Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Side 12
12 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Chamber. 2. Mary Higgins Clark: Remember Me. 3. Dean Koontz: The Key to Midnight. 4. Sue Grafton: „K" Is for Killer. 5. Meave Binchy: Clrcle of Friends. 6. Nora Roberts: Hidden Richas. 7. Anne Rice: Cry to Heaven. 8. Dale Brown: Storming Heaven. 9. Rosemary Rogers: The Teaplanter's Bride. 10. T. Clancy & S. Pieczeník: Tom Clancy's Op-Center. 11. Allan Folsom: The Day after Tomorrow. 12. Michael Crichton: Congo. 13 Judith McNaucjht Until You. 14. E. Anníe Proulx: The Shipping News. 16. Carol Shields: The Stone Diaries. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadíe 8t C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Thomas Moore: Care of the Soul. 3. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 4. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 5. Robert Futghum: Maybe (Maybe Not). 6. Thomas Moore: Soul Mates. 7. M. Scott Peck: The Road tess Travelled. 8. Sherwin B. Nuiand: How We Die. 9. Danníon Brinkley 8t Paul Perry: Saved by the Light. 10. Karen Armstrong: A History of God. 11. Jim Carroll: The Basketbafl Diaries. 12. Elizabeth M. Thomas: The Hidden Life of Dogs. 13. Bob Woodward: The Agenda. 14. A. Toffler & H. Toffler: Creating a New Civilization. 15. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. (Byggt á New York Ttmas Book Review) Morgunn í brunnu húsi Þótt kanadíska skáldkonan Mar- garet Atwood hafi ort ljóð frá því hún var sextán ára að aldri, er hún mun kunnari fyrir skáldsögur sínar. En nú hefur hún sent frá sér nýja ljóða- bók, þá fyrstu í tíu ár. Sú heitir Morn- ing in the Burned House og hefur nýverið komið út í Englandi. Að því er fram kemur í breskum blöðum eru viðfangsefni Atwood í nýju bókinni afar fjölbreytileg: hér ægir saman hugleiðingum um ver- aldlegan frama, kaldhæðnislegri umfjöllun um heimilislífið, röddum kvenna sem lifa ýmist í sögu manna eða guða og umfjöllun um dauða fóð- ur skáldkonunnar. Dapurlegur tíðarandi Margaret Atwood býr í Quebec- fylki í Kanada, á suðurtrönd St. Lawrence-fljótsins, og kanadíski vet- urinn er stundum í aðalhlutverki í ljóðum hennar. „Nú er miður maí og þegar ég horfi út um gluggann sé ég að það er enn skafrenningur fyrir utan,“ sagði hún í nýlegu blaðaviðtali. „Þetta er Kanada og það er nú eiginlegt frægt fyrir harða vetur." Hún bregst hins vegar hart við þeg- ar blaðamaðurinn spyr hvort dapur- leikinn virki hvetjandi á sköpunar- gáfu hennar: „Dapurleiki? Hversu mörg skáld þekkir þú?“ spyr hún á móti. „Eru þau þekkt fyrir að vera sí og æ tár- fellandi? Nei, ég býst ekki við því. Annars held ég að þetta hafi meira Margaret Atwood: fyrsta nýja Ijóða- bókin í áratug. Umsjón Elías Snæland Jónsson með tíðarandann að gera. Ef þú lest nú til dags ljóð eftir Shelley þá dettur þér í hug: þetta er brjálsjúkt skáld. Nema þá að hann hafi verið undir áhrifum! Það væri erfitt að yrkja með sama hætti núna. Það er ekki vegna dapurleika skáldanna heldur tíðar- andans. Fólk fer á fætur og hlustar á fréttirnar sem fjalla um stríð, hörmungar, Bosníu. Með það allt í huga er ég reyndar furðu glaðleg. Glaðlegri en ég hef rétt til að vera.“ Nornir og skáldkonur Atwood segir að gjarnan hði langur tími á milli ljóða hjá sér, en hún yrk- ir þau hins vegar mjög hratt. Formið er óbundið og ljóðin yfirleitt í lengra lagi. „Ég var einu sinni að semja stutt ljóð. Það var í lok níunda áratugar- ins. En þau urðu alltaf styttri og styttri og að lokum gekk það ekki upp,“ segir hún. Meðal þeirra kvenna sem birtast í nýjustu ljóðabók Atwood má nefna Helenu fógru, Kressídu og Mary Webster, bandaríska konu sem var sökuð um galdra en lifði það af að vera hengd upp í tré af æstum múg. Þegar blaðamaður nefnir það við Atwood að galdranornir hafi verið vinsælt viðfangsefni síðustu áratug- ina, þar á meðal í ljóðum sumra bandarískra skáldkvenna, svarar hún um hæl: „Þú ert að vísa til Anne Sexton, ekki satt? Og áður nefndir þú Sylvíu Plath. Þessir tveir höfundar frá sjö- unda áratugnum báru ábyrgð á þeirri skoðun að eina leiðin til að verða sönn skáldkona sé aö drepa sig. Það viðhorf ríkti lengi.“ Svo bætti hún við: „Hjá körlunum var þaö hins vegar drykkjuskapur- inn: það viðhorf kom frá Dylan Thomas.“ Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Soul Musíc. 2. John Grisham: The Chamber. 3. P.D. James- Original Sin. 4. Minette Walters: The Scold's Bridle. 5. Tom Willocks: Green Ríver Rising. 0. T. Clancy 8i S, Pieczenik: Tom Clancy's Op-Centre. 7. Allan Folsom: The Day after Tomorrow. 8. Peter Hoeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 9. Dick Francis: Wild Horses. 10. Frederick Forsyth: The Fist of God. Rit almenns eölis: 1. Stephen Hawking: A Brief History of Tíme. 2. Julian Barnes: Letters from London. 3. Jung Chang: Wild Swans, 4. Penelope Lively: Oleander, Jacaranda. 6. Steven Pinker: The Language Instinct. 6. Christina Noble; A Brídge across my Sorrows. 7. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love. 8. Margaret Thatcher: The Downing Street Years. 9. Andy McNab; Bravo Two Zero. 10. Stella Tillyard: Aristocrats. (Byggt á The Sundav Times) Danmörk 1. Jan Guillou: Ingen Mands land. 2. Jostein Gaarder: Sofies verden. 3. Jung Chang: Vilde svaner. 4. Knut Hamsun: Sult 5. Franz Kafka: Ameríka. 6. Albert Camus; Oen fremmede. 7. Bjarne Reuter: Johnny 8i The Hurricanes. (Byggt á Politiken Sondag) Vísindi Testósterón haft fyrir rangri sök hjá körlunum: Leyndardómur kyn- hvatarinnar fundinn Það er ekki testósterón sem stjórnar kynhvöt karlmanna, segja vísindamenn. Flúorinn í Pompeii Það er ekkert nýtt að flúor bjargi tönnum frá skemmdum. ítalskir vísindamenn hafa komist að því að íbúar borgarinnar Pom- peii, sem fór undir ösku þegar eldfjallið Vesúvíus gaus árið 79, voru meö furðugóöar tennur. „Aðeins 3,8 prósent þeirra 1275 tanna sem voru rannsakaöar reyndust vera skemmdar," sögðu vísindamennimir 1 þréfi til breska læknablaðsins Lancets. Það er mjög lág tíðni tann- skemmda, einkum þegar tekið er mið af því að mataræöi þessa fólks var fremur skemmdarhvetj- andi en hitt. Ástæðan er einfald- lega sú að i dryklíjarvatm Pora- peii var mikiö magn flúors. Nýgreining- araðferð Læknar í Kúveit hafa fúndið upp nýja og mun ódýrari aðferð til aö greina heilahimnubólgu en áður hefur þekkst. Aðferðin er fólgin í því aö dýfa ræmu úr efn- inu regens ofan í heila- og mænu- vökva. Þeir reyndu aðferð þessa á 234 börnum sem grunur lék á að væru með heilahimnubólgu og greindust öll tilfellin, aö fjórum undanskildum, meö þessari nýju aöferö. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Testósteróniö er það ekki, heilhn. Heldur næsti bær við. Vísindamenn hafa uppgötvað leyndardóminn á bak við kynhvöt karlmanna og í ljós kom að það er ekki hormónið testósterón, eins og allir héldu nú. Þess í stað leiddu rannsóknir þeirra í ljós náskyldan ættingja, eða dihydrotestósterón (DHT). Rannsóknirnar kynnu að varpa ljósi á ástæður krabbameins í blöðruhálskirtli, segja þeir. Christos Mantzoros og félagar hans við læknaskóla Harvard-háskóla fengu 92 gríska karlmenn á aldrinum átján til 22 ára til Uðs við sig í rann- sókninni. „Þátttakendumir voru beðnir um að tilgreina hversu oft í viku að með- altali þéir fengu kynferðislega full- nægingu næsta mánuð á undan," segir Mantzoros í grein sem hann skrifaði í breska læknablaðið. „Rjöldi fufinæginga á viku hefur sýnt sig að vera ein helsta mælistika á kynhegðun karla og hún er áreið- anleg." Þeir sem skýrðu frá fleiri fullnæg- ingum en hinir reyndust einnig vera með meira DHT í blóðinu. Mantzoros segir að líkaminn framleiði DHT úr testósteróni. „DHT er virka karlhormónið. Við geruin ráð fyrir aö getulausir karlar eða þeir sem hafa skerta kyngetu séu með lítið af DHT í blóðinu,“ segir Mantzoros. Hann gerir rannsóknir á krabba- meini í blöðruhálskirtli og segir að niðurstöðumar komi hugsanlega að notum þar. „Við vitum að menn sem eru iðnir við kynlifið, hafa marga rekkjunauta og þar fram eftir götunum, era í meiri hættu að fá krabbamein í blöðruhálskirtilinn," segir Mantzo- ros. „Við vitum ekki hvers vegna.“ Kenningar em hins vegar á lofti um að hormón komi þar við sögu. „Það er staðreynd að DHT veldur góðkynja stækkun blöðruhálskirtils- ins,“ segir hann. Þótt sú skoðun væri útbreidd með- al lækna að testósterón væri nátengt kynhvöt karla, hafði það aldrei verið rannsakað fyrr. Mantzoros segir að frekari rannsókna sé þörf. Letidýr sem lifði í sjónum Letidýrin eru þekktust fyrir að hanga uppi í tijám og hreyfa sig helst ekki spönn frá rassi. Svo hefur þó ekki alltaf veriö, því vís- indamenn skýrðu frá því fyrir skömmu að dýr þessi hefðu eitt sinn hamast í sjónum með sama fitónskraftmum og oturinn. Vísindamenn hafa grafið upp leifar sjávarletidýrs í suöurhluta Perú. Skepnan, sem liföí fyrir fimm milljónum ára, hafði aftur- fætur svipaða og oturinn eða bjórinn, eins og við þekkjum þá. Geitamjólk gegn krabba Starfsmöimum þandarísks lyfjarannsóknarfyrirtækis hefúr tekist að framleiða sérhæft mót- efni í geitamjólk sem ætlað er að nota í -baráttunni .gegn krabba- meini. Geitunum, sem framleiöa mjólkina, hefur verið breytt með genum úr mönnum til þess að þær geti framleitt prótín eins og mannskepnan í mjólk sinni. Geit- umar era innfluttar og era á býli í Massachusetts-fylM. Rannsóknarfyrirtækiö hefur þegar undirritaö samning við þijú lyfjafyrirtæki um aö fram- leiða mótefiú gegn krabbameini úr mjólkinni. Lyf sem gerð eru úr mótefnunum eru enn sem konúð er á tilraunastigi og allar prófanir á þeim era háöar eftir- hti. Geitumar framleiöa mun meíra af mótefnum en hægt er að gera með ræktun á tilraunastofum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.