir í aö verða 14 milijörðum meiri í ár en áriö 1991. Haraidur í Andra hættur Haraldur Haraldsson í Andra hefur sagt af sér sem stjórnar- forraaður Loðnuvinnslunnar hf. á Eáskrúðsfirði og ætlar að draga hlutafé sitt ut úr fyrirtækinu. RÚVgreindifrá. -kaa Norðmenn undirbúa aðgerðir gegn íslendingum: Hyggjast veiða í Smugunni og sökkva úreltum skipum þar - segir talsmaður norsku sjómannanna Breiðholtsstöð lögreglunnar 1 Reykjavík aftur í fyrra horf: Af brotatíðni jókst eftir breytingarnar Ákveðið hefur verið að leggja Breiðholtsstöð lögreglunnar í Reykjavík niður í núverandi mynd og færa hana í þaö horf sem var allt þar til á síöasta ári. Frá þeim tíma hafa 6 til 7 lögreglumenn starfað á stööinni á þremur vöktum auk stöðv- armanns. Vaktatíminn hefur veriö frá klukkan 6 að morgni tii miðnætt- is alla daga og einnig hefur verið unnið aðfaranótt laugardags og sunnudags. Með þessu vaktakerfi hafa menn talið að lögregluvakt væri í Breiðholtinu mestu álagstímana. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, aðstoöaryfirlögregluþjóns hjá forvamadeild lögreglunnar, er það ætlun lögeglustjóra að færa fyrir- komulag löggæslunnar í Breiðholti nær því horfi sem var og sníða þá Grenndarlöggæslan I Breiðholti skilaði miklum árangri. Fjölda bruggverksmiðja var lokað en hér má sjð lögreglu- mennina Amþór Bjarnason og Einar Ásbjörnsson með viðurkenningu (rá templurum fyrir vel unnin störf en einn- ig starfaði Pétur Sveinsson varðstjóri á lögreglustööinni. Með Arnþóri og Elnari á myndinni er hópur barna úr Breiðholti og Böðvar Bragason lögreglustjóri og Ómar Smðri. DV-mynd S vankanta cif því sem vora. í Ijós hefur komið að afbrotatíðni í Breiðholtinu hefur hækkað eftir breytinguna og forvarnastarfinu var ekki sinnt jafn vel og var í tíð þeirra þriggja lög- reglumanna sem þar störfuðu. Ætl- unin er aö hafa þar 3 lögreglumenn á ný sem leggja munu áherslu á for- vamastarf og grenndarlöggæslu. Þeir munu hafa samvinnu viö íbúa °g aöra hagsmunaðila í hverfunum sem reiðubúnir era til samvinnu um forvarnir afbrota og þannig reyna að koma í veg fyrir að vandamál skapist í staö þess að bregðast við þeim eftir á. Sérstakur útkallsbíll verður eftir sem áður í Breiðholtinu og löggæslu þar eftir sem áöur sinnt allan sólar- hringinn. .pp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.