Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995
Fréttir
Bæjarstjóm Hafnarflarðar skemmti sér á kostnað bæjarbúa í Noregi:
Flugf ar og dagpening-
ar fyrir 700 þúsund
aðeins þrír bæjarfulltrúar vom formlega boðnir á vinabæjamótið
Bæjarsjóöur Hafnaríjarðar greiddi
ferðir og uppihald fyrir átta bæjar-
fulltrúa og einn embættismann og
maka þeirra á vinabæjamót í Bærum
í Noregi í síðustu viku þó að aöeins
þremur bæjarfulltrúum væri form-
lega boðið. Kostnaður bæjarins við
ferðalagið nemur að minnsta kosti
röskum 700 þúsundum króna, þar af
kostar flugfar sex ferðalanga og
maka þeirra lágmark 330 þúsund
krónur miðað viö lágmarksverð.
Bærinn greiddi alls rúm 424 þúsund
í dagpeninga eða 47 þúsund krónur
á dag í þrjá daga en makarnir fengu
enga vasapeninga að þessu sinni.
Hafníirsku bæjarfulltrúarnir
héldu í skemmtiferð á vinabæjamót
í Noregi, sem stóð frá fimmtudegi til
sunnudags í síðustu viku, skömmu
eftir að slitnaði upp úr meirihluta-
samstarfi Alþýðubandalags og Sjálf-
stæðisflokks í byrjun síðustu viku.
Valgerður Sigurðardóttir, staögeng-
ill oddvita Sjálfstæðisflokks, kom til
baka strax á sunnudag. Alþýðu-
flokksmennimir fóru ásamt Jóhanni
G. Bergþórssyni bæjarfulltrúa áfram
til Kaupmannahafnar en Magpús
Jón Árnason bæjarstjóri og Gunnar
Rafn Sigurbjörnsson bæjarritari fóru
hins vegar til Cuxhaven ásamt mök-
um sínum. '
„Þetta var mjög gaman og við feng-
um ágætt veður. Við sáum frábært
leikrit sem íslenskir krakkar tóku
þátt í á eyju í Noregi," segir Valgerð-
ur- Sigurðardóttir bæjarfulltrúi.
Athygli vekur að Magnús Gunnars-
son, forseti bæjarráðs, Lúðvík Geirs-
son bæjarfulltrúi og Ellert Borgar Þor-
valdsson, forseti bæjarsljómar, fóm
ekki i ferðina. Skyldi einhver sérstök
ástæða Uggja þar að baki?
„Ég hef farið í eina svona ferð á
vinabæjamót sem var farin fyrir íjór-
um árum og þá vorum við þrír sem
fórum. Ég hef ekki farið í neina ferð
á þessu kjörtímabili. Þetta er bara
ákvörðun sem ég tók. Ég ætlaði ekki
í þessa ferð. Restina á ég við sjálfan
mig - ekki DV,“ segir Ellert Borgar
Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar.
-GHS
Stuttar fréttir
Fyrsta lánið fullgreitt
Þau tímamót urðu í gær að
Norræni íjárfestingarbankinn
fékk síðustu greiðslu Jámblendi-
félagsins upp i fyrsta lán sem
bankinn veitti við stofnun 1976.
Lagasetningílagi
Aiþjóða vinnumálastofhunin
telur að réttlætanlegt hafi verið
að ljúka Herjólfsdeiluimi með
lagasetningu. Skv. RÚV eru
stjómvöld þó gagnrýnd fyrir tvo
þætti laganna.
Verðlaun í boði
Umhverfisverðlaun Norður-
landaráðs verða veítt í fyrsta sinn
í ár, alls um 4 railljónir. Verðlaun-
in em fyrir þekkingu og árvekni
á sviöi náttúruverndar og um-
hverfismála. Umsóknir þurfa að
berast ráðinu fyrir 15. ágúst.
Guðmundur skipaður
Menntamálaráðherra hefur
ákveðið að skipa Guðmund R.
Sighvatsson í stöðu skólasfjóra
við Austurbæjarskóla. RÚV
greindi frá þessu.
Nýr framkvæmdastjóri
Ingi Bjömsson hefur verið ráð-
irm framkvæmdastjóri Slipp-
stöðvarinnar Odda á Akureyri.
Ingi hefur sl ár verið fram-
kvæmdastjóri Meklenburger
Hochseeficherei í Þýskalandi.
Íslandí17„sæti
íslendingar voru í gærkvöld í
17. sæti í opnum flokki á EM í
bridge og í 6. sæti í kvennaflokki.
Hærra lánshlutfali
Félagsmálaráðherra hefur gefið
út reglugerð sem heimilar hækk-
un á lánshiutfalli í húsbréfakerf-
inu vegna fyrstu íbúðar. Láns-
hlutfallið má nema allt að 70%
kaupverös. Lánþegi telst vera
kaupa sína fyrstu Ibúð ef hann
hefur ekki átt íbúð eða hluta úr
íböð sl. 3 ár.
Samningur undinritaður
Borgarstjórinn undirritaöi í
vikunni samning viö Golfklúbb
Reykjavíkur um breytingar á fyr-
irhuguðum golfvelli við Korp-
úlfsstaöi. Áætlað er aö lúkning
goifvallargerðarinnar kosti 53
milljónir.
Skiptum forseta
Á fundi bæjarstjómar Mosfells-
bæjar í vikunni tók Jónas Sig-
urðsson, oddviti Aiþýðubanda-
lagsins, við sæti forseta bæjar-
stjómar af Þresti Karlssyni, odd-
vita Framsóknarflokks. Flokk-
amir mynda saman meirihluta í
bæjarstjóm.
Einar Beckmann á skrifstofu fyrirtækis síns í Melbourne í Astralíu, Prolog Technoiogy.
íslendingur 1 Ástralíu les DV á Intemetinu samdægurs:
DV skarar fram úr öðrum
dagblöðum á Intemetinu
segir Einar Beckmann sem búið hefur í Melboume 130 ár
„Þessi Internet-þjónusta DV hent-
ar mér mjög vel þar sem ég get nú
lesið á hveijum morgni fréttir og
annað sem gerðist daginn áður á Is-
landi,“ segir Einar Beckmann í
Melboume í Ástralíu en hann er einn
af áskrifendum DV á Intemetinu um
Upplýsingaheima Skýrr.
Einar segir þaö sérstaklega
skemmtilegt að geta fengið DV til
Ástralíu í gegnum Internetið. „Hér
eru allar fréttir frá Fróni af mjög
skomum skammti og allt fréttnæmt
að heiman því vel þegið."
Einar hefur nokkra reynslu af
notkun Internetsins og hefur kynnst
efni nokkurra annarra dagblaða á
netinu. Hann segir DV skara fram úr.
„DV skarar fram úr hvað varðar
úrval af efni og öll uppsetning á síð-
unum er til fyrirmyndar. Það er rnjög
auðvelt að velja hvaða efni maöur
vill lesa þótt flest sé lesið hjá mér,
jafnvel auglýsingarnar," segir Einar.
Einar fluttist til Melbourne árið
1965 eða fyrir 30 ámm. Hann rekur
þar sitt eigið tölvufyrirtæki, Prolog
Technology, sem sérhæfir sig í hug-
búnaði og vélbúnaði fyrir tímaskrán-
ingarkerfi. Hann flytur m.a. inn til
Ástralíu tímaskráningarkerfi Hugs
hf. í Kópavogi.
Einar vildi að lokum geta póstfangs
hans á Internetinu, svona fyrir ætt-
ingja og vini sem áhuga hafa á að
komast í samband við hann. Póst-
fangið er:
einar* werple.mira.net.au
-bjb
Hvammstangi:
Rækjumjölsverksmiðja gangsett
Þórhatlur Asmundsson, DV, Sauðárkxóki:
Rækjurnjölsverksmiðja var gang-
sett á Hvammstanga sl. fóstudag.
Þrjú sveitarfélög á Norðurlandi
vestra og þijár rækjuverksmiðjur
eru eignaraðfiar að verksmiðjunni
og einnig hefur verið fengin til sam-
starfs Laxá hf., fóðurblöndunarverk-
smiðja á Akureyri.
Vélamar í rækjumjölsverksmiðj-
unni eru að hluta til úr sams konar
verksmiðju sem starfrækt var um
árabil á Hvammstanga og hafa þær
verið endumýjaöar.
„Þetta er stærra og stöðugra fyrir-
tæki og þaö sem mestu munar er aö
hráefnisöflun er tryggari en áður.
Við fáum hráefni frá þremur verk-
smiöjum, Meleyri, Særúnu og Dög-
un, og vonandi kemur Hólanes á
Skagaströnd inn líka,“ sagði Karl
Sigurgeirsson framkvæmdastjóri.
Reiknað er með aö verksmiðjan
veiti 3-4 stöðugildi. Verksmiðjustjóri
er Ragnar Stefánsson.
Hestaíþróttir:
Fjórir nýliðar
ílandsliðs-
hópnum
Landslið ísiands i hestaíþrótt-
um hefur verið valiö. Fimm
knapar vom valdir eftir sérstök-
um lykli, tveir af landsliðsein-
völdum, Pétri J. Hákonarsyni og
Sigurði Sæmundssyni, og auk
þess á Hinrik Bragason keppnis-
rétt á Eitli sem fráfarandi heims-
meistari í 250 metra skeiöi.
Sigurbjörn Bárðarson á einnig
keppnisrétt sem fyrrverandi
heimsmeistari á Höföa, en líklegt
að hann keppi á Oddi í fiórgangs-
greinunum, en hann vann sér
sæti í landshðinu sem sigurveg-
ari fýrir samanlagðar þrjár grein-
ar.
Aðrir landsliðsmenn eru:
Sveinn Jónsson á Tenór fyrir sig-
ur í tölti, Einar Ö. Magnússon á
Mekki fyrir sigur í fimmgangi,
Gísli G. Gylfason á Kappa fyrir
sigur í íjórgangi og Sigurður
Mariníusson á Erli fyrir sigur í
250 metra skeiði.
Landsliðseinvaldamir völdu
Atla Guðmundsson á Hnokka og
Vigni Jónasson á Kolskegg. Fjór-
ir nýliðar eru í landsliðinu:
Sveinn, Gísli Geir, Sigurður og
Vignir. Auk þess voru valdir tveir
varaknapar, Sigurður Matthías-
son með Hugin og Vignir Sig-
geirsson með Þyril. Allir knap-
amir eru þrautreyndir og hestar
þeirra traustir. Landsliöskeppn-
ishestar hafa veriö að eldast und-
anfarin ár og þeir eru í flestum
tuvikum með meira öryggi en
aður, reynslu og úthald. -E.J.
Félagsmálanefnd:
Skýrsla Ríkis-
endurskod-
unarum
Brunamála-
stofnun rædd
,3g hef kallað félagsmálanefnd
Alþingis saman til fundar næst-
komandi mánudag þar sem
skyrsla Ríkisendurskoðunar um
Brunamálastofnun veröur tekin
fyrir, sagöi Kristín Ástgeirsdótt-
ír, Þingkona Kvennalista, en hún
er formaður félagsmálanefndar
Alþingis.
Hún sagðist hafa áhuga fyrir
því að nefhdin færi vel ofan í
þetta mál sem virðist lama starf-
semi Brunamálastofnunar.