Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Síða 34
42 LAUGARDAGUR 24. JUNI 1995 Fréttaljósmyndasýningin World Press Photo '94 hefst í Kringlunni 16. september: Hutu-maður sem misþyrmt var af félögum sínum - stríðið og flóttamannabúðimar í Rúanda verkefni ljósmyndarans James Nachtweys World Press Photo hefur verið við lýöi frá því á árinu 1955. Bakhjarlinn er styrktarsjóður sem hefur það að markmiði að verðlauna bestu frétta- myndir hvers árs. Höfuðstöðvarnar eru í Hollandi, þar sem hið endanlega val fer fram, en verðlaunaféð kemur frá styrktaraðilum víða um lönd. Skemmtilegustu sumarmyndirnar Á sama tíma og bestu fréttaljós- myndir heims hanga í Kringlunni verða einnig til sýnis verðlauna- myndimar í sumarmyndasam- keppni DV og Kodak umboðsins. Sjö verðlaunamyndir úr þeirri sam- keppni verða stækkaðar hjá Kodak umboðinu af því tilefni og verða á sýningunni í Kringlunni. -ÍS Togstreita milli þjóðarbrota Hutu- og Tutsi-manna í Rúanda hefur verið við lýði í áratugi. í apríl á síðasta ári fórst forseti landsins, Habyarimana, í flugslysi og sá atburöur var neistinn sem tendraði bálið. Hutu-meirihlut- inn í landinu gekk berserksgang gegn Tutsi-þjóðflokknum sem var í minnihluta og myrti hundruð þús- unda. Tutsi-þjóðflokkurinn flúði suöur á bóginn úr landinu í flóttamannabúð- ir við Saír og þar eru enn yfir ein milljón manna. Fréttaljósmynd árs- ins er af manni af Hutu-ættflokki. Félagar hans misþyrmdu honum illi- lega fyrir að neita að taka þátt í of- beldisverkum gegn fólki af Tutsi- þjóðflokknum. Þessi mynd og aðrar verðlaunaöar fréttaljósmyndir verða til sýnis á sýningunni World Press Photo sem hefst í Kringlunni laugardaginn 16. september og stendur til 2. október. Fleiri myndir verðlaunaðar Sýningunni World Press Photo er skipt í flokka og veitt eru verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar í hverj- um flokki. Þessir flokkar eru: frétta- myndir af atburðum, almennar fréttamyndir, fólk í fréttum, íþróttir, tækni og vísindi, listir, náttúra og umhverfl og daglegt líf. DV, Kringlan og Kodak umboðið standa saman að sýningunni hér á landi sem verður í Kringlunni, þriðja árið í röð. Kringlan er sérlega góður sýningarstaður sem tryggir það að margir geta séð þessa sýningu. Myndirnar sem valdar voru til verðlauna voru yfir 30.000 talsins, teknar af 2.997 ljósmyndurum frá 97 þjóðlöndum. Sérstök nefnd, skipuö 9 dómendum frá 9 þjóðlöndum, kom saman í febrúar í byrjun þessa árs til þessa erfiða verkefnis. Sýningin WSi Fréttaijósmynd ársins, Hutu-maöur frá Rúanda sem misþyrmt var af félögum sinum vegna þess að hann neitaði að taka þátt í misþyrmingum á fólki af Tutsi-þjóöflokknum. Myndina tók einn þekktasti Ijósmyndari heims, James Nachtwey sem starfar hjá Time Magazine í New York. Þessi mynd fékk fyrstu verðlaun i flokki almennra fréttaljósmynda. Hún er tekin af Carol Guzy hjá Washington Post af fórnarlambi ógnaraldarinnar á Haítí þar sem mannvig voru daglegt brauð. Bandaríski Ijósmyndarinn James Allan Nachtwey: Getnrekki hugsað sér annað starf „Ég hef veriö svo heppinn að vinna hjá fyrirtæki sem hefur fuO- an skilning á markmiðum mínum og þeirri þörf sem knýr mig áfram í starfi. Þeir hafa ekki einungis leyft mér að birta allar þær sögur sem ég vil segja með myndum min- um, heldur hafa einnig hvatt mig til verka,“ segir James Allan Nachtwey, Ijósmyndari hjá Time i New York. . Nachtwey hlaut World Press Photo verðlaunin fy rir bestu frétta- mynd ársins, árið 1994. Hann er fæddur í Syracuse í New York árið 1948 og stundaði nám í listum og stjórnmálafræði áður en hann ákvað að sjálimennta sig í ljós- myndun. Nachtwey er sefmilega frægasti ljósmyndari heims í dag. Hann hefur fimm sinnum fengið veðlaunin „Magazine Photograp- her of the Year og þrisvar sinnum „Capa Gold Medal“ en þau eru með virtustu verðlaunum sem Ijós- myndurum hlotnast. Nachtwey hefur einu sinni áður fengið World Press Photo verðlaunin fyrir bestu fréttaljósmynd ársins. Aðspurður að því hvað hann gæti hugsað sér að starfa við eftir 20 ár sagði Nachtwey „Ég get ekki hugsað mér sjálfan mig í öðru starfl en við fréttaljósmyndun." James Allan Nachtwey, Ijósmyndarl hjá Time í New York,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.