Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995
Fréttir
Hreppstjórinn í Súðavik um snjóflóðahættuna 16. janúar 1 vetur:
Aldrei talað um að
rýma Túngötuna
Hreppstjórinn í Súöavík segir í
skýrslu til Almannavarna ríkisins
vegna snjóflóðanna í Súöavík að ekki
hafi verið talin hætta á snjóflóðum í
Súðavík þegar hann hafl verið í sam-
bandi við sveitarstjóra um miðnætti
aðfaranótt 16. janúar. Ekki hafi held-
ur verið talin hætta á snjóflóðum um
eittleytið um nóttina þó að sveitar-
stjóri hafi sagt að Veðurstofan teldi
að fylgjast þyrfti vel með. Það var
fyrst um klukkan hálfþrjú um nótt-
ina sem verkefnisstjóri Veðurstof-
unnar hafði samband viö Almanna-
varnir ríkisins og taldi Almanna-
varnanefnd þurfa að koma saman
vegna snjóflóðahættu.
í nýrri skýrslu Almannavama rík-
isins um snjóflóðin í Súðavík er vitn-
að í frásögn Heiðars Guðbrandsson-
ar af samtali hans við sveitarstjór-
ann örlaganóttina 16. janúar í vetur.
Samkvæmt henni hélt Heiðar því
fram að Almannavarnanefnd þyrfti
að koma saman þar sem hættuástand
væri að skapast á svæðinu fyrir ofan
Túngötu. Heiðar hélt því fram að
hreppstjóri sem væri „í hinum sím-
'anum“ væri því sammála.
Samkvæmt skýrslu Almanna-
vama segist hreppstjóri aðeins hafa
„getað hlýtt á það sem Heiðar sagði
og það frekar ógreinilega" enda beið
hann á línunni í öðrum síma. Hann
segist ekki geta staðfest að Heiðar
hafi rætt um almannavá fyrir ofan
Túngötu í samtali sínu við sveitar-
stjóra. í samtölum hreppstjóra og
Heiðars hafi aldrei veriö talað um
að veruleg hætta væri fyrir hendi
fyrir ofan Túngötu eða að rýma ætti
það svæði. Hreppstjórinn bendir á
að sjálfur hafi hann búið með fjöl-
skyldu sinni á því svæði.
A minnisblaði þáverandi sveitar-
stjóra til Almannavarna ríkisins er
staðfest að hreppstjóri hafi hlustað á
Heiðar tala við sveitarstjórann og»
sagt að í því samtali hafi Heiðar aldr-
ei talað um hættu fyrir ofan Tún-
götu. Fullyröing um annað sé röng
og ekki hægt að draga hreppstjóra
til ábyrgðar. Hreppstjóri hafi aðeins
verið sammála því að rýma Traðar-
gilssvæðið þar sem aldrei hafi komið
fram vitneskja um snjóflóðahættu
ofan Túngötu.
Enginn hafði samband
í skýrslu sem hreppstjóri hefur
sent Almannavörnum ríkisins tekur
hann fram aö sunnudaginn 15. jan-
úar og aðfaranótt 16. janúar hafi eng-
inn haft samband við hann vegna
veðurs og snjóflóðahættu utan Heið-
ar Guðbrandsson. Hann hafi ekki
vitað af því að Veðurstofan hafi lagt
til að Almannavamanefnd Súðavík-
ur yrði þegar í stað kölluð saman eða
að sýslumaður hafi óskað eftir því.
Áhyggjurnar hefðu beinst að Trað-
argilssvæðinu en Túngatan aðeins
lítillega borist í tal.
Ekki var talin snjóflóðahætta á
Súðavík fyrr en á tímabilinu frá mið-
nætti og fram til þrjú um nóttina
-GHS
Súðavík:
Hreppsnefnd Súðavikurhrepps
hefur ákveðið að færa björgunar-
sveitarmönnum á Vestfjörðum
endurvarpa að gjöf til aö bæta
talstöðvasamskipti milh manna
við björgunaraðgerðir. Endur-
varpinn verður afhentur fljótlega
og nýtist öllura björgunarsveitar-
mönnum við störf á Vestfjörðum.
Þær talstöðvar sem björgunar-
sveitarmenn á Vestfjörðum nota
ná aðeíns aö senda á milli í sjón-
línu. Um 10 til 12 ár eru frá því
að ósk um endurvarpa af þessu
tagi koro fyrst frá björgunarsveit-
unum og hefur nú veriö tekin
ákvörðun um að kaupa tækiö.
Það varpar sendingu frá einni
talstöð til móðurstöðvarinnar og
til baka. Búist er við aö endur-
varpinn komi fljótlega til lands-
ins og verður hann þá afhentur
formlega.
Endurvarpinn kostar hátt i
hálfa mifljón króna.
-GHS
Almannavamir ríkisins:
„Viö höfum náttúrlega bara sett
fram staðreyndir málsins og höf-
um ekki enn þá lagt mat á þær
en ég held að í skýrslunni komi
frara það álit sem við höfum. Við
höfum sagt aö það hefði mátt
standa markvissar aö verki í
þessu máli. Allir sem aö málinu
áttu að koma höfðu setið nám-
skeiö hjá okkur og farið gegnum
það sem átti aö gera. Hins vegar
heyrist mér að ekki hafi allir ver-
ið sannfærðir um hættuna þama
fyrir ofan fyrir utan tvo. Og þeir
komu því ekki til réttra aðila,"
segir Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóri Almannavama
ríkisins.
Almannavamir ríkisins standa
fyrir tveggja daga ráðstefnu á
ísafirði í næstu viku þar sem fjall-
að veröur um drög að heildarút-
tekt um aðdragandann að snjó-
flóðunum í Súðavík í vetur og
björgunarstörf eftir hamfarimar
en stofnunin hefur skilað frá sér
greinargerð til dómsmálaráðu-
neytisins þar sem bent er á að
ekki hafi verið unnið eftir neyðar-
skípulagi almannavama örlaga-
nóttina 16. janúar. Búist er við því
að flestallir sem korau aö málinu
í vetur komi á ráðstefnuna.
í greinargerð Almannavama
ríkisins til dómsmálaráöuneytis-
ins vekur athygli að Sigríður
Hrönn Eliasdóttir sveitarstjóri
neitaöi aö fara að tiimælum
hreppstjóra og snjóathugunar-
manns um að kalla þegar í staö
saman fund f Almannavarna-
nefnd Súðavíkurhrepps aðfara-
nótt 16. janúar og boðaði þess í
stað fund í almannavamanefnd
klukkan átta morguninn eftir.
„Ég er sammála því mati sveit-
arstjórans aö það hafi ekki verið
réttlætanlegt að leggja meginá-
herslu á fund nefndarinnar um
nóttina því að á sama tíraa var
verið að rýma hús. Ef fundur
hefði verið haldinn í almanna-
vamanefnd hefðu nefndarmenn
þurft að nota tækin sem voru
notuö við að rýma húsin til aö
komast á hreppsskrifstofuna,"
segirGuöjón. -GHS
Framkvæmdir samkvæmt nýju deiliskipulagi í Súöavík:
Sátt um að peningar
úr Samhugssjóðnum
bæti gatnakerf ið
- segir JónGauti Jónsson sveitarstjóri
„Ég held að það sé sátt um það hjá
Súövíkingum að afgangurinn af söfn-
unarfénu verði notaður til aö fjár-
magna gatnaframkvæmdir í Súöa-
vík. Sjóðurinn væri þá að bæta það
tjón sem íbúamir verða fyrir þegar
þeir yfirgefa sökkla og lóðir á gamla
staðnum. Sjóðsstjómin á eftir að af-
greiða þetta en við bindum mikla
vonir við þá afgreiðslu," sagði Jón
Gauti Jónsson, sveitarstjóri á Súða-
vík, eftir borgarafund sem var hald-
inn í Súðavík nýlega til að fjalla um
þaö hvernig ætti að ráðstafa þeim 70
mifljónum sem eftir era af Samhugs-
sjóðnum.
Veralegar framkvæmdir eru á döf-
inni á svæði sem kallað er nýja Súða-
vík í sumar. Tillaga að defliskipulagi
fyrir nýtt þorp liggur fyrir hrepps-
nefnd og hefur verið auglýst eftir
athugasemdum við skipulagið. í
næstu viku ætti greinargerð um
snjóflóðahættu að liggja fyrir og þá
verður gengið til samninga við verk-
takafyrirtæki um framkvæmdir í
gatnagerðarmálum auk þess sem
framkvæmdir við skóla og leikskóla
hefjast í sumar. Þá er fyrirhugað að
flytja hús úr gömlu Súðavík og
Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri.
byggja félagslegar íbúðir.
Níu tilboð bárust í gatnagerðar-
framkvæmdir á Súðavík þegar aug-
lýst var eftir tilboðum nýlega. Þeir
sem sendu inn tilboð vora: Jón og
Magnús, Vinnuvélaeigendur, Völur
hf., Amarverk, Pípulagnaverktakar,
JVJ, Klæðning hf., ístak og Berg-
brot. Farið verður yfir tilboðin á
næstu dögum og ákveðið í næstu
viku við hvaða fyrirtæki verður sam-
ið. -GHS
Snjóathugunarmaðurinn í Súðavík:
Erfitt þegar ágreining-
ur er við formann
almannavarna
„Þetta er rangt. Ég hóf boðun
fundar almannavamanefndar en
formaður nefndarinnar hringdi í
mennina og afboðaði þá. Þetta hef
ég margsinnis sagt en þetta kemur
ekki fram í skýrslunni. Slökkviliðs-
stjórinn var í sambandi við mig
allt kvöldið og fólk var í sambandi
við hann sem lýsti ótta sínum á
ástandinu heima hjá sér. Þessu er
sleppt í skýrslunni og ekkert talað
við hann. Það vantar raddir í
skýrsluna sem hefði þurft að tala
við,“ segir Heiðar Guðbrandsson,
snjóathugunarmaður í Súðavík.
I nýrri skýrslu Almannavama
ríkisins um snjóílóðin í Súðavík að
morgni mánudagsins 16. janúar er
því haldið fram að hreppstjóri og
snjóathugunarmaður í Súðavík
hafi gert sér grein fyrir því að
hætta væri á því að snjóflóð félli á
hús við Túngötu en hvorki látið
sýslumann á Isafirði eða Almanna-
varnir ríkisins vita af hættunni né
boðað almannavamanefndarfund
um nóttina vegna ágreinings við
formann nefndarinnar, sem jafn-
framt var sveitarstjóri.
„Almannavamanefndarmenn
era í erfiðri aðstöðu þegar þá grein-
ir á við formanninn um það hvort
beri að kalla nefndina saman í
bijáluöu veðri. Þeir vita ekki hve-
nær snjóflóö kemur. Þeir vita bara
hvenær er hætta á því. Setji menn
allt á annan endann einu sinni og
komast svo að því daginn eftir aö
hætta var ekki tfl staðar þá getur
það skapað hættu næst,“ segir
Heiðar Guðbrandsson, snjóathug-
unar- og almannavarnanefndar-
maður á Súðavík.
„Ég hef ekki séð þessa greinar-
gerð en mér heyrist hún vera
óbreytt frá þeim drögum sem ég
fékk í hendur. Það virðist ekki hafa
verið tekið mark á mínum athuga-
semdum. Ég er ekki sáttur við það
hvernig hefur verið staðið aö at-
hugun mála eftir flóð. Mér sýnist
það vera óskýrt hver er yfirmaður
almannavama á svæðinu og ætla
að varpa fram ýmsum spurmngum
þar að lútandi á ráöstefnu á ísafirði
í næstu viku,“ segir Gunnar Finns-
son hreppstjóri.
Ekki hefur náðst í Sigríði Hrönn
Elíasdóttur, þáverandi sveitar-
stjóraíSúðavík. -GHS