Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 41 Trimm Viljum fá fleiri hjólreiðamenn - segir formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur „Eins og er teljast félagar í Hjól- reiðafélagi Reykjavíkur 108 en virkir félagar eru talsvert færri," sagði Bjarni Svavarsson, formaður þessa unga félags, í samtali við Trimmsíð- una. Til þess að vinna að uppbygg- ingu úr grasrótinni hefur Bjarni sett á laggirnar þjálfun fyrir unga hjól- reiðamenn, 16 ára og yngri. Þeir sem hafa áhuga geta hitt Bjarna á hjól- hesti sínum við veitingastaðinn Sprengisand kl. 16 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Hjólreiöafélag Reykjavíkur var stofnað í kringum 1980 en lagðist í dvala og var endurreist fyrir um það bil þremur árum. Einn af hápunkt- um sumarsins hjá félaginu er hjól- reiðakeppni milli Reykjavíkur og Hvolsvallar sem fram fer laugardag- inn 1. júlí og verða keppendur ræstir kl. 8 árdegis við verksmiðjuna Vífil- fell. Bjarni sigraði í keppninni í fyrra og stefnir á að verja titil sinn í ár. „Besti tíminn á þessari leið, sem er 106 kílómetrar, er 2:50 en í fyrra var mikill mótvindur og þeir fyrstu voru 4:15 á leiðinni. Þetta er keppni sem allir geta tekið þátt í því aö við bjóðum upp á keppni í mismunandi vegalengdum. Þannig er hjólað frá Selfossi til Hvolsvallar eða frá Hellu og Vík í Mýrdal. Það verður bíll bæði á undan og eftir keppendum svo að keppendur sem örmagnast verða hirtir upp. Skráning fer fram í Sælu- búð á Hvolsvelli sem stendur að þess- ari keppni ásamt Hjólreiðafélaginu. Það hafa jafnan verið um 20 kepp- endur en við viljum gjarnan fá fleiri en keppnismenn til þess að taka þátt.“ Fleiri athyglisverðir atburðir á dagskrá Hjólreiðafélagsins er ijalla- hjólakeppni á Hallormsstað 15. júlí og í tengslum viö hana verður keppt í götuhjólreiðum á leiðinni Hall- Bjarni Svavarsson, formaður Hjólreiðafélag Reykjavikur og Islandsmeistari i hjólreiðum. DV-mynd Sveinn ormsstaður-Oddsskarð. Þá er hjólað frá Hallormsstaö gegnum Egilsstaði, Reyðarfjörð og Eskifjörð og endað í Oddsskarði sem mun vera 600 metra hækkun neðan af Eskifirði. Kjörið fyrir þá sem vantar skemmtilegan hjólatúr í sumarfríinu. Önnur erfið keppni er Kambakeppni sem fer fram 30. júlí. Þá er hjólað upp Kambana úr Hveragerði sem mun vera um 9 kílómetrar og 300 metra hækkun. En hefur félaginu dottið í hug að efna til götuhjólreiðakeppni innanbæjar? „Það er verið að ræða við rétt yfir- völd um að koma á hjólreiðakeppni fyrir alla íjölskylduna í Reykjavík þar sem yrði keppt í 5 kílómetra hjól- reiðum. Til þess að það mætti verða þarf að loka leiðinni algjörlega fyrir umferð því að hraðinn í hjólreiða- keppni getur orðið býsna mikill. Þetta er þó ekki alveg komið á hreint." Bjarni og félagar hans sem taka hjólreiðarnar alvarlega æfa sig með skipulegum þætti allt árið og nota lyftingar og styrkjandi æfingar á vetrum og eins hjóla þeir innanhúss á þar til gerðum rúllum sem gera keppnishjól að þrekhjóli. Síðan um leið og verður autt er farið út að hjóla og skiptast á langar hægar ferðir og skipulegar sprettæfingar. Hlaup og skokk er notað til upphitunar. Þegar álagið er mest hjólar Bjarni 600 kíló- metra á viku en það gerði hann t.d. fyrir Smáþjóðaleikana í Lúxemborg í vor en hann tók þátt í þeim ásamt félögum sínum. „Hjólreiöaeign virðist vera mjög útbreidd á íslandi og við vildum gjarnan sjá fleiri taka þátt til þess að auka breiddina í þessu. Eins og er taka varla þátt í þessum keppnum nema keppnismenn og því viljum við gjarnan breyta." Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst: Gott að hlaupa með öðrum eða í hóp Það getur verið mjög hvetjandi að hlaupa með öðrum eða í skokkhóp. Mörgum reynist erfitt í byrjun að 5. vika. 25/6-1/7 -10 km, hálfmaraþon og maraþon koma sér út að hlaupa og vantar til- hald sem þig vantar. í skokkhópnum fmnanlega aöhald. Skokkhópurinn bera menn saman bækur sínar og getur veitt þér það nauðsynlega að- skiptast á upplýsingum. Auk þess 10km 21 km 42 km Sunnudagur 10km ról. 22 km ról. 20 km Mánudagur Hvíld Hvíld Hvíld Þriðjudagur 6km (hraðaleikur). 10km (Hraðaleikur). 10km (hraðaleikur). Fyrst2km ról.og Fyrst 2 km ról. og síðan Fyrst 2 km ról. og síðan síðan2km hrattog 1 km hratt siðan 1 km 1 km hratt, síðan 1 km loks2km ról. hægt3x og síðan 2km ról. í lokin hægt 3x og siðan 2 km ról. í lokin. Miðvikudagur 6km Kópavogshlayp kl. 19. Fífuhvamrnj. 12kmról. 15 km ról. Fimmtudagur Hvíld 8 km ról. 14km ról. Föstudagur 4 km ról. Hvild 10km ról. Laugardagur 5kmjafnt 8kmjafnt 8 km jafnt Samt.: 31 km 60 km 77 km finnst mörgum skemmtilegra að hlaupa með öðrum. Margir skokk- hópar eru starfandi hér í bæ og hefur trimmsíðan gert þeim skil hér fyrr í vetur. Þeir sem fara í hálfmaraþon hlaupa 22 km í þessari viku og er það lengsta vegalengdin sem farin verður á einni æfingu. Þessi vegalengd verður þó farin aftur síðar einu sinni enn. Há- marksvegalengd á einni æfingu fyrir fullt maraþon verður 30 km. Jakob Bragi Hannesson Þor- valds- dalur '95 Laugardaginn 1. júlí nk. fer fram eitt sérstæðasta almenn- ingshlaup á íslandi. Hér er átt við Þorvaldsdalsskokkið sem nú fer fram í annað sinn. Þorvaldsdals hvað? Jú, Þorvaldsdalur er við vest- anverðan Eyjafjörð og opnast að sunnan i Hörgárdal og að norðan Árskógsströnd. Ræst er við Fornhaga í Hörgárdal og endað viö Árskógsskóla efdr 23 kíló- metra. Allbratt er fyrsta spölinn eða um 440 metra hækkun á 5 kílómetrum en eftir það hallar undan með nokkrum frávikum. Leiðin liggur eftir fjárgötum, móum og mýrum og reyndar mega keppendur stytta sér leiö að vild. Fjórar drykkjarstöövar verða á leiöinni og keppt verður i aldursflokkum. Tilkynna skal þátttöku til skrifstofu UMSE í síma 462-4477 eða við rásmark. Það eru Ferðafélagið Hörgur, Ungmennafélagið Reynir, Björg- unarsveitin Ströndin og Ferða- þjónustan Ytri-Vik/Kálfsskinni sem standa aö þessu óvenjulega víöavangs-/landslags-/út-um- holt-og-hóla-skokki. Þeir sem fóru í fyrra gleyma því aldrei en misjafnlega hart er und- ir fæti eða misjafnlega blautt Þetta er kjörið fyrir þá sem eru á leiö í friið og langar í eitthvað virkilega örvandi til að glíma við. vatns- mara- Nýtt á hlaupaskránni er Mý- vatnsmaraþon 9. júli nk. þar sem hlaupið verður hringinn í kring- um Mývatn. Trimmsíðan veit aö nokkrir harðir hlauparar úr ÖL- hópnum nafntogaða ætla að fljúga norður og skokka um- hverfis vatnið. Eitt af þvi sem ekki má gleyma er að kaupa flugnanet eða vargskýlu, eins slíkt nefnist á máli heimamanna. Svo er spurning hvort þaö verða loftkökur í boði á drykkjarstööv- unum. Ekki má kalla Mývatn poll svo heimamenn heyri og muna að syngja Blessuð sértu sveitin mín - mín megin. Umsjón Páll Asgeir Ásgeirsson VOLVO 850 SS Styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons ■ ...... , i er styrktaraðili flugleidir^ 1 Reykjavíkurtnaraþonsins w dSlCS^ mMm ^ RlU5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.