Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 19 PV__________________________________Skák Minnið brást meistaranum - Kasparov tapaði tvisvar á minningarmótinu um dr. Euwe í Amsterdam Garrí Kasparov fór svo sannarlega glæsilega af stað á fjögurra manna minningarmótinu um dr. Max Euwe í Amsterdam. Garrí Kasparov fór svo sannarlega glæsilega af staö á fjögurra manna minningarmótinu um dr. Max Euwe í Amsterdam fyrr í mánuðinum. Sig- urskák hans gegn hollenska stór- meistaranum Piket, þar sem Kasp- arov beitt Evans-bragðinu foma í annað sinn á skákferli sínum, fór víða um heim og sömuleiðis dæmi- gerð „sikileysk" sókn gegn Búlgar- anum Topalov. Eftir jafntefli við Frakkann Lautier var Kasparov efst- ur að loknum fyrri hluta keppninn- ar. Þetta ætlaði að verða létt verk og löðurmannlegt. En nú snerust vopnin í höndum heimsmeistarans. í seinni hluta mótsins tókst honum aöeins að ná hálfum vinningi í þremur skákum! Svo virðist sem Kasparov hafi ekki gefið sér tíma í öllu amstrinu til þess að rifja upp rannsóknir sínar. í skák- unum við Piket og Lautier fór hann snemma út af sporinu eftir vel þekkta leikjaröð. Sjálfur kvaðst hann hafa átt unnið tafl mót Lautier en „gleymt" rannsóknum sínum. Þegar Kasparov var hér á ferð á dögunum kvartaði hann raunar und- an því erfiða lúutskipti skákmanns- ins að þurfa að leggja á minnið ólík- legustu byrjanaafbrigði og rann- sóknir. Hann sér fyrir sér skákmót framtíðarinnar, þar sem skákmeist- arinn kemur vopnaður diskettu, eða ferðatölvu sinni, og getur flett upp í byijanabanka sínum að vild. Þannig gefist meiri tími til þess að láta sköp- unargáfuna njóta sín, auk þess sem leikurinn jafnast milli tölvu og manns. Lautier varð efstur í Amsterdam, hlaut 4 v. úr 6 skákum. Kasparov varð að láta sér lynda 3,5 v., Topalov fékk 2,5 og Piket 2 v. Kasparov mætir Anand í haust í einvígi um meistaratitil PCA. Varla verður Kasparov búinn aö breyta reglunum fyrir þann tíma, svo að nú er vissara fyrir hann að setjast niður við eldhúsborðið og fara að rifja upp vinmngsleiðirnar. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Joel Lautier Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Bd3 Rffi 8. 0-0 Re5 9. h3 Bc5 10. Khl d6 11. f4 Red7 Þetta hefur Lautier undirbúið fyrir skákina, í stað 11. - Rc6? sem Anand reyndi gegn Kasparov í Tilburg 1991 og fékk herfilegustu útreið. Skák þeirra tefldist svona: 12. e5! Rxe5 13. fxe5 dxe5 14. Bb5 + ! axb5 15. Rdxb5 Dc6 16. Bxc5 Dxc5 17. Rd6+ Ke7 18. HxfB! gxf6 19. Rce4 Dd4 20. Dh5 og Anand réð ekki við sóknina. 12. a3 b5? Beint í gin ljónsins! 13. Bxb5! axb5 14. Rdxb5 Db6 15. Bxc5 dxc5 16. Rd6 + ? Á þessu augnabliki kvaðst Kasp- arov hafa „gleymt" rannsóknum sín- um. Að hans sögn er 16. e5! mun sterkara og raunar hélt Kasparov því fram eftir skákina aö eftir þann leik væri svörtu stöðunni ekki viðbjarg- andi. 16. - Ke7 17. Rxc8 Umsjón Jón L. Árnason Ef hins vegar núna 17. e5 á svartur svarið 17. - Ba6! 18. exf6+ RxfB og nú eru riddari á d6 og hrókur á fl í uppnámi. Svörtum tekst að losa um taflið með sigurstranglegri stöðu. 17. - Hhxc8 18. e5 Re8 19. Dh5 h6 Hvítur hefur nú ekki nægar bætur fyrir manninn. Þrátt fyrir góða til- burði tekst Kasparov ekki að bjarga taflinu. 20. Hael f5 21. Hf3 c4 22. g4 fxg4 23. Dxg4 Ha5 24. Re4 Dc6 25. Rd6 Rxd6 26. exd6+ Kf8 27. Hgl g5 28. Hg3 Hf5 29. Dh5 Rf6 30. Dxh6 + KÍ731. KglHg8 - Og Kasparov gafst upp. Jeroen Piket Svart: Garrí Kasparov Griinfelds-vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7. e4 Ra6 8. Be2 c5 9. d5 e6 10. 0-0 exd5 11. exd5 He8 12. Hdl Bf5 13. d6 h6 14. Bf4 Rd7 15. Hd2 Rb4 16. Db3 Be6 17. Bc4 Rb6 18. Bxe6 Hxe6 19. Ra4 Karpov lék 19. a3 gegn Kasparov í einvígi þeirra í SeviUa 1987 en óvænt svar Kasparovs, 19 - Rd3!, gaf svört- um undirtökin - ef 20. Hxd3 c4 og gafflar drottningu og hrók. 19. - He4 20. Bg3 Rc4? Mistök, eins og Piket tekst að sýna fram á. I # 11 ii A 1 A á «1*4 I & & ‘ H & & & u ABCDEFGH 21. Rxc5! Rxd2 22. Rxd2 He2 23. Dxb4 a5 24. Dxb7 Hxd2 25. d7 Hxb2 26. Dd5 Peðið á d7 er sem fleinn í holdi svarts. 26. - Hb5 27. Hdl Bf8 28. Bd6 Bxd6 29. Dxd6 Hab8 30. h3 Hbl 31. Hxbl Hxbl 32. Kh2 Þótt staðan hafi einfaldast er svart- ur ekki laus úr vandanum. Hann má sig hvergi hræra. 32. - Hb6 33. De5 Kf8 34. Dh8+ Ke7 35. De5+ Kf8 36. f4 h5 37. Dd5 h4? Svartur getur enn barist eftir 37. - Hb8 en nú er skammt til endalok- anna. 38. De5 g5 Eða 38. - Hb8 39. Dh8+ Ke7 40. Dxh4 Kd6 41. Rb7+ og vinnur. 39. Dh8+ Ke7 40. De5+ Kf8 41. fxg5 - Og Kasparov gaf, því að eftir 41. - Db8 42. Dxb8 + Hxb8 43. Rb7! tapast peðsendataflið. Meiming Ljóðrænn konsert- píanisti Edda Erlendsdóttir hélt einleikstónleika í Norræna húsinu sl. miðvikudag. Fjögur ár eru liðin síöan hún hélt hér einleikstónleika og hefur hróður hennar farið víða síðan, en nefna má að nýlega tók hún þá ákvörðun að Tórúist Áskell Másson einbeita sér að tónleikahaldi og upptökum sem einleikari. Edda er einn af útlögum okk- ar í tónlistinni sem byggt hafa upp sinn feril erlendis þótt hún hafi alltaf sótt okkur heim ööru hverju. Hún hefur verið kennari við Tónlistarháskólann í Lyon síðan 1983, en sagði þar upp stöðu sinni á síðasta ári til þess að geta einbeitt sér að ferli sem kon- sertpíanisti. Efnisskráin hófst á tveim rondó- um eftir Beethoven, op. 51. Strax var áber- andi mýkt hennar og falleg tónmyndun. Ör- lítið bar þó á of miklum pedal, einkum í fyrra rondóinu. Sex píanóverk op. 118 eftir Brahms komu næst. Kaflarnir eru: 1. Intermezzo, 2. Int- ermezzo, 3. Ballade, 4. Intermezzo, 5. Ro- manze, og 6. Intermezzo. Millispilin eru óvenjulega miklar tónsmíðar, oft tví- eða þrískiptar í formi og, eins og raunar svo oft hjá Brahms, með þykkum hljómum í neðra registri. Verkin voru öll ágætlega leikin af Eddu og Rómansan söng hjá henni sérlega fallega. Eftir hlé komu verk eftir Grieg, fyrst svíta op. 40, Frá tímum Holbergs. Verkið var einkar vel leikið. Þótt örlítið bæri á hnökrum í Prelúdíunni, var Sarabandan hljómmikil og syngjandi, Air-þátturinn mjög fallegur og Rigaudon-þátturinn lipurlega fluttur, Ga- vottan hefði að mati undirritaðs mátt vera leikin aðeins þurrar, með minni pedal, þótt vel væri annars gert. Tónleikunum lauk með Sjö ljóðrænum smálögum Griegs. Nöfn þáttanna eru lýsandi fyrir tónlistina, eru eins konar smáljóð í tón- um, en þeir eru: Arietta, Vals, Fiðrildi, Klukknahljómur, Kvöld á háfjöllum, Scherzo og Liðnir dagar. Skemmst er frá því að segja að þessi litlu ljóð lék Edda undurfagurlega, Edda Erlendsdóttir hélt einleikstónleika i Norræna húsinu sl. miðvikudag. af mikifli innlifun og algeru öryggi. Túlkun hennar var þannig að stundum glitraði á tónvefinn, í einu orði, heillandi. Édda er kannski ekki píanisti hinna miklu átaka, eða andstæðna, en nákvæmni, fafleg- um tón, syngjanda, skáldlegri túlkun og músíkaliteti býr hún ríkulega yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.