Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 43 Læknar, sem áður ræddust við á eðlilegan hátt, spiluðu golf, giftu börn sín innbyrðis og kepptu í jeppavélar- stærðum, hafa nú slitiö öllu stjórnmálasambandi. Skammarlegar læknadeilur íslenskir læknar eru komnir í hár saman út af langþreyttu tilvísa- namáli. Mikil skálmöld er runnin upp; menn talast ekki við nema í beinskeyttum blaðagreinum eða hnitmiðuðum fjölmiðlaviðtölum. Læknar, sem áður ræddust við á eðlilegan hátt, spiluðu golf, giftu böm sín innbyrðis og kepptu í jeppavélarstærðum, hafa nú slitið öllu stjórnmálasambandi. Vígstað- an er skýr; heimilislæknar standa í einum flokki, sérfræðilæknar í hinum, báðir hafa safnað að sér hði, peningum, rökum, fjölmiðla- styrk og vopnum. Samtök lækna eru aö klofna í tvö félög sem vænt- anlega munu slást opinberlega í fjölmiðlum eitthvað fram á næstu öld. Heimilislæknar telja að sér- fræðilæknar hafi vegið ómaklega að sér og starfsheiöri sínum. Sér- fræðilæknar telja á móti að heimil- islæknar hafi ljáð ráðherra lið í ómaklegri herferð hans gegn at- vinnuréttindum, lækningaleyfi og peningaveskjum þeirra. Nú er beð- ið eftir því að blásið verði til loka- orrustunnar og barist til þrautar um sjúklinga og peninga. Þetta fjölmiðlaskítkast er auðvitað lækn- um ekki sæmandi og skaðar ímynd stéttarinnar. Hippókrates hefði reytthársitt Nökkvi læknir hefur lengi haft áhyggjur af þessari þróun. Hann ákvað að leita svara hjá sjálfum föður læknisfræðinnar, Hippókrat- esi, og sjá hvað hann hefði um þessi mál að segja. Hann segir í ritum sínum að hveijum lækni beri að „stunda velsæmi og sýna alþjóð að hann í alvöru sé velviljaður heið- ursmaður og mannvinur". Annars staðar segir hann: „Það er alfs ekki hneykslanlegt að læknir kalli stétt- Á laeknavaktmiú v1sm Óttar Guðmundsson læknir arbræður til aöstoðar eða ráða- gerða. Aldrei mega læknar rifast og fara niðrandi orðum hver um annan því að aldrei skyldi læknir öfunda stéttarbróöur." Hippókrat- es hefði reytt hár sitt í örvinglan við lestur greina í Morgunblaðinu upp á síðkastið þar sem þessar ein- fóldu reglur eru þverbrotnar. Þessi deila er því í engu samræmi við gömul siðalögmál lækna og sýnir vel hversu afvegaleidd nútíma læknisfræði er. Samkvæmt skoð- unum Hippókratesar er læknis- fræði list eða heimspekigrein en ekki tæknivætt skrímsli sem lítur á sjúklinginn sem mælanlega ein- ingu. Of vísindaleg læknisfræði getur gert út af við lækninn. Nútíma- læknar læra að rannsaka sjúkiinga sína á milljón mismunandi vegu í ótrúlegustu tækjum veraldar en gleyma oft kjama læknisfræðinn- ar, að sinna sjúkhngnum öllum; líkama og sál. Margir læknar telja læknisfræði einfalda vísindagrein á borð við eðlisfræði eða efna- fræöi. En þekking og tækni duga ekki ein og sér til að afla lækni gengis heldur skiptir persónuleiki hans ekki minna máli. Gamall pró- fessor sagði eitt sinn: „Til eru 3 flokkar skurðlækna; sá fyrsti gríp- ur til hnífsins og er skurðlæknii- um leið; annar er aðstoðarmaður skurölæknis í 10 ár og lærist listin smátt og smátt; sá þriðji verður aidrei skurðlæknir þó að hann beiti hnífnum alla ævi.“ Annars staðar segir Hippókrates; „Það er ljóst að heimspekingurinn verður að bera gott skynbragð á læknislist og læknirinn á heimspeki; þá verður læknirinn heimspekilegur og guð- unum líkur. í rauninni er mismun- urinn ekki mikill því að allt sem heimspeking má prýða verður læknirinn að hafa til síns ágætis: ósíngirni, tigna kurteisi, nærgætni, hógværð, virðingu fyrir sjálfum sér, skarpskyggni og stilhngu. Hafa týnt heimspekingnum Þegar þetta er skoöað sést berlega hvert er vandamál stéttarinnar. Læknar hafa týnt heimpekingnum einhvers staðar á langri leið sinni. Með honum misstu þeir af mörgum þessum góðu eiginleikum en tóku að stunda þrætubókarhst sem sæmir þeim alls ekki ef þeir vilja bera einhverja virðingu fyrir starfsgrein sinni. Áherslur í læknakennslu hafa breyst mjög á hönum áratugum. Nútímalæknis- fræði er tæknivædd sjúkdóma- verkfræði þar sem heimspekin og maðurinn sjálfur gleymast algjör- lega. Nútímalæknirinn hefur misst öll tengsl við sögu sína og heldur að IBM, Macintosh eða Hewlett Packard séu feður læknisfræðinn- ar en ekki þeir Hippókrates eða Soranos. Þessi firring og tengsla- leysi við hefðir og sögu greinarinn- ar valda þvi að læknar missa aha stjórn á sér og fara að þverbijóta allar kenningar og fræði Hippó- kratesar. Þá er ekki við góðu að búast. Miðskólinn einkaskóli - grunnskóli Fríkirkjuvegi 1, Reykjavík, sími 562-92-22. Síðustu innritunardagar fyrir næsta skólaár eru þriðjudagur 30. og miðvikudagur 31. maí. Skólastjóri Varnarliðið/Laus störf Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða tvo matreiðslumenn til starfa. Umsækjendur séu lærðir matreiðslumenn með mikla reynslu. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafist. Skriflegra meðmæla er óskað. Umsóknir beristtil Ráðningardeildar Varnarmálaskrif- stofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 92-11973, eigi síðar en 6. júní 1995. Starfslýsingar liggja þar frammi til aflestrar fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa þær áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást einnig á sama stað. ISPÓ - Góður og ódýr kostur! Ispó er samskeytalaust akrýlmúrkerfi. Yfir600 hús klædd á síðast- liðnum 14árum. 5 ára ábyrgð. Gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. Múrklæðning hf. Smiðsbúð 3-210 Garðabæ - sími 658826 Kvótakerfi í sjávarútvegi Fiskveiðistefnan - reynslan og framtíðin Ráðstefna um fiskveiðistjórnun haldin af Fiskifélagi íslands á Hótel Sögu, Ársal miðvikudaginn 31. maí 1995 kl. 13-18 Dagskrá: 1. Fiskveiðistjórnunarkerfi annarra landa. Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. 2. íslensk fiskveiðistjórnun og hagkvæmni hennar. Snjólfur Ólafsson, dósent við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla íslands. 3. íslensk fiskveiðistjórnun og eignarhald í sjávarút- vegi. Agnar Helgason, doktorsefni frá Brunel Univers- ity, London. 4. íslensk fiskveiðistjórnun og brottkast fisks. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands. 5. Aðrir valkostir fiskveiðistjórnunar, eru þeir raun- hæfir? Þorvaldur Garðarsson, skipstjóri, Þorlákshöfn. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, Flateyri. Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri Granda hf., Reykjavík. Skráning er hjá Fiskifélagi íslands í síma 55-10-500 eða á faxi 552-7969, skráningargjald er kr. 1.500. Vinsamlegast skráiö ykkur sem fyrst, en hægt er að skrá sig til hádegis þann 31. maí nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.