Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 Fréttir Hreppstjórinn í Súðavik um snjóflóðahættuna 16. janúar 1 vetur: Aldrei talað um að rýma Túngötuna Hreppstjórinn í Súöavík segir í skýrslu til Almannavarna ríkisins vegna snjóflóðanna í Súöavík að ekki hafi verið talin hætta á snjóflóðum í Súðavík þegar hann hafl verið í sam- bandi við sveitarstjóra um miðnætti aðfaranótt 16. janúar. Ekki hafi held- ur verið talin hætta á snjóflóðum um eittleytið um nóttina þó að sveitar- stjóri hafi sagt að Veðurstofan teldi að fylgjast þyrfti vel með. Það var fyrst um klukkan hálfþrjú um nótt- ina sem verkefnisstjóri Veðurstof- unnar hafði samband viö Almanna- varnir ríkisins og taldi Almanna- varnanefnd þurfa að koma saman vegna snjóflóðahættu. í nýrri skýrslu Almannavama rík- isins um snjóflóðin í Súðavík er vitn- að í frásögn Heiðars Guðbrandsson- ar af samtali hans við sveitarstjór- ann örlaganóttina 16. janúar í vetur. Samkvæmt henni hélt Heiðar því fram að Almannavarnanefnd þyrfti að koma saman þar sem hættuástand væri að skapast á svæðinu fyrir ofan Túngötu. Heiðar hélt því fram að hreppstjóri sem væri „í hinum sím- 'anum“ væri því sammála. Samkvæmt skýrslu Almanna- vama segist hreppstjóri aðeins hafa „getað hlýtt á það sem Heiðar sagði og það frekar ógreinilega" enda beið hann á línunni í öðrum síma. Hann segist ekki geta staðfest að Heiðar hafi rætt um almannavá fyrir ofan Túngötu í samtali sínu við sveitar- stjóra. í samtölum hreppstjóra og Heiðars hafi aldrei veriö talað um að veruleg hætta væri fyrir hendi fyrir ofan Túngötu eða að rýma ætti það svæði. Hreppstjórinn bendir á að sjálfur hafi hann búið með fjöl- skyldu sinni á því svæði. A minnisblaði þáverandi sveitar- stjóra til Almannavarna ríkisins er staðfest að hreppstjóri hafi hlustað á Heiðar tala við sveitarstjórann og» sagt að í því samtali hafi Heiðar aldr- ei talað um hættu fyrir ofan Tún- götu. Fullyröing um annað sé röng og ekki hægt að draga hreppstjóra til ábyrgðar. Hreppstjóri hafi aðeins verið sammála því að rýma Traðar- gilssvæðið þar sem aldrei hafi komið fram vitneskja um snjóflóðahættu ofan Túngötu. Enginn hafði samband í skýrslu sem hreppstjóri hefur sent Almannavörnum ríkisins tekur hann fram aö sunnudaginn 15. jan- úar og aðfaranótt 16. janúar hafi eng- inn haft samband við hann vegna veðurs og snjóflóðahættu utan Heið- ar Guðbrandsson. Hann hafi ekki vitað af því að Veðurstofan hafi lagt til að Almannavamanefnd Súðavík- ur yrði þegar í stað kölluð saman eða að sýslumaður hafi óskað eftir því. Áhyggjurnar hefðu beinst að Trað- argilssvæðinu en Túngatan aðeins lítillega borist í tal. Ekki var talin snjóflóðahætta á Súðavík fyrr en á tímabilinu frá mið- nætti og fram til þrjú um nóttina -GHS Súðavík: Hreppsnefnd Súðavikurhrepps hefur ákveðið að færa björgunar- sveitarmönnum á Vestfjörðum endurvarpa að gjöf til aö bæta talstöðvasamskipti milh manna við björgunaraðgerðir. Endur- varpinn verður afhentur fljótlega og nýtist öllura björgunarsveitar- mönnum við störf á Vestfjörðum. Þær talstöðvar sem björgunar- sveitarmenn á Vestfjörðum nota ná aðeíns aö senda á milli í sjón- línu. Um 10 til 12 ár eru frá því að ósk um endurvarpa af þessu tagi koro fyrst frá björgunarsveit- unum og hefur nú veriö tekin ákvörðun um að kaupa tækiö. Það varpar sendingu frá einni talstöð til móðurstöðvarinnar og til baka. Búist er við aö endur- varpinn komi fljótlega til lands- ins og verður hann þá afhentur formlega. Endurvarpinn kostar hátt i hálfa mifljón króna. -GHS Almannavamir ríkisins: „Viö höfum náttúrlega bara sett fram staðreyndir málsins og höf- um ekki enn þá lagt mat á þær en ég held að í skýrslunni komi frara það álit sem við höfum. Við höfum sagt aö það hefði mátt standa markvissar aö verki í þessu máli. Allir sem aö málinu áttu að koma höfðu setið nám- skeiö hjá okkur og farið gegnum það sem átti aö gera. Hins vegar heyrist mér að ekki hafi allir ver- ið sannfærðir um hættuna þama fyrir ofan fyrir utan tvo. Og þeir komu því ekki til réttra aðila," segir Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavama ríkisins. Almannavamir ríkisins standa fyrir tveggja daga ráðstefnu á ísafirði í næstu viku þar sem fjall- að veröur um drög að heildarút- tekt um aðdragandann að snjó- flóðunum í Súðavík í vetur og björgunarstörf eftir hamfarimar en stofnunin hefur skilað frá sér greinargerð til dómsmálaráðu- neytisins þar sem bent er á að ekki hafi verið unnið eftir neyðar- skípulagi almannavama örlaga- nóttina 16. janúar. Búist er við því að flestallir sem korau aö málinu í vetur komi á ráðstefnuna. í greinargerð Almannavama ríkisins til dómsmálaráöuneytis- ins vekur athygli að Sigríður Hrönn Eliasdóttir sveitarstjóri neitaöi aö fara að tiimælum hreppstjóra og snjóathugunar- manns um að kalla þegar í staö saman fund f Almannavarna- nefnd Súðavíkurhrepps aðfara- nótt 16. janúar og boðaði þess í stað fund í almannavamanefnd klukkan átta morguninn eftir. „Ég er sammála því mati sveit- arstjórans aö það hafi ekki verið réttlætanlegt að leggja meginá- herslu á fund nefndarinnar um nóttina því að á sama tíraa var verið að rýma hús. Ef fundur hefði verið haldinn í almanna- vamanefnd hefðu nefndarmenn þurft að nota tækin sem voru notuö við að rýma húsin til aö komast á hreppsskrifstofuna," segirGuöjón. -GHS Framkvæmdir samkvæmt nýju deiliskipulagi í Súöavík: Sátt um að peningar úr Samhugssjóðnum bæti gatnakerf ið - segir JónGauti Jónsson sveitarstjóri „Ég held að það sé sátt um það hjá Súövíkingum að afgangurinn af söfn- unarfénu verði notaður til aö fjár- magna gatnaframkvæmdir í Súöa- vík. Sjóðurinn væri þá að bæta það tjón sem íbúamir verða fyrir þegar þeir yfirgefa sökkla og lóðir á gamla staðnum. Sjóðsstjómin á eftir að af- greiða þetta en við bindum mikla vonir við þá afgreiðslu," sagði Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri á Súða- vík, eftir borgarafund sem var hald- inn í Súðavík nýlega til að fjalla um þaö hvernig ætti að ráðstafa þeim 70 mifljónum sem eftir era af Samhugs- sjóðnum. Veralegar framkvæmdir eru á döf- inni á svæði sem kallað er nýja Súða- vík í sumar. Tillaga að defliskipulagi fyrir nýtt þorp liggur fyrir hrepps- nefnd og hefur verið auglýst eftir athugasemdum við skipulagið. í næstu viku ætti greinargerð um snjóflóðahættu að liggja fyrir og þá verður gengið til samninga við verk- takafyrirtæki um framkvæmdir í gatnagerðarmálum auk þess sem framkvæmdir við skóla og leikskóla hefjast í sumar. Þá er fyrirhugað að flytja hús úr gömlu Súðavík og Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri. byggja félagslegar íbúðir. Níu tilboð bárust í gatnagerðar- framkvæmdir á Súðavík þegar aug- lýst var eftir tilboðum nýlega. Þeir sem sendu inn tilboð vora: Jón og Magnús, Vinnuvélaeigendur, Völur hf., Amarverk, Pípulagnaverktakar, JVJ, Klæðning hf., ístak og Berg- brot. Farið verður yfir tilboðin á næstu dögum og ákveðið í næstu viku við hvaða fyrirtæki verður sam- ið. -GHS Snjóathugunarmaðurinn í Súðavík: Erfitt þegar ágreining- ur er við formann almannavarna „Þetta er rangt. Ég hóf boðun fundar almannavamanefndar en formaður nefndarinnar hringdi í mennina og afboðaði þá. Þetta hef ég margsinnis sagt en þetta kemur ekki fram í skýrslunni. Slökkviliðs- stjórinn var í sambandi við mig allt kvöldið og fólk var í sambandi við hann sem lýsti ótta sínum á ástandinu heima hjá sér. Þessu er sleppt í skýrslunni og ekkert talað við hann. Það vantar raddir í skýrsluna sem hefði þurft að tala við,“ segir Heiðar Guðbrandsson, snjóathugunarmaður í Súðavík. I nýrri skýrslu Almannavama ríkisins um snjóílóðin í Súðavík að morgni mánudagsins 16. janúar er því haldið fram að hreppstjóri og snjóathugunarmaður í Súðavík hafi gert sér grein fyrir því að hætta væri á því að snjóflóð félli á hús við Túngötu en hvorki látið sýslumann á Isafirði eða Almanna- varnir ríkisins vita af hættunni né boðað almannavamanefndarfund um nóttina vegna ágreinings við formann nefndarinnar, sem jafn- framt var sveitarstjóri. „Almannavamanefndarmenn era í erfiðri aðstöðu þegar þá grein- ir á við formanninn um það hvort beri að kalla nefndina saman í bijáluöu veðri. Þeir vita ekki hve- nær snjóflóö kemur. Þeir vita bara hvenær er hætta á því. Setji menn allt á annan endann einu sinni og komast svo að því daginn eftir aö hætta var ekki tfl staðar þá getur það skapað hættu næst,“ segir Heiðar Guðbrandsson, snjóathug- unar- og almannavarnanefndar- maður á Súðavík. „Ég hef ekki séð þessa greinar- gerð en mér heyrist hún vera óbreytt frá þeim drögum sem ég fékk í hendur. Það virðist ekki hafa verið tekið mark á mínum athuga- semdum. Ég er ekki sáttur við það hvernig hefur verið staðið aö at- hugun mála eftir flóð. Mér sýnist það vera óskýrt hver er yfirmaður almannavama á svæðinu og ætla að varpa fram ýmsum spurmngum þar að lútandi á ráöstefnu á ísafirði í næstu viku,“ segir Gunnar Finns- son hreppstjóri. Ekki hefur náðst í Sigríði Hrönn Elíasdóttur, þáverandi sveitar- stjóraíSúðavík. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.