Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 46
54
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995
Fréttir
Svavar Jóhannsson, einn Konnaranna, bóndi í Litladal í Svínavatnshreppi, syngur hér einsöng með kórnum.
DV-mynd Þórhallur
Karlakór Bólstaðar-
hlíðarhrepps 70 ára
ÞórhaDur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Mikil afmælishátíð var haldin í fé-
lagsheimilinu Húnaveri laugardags-
kvöldið 13. maí sl. Þar var þess
minnst að um þessar mundir eru 70
ár liðin frá stofnun Karlakórs Ból-
staðarhlíðarhrepps sem er einn elsti
kór landsins og einn örfárra kóra
sem starfað hafa óslitið frá stofnun.
Rúmlega 200 manns sátu fagnaðinn.
Margir ungir menn hafa gengið til
liðs við kórinn á undanförnum árum
og ekki verður annað séð en eðlileg
+og nauðsynleg endumýjun eigi sér
staö.
Kórinn hyggur á útgáfu geisladisks
með lögum sínum og í haust er ráð-
gert að fara í ferðalag eitthvað út
fyrir landsteinana. Ekki hefur verið
ákveðið hvert verður haldið.
Bílstjorar hja Sleipni:
Óánægja með kynn-
ingu á miðlunartillögu
Nokkurrar óánægju gætir meðal
Sleipnismanna með kynningu for-
ystunnar á miðlunartillögu Ríkis-
sáttasemjara sem felld var í at-
kvæðagreiðslu meðal félagsmanna.
FuUyrt er að kynning forystunnar á
miðlunartillögunni hafi verið ófull-
nægjandi og jafnvel misvísandi.
Ágreiningurinn nær inn í raðir
samninganefnarinnar og hefur einn
maður sagt sig úr nefndinni vegna
þessa máls.
Útreikningar á miðlunartillögunni
leiða í ljós að byrjunarlaun bílstjóra
hefðu hækkað um tæplega 12 prósent
í upphafi og um tæplega 18 prósent
á samningstímabilinu. Eftir eins árs
starf hefðu hefðu laun bílstjóra
hækkað um rúmlega 15 prósent í
upphafi en samtals um rúmlega 20
prósent á samningstímanum. Aðrir
bílstjórar hefðu fengið svipaðar
hækkanir. Er þá tekið tillit til auka-
greiðslna sem jafngilda beinni launa-
hækkun, til dæmis greiðslna vegna
þrifa á einkennis- og vinnufatnaði.
Á það er einnig bent að í miðlunar-
tillögunni hafi verið gert ráð fyrir
niðurfellingu á ákvæðum um vinnu
bílstjóra utan hefðbundins vinnu-
tíma. Þetta hefur verið baráttumál
bílstjóra um langt árabil en ekki
fengist samþykkt af vinnuveitend-
um. Að samanlögðu telja ýmsir bíl-
stjórar að miðlunartillagan hafi ver-
ið ásættanleg enda hafi hún falið í
sér svipaðar kjarabætur og aörir
hafa fengið.
-kaa
Hundaeftirlitsmaður tók hundinn í sína vörslu. Honum hefur nú verið lógað.
DV-mynd Sveinn
Smáauglýsingar - Sími 563 2700 Þverholti 11
Hundur glefsaöi
fimm sinnum í and-
lit stúlkubarns
Til sölu Bronco ‘82, 8 cyl., 351,
sjálfskiptur, ekinn 40 þúsund á vél og
skiptingu, rauður, nýr blöndungur,
4,88 hlutfoll, no spin að aflan, 39” dekk,
mjög gott lakk o.m.fl. Verð 750 þúsund
staðgreitt. Upplýsingar í síma 93-
51459 eftir ki. 19.
Toyota double cab dísil, árg. ‘91, ekinn
80 þús. km, rauður, upphækkaður, ný
33" dekk o.fl. Gullfallegur bíll. Áth.
skipti á ódýrari. Verð ca 1.550 þús.
Bílasala Brynleifs, Keflavík, sími 92-
14888, á kvöldin sími 92-15131.
Gullmoli.
Toyota 4Runner ‘91, dökkgrænn, ekinn
53 þús. km, sjálfskiptur, topplúga, 31”
dekk, álfelgur, allt rafdrifið.
Athuga skipti. Uppl. í síma 565 8586.
Toyota 4Runner, árg. ‘86, til sölu, í
sérflokki, ekinn 67.990 mílur, kom á
götuna í ágúst ‘87, á nýlegum 33”
dekkjum, mikið yfirfarinn. Verð
1200-1230 þús. Upplýsingar í síma 557
9317.
Rocky EL II ‘87, lengri, breyttur fallegur
jeppi. ÖIl skipti á ódýrari ath. Verð 750
þús. Sími 98-23004 eða 98-21899.
Toyota Hilux extra cab, árg. ‘89,inn-
fluttur ‘91, ekinn 84 þús. mílur, verð
1.100 þúsund, skipti á ódýrari bíl, hjóli
eða sleða. Uppl. í síma 96-62406.
Toyota LandCruiser, árg. ‘87, highroof,
upphækkaður á 35” dekkjum. Verð 1,7
millj. Möguleg skipti. Upplýsingar í
síma 989-63101, 91-50992 og 91-
655209.
Ýmislegt
Greifatorfæran. íslandsmeistaramót í
torfæru verður haldið 27. maí kl. 13 í
landi Glerár fyrir ofan Akureyri.
Bílaklúbbur Ákureyrar.
0 Þjónusta
Hrein torg - fögur borg.
Málun - merking bifreiðastæða,
vélsópun gangstétta og stæða.
Merking: bílastæðalínur (gamlar línur
endurmerktar) Hjólastólamerking -
bannsvæði, stafir - sérmerkingar -
endurskin. Vegamál hf, Kaplahrauni
12, sími 565 1655, fax 565 1675.
Þriggja ára stúlka hlaut slæm bits-
ár í andlit þegar hundur glefsaði
fimm sinnum í andlit hennar í Foss-
vogi í fyrradag.
Stúlkan var ásamt jafnaldra sínum
og eldri dreng að gæla við hundinn,
sem öllu jöfnu er gæfur og góöur við
börn, er atvikið átti sér stað. Að sögn
móður stúlkunnar er stúlkan með
ljót bitsár í andliti en hún segir
lækna telja að hún muni ekki hljóta
varanlega skaða á augum og munni
og sárin muni ekki skilja eftir sig
teljandi ör.
Hundaeftirlitsmaður tók hundinn
í sína vörslu og hefur honum verið
lógað.
-pp
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A
VALOA PÉR SKAÐA!
Verkfall Sleipnismanna:
SBK hyggst
fjölga ferðum
Ægir Már Kárascm, DV, Suðumesjum:
„Við höfum fullt leyfi til að keyra
til og frá flugstöðinni. Þaö er ekkert
sem bannar okkur það. Ef verkfallið
leysist ekki á næstu dögum munum
við nýta okkar sérleyfi þar betur en
við höfum verið með 2-3 ferðir þang-
að á dag yfir sumarmánuðina. Síðan
er alveg klárt að bílunum verður
fjölgað strax eftir mánaðamótin. Þá
munum við breyta okkar ferðum til
og frá Reykjavík þannig að þær henti
flugfarþegum betur,“ segir Steindór
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sér-
leyfisbifreiða Keflavíkur, en bílstjór-
ar SBK eru ekki í verkfalli, þeir
vinna hjá sveitarfélaginu Keflavík-
Njarðvík-Hafnir.
Fyrirtækið hefur sérleyfi frá
Reykjavík um öll Suðumesin og flug-
stöðina á Keflavíkurflugvelli og ætl-
ar að hefja þar á fullu akstur til og
frá flugstöðinni á næstu dögum.
Kynnisferðir hafa flutt flugfarþeg-
ana milli flugstöðvarinnar og
Reykjavíkur en vegna verkfalls
Sleipnismanna liggja ferðir þangað
niðri.