Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 59 Afrnæli £ Kristófer Magnússon Kristófer Magnússon tæknifræö- ingur, Breiövangi 69, Hafnarfirði, ersextugurídag. Starfsferill Kristófer fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá VÍ1954, stundaði vélvirkjanám í Vélsmiðju Hafnarfjarðar og útskrif- aðist sem vélvirki 1958, lauk vél- stjóraprófi frá Vélskóla íslands 1959 og útskrifaöist sem tæknifræðingur frá Odense Teknikum 1963. Kristófer starfaði hjá Caterpillar á vegum Heklu hf. 1965-74, starfaði sjálfstætt við húsasmíðar og stund- aði kennslu 1974-82 en hófþá störf í plastiðnaði. Hann hannaði þá m.a. hin svokölluðu 6601 plastker sem núeruframleiddhjáSæplastiog . Borgarplasti og flutt út um allan heim. Kristófer varð fyrir slysi 1989 og hefur verið öryrki síðan. Kristdfer æfði handbolta með FH og keppti með hðinu á árunum 1950-71 auk þess sem hann var landsliðsmarkmaður, m.a. í heims- meistarakeppninni 1958. Alls vann hann með FH tuttugu íslandsmeist- aratitla á ferli sínum með II. flokki, I. flokki og meistaraflokki. Hann hóf að spila bridge 1948 og hefur unnið alla titla sem spilað er um hjá Bridgefélagi Hafnarfjaröar. Hann var formaður Bridgefélags Hafnar- fjarðar og forseti Bridgesambands íslands um tveggja ára skeið. Þá sat hann í aðalstjóm FH um margra ára skeið og er nú í fulltrúaráði félags- ins. Fjölskylda Kristóferkvæntist 27.12.1958 Sól- veigu Ágústsdóttur, f. 30.7.1938, skólaritara í Flensborg. Hún er dótt- ir Ágústs Jóhannessonar, verk- smiðjustjóra í Frón, og Áslaugar Sigurðardóttur húsmóður. Börn Kristófers og Sólveigar eru Magnús Jón Kristófersson, f. 23.7. 1962, brunaliðsmaður í Hafnarfirði, en sambýliskona hans er Hrafnhild- ur Jóna Þórisdóttir húsmóðir og er dóttir þeirra Sólveig, f. 27.10.1993; auk þess sem dóttir Hrafnhildar frá því áður er Ólöf Þórisdóttir, f. 18.11. 1988; Laufey Ósk Kristófersdóttir, f. 16.5.1967, fóstra og forstöðumaður. Hálfsystir Kristófers, sammæðra, dóttir Laufeyjar og fyrri manns hennar, Bjarna Eiríkssonar frá SjónarhóU, sem fórst í Halaveðrinu 1925, er Guðrún Bjarnadóttir, f. 15.12.1923, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Jóhanni Sveinssyni skipstjóra. Alsystur Kristófers eru Sjöfn Magnúsdóttir, f. 16.10.1928, hús- móðir, gift Ingimundi Jónssyni, skipstjóra og útgerðarmanni; Guð- rún Magnúsdóttir, f. 11.8.1938, hár- greiðslumeistari, gift Einari Þóri Kristófer Magnússon. Jónssyni húsgagnasmið. Foreldrar Kristófers voru Magnús Jón Kristófersson, f. 14.7.1901, d. 29.5.1965, verkstjóri hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar, og Laufey Guð- mundsdóttir, f. 20.6.1902, d. 12.9. 1980, húsmóöir. Hrefna Magnúsdóttir Hrefna Magnúsdóttir, húsmóðir og kaupmaður, Hraunási 1, HelUs- sandi, er sextug í dag. Starfsferill Hrefna fæddist á Hellissandi og ólst þar upp. Hún lauk grunnskóla- prófl á Hellissandi og prófl frá Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Hrefna kenndi í nokkur ár við Grunnskólann á Hellissandi. Hún stofnaði bókaverslunina Gimli á Hellissandi 1970 og starfrækir hana enn. Þá starfaði hún á skrifstofu KRON í Reykjavík nokkra vetur og síðan hjá fyrirtækinu Áklæði og gluggatjöld á meðan maður hennar satáAlþingi. Hrefna hefur starfað í ýmsum fé-' lögum á Hellissandi, s.s. kvenfélagi og ungmennafélagi. Þá hefur hún sungið í kirkjukór Ingjaldshóls- kirkju í fjörutíu ár og með Snæfell- ingakórnum í Reykjavík nokkra vetur. Hún var fréttaritari DV á Hellissandi um tíma. Fjölskylda Hrefna giftist 24.6.1955 Skúla Alexanderssyni, f. 9.9.1926, fyrrv. alþm. Hann er sonur Alexanders Árnasonar, b. í Kjós í Árneshreppi, og Sveinsínu Ágústsdóttur hús- freyju sem bæði eru látin. Börn Hrefnu og Skúla eru Ari, f. 8.1.1956, hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands ís- lands, búsettur í Kópavogi, kvæntur Jönu Pind og eiga þau þrjár dætur; Hulda, f. 9.9.1958, sérkennari við Grunnskóla Hellissands, gift Hall- grími Guðmundssyni og eiga þau þrjár dætur og eina dótturdóttur; Drífa, f. 12.1.1962, rekur kjörbúðina á Hellissandi, gift Viðari Gylfasyni ogeigaþautvö börn. Systkini Hrefnu, sammæðra: Hlöðver Þórðarson, sem er látinn, og Guðrún Þórðardóttir, húsmóðir íReykjavík. Alsystkini Hrefnu: Kristján, dó í bernsku; Guðmundur, dó í bernsku; Hrefna Magnúsdóttir. Hallfríður, búsett í Reykjavík; Krist- mundur, búsettur í Reykjavík; Ólaf- ur, búsettur í Kópavogi; Gestur, búsettur í Reykjavík; Ester, búsett . í Kópavogi; Sýrus, búsettur í Kópa- vogi. Foreldrar Hrefnu: Magnús Ólafs- son, f. 18.9.1890, sjómaður á Hellis- sandi, og Ásta Sýrusdóttir, f. 16.4. 1890, húsmóðir. Þau eru bæði látin. Til hamingju med afmælið 25. júní 90 ára Sigríður Sigmarsdóttir, Lækjargötu 22b, Akureyri. Friðrikka óskarsdóttir, Signý Stefánsdóttir, Hamragerði 23, Akureyri. Bjarkarbraut 6, Dalvík. Aðalsteinn Thorarensen, Miðbraut 10, Seltjarnarnesi. 85 ára Þórunn Sveinsdóttir, Garðvangi, Garði. 80ára Friðrik Vigfús Sigurbjömsson, Hamrahlíö 8, Vopnaflrði Valgerður Ingimundardóttir, Vesturgötu 35, Keflavík. Símon Hannesson, HátúnilO, Reykjavík. Regína Sveinbjarnardóttir, Skálabrekku. Guðmundur Guðbrandsson, Hóli. 75 ára Ingólfur Jónsson, Trönuhólum 16, Reykjavík. 60 ára María Júlía Helgadóttir, Þangbakka 10, Reykjavík. Friða Gestrún Gústafsdóttir, Ferjubakka 8, Reykjavík. Ragnar Bergsson, Háaleitisbraut 50, Reykjavík, Geir Baldursson, Breiðholti. 50 ára Magnús Waage, Unufelli7, Reykjavík, Davið W. Jack, Blikanesi 2, Garðabæ. Sigurlaug Haraldsdóttir, Borgarhrauni20, Hveragerði. Grimur Bj arndal Jónsson, Neshömrum 8, Reykjavík. 40 ára i Sigurður Ólafsson Sigurður Ólafsson rafvirki, Trölla- gili 12, Akureyri, verður fertugur á mánudaginn. Starfsferill Sigurður fæddist á Sólvangi í Hafnarflrði en ólst upp í Engihlíð í Laxárdal í Dalasýslu. Hann flutti til Akureyrar 1977 og hefur átt þar heima síðan. Sigurður lærði raf- virkjun hjá Raftækni sf. á Akureyri oglauk sveinsprófi 1981. Sigurður hefur stundað rafvirkj- un frá því hann lauk námi, fyrst hjá Raftækni, þá Rafi sf. en hefur starf- að hjá Ljósgjafanum hf. frá 1988. Sigurður hefur setið í stjóm Akur- eyrardeildar Rauða kross íslands frá 1982. Hann gekk í Junior Cham- ber 1982 og hefur gegnt þar ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum, m.a. verið forseti aðildarfélags. Hann er nú formaður landsnefndar Junior Chamber á Akureyri. Fjölskylda Sigurður kvæntist 17.6.1978 Guð- laugu Kristinsdóttur, f. 4.3.1958, fulltrúa hjá Pósti og síma. Hún er dóttir Kristins Finnssonar, sjó- manns á Akranesi, og Kristínar A. Ámadóttur sem nú er búsett í Gavle í Svíþjóð. Dóttir Sigurðar og Guðlaugar er Hrafnhildur Guðrún Sigurðardótt- ir, f. 22.1.1978, nemi við Verk- menntaskólann á Akureyri. Systkini Sigurðar eru Pálmi Ólafs- son, f. 24.10.1956, húsasmíöameist- ari í Stykkishólmi; Steinunn Lilja Ólafsdóttir, f. 31.12.1959, verkakona á Þingeyri; Páll Reynir Ólafsson, f. 17.2.1964, verkamaður í Stykkis- hólmi. Hálfsystir Sigurðar, samfeðra, er Kolbrún Þóra Olafsdóttir, f. 22.6. 1981, grunnskólanemi. Foreldrar Sigurðar eru Ólafur Ámi Pálmason, f. 7.5.1931, b. í Engi- hlíð í Laxárdal í Dalasýslu, og Sigurður Ólafsson. Hrafnhildur Sigurðardóttir, f. 2.8. 1937, starfsstúlka á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi. Sigurður tekur á móti gestum í félagsheimili Jimior Chamber á Akureyri að Óseyri 6, Akureyri, í dag, laugardaginn 24.6., kl. 20.00. Kristín Helgadóttir Kristín Helgadóttir, Þingási 7, Reykjavík, verður fertug á mánu- daginn. Starfsferill Kristín fæddist á Gröf í Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi. Hún stundaði nám við Melaskólann og Hagaskólann. Kristín starfaöi hjá Bifreiðaeftir- hti ríkisins 1974-82, ók síðan leigu- bifreið nokkur ár, auk þess að sinna skrifstofustörfum hjá Sérleyfisbif- reiðum Helga Péturssonar hf. en það fyrirtæki á hún og rekur með bræðum sínum. Fjölskylda Kristín giftist 14.12.1974 Marteini S. Björnssyni, f. 4.1.1954, bifreiða- stjóra. Hann er sonur Björns Stein- dórssonar, bifreiðastjóra í Reykja- vík sem er látinn, og k.h„ Kristínar Alexandersdóttur húsmóður. Börn Kristínar og Marteins eru Unnur Helga, f. 15.5.1973, kjóla- sveinn og bifreiðastjóri; Björn Krist- inn, f. 20.4.1979, nemi; Sigurbjörg Þórunn, f. 10.8.1982, nemi. Kristín á fjóra bræður, Halldór, Hauk, Hilmar og Ásgeir. Foreldrar Kristínar vom Helgi Pétursson, f. 16.9.1905, d. 22.5.1969, Kristin Helgadóttir. sérleyfishafi, og Unnur Halldórs- dóttir, f. 13.8.1913, d. 22.10.1988, húsmóðir. Kristín tekur á móti gestum laug- ardagskvöldið 24.6. 70 ára Simon PauK Lilaa, Austurbrún 6, Reykjavík. Sjöfn Helgadóttir, Sléttuvegi 7, Reykjavík. Anna Jónsdótt ir, Stóru-Ökmm 2, Varmahlíð. Helgi Harrysson, Garðavegi 15, Hafharfirði. Sveinbjörg Egilsdóttir, Neðstaleiti 2, Reykjavík. Helgi Guðmundsson, Hrosshagal. UPPB0Ð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, 3. h., sem hér segir, á eftirfarandi eign: Hrísmóar 13, 0202, Garðabæ, þingl. eig. Gísli Bjömsson og Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, gerðarbeiðendur Hús- næðisstofnun ríkisins, Lögmenn Aust- urstræti sf. og sýslumaðurinn í Hafn- arfirði, 27. júní 1995 kl. 14.00. SÝSLUMAÐUKINN í HAFNARFIRÐI UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Breiðvangur 18, 0102, Haíharfirði, þingl. eig. Ómar Einarsson og Guðríð- ur S. Hauksdóttir, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Hafnarfjarðar, KrediÞ kort hf. og Lsj. Dagsbr. og Frs., 27. júní 1995 kl. 14.30. Gerði, lóð úr landi Svalbarðs, Bessa- staðahreppi, þingl. eig. Elfa Andrés- dóttir, gerðarbeiðendur Bessastaða- hreppiu- og Lífeyrissjóður verslunar- manna, 27. júní 1995 kl. 14.00. Háholt 14, 0302, Hafnarfirði, þingl. eig. Húsnæðisnefiid Hafharfjarðar, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun rík- isins, 27. júní 1995 kl. 15.30. Öldugata 46, 0301, Hafharfirði, þingl. eig. Sjöfn Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Húsnseðisstofhun ríkisins, 27. júní 1995 kl. 13.30._________________ Vesturhraun 5, Garðabæ, þingl. eig. Klæðning hf„ gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Búnaðarbanki ís- lands og Iðnlánasjóður, 27. júní 1995 kl. 16.00._______________________ SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐI LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! ||U^EHOAfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.