Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995
23
Þetta litla barn fékk yfir sig heitt
vatn úr potti á eldavél.
Bruni af heitri feiti sem var í potti á eldavél.
Bruni af eldi. Barnið var með jóla-
sveinaskegg sem kviknaði í.
Á annað þúsund
börn í brunaslys-
um á hverju ári
Vatnsbruni. Barnið togaði í snúru á hraðsuðukatli.
Á hverju ári fá á milli 1300 og 1500
börn hér á landi læknisfræöilega
meðhöndlun vegna brunasára.
Fjöldi þessara barna þarf aö leggjast
inn á lýtalækningadeild Landspítal-
ans. Mörg barnanna eru ekki farin
að ganga þegar þau verða fyrir
brunaslysum.
Slysin eru af mörgum toga. Börn-
in teygja sig í pott á eldavél eða í
hraðsuðuketil, þau skrúfa frá heita-
vatnskrana eða brenna sig á vatni í
skúringafötu. Það kemur fyrir að
börn brenni sig á eldavélarhellum,
straujárnum, grillum, heitum rör-
um eða ofnum og þau fá einnig
brunasár vegna fikts með ela.
Missa kaffi yfir barnið
„Það eru alls ekki óalgeng slys að
fólk missi kaffi eða annan heitan
drykk yfir ungt barn sem það situr
með í fanginu. Barnið hefur
kannski slegið hendinni í bollann.
Fólk á alls ekki að vera að drekka
heitan vökva með böm í fanginu,"
bendir Knútur Björnsson læknir á.
f sumum tilfellum þurfa börn að
dvelja vikum saman á lýtalækninga-
deildinni vegna brunasára. „Ef húð-
flutningar em nauðsynlegir getur
sjúkdómslegan orðið löng,“ segir
Knútur.
Herdís Storgaard, barnaslysa-
varnafuiltrúi hjá Slysavamafélagi
íslands, segir að brunaslys á börn-
um af völdum heitra vökva séu ai-
gengari hér á landi en erlendis. í ná-
grannalöndunum sé aftur á móti al-
gengara en hér að börn brenni sig
vegna fikts með eld. „Það virðist
sem það sé innbyggð hræðsla í fólki
hér við eld og börnum er snemma
kennt að fara með eld. En það verða
þó alltaf einhver bmnaslys vegna
elds um áramót og á vorin þegar
sina er brennd."
Að sögn Herdísar er Slysavarnafé-
lagið að undirbúa herferð gegn
bmnaslysum á bömum.
„Fólk áttar sig kannski ekki á því
hvað húð barna er viðkvæm. Þegar
hiti er kominn yfir 55 gráður geta
lítil börn fengið bmnasár. Ef við
tökum dæmi eins og neysluvatnið
þá er talað um að það þurfi að vera
70 gráður en það er alltof heitt fyrir
lítil börn. Þau geta fengið þriðja
stigs bruna komi svo heitt vatn við
húðina í aðeins eina sekúndu."
Hugsað um rörin
en ekki börnin
Herdís getur þess að þegar verið
er að semja reglur og lög gleymist
að taka tillit til barna. „Þau eru allt
öðruvísi, bæði líkamlega og þroska-
lega séð. Ég var alltaf að reka mig á
að það vantaði ákvæði um börn í
hinar ýmsu reglugerðir eða þá að
reglugerðunum var ekki framfylgt.
Ég leitaði til Össurar Skarphéðins-
sonar, fyrrverandi umhverfisráð-
herra, sem setti strax á laggirnar
nefnd til að benda á ýmis mál varð-
andi öryggi barna. Eitt af því sem
nefndin er að vinna í er að reyna að
fá heita neysluvatnið lækkað niður í
55 gráður. Húð barna þolir ekki
hærri hita. Það era mörg börn sem
brenna sig þegar þau skrúfa frá
heitavatnskrana. Núna er leyfileg
tala um 70 gráður en vatnið er allt
upp í 92 gráða heitt. En þegar talað
er um að lækka þurfi hitann er ekki
verið að hugsa um börnin heldur
lagnirnar. Þegar gerð var rannsókn
vegna tæringar í rörum í Breiðholti
kom í ljós að nýju rörin þola ekki
hærra hitastig en 70 gráður. En þá
eru menn að hugsa um rörin eri
ekki börnin. Það er einmitt svona
sem maður er alltaf að reka sig á í
þessu starfi. Það er verið að setja
einhverjar reglur en það er sjaldan
tekið tillit til barna í þeim,“ segir
Herdís.
Minni viðbragðshæfni
hjá börnunum
Hún bendir á að margir foreldrar
átti sig ekki á því að börn geti
brennt sig á heitum rörum og ofn-
um þó ekki sé hitaveita til staðar.
„Sums staðar þar sem ekki er jarð-
hiti eru menn að hita upp hús sín
með rafmagnsofnum. Yfirborðshit-
inn á þessum ofnum verður mjög
hár. Á mörgum stöðum eru í notkun
gamlar gerðir sem verða mjög heit-
ar eða um og yfir 80 gráður. Þetta er
bæði í leikskólum, á heimilum og í
sumarbústöðum. Það þarf herferð til
þess að settar verði hlífar á þessa
gömlu ofna. Ofnarnir sem eru seldir
í dag eru tvöfaldir og ekki eins
hættulegir. Bakhliðin hitnar upp í
80 gráður eða yfir en framhliðin
hitnar rninna."
Herdis leggur áherslu að einnig
séu settar hlífar utan um lagnir sem
eru utan á veggjum. „Viðbragðs-
hæfni barnanna er minni en fullorð-
inna. Það geta liðið rúmar tvær
mínútur áður en barnið áttar sig á
þvi að hluturinn er heitur. Þess
vegna geta börnin fengið svo ofboðs-
lega ljót bmnasár af því að setjast
utan í heitt rör eða heitan ofn.“
Flest slysin
á annatíma
Að sögn Herdísar verða flest slys-
in þegar mesti annatíminn er á
heimilinu. „Það er á milli klukkan 5
og 7 á kvöldin. Það er eins og fólk
átti sig ekki á því að börn eru ekki
jafn þroskuð og fullorðnir. Auðvitað
þarf barnið að vera hjá manni við
matargerðina en það er ekki gott að
það sé að skríða í kringum mann.
Það þarf að venja barnið á að vera í
stól og það þarf jafnframt að hafa
ofan af fyrir því.“
Til að draga úr slysahættu er
hægt að kaupa hlífar á eldavélar,
gæta þess að ekki sé hægt að teygja
sig í sköft á pottum og í snúrur á
kötlum. Einnig þarf að fylgjast vel
með börnunum þegar verið er að
drekka kafli við lág sófaborð og ekki
drekka heita drykki með börn í
fanginu. Ekki má fara frá börnum í
baðkeri því þau geta fiktað í heita-
vatnskrananum og fengið yfir sig
fossandi heitt vatn.
SUMARTILB0Ð!
EVRÓPUVERÐ
Evrópuverð
☆ *
☆ 3.490
Samlokugrill
Handryksuga
Nýtt Kynningarverð
fyrir gufusuðu
☆
Heilsupottur
Evrópuverð
Hraðsuöukönnur
Brauðrist
Kaffikanna
BORGARLJÓS
Evrópuverð
*☆
☆
Akranes Rafþjónusta 431 2156
ísafjöröur Straumur hf. 456 3321
Akureyri Radióvinnustofan 462 2817
Akureyri Siemens-búðin 462 7780
Egilsstaölr Svelnn Guömundss. 4811438
Selfoss Árvirkinn hf. 4823460
Keflavik Rafbúö R.Ó. 421 3337
Reykjavik Borgarljós 581 2660
Reykjavik Húsgagnahöllin 5871199
Hafnarfj. Rafbúöln 555 3020
Höfn Verslunin Lóniö 4882125
og aörar raftækjaversianir um allt land.
Upplýsingasími
581-2660.