Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 27. MAl 1995
Sérstæð sakamál
Morð eða skilnaður?
Eitt sögulegasta sakamál í Banda-
ríkjunum á síöari áratugum er frá
árinu 1956. Þaö átti sér nokkurra
ára aðdraganda og leystist fyrst
árið 1977 en þá þó ef til vill aðeins
að hluta. Við sögu kom frægt fólk
vestra og þá rúma tvo áratugi sem
málið var óleyst var það oft til
umfjöllunar. Og enn er það á dag-
skrá af því ýmsir telja að enn sé
frétta af því að vænta, jafnvel þótt
málið hafi verið lagt á hilluna af
hálfu lögreglunnar.
Fögur ummæli -
og gagnrýni
Árið 1948 steig einn frægasti flug-
vélasmiöur í Bandaríkjunum,
Emmett King, í ræðustól á ráð-
stefnu starfsfélaga sinna frá mörg-
um löndum og sagði meðal annars:
„Án aðstoðar og kærleiksríks
stuðnings konu minnar hefði ég
ekki náð þeim árangri sem ég hef
náð. Konan mín, Judy, gerði mig
að því sem ég er í dag og því mun
ég aldrei gleyma."
Tveimur árum síðar steig Judy
King í ræðustól þjá samtökunum
Dætur repúblikana og lét sér meðal
annars þessi orð um munn fara:
„Ég get ekki viðurkennt það sem
viðgengst í Hollywood og Reno. Ég
trúi ekki á hjónaskilnaði. Vera má
að það sé af því að ég er kaþólsk.
Maðurinn minn er hins vegar mót-
mælendatrúar. Að ég er á móti
skilnaði þýðir þó ekki að ég for-
dæmi fólk sem skilur. Það kemur
mér ekki við hvað það gerir viö líf
sitt.“
Þegar þessar ræður voru fluttar
var King-fjölskyldan með þeim
auðugustu í Bandaríkjunum. Hún
bjó í Syracuse í New York ríki.
Forsagan
Bæði Judy og Emmett King höfðu
afist upp á munaöarleysingjahæl-
um. Þau höfðu gengið í hjónaband
þegar hún var sextán ára og hann
árinu eldri. Þau áttu erfitt upp-
dráttar í kreppunni miklu á fjórða
áratugnum en voru dugleg og
ákveðin í að gefast ekki upp. Hún
fékk starf sem afgreiðslustúlka á
veitingahúsi en hann fór í háskóla.
Þau hjón eignuðust fjögur börn,
dætumar Penelope, Florence og
Lillian og soninn Scott á árunum
frá 1935 til 1940. Emmett lauk námi
í flugvélaverkfræði og það varð
honum til mikils happs að hafa
valið þá grein því að þegar síðari
heimsstyijöldin hófst varð skyndi-
lega mikil eftirspurn eftir mönnum
með menntun í hans fagi. Þá var
hann aðeins tuttugu og þriggja ára
og sýndi fljótlega að hann bjó yfir
einstökum hæfúeikum til að teikna
flugvélar. Ári eftir að hann var
ráðinn til flugvélaverksmiðju sem
smíðaði bæði sprengju- og orrustu-
flugvélar var hann gerður aö að-
stoðarforstjóra þess.
Eftirstríðsárin
Styrjaldarárin færðu Emmett
bæði frægð og fé og að stríðinu lo-
knu setti hann á stofn eigin flug-
vélaverksmiöju. Þá áttu þau Judy
nokkurt sparifé en þau tóku að láni
eina milljón dala og gekk það vel
að eftir þijú ár hafði lánið verið
endurgreitt að fullu.
Heimilislífið gekk vel á þessum
árum. Judy ól bömin upp í anda
hefðbundins gildismats og stóð
hugur þeirra hjóna til þess að son-
urinn, Scott, lærði flugyélaverk-
fræði svo að hann gæti ’tekið við
verksmiðjunni af fóður sínum.
En í júni 1956 varö Judy fyrir
áfalli sem gerbreytti öllu lífi henn-
ar. Ein af vinkonum hennar,
Frances Tovell, kom óboðin í síð-
Lillian, Florence og Penelope.
degiskaffi til hennar og sagði að
Emmett væri farinn að halda fram
hjá henni með þrjátíu og þriggja
ára gamalli fráskilinni konu,
Thelmu Gregg.
Frú Tovell sagðist ekki vilja valda
klofningi í Kings-fjölskyldunni en
sem góð vinkona gæti hún ekki lát-
ið undir höfuð leggjast að segja
Judy hvernig málin stæðu.
Judy lét sem fregnin kæmi sér
ekki á óvart þótt í raun væri henni
ákaflega mikið bmgöið. Hún leit á
Frances Tovell og sagði: „Huga þú
að þínum málum, ég skad sjá um
mín. Ég veit allt um þetta samband
og við emm að leysa vandann."
Önnur slæm frétt
Þegar Frances Tovell var farin
skaut Judy á fundi með bömum
sínum fjórum og sagði þeim hvers
hún hefði orðið vísari. Elsta dóttir-
in, Penelope, svaraði þá fyrir hönd
systkinanna: „Við vitum um þetta
mamma og höfum rætt um það við
pabba. Viö vildum ekki segja neitt
viö þig því við héldum að þetta
væri bara eitthvað sem liði hjá. Við
erum búin að segja pabba að fari
hann frá þér til að búa með ann-
arri konu munum viö aldrei tala
viö hann framar."
Judy bað nú bömin að fara út í
bæ svo aö hún yrði ein heima þeg-
Thelma Gregg.
ar faðir þeirra kæmi úr vinnunni.
Þegar hann kom heim kom hún
beint að efninu. En þá varð hún
fyrir enn meiri vonbrigðum.
„Ég hef lengi ætlað að ræða þetta
við þig,“ sagði Emmett, „en ég hef
ekki vitaö hvemig ég ætti að fara
aö því án þess að særa þig. Ég elska
Thelmu og óska eftir þvi að fá frelsi
svo ég geti kvænst henni. Þú færð
auðvitað húsiö og allt innbúið og
ég skal sjá til þess að þig skorti
ekki fé.“
Enn á ný tókst Judy að dylja til-
finningar sínar. Hún svaraði ró-
lega: „Viö höfum verið gift í tuttugu
og tvö ár og eigum fjögur böm. Eg
elska þig meira en ég gerði þegar
við giftum okkur og vil ekki sjá á
eftir þér. Frekar vil ég sjá þig deyja
en fara til annarrar konu.“
Símtalið
Emmett leit á konu sína og svar-
aði: „Þú ert vel gefin kona. Þú veist
að ef þú myrðir mig eyðileggurðu
bæði þitt líf og barnanna okkar.
Og þaö viltu ekki gera. Hugsaðu
allt þetta mál og þá er ég viss um
að þú finnur skynsamlega lausn á
vandanum."
„Ég hafði hlakkað til þess,“ sagði
Judy þá, „að standa við hhð þér á
efri ámm svo við gætum notið þess
saman að fylgjast með uppvexti
barnabamanna. Allt þetta hefur þú
nú eyöilagt." Svo sneri hún bakinu
við honum og hann gekk á dyr.
Þegar börnin komu heim sagði
Judy þeim hvað þeim Emmett hefði
farið á milli. Hún sagöi svo að hún
ætlaði snemma að hátta og ung-
mennin fjögur settust fyrir framan
sjónvarpið.
Tíu mínútum yfir tíu þetta kvöld
hringdi síminn heima hjá Thelmu
Gregg. Konurödd heyrðist. Var
Emmett beðinn að koma í símann.
Var sagt mjög áríðandi að hann
gerði það.
Þegar Emmett kom í símann
sagöi röddin. „Emmett, þú verður
að koma tafarlaust heim. Scott var
að taka eitur.“
Kyrktur
Eftir að hafa sagt Thelmu um
hvað málið snerist fór Emmett af
stað heim. En hann kom ekki aft-
uf. í dögun fannst hann ládnn í bíl
um hálfan annan kílómetra frá
heimili sínu. Hann hafði verið
kyrktur með nælonreipi.
Rannsóknarlögreglumenn, undir
forystu James Brackenbury aðal-
fulltrúa, fylgdu öllum vísbending-
um en án árangurs. Flestar leiddu
hann heim til Judy og barnanna
en þegar hann ræddi við þau varð
honum ekki ágengt.
Bæði Judy og dæturnar féllust á
að lesa inn á band þau orð sem
sögð höfðu verið í símann þegar
Emmett var beðinn að koma heim.
Og þegar Thelma fékk að heyra
upptökuna þóttist hún geta greint
að það hefði verið Judy sem
hringdi.
Þegar á Judy var borið að hún
hefði kallað mann sinn heim svar-
aði hún aðeins: „Það hlýtur ein-
hver að hafa hermt eftir mér.“
Judy og börnin gáfu hvert öðru
fjarvistarsannanir. Þau sögðust öll
hafa verið heima allt kvöldið og
nóttina og væri ljóst að ekkert
þeirra hefði getað farið úr húsinu
án þess að hin hefðu orðiö þess vör.
Engar sannanir
Brackenbury aðalfulltrúi var viss
um að Judy eða eitthvert barnanna
hefði myrt Emmett. Líklega hefði
morðinginn eða morðingjarnir haft
aukalykla að bíl hans, farið inn í
hann og falið sig fyrir aftan fram-
sætið áður en hann var kallaður
heim og síðan brugðið nælonreip-
inu um háls hans og kyrkt hann.
Reyndar komst Brackenbury á
þá skoðun eftir frekari íhugun að
morðinginn hefði haft einhvern sér
til aðstoðar því hann hefði þurft
að láta aka sér að húsi Thelmu
Gregg og heim aftur eftir morðið.
Aðalfulltrúinn lýsti þessari skoð-
un sinni við fréttamenn en sagði
svo: „En við getum hins vegar ekki
sannað þetta."
Játning um síðir
Þetta morðmál var það eina sem
Brackenbury fékk til meðferðar á
ferli sínum sem hann gat ekki leyst.
Honum varð oft hugsað til þess og
lagði það aldrei á hilluna. Hann fór
á eftirlaun 1974 en þremur árum
síðar, síðasta dag októbermánaðar
1977, fékk hann heimsókn af ka-
þólskum presti, fóður Ambrose.
„Ég er kominn vegna morðsins á
Emmett King 1956,“ sagði hann.
„Frú Judy King skriftaði hjá mér
þremur dögum eftir morðið og ját-
aði að hafa myrt mann sinn. Hún
óskaði þess að sannleikurinn kæmi
fram eftir andlát hennar. Hún dó
úr krabbameini í gær. Hún sagðist
hafa veri ein að verki.“
„Judy King var lágvaxin kona og
ekki sterk," sagöi Brackenbury
þegar hann kunngerði það sem
presturinn hafði sagt honum. „Og
þótt hún hefði haft krafta til að
kyrkja mann sinn hlýtur hún að
hafa látið einhvem aka sér að bíl
manns síns og heim aftur. Líklega
eitt af bömunum. En við getum
ekki sannað það svo nú leggjum
við málið endanlega á hilluna."
Ýmsir sem lagt hafa trúnað á
kenningu Brackenburys aðalfull-
trúa eru þeirrar skoðunar að enn
megi vænta játningar í þessu marg-
umtalaða morðmáli.