Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 Dagur í lífi Geirs Sveinssonar landsliðsfyrirliða: Valinní úrvalslið Geir Sveinsson var valinn í úrvalslið HM og hampar hér viðurkenningu sinni. DV-mynd Brynjar Gauti Ég vaknaði frekar seint þennan sunnudagsmorgun, um hálfellefu, en ástæða þess var sú að við hjónin fór- um að borða á Hard Rock kvöldið áður ásamt öðrum landsliðsmönnum og mökum. Á eftir fórum við síðan á aðalskemmtistað HM-keppninnar, Kaffi Reykjavík. Maður fór því frek- ar seint að sofa. Ég byrjaði daginn á að fá mér Cheerios og kafíisopa. Kíkti í Mogg- ann en eiginkonan, Guðrún Helga Amarsdóttir, var ennþá sofandi og sonurinn, Arnar Sveinn, hafði sofiö hjá vini sínum. Ég var síðan að dóla mér fram til hálfeitt en þá hreiðraði ég um mig fyrir framan sjónvarpið tii að horfa á leikinn um þriðja til fjórða sætið, Þýskaland - Sviþjóð. Leikurinn var mjög góður en mér fannst verst hversu lélegir dómar- amir vora. Ég horfði á leikinn með miklum áhuga, hafði reyndar ætlað mér að fara inn í höll og sjá hann þar en nennti því svo ekki. Maður var í hægagangi fram eftir degi. Með fiðring í maganum Þegar leiknum lauk fórum við að sækja strákinn í pössun. Síöan voru aliir klæddir upp áður en haldið var í höllina til að horfa á úrslitaleikinn. Þegar við komum inn í Laugardals- höll fengum viö okkur Subway- samlokur enda hafði maður gleymt að borða. Síðan vora þær maulaðar meðan við horfðum á leikinn. Mér leist ekki eins vel á þennan leik og þann fyrri. Hann var ekki eins góður gæðalega séð þar sem munurinn var of mikill á liðunum. Ég reyndi að fylgjast rólegur með leiknum en var þó meö fiðring í maganum. Ég vissi aö ég ætti mögu- leika á að verða valinn í úrvalshð HM. Mér hafði verið tilkynnt það deginum áður og átti að fá endanlega að vita um þetta í lok úrslitaleiksins. Það var því nokkur spenningur í manni þar sem hugurinn var við þetta. Þegar um fimmtán mínútur vora eftir af leiknum kom Stefán Konráðs- son mótsstjóri og tilkynnti mér að ég hefði verið valinn og ætti að gera mig kláran í að taka á móti viður- kenningu vegna þess. Mér leið mun betur og gat fylgst rólegur með leikn- um til enda. Glæsileg viðurkenning Þegar leiknum var lokið fór ég bak- sviðs og klæddi mig í íslenska lands- liðsbúninginn en missti þá af verð- launaafhendingunni. Ég beið síðan eftir að verða kallaður upp og þaö var virkilega góð tilfinningin að ganga í salinn við öll þessi fagnaðar- læti. Þetta er glæsileg viðurkenning og ég var auðvitað mjög stoltur og glaður. Maöur hafði uppskorið eitt- hvað þó að gengi liðsins hefði ekkert verið of gott. Ætli klukkan hafi ekki veriö farin að nálgast hálfsex þegar við fórum út úr höllinni. Mér hafði verið færð- ur fallegur blómvöndur og ég ákvaö að gefa móður minni hann með þakk- læti fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur í tengslum við handbolt- ann. Hún á ekki lítinn þátt í þessu. Mamma tók á móti okkur brosandi enda hafði hún verið að fylgjast með í sjónvarpinu. Hún bauð upp á kaffi og við sátum þar í klukkutíma. Vel heppnað lokahóf Þá var strákurinn skilinn eftir hjá ömmu sinni því viö Guðrún vorum á leið í lokahóf keppninnar. Við drif- um okkur því heim til aö skipta um föt en við áttum að vera mætt út á Hótel Sögu klukkan átta. Það var mjög vel heppnað kvöld. Erlendu lið- in, sem enn vora á landinu, vora þarna með okkur en því miður þurftu heimsmeistaramir að yfirgefa veisluna áður en þeir fengu aðalrétt- inn þar sem flugvélin beið eftir þeim. - En áður en þeir fóru sungu Diddú og Bergþór Pálsson fyrir þá á frönsku og þeir vora hylltir margoft. Al- mennt tókst þetta mjög vel, menn vora kátir en jafnframt þreyttir. Maður heyrði mörg andvörpin frá þeim sem höfðu staðið í öllum undir- búningnum, það var viss léttir að keppninni væri lokið en samt al- menn ánægja með hvemig til tókst. Útlendingar héldu ræður og lýstu yfir mikilli ánægju með keppnina, hún væri íslendingum til sóma. Við sátum í góðu yfirlæti á Mímis- bar fram eftir nóttu en þá bauð Siggi Sveins okkur ásamt fleira fólki heim til sín. Klukkan var orðinn sex þegar maður hélt heim á leið í morgunsól- inni - heimsmeistarakeppninni var lokiö. Finnur þú fimm breytingar? 311 Ef ég væri gæddur öllum þessum hæfileikum sem þú lýsir eftir hefði ég kvænst einhverri annarri. Nafn:. Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundraðustu og níundu getraun reyndust vera: 1. Vilborg Þ. Skúladóttir 2. Karen Ósk Birgisdóttir Eyrargötu la Löngumýri 16 820 Eyrarbakka 210 Garöabæ Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau meö krossi á myndinni tii hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími, aö verðmæti kr. 4.950, frá Hljómbæ, HverOsgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvaisbækur. Bækumar, sem era í verð- laun heita: Líki ofaukið og Bláhjálmur, úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, að verð- mæti kr. 1.790. Bækurnar era gefhar út af Frjálsri fjölmiölun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm brcytingar? 311 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.