Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995
Sérstæð sakamál
Hið tvöfalda
líf úrsmiðsins
Það var þoka við og á svissneska
íjallavatninu þetta síðdegi, og það
kom sér vel fyrir manninn sem
reri út á það. Hann var í þann veg-
inn að gera það sem enginn mátti
sjá. Á botni bátsins lágu nokkrir
svartir plastpokar og þeir höfðu að
geyma sundurhlutaðar líkamsleif-
ar konunnar sem hann var nýbú-
inn að ráða af dögum.
Um hríð reri maðurinn þegjandi
í átt að dýpsta hluta vatnsins. Á
meðan sóttu að honum hugsanir
um það sem gerst hafði frá því
hann skiidi við konu sína og gekk
aftur í hjónaband. íhugull maður
hefði mátt sjá fyrir að til vandræöa
kæmi, því hve margir eru það sem
skilja viö konu sína til þess að eiga
hana síðan fyrir ástkonu? En nú
var hún öll, eiginkonan fyrrver-
andi og ástkonan, og á leiö með að
hverfa í djúpið um aldur og ævi.
Maðurinn svipaðist um til að
vera viss um að þokan veitti hon-
um það skjól sem hann þurfti á að
halda. Svo var. Hann lagði árarnar
í bátinn og tók að kasta svörtu pok-
unum í vatnið. Þeir sukku hægt.
Nokkru eftir að sá síðasti var horf-
inn sjónum hans setti hann aftur
út árarnar og reri til lands.
Ábakaleiðinni
Maðurinn lagði bátnum þar sem
hann hafði tekið hann og gekk frá
honum þannig aö enginn yrði þess
var að hann hafði verið hreyfður.
Síðan leit hann aftur út á vatnið og
í kringum sig. Þokan var þétt sem
fyrr og honum var ljóst aö hann
hefði ekki getað fengið betri dag til
þess aö gera það sem hann hafði
nú gert.
Svissneski úrsmiðurinn Claud
Pinochet varpaði öndinni léttar.
Hann hafði unnið háskaverk. En
það myndi létta af honum byrðum.
Nú yrði hann ekki lengur milli
tveggja elda og þyrfti ekki að óttast
að upp um hann kæmist, þannig
að enn á ný kæmi til hjónaskilnað-
ar og ef til fullra slita við báðar
konumar sem höfðu skipt hann
svo miklu í lífinu.
Pinochet bretti upp kragann,
gekk fram hjá vinnuskúrnum rétt
ofan við vatnið, inn í skóginn og
að bílastæðinu þar sem hann hafði
skilið bílinn sinn eftir. Á leiðinni
hitti hann engan og burt ók hann
óséður. Aftur andvarpaði hann.
Hafði honum tekist að fremja morð
af þeirri nákvæmni sem einkennir
dagleg störf svissnesks úrsmiðs?
Hann brosti eilítið í kampinn. Já,
það benti allt til þess að honum
hefði tekist að ganga frá öllu svo
ekki kæmist upp um hann. Hann
rétti úr bakinu þar sem hann sat
undir stýri.
Forsagan
Claud Pinochet bjó í þorpinu
Boudry. Nokkram árum áður en
þetta gerðist hafði hann skihð við
konu sína, Claire, og kvænst yngri
konu, Dagmar. Hún bjó í Nieder-
wald, þar sem hún rak veitinga-
hús, og þar var Pinochet um helg-
ar. Ýmsum í Boudry fannst þetta
einkennilegt fyrirkomulag, þar eð
þeim var ljóst að hann stóð en í
ástarsambandi við Claire. í raun
var hún ástkona hans.
Þeir sem um leyndarmálið vissu
skröfuðu oft um þetta tvöfalda líf
úrsmiðsins. Og það jók á undrun
þeirra að Claire þótti ekki sérstak-
lega lagleg kona og hafði jafnvel á
sér orð fyrir að vera stundum illa
til höfð. Samt var eins og hún heföi
eitthvert undarlegt vald yfir Pino-
chet og töldu sumir aö það tengdist
ástarlífl þeirra.
Tveimur dögum eftir að Pinochet
kastaöi pokunum í vatnið var til-
kynnt um hvarf Claire. Það voru
grannar hennar sem höfðu sam-
band við lögregluna, en þeir vora
þá orðnir órólegir. Næstu daga
gerðist ekkert og lögreglan varð
einskis vísari. En þá var tilkynnt
um óhugnanlegan líkfund. Upp
höfðu flotið í fjallavatninu pokarn-
ir meö líkamsleifum Claire.
Fjarvistarsönnimin
Pinochet hafði gert mistök þegar
hann kastaði plastpokunum í valn-
ið. Hann hafði gleymt að gera göt
á þá. Þegar líkamsleifamar fóra að
rotna fylltust pokamir af gasi og
flutu upp.
Það reyndist létt að ganga úr
skugga um af hverjum líkhlutarnir
vora. Meðal annars gat tannlæknir
Claire Pinochet staðfest að um
hana væri að ræða.
Lögreglan fékk brátt að heyra um
hiö tvöfalda líf Pinochets og því var
hann tekinn til yfirheyrslu. En hún
stóð ekki ýkja lengi því hann virt-
ist hafa óhagganlega fjarvistar-
sönnun. Að vísu viðurkenndi hann
að hafa verið hjá Claire nóttina
fyrir daginn sem hún hvarf, en
hann sagði hana hafa verið bráðlif-
andi þegar hann hefði yfirgefið
hana og haldið til vinnu með lest.
Rætt var viö lestarstarfsmenn og
gátu þeir staðfest að hann hefði
verið einn farþeganna.
Pinochet vísaði á stimpilklukku
úraverksmiðjunnar. Hún sýndi að
hann hafði komið til vinnu klukk-
an hálfsjö um morguninn og hafði
stimplað sig út klukkan sex. Þetta
var á föstudegi.
Önnur staöfesting
Pinochet hélt venju sinni þessa
helgi eins og aðrar. Að lokinni
vinnu á fóstudeginum hélt hann til
Niederwald til þess að vera með
konu sinni, Dagmar. Ýmsir gesta á
veitingahúsinu gátu staðfest dvöl
hans þar.
Kurt Kipfel rannsóknarlögreglu-
fulltrúa var ljóst að hann var kom-
inn í vanda með rannsókn málsins.
Hann var enginn nýliði, og eins og
stundum áður fannst honum ein-
kennilegt hve óhagganleg fjarvist-
arsönnun Pinochets virtist vera.
Það var næstum því eins og hún
væri of fullkomin. Kipfel grunaði
Pinochet, enda var hann sá eini
sem vitað var um sem haft hafði
ástæðu til að ráða fyrrum eigin-
konu sína af dögum. Virtist ekki
hægt að bera brigður á að Claire
hefði verið á lífi þegar Pinochet
yfirgaf hana á fóstudagsmorgnin-
um.
Það vakti hins vegar athygli Kip-
fels að enginn virtist hafa séð
Claire á lífi allan fostudaginn. Eng-
inn nágrapna hennar kvaöst hafa
séð hana. Nú ákvað Kipfel að
kanna hvort Pinochet hefði í raun
verið í vinnunni aUan fóstudaginn.
Lögreglufulltrúinn ræddi við hlið-
vörð verksmiðjunnar. Hann lét sér
þau orö um munn fara sem styrktu
enn þann grun Kipfels að fjarvist-
arsönnunin væri fölsuð.
Játningin
Hliðvörðurinn sagði: „Stimpil-
klukkan og kortin eru engin sönn-
un fyrir neinu. Fólk stimplar sig
inn þegar það kemur á morgnana
og þegar þegar það fer undir kvöld.
En það er engin sönnun fyrir því
að það hafi verið í verksmiðjunni
aUan daginn. Það er enginn vandi
að læðast út og heimsækja kær-
ustuna eða fara á veitingahús. Fólk
hefur komist fram hjá kerfinu á
margan hátt.“
Enn á ný var Pinochet tekinn til
yfirheyrslu. Var hann nú sakaður
um að hafa farið úr vinnunni um-
ræddan fóstudag. Eftir nokkurt þóf
yppti hann öxlum. „Já,“ sagði
hann. „Það var einmitt það sem ég
gerði. Ég fór óséður úr verksmiðj-
unni um bakdyr til þess að hitta
fyrri konu mína. Við fórum í öku-
ferð út í skóg. Svo fórum við niður
að vatninu."
Pinochet skýrði nú frá því að á
leiðinni hefði Claire enn einu sinni
krafist þess að hann skildi við
Dagmar og gengi aftur að eiga sig.
Þessa kröfu sagði úrsmiðurinn
hafa verið sér mjög á móti skapi.
Kvaðst hann hafa sagt að ekki
stæði tU að hann skildi við Dag-
mar. Þá hefði Claire hótað því að
segja henni frá því að hann stæði
enn í ástarsambandi við sig, fyrr-
verandi eiginkonu sína.
„Við fórum aö rífast," sagði
Pinochet, „og brátt kom til átaka.
Allt í einu var mér ljóst að ég hafði
kyrkt hana.“
„Lausnin"
Um hríö sagðist Pinochet hafa
horft á líkið af konu sinni fyrrver-
andi, án þess að vita hvað hann
ætti að gera. Þá hefði honum
skyndilega Jundist hann verða aö
losna við þaðan tafar. Fyrsta lausn
sem sér hefði komið í hug hefði
veriö að kasta því í vatniö, en á
bakka þess hefði hann svo séð
vinnuskúr og í honum hefðu verið
alls kyns verkfæri. Þá hefði hann
minnst þess að vera með svarta
plastpoka í farangursgeymslu bíls
síns.
Hann sagðist nú hafa tekið exi í
skúrnum og hlutað líkiö í sundur.
Hlutana heföi hann síðan sett í
pokana, sem hann heföi borið,
hvern af öðrum, út í bát sem bund-
inn var við litla bryggju.
Pinochet lýsti nú hugsunum sin-
um meðan hann reri út á vatnið
og því hve feginn hann hafði verið
að njóta skjólsins sem þokan veitti
honum.
Málalok
Þegar í land kom sagðist Pinochet
hafa haldiö beint aftur til vinnu.
Óséður hefði hann komist inn um
bakdyrnar. Hundruð annarra
starfsmanna hefðu verið við vinnu
og enginn hefði virst hafa tekið eft-
ir því að hann hafði verið fjarver-
andi klukkustundum saman.
Claud Pinochet var leiddur fyrir
sakadóm í Bern, höfuðborg Sviss.
Höfðu ýmsir á orði að heföi úrmsiö-
urinn verið eilítið betur aö sér og
gert göt á pokana hefði líkið ef til
vill aldrei fundist og hann sloppið.
En það sem heföi hugsanlega getað
orðið fullkomið morð leiddi til þess
að Claud Pinochet fékk tuttugu ára
fangelsisdóm.
Síðustu orð hins dæmda á leið
úr réttarsalnum vöktu' nokkra at-
hygli og ekki að ófyrirsynju. „Ég
ætla aö vona að það sé sæmilega
hreint í fangelsinu," sagði hann,
„því annars hugsa ég líklega of
mikið um Claire. Hún var svo oft
illa til höfð.“ En vera má að Pino-
chet hafi lítt íhugað þaö sem hann
lét sér um mun fara, rétt eftir aö
vera búinn að fá fangelsisdóminn.