Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Chamber. 2. Mary Higgins Clark: Remember Me. 3. Dean Koontz: The Key to Midnight. 4. Sue Grafton: „K" Is for Killer. 5. Meave Binchy: Clrcle of Friends. 6. Nora Roberts: Hidden Richas. 7. Anne Rice: Cry to Heaven. 8. Dale Brown: Storming Heaven. 9. Rosemary Rogers: The Teaplanter's Bride. 10. T. Clancy & S. Pieczeník: Tom Clancy's Op-Center. 11. Allan Folsom: The Day after Tomorrow. 12. Michael Crichton: Congo. 13 Judith McNaucjht Until You. 14. E. Anníe Proulx: The Shipping News. 16. Carol Shields: The Stone Diaries. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadíe 8t C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Thomas Moore: Care of the Soul. 3. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 4. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 5. Robert Futghum: Maybe (Maybe Not). 6. Thomas Moore: Soul Mates. 7. M. Scott Peck: The Road tess Travelled. 8. Sherwin B. Nuiand: How We Die. 9. Danníon Brinkley 8t Paul Perry: Saved by the Light. 10. Karen Armstrong: A History of God. 11. Jim Carroll: The Basketbafl Diaries. 12. Elizabeth M. Thomas: The Hidden Life of Dogs. 13. Bob Woodward: The Agenda. 14. A. Toffler & H. Toffler: Creating a New Civilization. 15. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. (Byggt á New York Ttmas Book Review) Morgunn í brunnu húsi Þótt kanadíska skáldkonan Mar- garet Atwood hafi ort ljóð frá því hún var sextán ára að aldri, er hún mun kunnari fyrir skáldsögur sínar. En nú hefur hún sent frá sér nýja ljóða- bók, þá fyrstu í tíu ár. Sú heitir Morn- ing in the Burned House og hefur nýverið komið út í Englandi. Að því er fram kemur í breskum blöðum eru viðfangsefni Atwood í nýju bókinni afar fjölbreytileg: hér ægir saman hugleiðingum um ver- aldlegan frama, kaldhæðnislegri umfjöllun um heimilislífið, röddum kvenna sem lifa ýmist í sögu manna eða guða og umfjöllun um dauða fóð- ur skáldkonunnar. Dapurlegur tíðarandi Margaret Atwood býr í Quebec- fylki í Kanada, á suðurtrönd St. Lawrence-fljótsins, og kanadíski vet- urinn er stundum í aðalhlutverki í ljóðum hennar. „Nú er miður maí og þegar ég horfi út um gluggann sé ég að það er enn skafrenningur fyrir utan,“ sagði hún í nýlegu blaðaviðtali. „Þetta er Kanada og það er nú eiginlegt frægt fyrir harða vetur." Hún bregst hins vegar hart við þeg- ar blaðamaðurinn spyr hvort dapur- leikinn virki hvetjandi á sköpunar- gáfu hennar: „Dapurleiki? Hversu mörg skáld þekkir þú?“ spyr hún á móti. „Eru þau þekkt fyrir að vera sí og æ tár- fellandi? Nei, ég býst ekki við því. Annars held ég að þetta hafi meira Margaret Atwood: fyrsta nýja Ijóða- bókin í áratug. Umsjón Elías Snæland Jónsson með tíðarandann að gera. Ef þú lest nú til dags ljóð eftir Shelley þá dettur þér í hug: þetta er brjálsjúkt skáld. Nema þá að hann hafi verið undir áhrifum! Það væri erfitt að yrkja með sama hætti núna. Það er ekki vegna dapurleika skáldanna heldur tíðar- andans. Fólk fer á fætur og hlustar á fréttirnar sem fjalla um stríð, hörmungar, Bosníu. Með það allt í huga er ég reyndar furðu glaðleg. Glaðlegri en ég hef rétt til að vera.“ Nornir og skáldkonur Atwood segir að gjarnan hði langur tími á milli ljóða hjá sér, en hún yrk- ir þau hins vegar mjög hratt. Formið er óbundið og ljóðin yfirleitt í lengra lagi. „Ég var einu sinni að semja stutt ljóð. Það var í lok níunda áratugar- ins. En þau urðu alltaf styttri og styttri og að lokum gekk það ekki upp,“ segir hún. Meðal þeirra kvenna sem birtast í nýjustu ljóðabók Atwood má nefna Helenu fógru, Kressídu og Mary Webster, bandaríska konu sem var sökuð um galdra en lifði það af að vera hengd upp í tré af æstum múg. Þegar blaðamaður nefnir það við Atwood að galdranornir hafi verið vinsælt viðfangsefni síðustu áratug- ina, þar á meðal í ljóðum sumra bandarískra skáldkvenna, svarar hún um hæl: „Þú ert að vísa til Anne Sexton, ekki satt? Og áður nefndir þú Sylvíu Plath. Þessir tveir höfundar frá sjö- unda áratugnum báru ábyrgð á þeirri skoðun að eina leiðin til að verða sönn skáldkona sé aö drepa sig. Það viðhorf ríkti lengi.“ Svo bætti hún við: „Hjá körlunum var þaö hins vegar drykkjuskapur- inn: það viðhorf kom frá Dylan Thomas.“ Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Soul Musíc. 2. John Grisham: The Chamber. 3. P.D. James- Original Sin. 4. Minette Walters: The Scold's Bridle. 5. Tom Willocks: Green Ríver Rising. 0. T. Clancy 8i S, Pieczenik: Tom Clancy's Op-Centre. 7. Allan Folsom: The Day after Tomorrow. 8. Peter Hoeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 9. Dick Francis: Wild Horses. 10. Frederick Forsyth: The Fist of God. Rit almenns eölis: 1. Stephen Hawking: A Brief History of Tíme. 2. Julian Barnes: Letters from London. 3. Jung Chang: Wild Swans, 4. Penelope Lively: Oleander, Jacaranda. 6. Steven Pinker: The Language Instinct. 6. Christina Noble; A Brídge across my Sorrows. 7. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love. 8. Margaret Thatcher: The Downing Street Years. 9. Andy McNab; Bravo Two Zero. 10. Stella Tillyard: Aristocrats. (Byggt á The Sundav Times) Danmörk 1. Jan Guillou: Ingen Mands land. 2. Jostein Gaarder: Sofies verden. 3. Jung Chang: Vilde svaner. 4. Knut Hamsun: Sult 5. Franz Kafka: Ameríka. 6. Albert Camus; Oen fremmede. 7. Bjarne Reuter: Johnny 8i The Hurricanes. (Byggt á Politiken Sondag) Vísindi Testósterón haft fyrir rangri sök hjá körlunum: Leyndardómur kyn- hvatarinnar fundinn Það er ekki testósterón sem stjórnar kynhvöt karlmanna, segja vísindamenn. Flúorinn í Pompeii Það er ekkert nýtt að flúor bjargi tönnum frá skemmdum. ítalskir vísindamenn hafa komist að því að íbúar borgarinnar Pom- peii, sem fór undir ösku þegar eldfjallið Vesúvíus gaus árið 79, voru meö furðugóöar tennur. „Aðeins 3,8 prósent þeirra 1275 tanna sem voru rannsakaöar reyndust vera skemmdar," sögðu vísindamennimir 1 þréfi til breska læknablaðsins Lancets. Það er mjög lág tíðni tann- skemmda, einkum þegar tekið er mið af því að mataræöi þessa fólks var fremur skemmdarhvetj- andi en hitt. Ástæðan er einfald- lega sú að i dryklíjarvatm Pora- peii var mikiö magn flúors. Nýgreining- araðferð Læknar í Kúveit hafa fúndið upp nýja og mun ódýrari aðferð til aö greina heilahimnubólgu en áður hefur þekkst. Aðferðin er fólgin í því aö dýfa ræmu úr efn- inu regens ofan í heila- og mænu- vökva. Þeir reyndu aðferð þessa á 234 börnum sem grunur lék á að væru með heilahimnubólgu og greindust öll tilfellin, aö fjórum undanskildum, meö þessari nýju aöferö. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Testósteróniö er það ekki, heilhn. Heldur næsti bær við. Vísindamenn hafa uppgötvað leyndardóminn á bak við kynhvöt karlmanna og í ljós kom að það er ekki hormónið testósterón, eins og allir héldu nú. Þess í stað leiddu rannsóknir þeirra í ljós náskyldan ættingja, eða dihydrotestósterón (DHT). Rannsóknirnar kynnu að varpa ljósi á ástæður krabbameins í blöðruhálskirtli, segja þeir. Christos Mantzoros og félagar hans við læknaskóla Harvard-háskóla fengu 92 gríska karlmenn á aldrinum átján til 22 ára til Uðs við sig í rann- sókninni. „Þátttakendumir voru beðnir um að tilgreina hversu oft í viku að með- altali þéir fengu kynferðislega full- nægingu næsta mánuð á undan," segir Mantzoros í grein sem hann skrifaði í breska læknablaðið. „Rjöldi fufinæginga á viku hefur sýnt sig að vera ein helsta mælistika á kynhegðun karla og hún er áreið- anleg." Þeir sem skýrðu frá fleiri fullnæg- ingum en hinir reyndust einnig vera með meira DHT í blóðinu. Mantzoros segir að líkaminn framleiði DHT úr testósteróni. „DHT er virka karlhormónið. Við geruin ráð fyrir aö getulausir karlar eða þeir sem hafa skerta kyngetu séu með lítið af DHT í blóðinu,“ segir Mantzoros. Hann gerir rannsóknir á krabba- meini í blöðruhálskirtli og segir að niðurstöðumar komi hugsanlega að notum þar. „Við vitum að menn sem eru iðnir við kynlifið, hafa marga rekkjunauta og þar fram eftir götunum, era í meiri hættu að fá krabbamein í blöðruhálskirtilinn," segir Mantzo- ros. „Við vitum ekki hvers vegna.“ Kenningar em hins vegar á lofti um að hormón komi þar við sögu. „Það er staðreynd að DHT veldur góðkynja stækkun blöðruhálskirtils- ins,“ segir hann. Þótt sú skoðun væri útbreidd með- al lækna að testósterón væri nátengt kynhvöt karla, hafði það aldrei verið rannsakað fyrr. Mantzoros segir að frekari rannsókna sé þörf. Letidýr sem lifði í sjónum Letidýrin eru þekktust fyrir að hanga uppi í tijám og hreyfa sig helst ekki spönn frá rassi. Svo hefur þó ekki alltaf veriö, því vís- indamenn skýrðu frá því fyrir skömmu að dýr þessi hefðu eitt sinn hamast í sjónum með sama fitónskraftmum og oturinn. Vísindamenn hafa grafið upp leifar sjávarletidýrs í suöurhluta Perú. Skepnan, sem liföí fyrir fimm milljónum ára, hafði aftur- fætur svipaða og oturinn eða bjórinn, eins og við þekkjum þá. Geitamjólk gegn krabba Starfsmöimum þandarísks lyfjarannsóknarfyrirtækis hefúr tekist að framleiða sérhæft mót- efni í geitamjólk sem ætlað er að nota í -baráttunni .gegn krabba- meini. Geitunum, sem framleiöa mjólkina, hefur verið breytt með genum úr mönnum til þess að þær geti framleitt prótín eins og mannskepnan í mjólk sinni. Geit- umar era innfluttar og era á býli í Massachusetts-fylM. Rannsóknarfyrirtækiö hefur þegar undirritaö samning við þijú lyfjafyrirtæki um aö fram- leiða mótefiú gegn krabbameini úr mjólkinni. Lyf sem gerð eru úr mótefnunum eru enn sem konúð er á tilraunastigi og allar prófanir á þeim era háöar eftir- hti. Geitumar framleiöa mun meíra af mótefnum en hægt er að gera með ræktun á tilraunastofum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.