Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Qupperneq 10
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 En hann segir jafnframt tímann frá því að hann hætti í leikhúsinu hafa verið ótrúlega viðburðaríkan og uppbyggilegan, bæði í skólanum og starfinu. „Það var líka mjög skemmtilegt að dóttir mín og sonur voru á sama tíma og ég í skólanum. Dóttir mín útskrifaðist reyndar fyrir rúmu ári en sonur minn útskrifast væntan- lega í haust." 1 verklega náminu vann Jón á fjórum ólíkum sjúkradeildum í alls eitt ár. Hann var þá á nemalaunum og þótti skrítið, kominn á fimmt- ugsaldur. Síðasta vetur vann hann með skólanum á skurðdeild á Borg- arspítalanum. „Það er fyrst núna hér í Danmörku sem ég er að vinna - fyrir mér sem sjúkraliði á fullum launum." Vildi ekki missa af þessum kapítula Jón segir konu sína, sem er að- stoðardeildarstjóri á Borgarspítal- anum, lengi hafa langað að prófa að vinna á dönsku sjúkrahúsi og kynnast viðhorfum til hjúkrunar þar. „Konan mín fór á undan mér Siðasta tilulverk Jóns á sviði Þjóflleikhússins var i Nælurgalanunt Með honum á myndinni eru Kristbiöfg Kjelrfpg Þóriiallur SlgurðswirL Brynjar Qautl “prtSS'°S SrTvo SSS JónGunnarsson leikari gerðist sjúkraliði erhann var rekinnfrá Þjóöleikhúsinu: Margt sameiginlegt með starfi leikara og sjúkraliða Fyrir fjórum árum var Jón Gunnarsson leikari rekinn frá Þjóðleikhúsinu ásamt hópi af sam- starfsfólki sínu. Nú er hann nýút- skrifaður sjúkraliði og starfar á Bispebjerg sjúkrahúsinu í Kaup- mannahöfn fram í ágúst. „Ég var rúmlega fertugur þegar mér var sagt upp. Maður örvinglast auðvitað. Það hrynur raunveru- lega *dlt í kringum mann. Maður er óttalega lítill karl þegar maöur gengur í gegnum svona,“ segir Jón en leggur um leið áherslu á að það sé hægt að söðla um. Hann tekur þaö einnig fram að hann hafi átt góða að sem stöppuðu í hann stál- inu. Jón kveðst hafa áttaö sig á það væri kominn vendipunktur í líf hans. „Ég var náttúrlega bara með leiklistarskólapróf og þaö er ekki mikils metið á vinnumarkaðnum þótt leiklistarmenntun nýtist ágæt- lega á ýmsum stöðum. Það gefast heldur ekki mörg tækifæri til að vinna við leiklistarstörf á Islandi," bendir Jón á. Stökkið ekki risastórt Hann er kvæntur hjúkrunar- fræðingi, Eygló Magnúsdóttur, og hafði unnið á sumrin í mörg ár á sambýli fyrir þroskahefta. Hann hafði því haft talsverð afskipti af sjúkrahússtörfum og segir þau hafa átt vel við sig. Stökkið úr leikarastarfmu yfir í sjúkraliða- starfið var því ekki risastórt. í fyrstu reyndi hann að átta sig á því hvaö hann gæti gert og hvar hann stæði í menntunarlegu tilliti. „Ég settist á skólabekk Fjölbrauta- skólans i Breiðholti í upphafi árs 1992 til að kanna stöðuna. Eg var á sjúkraliðabraut og þar komst ég á skriö. Ég henti mér út í námið og reyndi að gleyma leikhúsinu og leiðindunum í kringum það.“ Ekki stigið fæti í Þjóðleikhúsið Hann segist aldrei hafa stigiö fæti inn í Þjóðleikhúsið eftir að hann fór þaðan. „Ég hafði verið viðloðandi þarna frá því ég var sextán ára gamall og starfað sem leikari í yfir tuttugu ár. Ég hafði séð hveija einustu sýningu í nær 30 ár, Leikhúsiö var ekki bara vinnustaðurinn minn heldur einn- ig áhugamál mitt. Þetta var dálítið sárt og er enn. Ég get ekki látið fólk sem treður svona á öðru fólki fara að kenna mér mannasiði, að Jón Gunnarsson leikari hefur brugðið sér í nýtt hlutverk. Hann er nú sjúkraliði i Kaupmannahöfn. sýna mér í leikritsformi hvemig ég á að breyta við náunga minn.“ Komið aftan að fólki í kjölfar uppsagnanna í Þjóðleik- húsinu tóku margir upp hanskann fyrir leikarana. Þau sjónarmið komu hins vegar einnig fram að leikarar ættu ekki að vera ævi- ráönir. „Tímarnir eru að breytast og það er orðin staðreynd að ekki er lengur verið að fastráöa fólk. En það er ekki hægt að koma aftan að fólki sem búiö er að segja í fjölda- mörg ár að sé fastráöið. Benedikt Árnason Var til dæmis 59 ára gam- all þegar þetta gerðist. Þessi hópur var búinn að vinna þarna lungann úr sinni starfsævi og það var búið að réttlæta lág laun viö fólkið með því að það væri fastráöið." Síðasta hlutverk Jóns á sviði Þjóðleikhússins var í Næturgalan- um. Veturinn, sem honum var sagt upp, ferðuðust leikararnir um aUt land meö sýninguna og um haustið var þeim boðiö á virta leiklistarhá- tíð í Danmörku. Hópurinn hlaut einnig verðlaun fyrir besta fram- lagið til barnamenningar þetta ár. „Þetta gerðum við allt með upp- sögnina á herðunum." í skóla með dóttur og syni Jón getur þess að þaö hafi verið stór ákvörðun aö setjast aftur á skólabekk þó svo að hann hafi ver- ið kunnugur umönnunarstörfum. um prófum og tók tvö yngstu börn- in með. Hér starfa ég á taugadeild Bispebjerg sjúkrahússins sem er í rauninni heilt hverfi með mörgum byggingum.“ Sjúkraliðastarfið er ákaflega þakklátt starf, að mati Jóns. „Maö- ur kynnist svo mörgu og sér betur og betur hvað maður má vera þakklátur fyrir það hvað maður liefur það raunverulega gott sjálfur og hvað maður hefur í raun litla ástæðu til að kvarta. Ég hefði ekki viljað missa af þessum kapítula lífs míns þó svo að ég hefði viljað missa af því að láta segja mér upp.“ Pæltí manneskjunni Að sögn Jóns hefur leiklistin komiö að gagni við umönnunar- störfin. „Maður er að pæla í mann- eskjunni allan daginn. Maður er einnig að pæla í manneskjunni á leiksviöinu. Maður er alltaf að skoöa og skilgreina manneskjuna. Það er margt sameiginlegt með starfi leikarans og sjúkraliðans. Leikhúsið hefur hjálpað manni til þess að skilja mannssálina. Ég er ekki að segja að ég sé hættur að vera leikari. Það verður bara fram- tíðin að leiða í ljós.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.